Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 32
FRÉTTIR 32 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Einbýli Hæðir 3ja herbergja Brekkutún - fallegt einbýli Mjög fallegt og vel viðhaldið þrílyft 270 fm einbýlishús með innbyggðum bílskúr á mjög eftirsóttum og rólegum stað í Kópavoginum, Fossvogsmegin. Garðurinn er glæsilegur. Eignin skiptist m.a. í hol, snyrtingu, eldhús, búr, borðstofu, stofu og herbergi á aðalhæð- inni. Á efri hæðinni er sjónvarpshol, þrjú her- bergi og baðherbergi. Á neðstu hæðinni er þvottahús, bílskúrog gott geymslurými. V. 29,9 m. 3461 Rauðlækur - m. bílskúr 4ra herb. hæð í fjórbýlishúsi ásamt bílskúr. Hæðin skiptist í hol, tvö herbergi, tvær sam- liggjandi stofur, eldhús og bað. Nýtt eldhús og nýl. bað. Laus strax. V. 14,7 m. 3391 Birkimelur - frábær staðsetning Falleg 3ja herb. 80 fm íbúð á 2. hæð í fjölbýl- ishúsi, sem hefur verið stand-sett á glæsi- legan hátt. Íbúðin skiptist í stofu, tvö her- bergi, hol, eldhús, bað, geymslu og suðursval- ir. Gott skipulag. Falleg íbúð. V. 12,4 m. 3470 2ja herbergja Selvogsgrunn Falleg og mikið endurnýjuð íbúð á 2. hæð. Íbúðin er óvenju rúmgóð og skiptist í hol, herbergi, baðherbergi, eldhús, stofu og g- eymslu. Nýjar innihurðir og búið að endur- nýja rafmagn. Nýtt parket og eldhúsinnrétt- ing. Húsið er í góðu ástandi, m.a. nýlega klætt að utan með Steni. V. 11,2 m. 3462 Eskihlíð - 3ja á 1. hæð Falleg og björt 74 fm íbúð á 1. hæð, er skipt- ist í hol, tvö herbergi, stofu, eldhús og bað- herbergi. Sv-svalir. Rúmgott eldhús með fal- legri eldri innréttingu. Í kjallara fylgir sér- geymsla. V. 11,2 m. 3469 Hátún - útsýni Opin og björt 73 fm íbúð á 4. hæð í nýlega viðgerðu lyftuhúsi með glæsilegu útsýni. Íbúð- in skiptist í samliggjandi stofu, borðstofu, eld- hús og hol. Tvö svefnherbergi og baðherbergi. Ný endurnýjað baðherbergi og parket á gólf- um. V. 11,6 m. 3468 Snorrabraut 56 - með bílskúr Vorum að fá í einkasölu glæsilega 90 fm íbúð á 6. hæð í lyfthúsi. Íbúðinni fylgir auk þess 26 fm bílskúr. Stórglæsilegt útsýni. Sérstak- lega fallega innréttuð íbúð. Tvennar svalir á hæðinni. Íbúðin fæst einnig keypt án bílskúrs og er verðið þá 16,2 m. Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir í síma 861 8511. V. 18,2 m. 3336 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Nýkomið í einkasölu sérl. gott húsnæði á efstu hæð í lyftuhúsi (penthouse), samtals ca 170 fm. Húsnæðið skiptist í 3-4 skrif- stofur, snyrtingu, eldhús o.fl. Rúmgóðar svalir. Stórt herbergi í risi fylgir. Parket. Frábær staðsetn. í borginni. Áhv. hagst. lán. Verðtilboð. 98783 Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Austurstræti - Rvík - skrifsth. Hjallabrekka - Glæsilegt atvinnuhúsnæði Glæsilegt 820 fm atvinnuhúsnæði á götuhæð með mikilli lofthæð (5 m), góðum gluggafrontum og tvennum innkeyrsludyrum. Mikill fjöldi bílastæða er á lóð. Eignin hentar vel fyrir ýmiss konar starf- semi s.s. sérverslanir, lager og heildsölur. Til greina kemur að selja eða leigja eignina. Laus strax. 3465 BÍLAR slökkviliðs Akraness fóru í „lest“ frá gömlu slökkvistöðinni við Laugarbraut fyrir helgi og kvöddu gömlu stöðina með tákn- rænum hætti og miklum hávaða, sírenuvæli og blikkandi ljósum. Var ekki laust við að margir bæj- arbúar hafi hrokkið í kút er „lestin“ fór af stað líkt og um stórbruna væri að ræða. Hins vegar var aðeins um táknræna athöfn að ræða þar sem slökkvi- liðið hefur fengið nýtt aðsetur við Kalmanvelli en þar er einnig að- setur björgunarsveitar Akraness, og allur sá útbúnaður sem þeirri starfsemi fylgir. Nýja slökkvistöðin er um 670 fermetrar að flatarmáli og mun stærri en sú gamla við Laug- arbraut. Jóhannes Engilbertsson slökkviliðsstjóri segir á heima- síðu Akraneskaupstaðar að að- staðan sé nú öll hin besta. Gamla slökkvistöðin hafi verið orðin of lítil og þjónaði engan veginn þörfum nútíma slökkviliðs. Auk þess er staðsetning nýju stöðv- arinnar miðsvæðis fyrir þjón- ustusvæði slökkviliðsins og vax- andi bæjarfélag. Auk Akraness sinnir slökkvilið- ið brunavörnum í hreppunum sunnan Skarðsheiðar allt frá Botni og að Borgarfjarðarbrú auk Hvalfjarðarganganna í sam- starfi við Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins. Jóhannes er eini fastráðni starfsmaður slökkviliðsins en að auki eru 29 slökkviliðsmenn sem