Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Sel- foss og farþegaskipin Ocean Majesty og Royal Princess sem fara aftur út í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Florinda vænt- anlegt. Mannamót Aflagrandi 40. Þjórs- árdalur, Háifoss og Gjáin. Miðvikudaginn 9. júlí verður farið í Þjórsárdal og að Háa- fossi og Gjánni. Stopp- að verður í Árnesi. Þar fáum við okkur súpu, brauð og kaffisopa. Lagt af stað frá Afla- granda kl. 9.30. Skrán- ing í afgreiðslu eða í síma 562 2571. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Skrifstofa fé- lagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Billj- ardstofan í Hraunseli opnuð kl. 9 á mánudög- um og fimmtudögum. Aðra daga vikunnar kl. 13.30. Félagsstarfið Hæð- argarði. Ferð í Ás- mundarsafn mánudag- inn 7. júlí kl. 13.30. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug á mánudög- um, miðvikudögum og föstudögum kl. 9.30. Gullsmári 13. Lokað verður í þjónustu- miðstöðinni vegna sumarleyfa frá 7. júlí til 5. ágúst. Hárgreiðslu- stofan og fótaaðgerð- arstofan verða opnar. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Áskirkja. Sumarferð verður farin sunnudag- inn 13. júlí nk. Lagt verður af stað frá Ás- kirkju kl. 9.30. Messað verður í Strand- arkirkju. Hádeg- isverður snæddur á Hótel Selfossi. Ekið að Sólheimum í Grímsnesi þar sem horft verður á kabarettsýningu. Kaffi áður en lagt er af stað heim. Verð fyrir full- orðna 3.500 kr., börn 1.750 kr. Þátttaka til- kynnist fyrir 9. júlí í Áskirkju í síma 588 8870, 553 0088 (Guðrún), 553 0266 (Ásdís) og 568 1418 (Þóranna). Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁÁ Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. OA-samtökin. Átrösk- un / matarfíkn / ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður mánudaginn 7. júlí kl. 10 við Austurbæj- arskóla og kl. 14 við Arnarbakka. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrif- stofutíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins í Suð- urgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552-2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrif- stofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.-fim. kl. 10–15. Sími 568-8620. Bréfs. 568-8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. Heilavernd. Minning- arkort fást á eft- irtöldum stöðum: í síma 588- 9220 (gíró) Holtsapóteki, Vest- urbæjarapóteki, Hafn- arfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elías- dóttur, Ísafirði. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutími í síma 552-4440 frá kl 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http://www.park- inson.is/sam_minning- arkort.asp Í dag er sunnudagur 6. júlí, 187. dagur ársins 2003. Orð dagsins: En sonurinn sagði við hann: Fað- ir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. (Lúk. 15, 21.)     Þorbjörg Helga Vigfús-dóttir ritar pistil á vefritið Tíkina þar sem hún gerir „leiksvið Evr- ópusambandsins“ að um- talsefni. Þorbjörg segir í grein sinni meðal annars:     Fyrir stuttu var kynnturbúnaðarsamningur Evrópusambandsins (CAP) sem fól í sér breyt- ingu á niðurgreiðslum til bænda þannig að fastar greiðslur kæmu í stað framleiðslutengingar. Eins og við var að búast komu strax fram hávær mótmæli bænda í land- búnaðarþjóðum Evrópu og franskir bændur töldu þessar breytingar jafnast á við mannréttindabrot. Myndir af reiðum bænd- um með stóra gaffla í hendi birtust í öllum blöð- um Evrópu og yfirlýs- ingar um að nú gætu bændur alveg eins tekið upp tómstundagarðyrkju. Og viti menn. Ráðamenn í Brussel drógu til baka lækkun niðurgreiðslu og tóku til greina flestallar kröfur bænda og frestuðu breytingum til 2008. Nið- urgreiddar búvörur frá Evrópusambandinu og útflutningsstyrkir þeim tengdir hafa stórfelldar afleiðingar í fátækum löndum þriðja heimsins. Á Jamaica og í Brasilíu stefnir til dæmis allt í það að innlendar mjólk- urvörur víki af markaði fyrir mjólkurdufti frá ESB-ríkjunum. En eins og landbúnaðarráðherra Frakka segir þá eru bændur ,,hluti af breyti- legri stærð til hagræð- ingar í stöðluðum og ómannlegum heimi“.     