Morgunblaðið - 06.07.2003, Side 32

Morgunblaðið - 06.07.2003, Side 32
FRÉTTIR 32 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Einbýli Hæðir 3ja herbergja Brekkutún - fallegt einbýli Mjög fallegt og vel viðhaldið þrílyft 270 fm einbýlishús með innbyggðum bílskúr á mjög eftirsóttum og rólegum stað í Kópavoginum, Fossvogsmegin. Garðurinn er glæsilegur. Eignin skiptist m.a. í hol, snyrtingu, eldhús, búr, borðstofu, stofu og herbergi á aðalhæð- inni. Á efri hæðinni er sjónvarpshol, þrjú her- bergi og baðherbergi. Á neðstu hæðinni er þvottahús, bílskúrog gott geymslurými. V. 29,9 m. 3461 Rauðlækur - m. bílskúr 4ra herb. hæð í fjórbýlishúsi ásamt bílskúr. Hæðin skiptist í hol, tvö herbergi, tvær sam- liggjandi stofur, eldhús og bað. Nýtt eldhús og nýl. bað. Laus strax. V. 14,7 m. 3391 Birkimelur - frábær staðsetning Falleg 3ja herb. 80 fm íbúð á 2. hæð í fjölbýl- ishúsi, sem hefur verið stand-sett á glæsi- legan hátt. Íbúðin skiptist í stofu, tvö her- bergi, hol, eldhús, bað, geymslu og suðursval- ir. Gott skipulag. Falleg íbúð. V. 12,4 m. 3470 2ja herbergja Selvogsgrunn Falleg og mikið endurnýjuð íbúð á 2. hæð. Íbúðin er óvenju rúmgóð og skiptist í hol, herbergi, baðherbergi, eldhús, stofu og g- eymslu. Nýjar innihurðir og búið að endur- nýja rafmagn. Nýtt parket og eldhúsinnrétt- ing. Húsið er í góðu ástandi, m.a. nýlega klætt að utan með Steni. V. 11,2 m. 3462 Eskihlíð - 3ja á 1. hæð Falleg og björt 74 fm íbúð á 1. hæð, er skipt- ist í hol, tvö herbergi, stofu, eldhús og bað- herbergi. Sv-svalir. Rúmgott eldhús með fal- legri eldri innréttingu. Í kjallara fylgir sér- geymsla. V. 11,2 m. 3469 Hátún - útsýni Opin og björt 73 fm íbúð á 4. hæð í nýlega viðgerðu lyftuhúsi með glæsilegu útsýni. Íbúð- in skiptist í samliggjandi stofu, borðstofu, eld- hús og hol. Tvö svefnherbergi og baðherbergi. Ný endurnýjað baðherbergi og parket á gólf- um. V. 11,6 m. 3468 Snorrabraut 56 - með bílskúr Vorum að fá í einkasölu glæsilega 90 fm íbúð á 6. hæð í lyfthúsi. Íbúðinni fylgir auk þess 26 fm bílskúr. Stórglæsilegt útsýni. Sérstak- lega fallega innréttuð íbúð. Tvennar svalir á hæðinni. Íbúðin fæst einnig keypt án bílskúrs og er verðið þá 16,2 m. Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir í síma 861 8511. V. 18,2 m. 3336 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Nýkomið í einkasölu sérl. gott húsnæði á efstu hæð í lyftuhúsi (penthouse), samtals ca 170 fm. Húsnæðið skiptist í 3-4 skrif- stofur, snyrtingu, eldhús o.fl. Rúmgóðar svalir. Stórt herbergi í risi fylgir. Parket. Frábær staðsetn. í borginni. Áhv. hagst. lán. Verðtilboð. 98783 Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Austurstræti - Rvík - skrifsth. Hjallabrekka - Glæsilegt atvinnuhúsnæði Glæsilegt 820 fm atvinnuhúsnæði á götuhæð með mikilli lofthæð (5 m), góðum gluggafrontum og tvennum innkeyrsludyrum. Mikill fjöldi bílastæða er á lóð. Eignin hentar vel fyrir ýmiss konar starf- semi s.s. sérverslanir, lager og heildsölur. Til greina kemur að selja eða leigja eignina. Laus strax. 3465 BÍLAR slökkviliðs Akraness fóru í „lest“ frá gömlu slökkvistöðinni við Laugarbraut fyrir helgi og kvöddu gömlu stöðina með tákn- rænum hætti og miklum hávaða, sírenuvæli og blikkandi ljósum. Var ekki laust við að margir bæj- arbúar hafi hrokkið í kút er „lestin“ fór af stað líkt og um stórbruna væri að ræða. Hins vegar var aðeins um táknræna athöfn að ræða þar sem slökkvi- liðið hefur fengið nýtt aðsetur við Kalmanvelli en þar er einnig að- setur björgunarsveitar Akraness, og allur sá útbúnaður sem þeirri starfsemi fylgir. Nýja slökkvistöðin er um 670 fermetrar að flatarmáli og mun stærri en sú gamla við Laug- arbraut. Jóhannes Engilbertsson slökkviliðsstjóri segir á heima- síðu Akraneskaupstaðar að að- staðan sé nú öll hin besta. Gamla slökkvistöðin hafi verið orðin of lítil og þjónaði engan veginn þörfum nútíma slökkviliðs. Auk þess er staðsetning nýju stöðv- arinnar miðsvæðis fyrir þjón- ustusvæði slökkviliðsins og vax- andi bæjarfélag. Auk Akraness sinnir slökkvilið- ið brunavörnum í hreppunum sunnan Skarðsheiðar allt frá Botni og að Borgarfjarðarbrú auk Hvalfjarðarganganna í sam- starfi við Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins. Jóhannes er eini fastráðni starfsmaður slökkviliðsins en að auki eru 29 slökkviliðsmenn