Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 23
legri veltu Seglagerðarinnar, fara um 70% í gegnum Tjaldvagnaland, sem telst þá vera stærsta einstaka deild fyrirtækisins. Björgvin segir fyrirtækið vera leiðandi á hinum ís- lenska tjaldvagna- og fellihýsamark- aði með þekkt vörumerki á borð við Palomino, Holiday camp Ægir og Trigano. Samhliða Tjaldvagnalandi er rekið Þjónustuland, sem sér um allt sem við kemur viðhaldi og þjón- ustu fyrir fellihýsi og tjaldvagna auk sölu á varahlutum. Frá því að Tjald- vagnaland tók til starfa hefur vöru- úrval þess aukist til muna, en auk fellihýsa og tjaldvagna er þar m.a. boðið upp á hjólhýsi, húsbíla, sum- arbústaði, pallhýsi og úrval af ýmiss konar aukahlutum. Í Seglagerðinni hafa menn svo verið duglegir við að hanna og framleiða ýmsa aukahluti á fellihýsin til að koma til móts við sér- íslenskar aðstæður, en nefna má í því sambandi Ægis-fortjöld, grjót- varnir og svefntjöld. Umfangið var of mikið Allt frá árinu 1975 hefur verið rek- in verslun í húsnæði Seglagerðarinn- ar að Eyjarslóð 7. Til að byrja með seldi Seglagerðin mest eigin fram- leiðslu, til dæmis tjöld, himna og sól- tjöld. Verslunin var aðeins opin yfir sumartímann í fyrstu, en eftir að hafa fengið umboð fyrir vörumerkið Demon, sem framleiddi sérhannaða gönguskó fyrir Seglagerðina fyrir ís- lenskan markað, var búðin opin allan ársins hring. Upp úr 1990 fer Seglagerðin síðan að sanka að sér vörumerkjum frá fyrirtækjum, sem framleiddu úti- vistarvörur. Í því sambandi má nefna vörur frá Vango, sem er skoskt fyrirtæki og dótturfélag Andrew Mitchell, sem hefur selt Seglagerðinni dúka í 70 ár. Til gam- ans má geta þess að tjaldborgin á al- þingishátíðinni á Þingvöllum árið 1930 kom frá Mitchell. Seglagerðin seldi einnig útivistarvörur í heildsölu á landsbyggðinni og hægt var að kaupa vörur frá Seglagerðinni í nán- ast hverju einasta bæjarfélagi á landinu. Árið 1993 fékk Seglagerðin umboð fyrir hinar þekktu Daiwa veiðivörur frá Japan og hafa þær skipað sér á stall með vinsælustu veiðivörum landsins. Árið 1998 var ákveðið að færa út kvíarnar í sölu á útivistarvörum og ráðist var í opnun útivistar- og sport- verslunarinnar Everest í Skeifunni 6. Með tilkomu Everest jók Segla- gerðin innflutning sinn til muna þar sem boðið var upp á mun fjölbreytt- ara vöruúrval í þeirri verslun en áð- ur hafði þekkst. Má þar nefna mikið úrval af skíða- og brettavörum auk sölu á gasgrillum og barnabílstólum. Árið 1999 festi Seglagerðin svo kaup á Skeljungsbúðinni við Suðurlands- braut sem síðar var sameinuð versl- unum Seglagerðarinnar í Skeifunni og að Eyjarslóð. Í fyrra, árið 2002, var ákveðið að Seglagerðin myndi einbeita sér að því sem hentaði starfsemi hennar best og í kjölfarið var heildverslunin ásamt verslunarrekstrinum í Skeif- unni og Eyjarslóð seldur að helmingi og falinn öðrum aðila til reksturs. Sú tilhögun gerði það að verkum að Seglagerðin var betur í stakk búin að einbeita sér að þeim verkefnum, sem hentuðu aðalstarfsemi hennar sem nú skiptist í þrjár deildir: Tjald- vagnaland, verkstæði og saumastofu og svo tjaldaleigu. „Umfangið var orðið alltof mikið að við hreinlega réðum ekki við það allt saman. Þá þurfti að fjármagna öll innkaup á sama tíma þar sem við gerðum mest út á sumartengdar vörur.“ Samkeppni við asískt vinnuafl Upphaflega markmið fyrirtækis- ins, seglasaumur fyrir sjávarútveg- inn, hefur í raun fylgt fyrirtækinu alla tíð þótt efnin hafi tekið örlitlum breytingum í gegnum tíðina. „Enn þá erum við svo að framleiða góðu gömlu Ægistjöldin með himnum úr þykkri og hlýrri bómull. Þau henta íslenskum aðstæðum langbest og kosta á bilinu 50 til 60 þúsund kr. Margir eiga þrjátíu ára gömul tjöld í geymslum hjá sér sem enn eru í fullu gildi, en unga fólkið vill ekki nota vegna þess eins að það þótti bara fínt í tíð afa og ömmu. Hins vegar erum við að framleiða bómullartjöld, sem eiga í harðri samkeppni við innflutt tjöld, saumuð af asísku vinnuafli, sem er margfalt ódýrara en það ís- lenska. Þar er óneitanlega við ramm- an reip að draga og höfum við þess vegna leitt hugann að því að flytja það sem við köllum magnframleiðslu til vinnslu erlendis. Í því sambandi erum við rétt byrjuð að þreifa fyrir okkur og lítum einna helst til Asíu, Póllands eða Lettlands. