Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 39 við erum við slíkar manneskjur. Það eru þær sem færa okkur fram á veg- inn. En stundum vitum við af þeim þótt við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir hve verk þeirra eru oft dýru verði keypt. Gísli Rúnar Hjaltason sem við kveðjum nú í hinsta sinn hafði ótví- rætt til að bera hæfileika af þessu tagi. Á skammri ævi hafði hann líka gefið samferðafólki sínu óendanlega. Megi allir þeir sem hann miðlaði af sálarþroska sínum og gáfum bera gæfu til að vinna vel úr því veganesti. Innilegar samúðarkveðjur send- um við, móðir mín, ég og börnin mín, Kristján, Vigdís og þeirra fjölskyld- ur, til Bobbi-Jo, Nínu, Torfa og Guð- rúnu Ingu. Einnig til Hjalta og Eddu og annarra aðstandenda. Jóhanna Kristjánsdóttir, Flateyri. Það syrtir yfir nú á hásumri þegar hann Gísli frændi minn og vinur er bráðkvaddur og farinn úr þessum heimi. Það svíður sárt og ég skil ekki af hverju örlögin geta tekið frá manni kærkominn vin sem er í blóma lífsins. Hann er kominn í himnaríki. Guð blessi minningu hans, eigin- konu, fjölskyldu og vini. Gísli hefur alltaf verið mér kær- kominn vinur og var leikfélagi minn í æsku. Frá því ég fyrst man eftir mér áttum við fjörugar stundir í afmæl- um og á stórhátíðum. Við gengum saman í tónlistarskólann í hálfan vet- ur þegar ég var patti og mamma mín gerði tilraun til að gera músíkant úr mér sem ekki tókst. Þegar ég var ell- efu ára fluttum við fjölskyldan á Reynimelinn í 237 skrefa fjarlægð frá heimili Gísla við Grenimel. Við Gísli smullum saman og urðum hinir mestu mátar og gersamlega óað- skiljanlegir. Við vorum samloka krydduð með leikjum um alla Mel- ana, uppi í trjánum og ég tala nú ekki um ævintýraferðirnar í Nauthólsvík- ina með Nínu. Gísli var mér góður og tillitsamur vinur. Hann lét sér í léttu rúmi liggja ef ég var með frekjugang og milli okkar var ávallt samstaða og sátt um það sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Þetta voru góðir tímar. Svo slitum við barnsskónum og leiðir okkar skildu en það var alltaf einhver ósýnilegur þráður sem tengdi okkur saman og þegar við hittumst var eins og við hefðum síð- ast hist í gær. Eftirminnileg er heim- sókn Gísla og Bobby Joe til okkar í Kaliforníu í nokkra daga um árið. Undanfarin ár hefur tölvutæknin tengt okkur saman með tölvupósti og spjalli á MSN. Gísli brást fljótt við þegar ég spurði hann hvort hann gæti útvegað tiltekinn kjól frá Macy’s fyrir dóttur mína sem var að fermast. Engin annar kjóll kom til greina svo Gísli athugaði málið í Am- eríku og fann kjólinn og sendi mér hann í hraðpósti og kjóllinn sló í gegn. Núna þegar ég er í tölvunni er svo sárt að horfa á auðkennið hans Gísla í MSN á tölvuskjánum vitandi það að hann kemur ekki oftar inn á netið sem „Gísli grallari“. Eftir standa Bobby Joe, Nína, Torfi, Guðrún og fleiri. Við sam- hryggjumst ykkur og biðjum fyrir ykkur og að Guð gefi okkur styrk til að syrgja og lifa. Gísli verður alltaf hluti af mér og því hver ég er. Hinsta kveðja, Leifur Björn Björnsson og fjölskylda. Afrekaskrá Gísla í tölvuvísindum er löng og glæsileg. Þótt hann hafi útskrifast fyrir aðeins þremur árum liggur eftir hann heilmikið