Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 47 ST. FRANSISKUSSPÍTALANUM í Stykkishólmi var gefið á dögunum nýtt hjartastuðtæki. Gefendur eru Lionsklúbburinn Harpa, Lionsklúbbur Stykkishólms og Kvenfélagið Hringurinn. Það kom fram í þakk- arávarpi Róberts Jörgensen, framkvæmdastjóra sjúkrahússins, að hjartastuðtæki sem sjúkrahúsið átti hætti að virka í vetur og var dæmt ónýtt. Ekki er hægt að vera án tækis sem þessa, svo leitað var til ofangreindra líknarfélaga með þeim árangri að nýtt tæki er komið, nokkrum vikum síðar. Tækið er flutt inn af A. Karlssyni hf. og kostaði tæpar 600.000 kr. Líknarfélögin þrjú stóðu sameiginlega að tjaldsölu á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarhelgina í fyrra. Afraksturinn var settur í þetta verkefni. Í gegnum árin hafa þessi félög stutt oft og dyggilega við sjúkrahúsið með tækjagjöfum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Fulltrúar Lionsklúbbsins Hörpu, Lionsklúbbs Stykkishólms og Kvenfélagsins Hringsins og starfsfólk St. Frans- iskusspítalans í Stykkishólmi standa við nýja hjartastuðtækið sem spítalinn fékk að gjöf fyrir skemmstu. St. Fransiskusspítali fær hjartastuðtæki að gjöf Stykkishólmi. Morgunblaðið. UNGIR jafnaðarmenn í Reykjavík hafa sent forsetaembættinu fyrir- spurn þar sem óskað er eftir upplýs- ingum um hvað veislan kostaði sem forseti Íslands hélt Þýskalandsfor- seta í Perlunni á þriðjudagskvöld. „Ríkisstjórnin hefur boðað niður- skurð í útgjöldum til að slá á þenslu sem spáð er á næstu misserum. Á sama tíma þenst ríkiskerfið út sem aldrei fyrr. Við leggjum til að ríkið skeri niður starfslokasamninga og lúxusjeppa og kaupi í staðinn hjartaþræðingarvélarnar sem vant- ar á sjúkrahúsin og hjálpi efnalitlu fólki að komast í húsnæði á sann- gjörnum kjörum. Ráðamenn eru ekki hrifnir af því að þurfa að skera niður hjá sjálfum sér. Þeir munu þó geta treyst því að ungt samfylking- arfólk í Reykjavík mun gefa þeim góðar gætur á næstunni. Þegar til- kynnt verður um lokanir á sjúkra- deildum þá munum við spyrja hversu mikið ríkið borgar í Saga- og business class fargjöld árlega, hverjir fljúgi á þessum farrýmum og afhverju ríkisstarfsmenn geti ekki flogið með Iceland Express eins og aðrir. Þegar stigin verða skref í átt til einkavæðingar í skóla- kerfinu og aukinnar álagningar skólagjalda þá mun berast fyrir- spurn um hvað það kosti að nota þyrlu Landhelgisgæslunnar til að fljúga með erlenda gesti á Þingvöll og afhverju þeir séu ekki keyrðir þennan stutta spöl eins og gert hef- ur verið með mörg mikilmennin á undan þeim.“ Í ályktuninni segir að ungt sam- fylkingarfólk mun aldrei sætta sig við að grunnþjónusta í heilbrigðis- og menntakerfi verði skorin niður á meðan sífellt meira óhófs gætir í efstu þrepum ríkiskerfisins. Ályktun frá ungum jafnaðarmönnum Óska svara frá forsetaembættinu Í DAG, sunnudag, heldur Flugmód- elfélagið Þytur upp á stóra flugmód- eldaginn á Hamranesflugvelli, fé- lagssvæðinu sínu, sunnan við Hafnarfjörð. Þetta er einn af fjöl- mörgum afmælisviðburðum á þessu ári í tilefni af því að nú eru liðin 100 ár frá því að Wright-bræður fóru í fyrstu flugferðina. Dagskráin hefst kl. 10 og lýkur kl. 17 síðdegis og munu félagsmenn fljúga fjarstýrðum flugmódelum af ýmsum gerðum. Allan tímann verð- ur samfelld dagskrá. Meðal sýning- aratriða verða þyrluflug, listflug, svifflug, flug á vélum úr fyrri og seinni heimsstyrjöldinni og margt fleira. Flugmódelvöllurinn er sunnan við Hafnarfjörð. Frá Reykjavík er ekin Reykjanesbrautin, framhjá nýju íþróttahúsi Hauka og í u.þ.b. einn kílómetra eftir Krísuvíkurvegi að fiskitrönum sem eru á vinstri hönd og það er afleggjarinn á Hamranes- flugvöll. Flugmódeldagur í tilefni af 100 ára afmæli flugsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.