Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 6. SÝNING SUNNUDAG 6/7 - KL. 17.00 UPPSELT 7. SÝNING FIMMTUDAG 10/7 - KL. 20 UPPSELT 8. SÝNING FÖSTUDAG 11/7 - KL. 20 UPPSELT 9. SÝNING LAUGARDAG 12/7 - KL. 15 UPPSELT 10. SÝNING LAUGARDAG 12/7 - KL. 20 UPPSELT 11. SÝNING MIÐVIKUDAG 16/7 - KL. 20 AUKASÝNING ÖRFÁ SÆTI LAUS 12. SÝNING FIMMTUDAG 17/7 - KL. 20 UPPSELT 13. SÝNING FÖSTUDAG 18/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 14. SÝNING LAUGARDAG 19/7 - KL. 18 ÖRFÁ SÆTI LAUS ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA ! Hróarskelduhátíðin í fyrravar frábær. En sú semvar í ár var ennþá betri.Tónlistin betri, andinn betri, skipulagið betra. Hátíðin er í stöðugri þróun og skipuleggjendur leitast við að bæta sig stöðugt, án þess þó að víkja frá þeirri forskrift sem hefur skilað þeirri farsæld og þeirri virðingu sem hátíðin nýtur. Á Hróarskeldu hefur frá upphafi verið reynt eftir kostum að styðja við nor- ræna popptónlist, þó að á síðari ár- um hafi hún tekið á sig sterkan al- þjóðlegan svip. T.a.m. voru norskir listamenn í ár um fimmtán talsins og íslenskir fulltrúar fimm; Björk, Sig- ur Rós, GusGus-plötusnúðar, Ske og Hafdís Huld, sem söng með sveitinni FC Kahuna. Í opnunargrein, sem birt var í síð- asta laugardagsblaði, gerði ég grein fyrir upphafsdegi hátíðarinnar. Hér á eftir verður farið yfir það mark- verðasta sem fyrir augu og eyru bar þá daga sem á eftir fylgdu. Föstudagur Tónleikar hófust þegar kl. 12.00 og var veislu þessa dags ekki slitið fyrr en langt var komið fram á nótt. Í „Arena“-tjaldinu tróð pólitíska dansrokksveitin Asian Dub Found- ation upp kl. 14.00 og tveimur tímum síðar kom breska nýbylgjurokk- sveitin Doves fram í „Odeon“- tjaldinu. Á sama tíma hófust tón- leikar Material í „Arena“, sveit sem leidd er af hinum ofurduglega jað- artónlistargúru Bill Laswell. Hann átti eftir að troða upp með ýmsum sveitum, m.a. með bassaleikaranum Jah Wooble, sem er líklega þekkt- astur fyrir veru sína í P.I.L. eða Public Image Limited. Fyrir þá allra áhugasömustu tekur Hróarskelda sinn toll eins og sjá má, enda óðs manns æði að ætla sér að fylgjast með sem flestu. Hinn forni fjandi mannlegs eðlis, það að þurfa að „velja“, gerir manni stanslaust grikk á hátíðinni! Skyldumæting var engu að síður á tónleika Beth Gibbons, söngkonu Portishead og Rustin’ Man, sem er listamannsnafn Paul Webb, fyrrum Talk Talk-liða. Fluttu þau lög af plötu sinni Out of Season fyrir troð- fullu „Odeon“-tjaldi og komust færri að en vildu. Los Lobos, sem flestir kannast við sem flytjendur slagarans „La Bamba“ úr samnefdri kvikmynd, áttu stóra sviðið upp úr kl. 19.00. Plata þeirra frá síðasta ári, Good Morning Aztlán, þykir afbragð og fengu nokkur lög af henni að fljóta ásamt eldri slögurum. Hugur margra beindist þó að „Arena“- tjaldinu þar sem hetjur dankrar rokktónlistar um þessar mundir, The Raveonettes, léku. Iron Maiden, með flugkappann Bruce Dickinson, í broddi fylkingar, hóf svo leik á stóra sviðinu, vanalega kallað appelsínugula tjaldið, upp úr hálftíu. Nýtt lag af væntanlegri plötu fékk að hljóma og Dickinson hvatti alla sem vildu að taka það upp og dæla inn á netið. En hann tók svo af þeim loforð að kaupa væntanlega breiðskífu ef það væri eitthvað varið í lagið! Iron Maiden eru engum líkir og þekktir fyrir að gefa allt sitt á tón- leikum. Engu að síður var eins og einhvern neista vantaði þetta kvöld- ið. Aftur á móti var mikið neistaflug hjá „strákunum okkar“ í Sigur Rós sem áttu frábært kvöld í „Arena“. Íslandsvinirnir í Coldplay voru svo síðasta atriðið á stóra sviðinu þetta kvöldið og hófu leik kl. 1 eftir mið- nætti. Laugardagur Gömlu rappgoðin í De La Soul voru það fyrsta sem bar að slægjast eftir á laugardeginum. Léku þeir í „Arena“-tjaldinu og var gæðastað- allinn þar furðu hár. Því á eftir Sál- armönnum mættu bylmingsrokk- ararnir goðsagnakenndu í Melvins (Kurt Cobain rótaði fyrir þá á sínum tíma) á svið og rokkuðu feitt. Og á eftir þeim komu Tomahawk, en þar er kafteinninn enginn annar en Mike Patton, fyrrum söngspíra Faith No More en núverandi útgáfustjóri og tilraunatónlistarmaður með meiru. Með honum voru