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að með slíku skrefi færum við í sam- keppni við okkur sjálf, en það verður þá bara að hafa það. Þetta snýst um samkeppnishæfi í verði.“ Útflutningur og nýbygging Tjaldvagnalandinu er lokað yfir háveturinn og nýta menn þá tímann til að sauma fortjöld, en Seglagerðin býður fortjöld á allar tegundir felli- hýsa, bæði sín eigin og samkeppn- isaðila. Hvergi í heiminum eru til fortjöld á vagnana, að sögn Björg- vins, en Ameríkaninn býður skyggni með hýsunum sem gagnast þó lítið í íslenskri veðráttu. „Við höfum því lagt metnað okkar í hönnun fortjalda og erum nú þegar farin að selja for- tjöldin okkar til Noregs.“ Palomino-fellihýsin, sem Segla- gerðin Ægir selur, eru til í nokkrum útfærslum og nokkrum stærðum og kosta á bilinu frá 879 þús. kr. og upp í 1,4 milljónir kr. „Við stefnum að því að kynna amerísk fellihýsi fyrir Evrópubúum og komum í því sam- bandi líklega til með að byrja á Norðurlöndunum án þess að búið sé að tímasetja það ofan í kjölinn.“ Seglagerðin Ægir hóf starfsemi sína að Ægisgötu 1, en árið 1959 leigði hafnarstjórinn í Reykjavík fyrirtækinu lóð á uppfyllingu vestur á Granda sem nefndist Grandabót, en er í dag Grandagarður 13. Þar byggði Seglagerðin upp starfsemi sína, en árið 1975 samdi fyrirtækið, ásamt öðrum, við Reykjavíkurhöfn um leigu á lóð í Örfirisey sem þá nefndist Eyjargata 7, en var síðan breytt í Eyjarslóð 7 og þar er Segla- gerðin enn til húsa. Að sögn Björg- vins hefur fyrirtækið nú fengið vil- yrði fyrir lóð við Fiskislóð undir nýbyggingu og verður stefnan að öll- um líkindum sett á byggingarfram- kvæmdir. Þrátt fyrir það gerir Björgvin ráð fyrir að vera ávallt með hluta af tjaldvagna- og fellihýsasöl- unni í stóru tjaldi á sumrin enda skapi það skemmtilega karnival- stemningu. Gott að hlaða batteríin Því hefur oft verið fleygt að í fjöl- skyldufyrirtækjum komi stofnand- inn því á veg, önnur kynslóð haldi í horfinu og sú þriðja klúðri málunum. Þar sem Björgvin situr nú á for- stjórastóli sem þriðja kynslóð, er nærtækt að spyrja hvort hann búist við að þessi staðhæfing eigi við hjá Ægi. „Ég held að við séum bæði bún- ir að klúðra málum og bæta fyrir og í dag held ég að fyrirtækið sé eins stöðugt og gott og það var fyrir 20 árum þegar afi féll frá. Það hafa bæði skipst á skin og skúrir hjá okk- ur og má segja að þegar mest hafi verið að gera, hafi hagnaðurinn verið minnstur. Það fer einhvern veginn allt aðhald úr böndunum við yfir- snúning.“ Þegar forstjórinn er inntur eftir því í lokin hvort hann ferðist sjálfur um landið sitt með fellihýsi í eftir- dragi, svarar hann því til að hann hafi vissulega gert nokkrar tilraunir til þess að eignast sitt eigið fellihýsi. En um leið og sá draumur hafi orðið að veruleika, hafi hann ávallt neyðst til að selja gripinn skömmu síðar vegna eftirspurnar annarra. „Svo hefur ekki reynst auðhlaupið fyrir mig að komast í burtu um helgar yfir hávertíðina. Ég veit þó ekkert betra en að dóla mér úr bænum með góðar græjur og hlaða batteríin af og til með fjölskyldunni. Það þurfa allir á því að halda.“ Í húsnæði Seglagerðarinnar við Grandagarð á 7. áratugnum, Óli S. Barðdal, lengst til hægri, ásamt meðeigendum. Seglagerðin byggði upp starfsemi sína á Grandabót á 7. áratugnum. Hér má sjá Óla S. Barðdal (t.h.).Seglagerðin Ægir saumar tjöld, yfirbreiðslur og margt annað. join@mbl.is Morgunblaðið/Arnaldur Sala fellihýsa er veigamikill þáttur í starfsemi fyrirtækisins. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.