af út- gefnu efni á mikilvægum ráðstefnum og í tímaritum, auk þess sem hann aflaði sér mikillar reynslu í atvinnu- lífinu, og hann fékk mörg verðlaun, meðal annars var hann útnefndur til ACM-verðlaunanna fyrir bestu fræðiritgerðina 2000–2001 af Mary- land-háskóla, skólanum sem hann útskrifaðist frá. Hann náði aðdáun- arverðum árangri á sviði gagna- safna, bæði í fræðimennsku og verk- legri hagnýtingu hennar, og hafði staðið sig með prýði frá því hann hóf framhaldsnámið. Í stuttu máli má segja að hann hafi verið rísandi stjarna. Ég hef þekkt Gísla í tæpt ár en á þessum stutta tíma urðum við góðir vinir. Það var að nokkru leyti vegna þess að skrifstofan hans var skammt frá minni og að nokkru leyti vegna þess að við unnum saman að mörg- um verkefnum og höfðum sameigin- leg markmið. Gísli var til að mynda aðalrannsóknarmaðurinn í verkefni sem við unnum að og Kanadíska ný- sköpunarstofnunin ákvað nýlega að styrkja – og sá styrkur skiptir sköp- um fyrir framtíðarárangur margra nýrra starfsmanna við Waterloo-há- skóla. Við áttuðum okkur fljótt á því að við töluðum sama mál. Þetta kann að virðast undarlegt í fyrstu – þegar öllu er á botninn hvolft lögðum við stund á nokkuð ólíkar námsgreinar, auk þess sem ég hef aldrei farið til Íslands og veit ekki mikið um ís- lenska menningu. Samt vill stundum svo til í þessum undarlega heimi að við kynnumst mönnum sem við virð- umst hafa þekkt í mörg ár. Gísli var einn af þessum mönnum í mínum huga. Við tengdumst nánum vináttu- böndum sem starfsmenn háskóla- deildarinnar á fyrsta ári. Saman reyndum við að fá botn í allar flóknu aðferðirnar og vinnureglurnar sem tengjast því að fá tæki, eða nemend- ur, læra að kenna, velja námskeið og svo mætti lengi telja. Hann var miklu meira en starfsfélagi – við lék- um saman veggtennis í hverri viku og hann og eiginkona hans snæddu kvöldverð með fjölskyldu minni næstum í hverri viku. Því lengri sem samverustundir okkar voru, þeim mun nánari urðum við sem vinir með sömu þrár og markmið. Við höfðum báðir ferðast um lang- an veg til að hefja nýtt og skrýtið líf sem námsmenn í Bandaríkjunum. Við tókum báðir doktorspróf og kvæntumst mjög langt frá heima- högum okkar. Og þar sem Gísli var meira en tíu árum eldri en systir hans, sem honum þótti mjög vænt um, var hann frábær með ungum syni okkar, Zachary. Hann gat rætt í einlægni smá og stór atriði lífsins við tveggja ára strákinn. Hann og Bobbi Jo nutu þess bæði að vera með okkur öllum, nutu hins heimilislega lífs. Í stuttu máli, hann var vinur minn og ég sakna hans sárt. Richard Trefler. Eiginmaður minn hefur sagt ykk- ur sitt af hverju um tölvunarfræð- inginn, samstarfsmanninn og vininn Gísla, en ég ætla að segja ykkur frá matmanninum Gísla. Því að hann var matmaður á heimsmælikvarða. Gísli og Bobbi-Jo komu oft heim til okkar og eftir því sem leið á árið, sem við þekktumst, fórum við að hafa sífellt meira gaman af því hversu mikið Gísli gat borðað. Reyndar varð úr því eins konar leik- ur að reyna að slá hann út af laginu með mat. Okkur tókst það aldrei. Hann skar sér kvarttommuþykk- ar sneiðar af smjöri, lagði þær á litl- ar brauðsneiðar og náði sér svo í meira. Hægt, hljóðlega og kerfis- bundið