John Stanier (Helmet), Duane Denison (Jesus Lizard) og Kevin Rutmanis (Melv- ins). Í „Pavilion“-tjaldinu um kvöldið átti sér svo stað merkisviðburður. Bandaríska söngvaskáldið Daniel Johnston flutti þar falleg lög sín um ást og ofurmenni og uppskar mikið hrós fyrir. Johnston á við geðræn vandamál að stríða en hefur aflað sér margra harðra aðdáenda á tutt- ugu ára ferli og er sannarlega það sem kallað er „költ“-listamaður. Þetta er hamfarapopp, einhvers konar sambland af Gunnari Jökli og Bítlunum?! Klukkan að verða níu en samt fullt af fínu efni eftir. Í „Odeon“ komu t.d. jaðarrapparnir El-P, RJD2 og Ae- sop Rock frá Def Jux merkinu fram, en þeir þykja nú standa í fremstu röð hvað framsækið rapp varðar. Og í „Arena“ kom helsta svartþung- arokksveit heims í dag, Immortal, fram. Þeir tónleikar hófust að sjálf- sögðu á miðnætti! Blur léku á því appelsínugula og náðu merkilegt nokk að gera góða hluti úr hinni handónýtu plötu Think Tank. The Cardigans lokuðu svo því tjaldi en endapunktinn á frábærum laugardegi setti hin kolklikkaða þungapönksveit frá Japan, Electric Eel Shock. Sunnudagur Síðasti dagur hátíðarinnar er allt- af dálítið skrýtinn. Fólk er orðið þreytt og um svæðið leikur ang- urvær blær. Allir sáttir en smá sorg- mæddir yfir því að þetta sé að verða búið. Í fyrsta skipti rigndi líka, ekki mikið þó og í raun kærkomið að svala sér aðeins en hitinn hafði verið mikill hina dagana. Á „Pavilion“ um kaffileytið léku The Kills, blúsaður rokkdúett í anda The White Stripes. Annað „The“ band, The Sounds frá Svíþjóð tróðu á meðan upp í „Odeon“. Í „Arena“ lét vesturstrandarrapparinn Xzibit öllum góðum látum og hinir sænsku The Hellacopters og hinir nýsjá- lensku The Datsuns rokkuðu og ról- uðu. Í „Odeon“ kom hin eilífa ný- rokksveit Yo La Tengo fram og stuttu síðar yfirtóku eyðimerk- urrokkararnir í Queens of the Stone Age appelsínugula tjaldið. Með þeim var Mark Lanegan, sem eitt sinn þandi raddböndin með Screaming Trees. Massive Attack dýrkuðu upp sinn myrka dans/tripphoppgaldur í „Arena“ á meðan. Hátíðinni lauk svo með tveimur hápunktum. Bonnie „Prince“ Billy eða Will Oldham, sem ætti að vera landanum að góðu kunnur eftir tvær heimsóknir hingað, lék frábærlega í „Odeon“. Í þetta sinn var hann með hljómsveit með sér, stungið var í samband og lög af nýju plötunni, Master and Everyone sett í nýjar og ansi áheyrilegar útgáfur. Léku þau í hartnær tvo tíma og virtust skemmta sér vel. Björk „okkar“ sleit svo hátíðinni á stóra sviðinu með glans, en hún og meðreiðarsveinar og -meyjar stóðu sig með sóma og áttu virkilega gott kvöld. Mánudagur Skriðið snemma úr tjaldi, um 8.00, en gestir eru ræstir út kl. 10.00 með lúðrablæstri. Stríður straumur af slæptum og veðruðum gestum braust áfram, allt til Kaup- mannahafnar og lagði þar undir sig lestarstöðina, ódýru hótelin í Isted- gade, stræti og torg. Bæjarfélagið í Hróarskeldu breytist nú aftur í vinalegan, dansk- an bæ en meðfram daglegum störf- um er þó þegar farið að vinna að næstu hátíð – vinna sem knúin er af hinu einstaka, kæruleysislega danska brosi; einn fjölmargra þátta sem stuðlað hefur að velgengni Hró- arskelduhátíðinnar síðastliðna þrjá áratugi eða svo. Það er nefnilega ómögulegt annað en verða fyrir áhrifum af þeim jákvæðu bylgjum sem líða um á meðan á hátíðinni stendur. Því eins og sagði í upphafs- grein þá jafnast einfaldlega ekkert á við Skelduna. APSéð yfir appelsínugula tjaldið. Ljósmynd/Móheiður GeirlaugsdóttirStemning í Hróarskeldu. Aftast má greina íslenska fánann. ROCKPHOTO/Jens Dige Nick Oliveri, bassaleikari Queens of the Stone Age, fór mikinn. Hróarskelduhátíðinni lauk um síðustu helgi „Æ, hvað þetta var ljúft!“ arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... -www.roskilde-festival.is -www.gi.is/youngs/roskilde Tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu er lokið – í bili. Henni var slitið með veglegri flug- eldasýningu á meðan Björk Guðmunds- dóttir framdi sinn einstaka hljómseið við fögnuð tugþúsunda gesta. Arnar Eggert Thoroddsen tekur hér saman hátíðina, sem var einstaklega farsæl þetta árið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.