svara kallinu þegar til þeirra er leitað. Morgunblaðið/Sigurður ElvarBílafloti Slökkviliðs Akraness kveður gömlu stöðina við Laugarbraut. Slökkvistöðin kvödd með sírenuvæli Akranesi. Morgunblaðið. FRAMKVÆMDASTJÓRN sam- bands ungra framsóknarmanna hef- ur sent frá sér ályktun um húsnæð- ismál. Í henni er algjörlega hafnað hugmyndum um einkavæðingu hús- næðislána. „Sú ríkisábyrgð sem Íbúðalánasjóður hefur á að skipa, en viðskiptabankarnar í landinu ekki, gerir honum kleift að bjóða upp á afar hagstæða vexti fyrir all- an almenning. Háir vextir bank- anna á viðskiptalánum eru ekki til þess fallnir að auka trú manna á því að þeir muni halda jafn litlum vaxtamun og Íbúðalánasjóður ger- ir.“ Í ályktuninni er jafnframt mót- mælt ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna um húsnæðislán og Íbúðalánasjóð. „Í ályktun SUS kemur fram að með hækkun láns- hlutfalls og hámarksupphæðar hús- næðislána muni fasteignaverð hækka. Jafnframt er í ályktuninni gert ráð fyrir því að algjör stöðnun verði í framleiðslu íbúðarhúsnæðis. Verð á íbúðarhúsnæði þarf þvert á móti ekki að hækka þótt lánshlutfall hækki, því með aukinni kaupgetu á húsnæðismarkaðinum ætti fram- leiðsla íbúðarhúsnæðis að aukast, sem myndi vega á móti hækkun húsnæðisverðs vegna hækkunar há- markslána. Af því leiðir að mark- aðsöflin myndu skapa nýtt og hag- stæðara jafnvægi á húsnæðismarkaðinum.“ Hafnar einkavæð- ingu húsnæðislána LÖGREGLAN í Reykjavík lýs- ir eftir vitnum að umferðar- óhappi er varð á gatnamótum Höfðabakka/Strengs, föstudag- inn 4. júlí kl.18:16. Þarna varð árekstur með blárri Toyota Corolla fólksbifreið, sem ekið var norður Höfðabakka og beygt til vesturs á gatnamótun- um, og rauðri Toyota Avensis fólksbifreið, sem ekið var suður Höfðabakka inn á gatnamótin. Þeir sem upplýsingar geta veitt ummál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum Grasaferð í nágrenni Reykjavíkur Náttúrulækningafélag Íslands stendur fyrir grasaferð í nágrenni Reykjavíkur þriðjudaginn 8. júlí kl. 17.30. Áætlað er að ferðin taki um 3 klst. Farið verður undir leiðsögn Ásthildar Einarsdóttur grasalæknis og fegrunarsérfræðings. Tíndar verða jurtir til tegerðar og fleira, ásamt fræðslu um ágæti og eig- inleika íslenskra jurta. Boðið verður upp á jurtate og brauð unnið úr líf- rænt vottuðu hráefni. Allir eru velkomnir, jafnt börn sem fullorðnir. Skráning og upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Nátt- úrulækningafélags Íslands. Fyrirlestur um hafís Dr. Bill Emery, prófessor við Color- ado-háskólann í Boulder, heldur fyr- irlesturinn „Gervitunglamælingar á hreyfingum hafíss og breytingum á aldri heimskautaíssins“ í húsakynn- um Veðurstofu Íslands, miðvikudag- inn 9. júlí kl. 14. Fyrirlesturinn er á vegum IEEE á Íslandi, Veðurstofu Íslands og raf- magns- og tölvuverkfræðiskorar verkfræðideildar Háskóla Íslands. Allir eru velkomnir. Eyrbyggjuþing í Stykkishólmi Stofnun Sigurðar Nordals og Snæ- fellingar gangast fyrir Eyrbyggju- þingi í barnaskólanum í Stykk- ishólmi dagana 30.–31. ágúst nk. Farið verður á sögustaði í fylgd heimamanna. Fyrirlesarar verða: Adolf Friðriksson, Ármann Jak- obsson, Elín Bára Magnúsdóttir, Eyþór Benediktsson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Guðrún Nordal, Helgi Skúli Kjartansson, Helgi Þorláks- son, Magnús A. Sigurðsson og Vé- steinn Ólason. Þátttökugjald 1.500 kr. Gjald fyrir söguferð 1.500 kr. Þátttaka tilkynnist Stofnun Sig- urðar Nordals fyrir 20. ágúst nk. Samgönguráðuneytið, Stykk- ishólmsbær, Eimskipafélag Íslands og OLÍS styrkja ráðstefnuna. Ráðstefna/námskeið um rödd verður haldin í Reykjavík 31. októ- ber nk. Ráðstefnan er á vegum Fé- lags íslenskra talkennara og tal- meinafræðinga (FTT) og norrænna samtaka talmeinafræðinga (NSLF). Ráðstefnan er öllum opin. Fyrirlesarar verða Finnarnir pró- fessor Erkki Vilkman sérfræðingur í háls- og raddmeinum, dr. Marketta Shivo, Svíinn dr. Anita McAllister, Einar Thoroddsen háls-, nef- og eyrnalæknir kynnir, Valdís Jóns- dóttir, talmeinafræðingur, Þóra Másdóttir og Bryndís Guðmunds- dóttir, talmeinafræðingar. Einnig verður boðið upp á námskeið hjá bæði innlendum og erlendum radd- þjálfurum í raddbeitingu og radd- vernd. Sjá má dagskrá á: http:// frontpage.simnet.is/einval/ Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.