Ítalir tóku nú um mán-aðamótin við for- mennsku í ráðherraráði ESB og hefur Silvio Ber- lusconi, forsætisráðherra Ítalíu, þegar vakið at- hygli fyrir ummæli á Evr- ópuþinginu sem hann hefur orðið að biðjast af- sökunar á. Þorbjörg Helga segir um þetta: „Öll von hægri sinnaðra Evrópubúa um að Berl- usconi nái fram áherslu- breytingum er fokin út í veður og vind í bili þar sem trúverðugleiki for- sætisráðherrans hefur beðið hnekki.“     Síðar segir Þorbjörg:„Evrópuþingið er skrýtið leikhús. Einhvern veginn er fullt að gerast en samt er ekkert að ger- ast. Pólitískir leiðtogar aðildarlandanna slást um völdin, svo mikið að rætt er um að breyta fyr- irkomulagi formanns- embætta úr að vera breytilegt árlega í fastan formann. Næstu vikur verða líklega líflegar í Evrópuþinginu því þing- mennirnir finna sér lík- lega eitthvað að ræða um, skrifa og hætta að skrifa, semja og hætta við að semja. Til að krydda tilveruna höfum við svo forsætisráðherra Ítalíu við stýrið sem kemur örugglega með skemmti- leg útspil næsta hálfa ár- ið.“ STAKSTEINAR Leiksvið ESB Víkverji skrifar... FYRIR ríflega ári flutti Víkverji ínýtt húsnæði, það fyrsta sem hann telst samkvæmt pappírum vera eigandi að. Það fylgir því vissu- lega ánægja að flytjast í eigið hús- næði en Víkverji var ekki lengi í paradís því í ljós kom að flísar á bað- herbergisgólfinu voru lausar á ákveðnu svæði vegna aflagðs rörs í gólfi. Ekki vildi heldur betur til en svo að þegar ganga átti frá afsali af íbúðinni lá eignaskiptasamningur ekki fyrir og var það ekki fyrr en í síðustu viku, tæpu ári síðar en Vík- verji átti að fá afsalið í hendur, að gengið var frá þeim málum. Þó ekki vandræðalaust. x x x VÍKVERJI lét samkvæmt ráð-leggingum fasteignasölunnar sem sá um viðskiptin, seljanda vita af baðherbergisgólfinu með ábyrgð- arbréfi. Seljandinn kom af fjöllum, en sagðist myndu koma fljótlega með pípara til að kíkja á gólfið. Það var fyrir ári og enn hafa þeir félagar ekki komið. Seljandinn heldur því reyndar fram í dag að Víkverji hafi vitað um gallann í gólfinu er hann keypti og kannaðist ekki fyrr en á hann var gengið við að hafa fengið í hendur ábyrgðarbréf, sem enginn annar en hann mátti taka við. Lög- fræðingur fasteignasölunnar sagði málið sennilega húsfélagsmál og þar með var seljandinn hólpinn. x x x GEFA átti út fasteignabréfin fyrirrúmu ári og þar sem það gekk ekki eftir vegna vandræðagangs seljanda varð að endurútgefa bréfin nú fyrir skömmu. Um það leyti sem Víkverji var að kaupa íbúðina urðu eigendaskipti á fasteignasölunni og hún fékk nýtt nafn. Það átti eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Víkverja. Fasteignasalan fór fram á að Vík- verji borgaði gjöld sem af endur- útgáfu bréfanna hlutust, þrátt fyrir að hann hafi borgað öll sín gjöld samviskusamlega fyrir ári. Sagði lögfræðingur að það hafi verið Vík- verja „í hag“ að bréfin voru endur- útgefin. Víkverja var þá nóg boðið og sagði að það hefði verið sér í hag að ganga frá kaupunum fyrir ári og því myndi hann ekki borga krónu. Við uppgjör á sölunni kemur í ljós að Víkverji hafði borgað rúmlega helmingi of mikið í stimpilgjöld. Fasteignasalan endurgreiddi Vík- verja upphæðina, ári eftir að hann hafði látið þeim (eða gömlu fast- eignasölunni) peningana í