sem svara kallinu þegar til þeirra er leitað. Morgunblaðið/Sigurður ElvarBílafloti Slökkviliðs Akraness kveður gömlu stöðina við Laugarbraut. Slökkvistöðin kvödd með sírenuvæli Akranesi. Morgunblaðið. FRAMKVÆMDASTJÓRN sam- bands ungra framsóknarmanna hef- ur sent frá sér ályktun um húsnæð- ismál. Í henni er algjörlega hafnað hugmyndum um einkavæðingu hús- næðislána. „Sú ríkisábyrgð sem Íbúðalánasjóður hefur á að skipa, en viðskiptabankarnar í landinu ekki, gerir honum kleift að bjóða upp á afar hagstæða vexti fyrir all- an almenning. Háir vextir bank- anna á viðskiptalánum eru ekki til þess fallnir að auka trú manna á því að þeir muni halda jafn litlum vaxtamun og Íbúðalánasjóður ger- ir.“ Í ályktuninni er jafnframt mót- mælt ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna um húsnæðislán og Íbúðalánasjóð. „Í ályktun SUS kemur fram að með hækkun láns- hlutfalls og hámarksupphæðar hús- næðislána muni fasteignaverð hækka. Jafnframt er í ályktuninni gert ráð fyrir því að algjör stöðnun verði í framleiðslu íbúðarhúsnæðis. Verð á íbúðarhúsnæði þarf þvert á móti ekki að hækka þótt lánshlutfall hækki, því með aukinni kaupgetu á húsnæðismarkaðinum ætti fram- leiðsla íbúðarhúsnæðis að aukast, sem myndi vega á móti hækkun húsnæðisverðs vegna hækkunar há- markslána. Af því leiðir að mark- aðsöflin myndu skapa nýtt og hag- stæðara jafnvægi á húsnæðismarkaðinum.“ Hafnar einkavæð- ingu húsnæðislána LÖGREGLAN í Reykjavík lýs- ir eftir vitnum að umferðar- óhappi er varð á gatnamótum Höfðabakka/Strengs, föstudag- inn 4. júlí kl.18:16. Þarna varð árekstur með blárri Toyota Corolla fólksbifreið, sem ekið var norður Höfðabakka og beygt til vesturs á gatnamótun- um, og rauðri Toyota Avensis fólksbifreið, sem ekið var suður Höfðabakka inn á gatnamótin. Þeir sem upplýsingar geta veitt ummál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum Grasaferð í nágrenni Reykjavíkur Náttúrulækningafélag Íslands stendur fyrir grasaferð í nágrenni Reykjavíkur þriðjudaginn 8. júlí kl. 17.30. Áætlað er að ferðin taki um 3 klst. Farið verður undir leiðsögn Ásthildar Einarsdóttur grasalæknis og fegrunarsérfræðings. Tíndar verða jurtir til tegerðar og fleira, ásamt fræðslu um ágæti og eig- inleika íslenskra jurta. Boðið verður upp á jurtate og brauð unnið úr líf- rænt vottuðu hráefni. Allir eru velkomnir, jafnt börn sem fullorðnir. Skráning og upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Nátt- úrulækningafélags Íslands. Fyrirlestur um hafís Dr. Bill Emery, prófessor við Color- ado-háskólann í Boulder, heldur fyr- irlesturinn „Gervitunglamælingar á hreyfingum hafíss og breytingum á aldri heimskautaíssins“ í húsakynn- um Veðurstofu Íslands, miðvikudag- inn 9. júlí kl. 14. Fyrirlesturinn er á vegum IEEE á Íslandi, Veðurstofu Íslands og raf- magns- og tölvuverkfræðiskorar verkfræðideildar Háskóla Íslands. Allir eru velkomnir. Eyrbyggjuþing í Stykkishólmi Stofnun Sigurðar Nordals og Snæ- fellingar gangast fyrir Eyrbyggju- þingi í barnaskólanum í Stykk- ishólmi dagana 30.–31. ágúst nk. Farið verður á sögustaði í fylgd heimamanna. Fyrirlesarar verða: Adolf Friðriksson, Ármann Jak- obsson, Elín Bára Magnúsdóttir, Eyþór Benediktsson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Guðrún Nordal, Helgi Skúli Kjartansson, Helgi Þorláks- son, Magnús A. Sigurðsson og Vé- steinn Ólason. Þátttökugjald 1.500 kr. Gjald fyrir söguferð 1.500 kr. Þátttaka tilkynnist Stofnun Sig- urðar Nordals fyrir 20. ágúst nk. Samgönguráðuneytið, Stykk- ishólmsbær, Eimskipafélag Íslands og OLÍS styrkja ráðstefnuna. Ráðstefna/námskeið um rödd verður haldin í Reykjavík 31. októ- ber nk. Ráðstefnan er á vegum Fé- lags íslenskra talkennara og tal- meinafræðinga (FTT) og norrænna samtaka talmeinafræðinga (NSLF). Ráðstefnan er öllum opin. Fyrirlesarar verða Finnarnir pró- fessor Erkki Vilkman sérfræðingur í háls- og raddmeinum, dr. Marketta Shivo, Svíinn dr. Anita McAllister, Einar Thoroddsen háls-, nef- og eyrnalæknir kynnir, Valdís Jóns- dóttir, talmeinafræðingur, Þóra Másdóttir og Bryndís Guðmunds- dóttir, talmeinafræðingar. Einnig verður boðið upp á námskeið hjá bæði innlendum og erlendum radd- þjálfurum í raddbeitingu og radd- vernd. Sjá má dagskrá á: http:// frontpage.simnet.is/einval/ Á NÆSTUNNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.