té. Vík- verji átti ekki rétt á vöxtum af upp- hæðinni þar sem þetta var klúður gömlu fasteignasölunnar og kom þeirri nýju lítið við. Þó var það Vík- verji sjálfur sem kom auga á (fyrir tilviljun) að gjöldin voru ofgreidd, en ekki fasteignasalan. x x x NÆST þegar Víkverji stendur ífasteignaviðskiptum ætlar hann að hafa reynda menn sér við hlið svo ekkert verði ofreiknað eða vantalið. Morgunblaðið/Arnaldur Fasteignaviðskipti geta verið flókin og erfið. Skammarlegt ÞAÐ ER skömm að því að ekki sé sýnt frá keppni á Ólympíuleikum þroska- heftra í Dublin. Ljósmynd- arar og aðrir fjölmiðla- menn komu frá fjölmörgum löndum til þess að vera við- staddir keppnina en enginn frá Íslandi. Íþróttasam- bandið svaraði því engu þegar ég bað þá um að koma því á framfæri að sýna þyrfti frá þessu móti. Sjónvarpið sýndi þegar for- setinn og Mandela gengu inn á sviðið á setningarat- höfninni. Ekkert var sýnt frá verðlaunaafhendingu eða keppendum. Keppend- ur og aðstandendur biðu eftir því að eitthvað yrði sagt frá mótinu, annað- hvort í sjónvarpi eða blöð- um. Ekkert hefur sést, ekk- ert nema forsetinn og Mandela. Aðstandandi. Börkur heldur köttum fjarri NÝLEGA ritaði kona ein í Velvakanda og sagði ketti ásækja sig. Kettirnir skriðu inn um glugga henn- ar og skildu eftir sig skít og drullu. Þetta er hvimleitt, en það er til ráð til þess að halda köttum fjarri. Það þarf einfaldlega að skræla börk utan af appelsínu og setja í gluggann, þar sem hann opnast. Lyktin af berkinum fælir kettina frá. Þetta reyndist mér vel og kettirnir angra mig ekki lengur. Elísabet. Hvar er klassíkin? HULDA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri þakklæti til þeirra ungu stúlkna sem eru komnar með klassíska þáttinn í útvarpið. Þær fengu leyfi til þess að opna þessa stöð hjá Hinu húsinu og er þetta gott framtak. Hún saknar klassíska þátt- arins sem var áður á dag- skrá Ríkisútvarpsins og furðar sig á því hvað orðið hafi um alla klassíkina í Ríkisútvarpinu. Fólk sem hefur dálæti á klassískri tónlist borgar áskriftar- gjald eins og aðrir og það verður að veita því fólki einhverja þjónustu. Þetta verður að lagfæra. Óæskilegt krydd ÉG KEYPTI mér nýlega fjóra hamborgara með brauði. Á umbúðunum stóð að þeir innihéldu E621, eða þriðja kryddið. Þegar ég fór að skoða innihald nýja kryddsmjörsins frá Osta- og smjörsölunni sá ég, mér til mikillar furðu, að þriðja kryddið var einnig þar. Þetta þykir mér furðulegt þar sem ég hélt að Íslend- ingar væru vel meðvitandi um heilsu sína. Það er rétt að benda fólki með liðagigt og þeim sem vilja hugsa vel um heilsu sína á að þetta krydd er ekki æskilegt í matvörum. Birna Þorbjörg Hjörleifsdóttir. Tapað/fundið Bakpoki tapaðist BAKPOKI tapaðist á Æg- issíðunni 2. júlí sl. Bakpok- inn er rauður að lit og skartar Krónu og Króna. Í honum voru buxur og jakkavesti. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 866 1660. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason LÁRÉTT 1 hörfar, 4 refsa, 7 streymir áfram, 8 rask, 9 guð, 11 siga, 13 þyrma, 14 druslan, 15 heiður, 17 gefinn matur, 20 tímg- unarfruma, 22 hreinsar, 23 látið í té, 24 angan, 25 tálga. LÓÐRÉTT 1 trúa, 2 erfiðar, 3 mag- urt, 4 at, 5 skipulag, 6 hindra, 10 ofhermi, 12 fugl, 13 bókstafur, 15 dimm ský, 16 and- stuttum, 18 leikni, 19 sjúga, 20 vex, 21 ómegin. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 sigurverk, 8 dulur, 9 tekur, 10 alt, 11 iðrar, 13 arðan, 15 hvarf, 18 strik, 21 ryk, 22 logni, 23 rollu, 24 til- gangur. Lóðrétt: 2 illur, 3 urrar, 4 votta, 5 rokið, 6 æddi, 7 grun, 12 aur, 14 rót, 15 hold, 16 angri, 17 Frigg, 18 skran, 19 röltu, 20 kaun. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.