lauk hann við alla réttina á borðinu, skóf skálarnar og hreinsaði skeiðarnar. Ég lýg engu um það, að ég sá hann einu sinni handþeyta hálf- pott af þeytirjóma og borða síðan megnið af honum. Núna síðast á mánudagskvöldið, þegar sá, sem öllu ræður, hótaði að taka hann til sín, borðaði hann fimm pítsusneiðar. Hvert setti hann þetta allt? Það var mikill leyndardómur. Að þessu leyti var hann svo sannarlega afkom- andi víkinga. Ást hans á Bobbi-Jo skein úr svip hans. Þeim kom svo ástúðlega og innilega saman, að stundum minntu þau helst á feimna skólakrakka sem eru skotnir hvor í öðrum. Stundum teygði hann sig yfir diskinn hennar og tók eitthvað af honum. Þegar hún leit á hann, sagði hann einlæglega: „Ég hélt að þú þyrftir kannski hjálp.“ Hann var spengilegur og girti skyrturnar sín- ar. Hann lék veggtennis við Richard í svo að segja viku hverri, og hann sagði mér að það væri markmið sitt að gera einhvers konar líkamsæfing- ar annan hvern dag. Hann talaði hægt og yfirvegað og hafði ótrúlega gott vald á ensku, jafnvel svo, að hann gat notað óvenjulegt orðalag á hárréttan máta. En svo yfirvegaður sem hann var, gat hann hlegið og sýndi stundum, án þess að bregða svip, sitt trúðslega skopskyn. Teitur, frændi hans, sagði mér, að þegar þeir færu saman í fjallgöngur á Ís- landi hlypu þeir upp brattar hlíðar eins og geithafrar og hrópuðu ýmis vel valin orð út í bláinn. Kvöld eitt komu vinir okkar Nic- ole og Martin í heimsókn ásamt Bobbi-Jo og Gísla og kenndu okkur drykkjuleik sem fól í sér að maður þurfti að vera fljótur að setja upp og taka niður hatta og vettlinga til að borða súkkulaði með hnífapörum. Ég skal ekki segja, þetta hlýtur að vera eitthvað frá Evrópu. Allt um það, með eld í augum gerði Gísli at- lögu að súkkulaðinu, hrópaði á keppinauta sína og gaf sig allan í fíflaganginn. Hann sagði okkur frá því hvernig það væri að vera upprunninn á lítilli, kaldri eyju við ysta haf. Löngunar- fullur sagðist hann vonast til að geta einn daginn snúið aftur heim til landsins sem honum þótti svo vænt um. Ég vil muna eftir Gísla eins og hann var í síðustu viku, þegar hann og Bobbi-Jo komu í heimsókn til okkar og höfðu meðferðis eina af hennar ágætu rabarbarabökum. Við gættum þess öll að minnast ekki orði á að eitthvað af rabarbaranum var farið að tréna aðeins, og svo lítið bar á tókum við út úr okkur litla bita og settum á brúnina á diskunum. En ekki Gísli. Ódeigur borðaði hann allt af diski sínum, og fékk sér svo aðra sneið. Með rjóma. Hann var einstaklega hugrakkur maður, og ég mun sakna hans sárt. Natasha Waxman. Með þessum orðum viljum við minnast Gísla vinar okkar sem er farinn frá okkur langt fyrir aldur fram. Við kynntumst Gísla fyrst vel þeg- ar við fluttumst til Bandaríkjanna fyrir um tíu árum síðan til að hefja þar nám. Gísli hafði þá þegar verið í tvö ár í Bandaríkjunum í doktors- námi í tölvunarfræði. Hann átti stór- an þátt í að við völdum sama skóla og hann var í, og hjálpaði okkur svo í einu og öllu að aðlagast nýjum stað og nýjum siðum. Hann tók á sig marga króka til að hjálpa okkur á þessum tíma, með því að skrá okkur óumbeðinn á biðlista eftir húsnæði, keyra okkur í ökupróf, og margt fleira. Þessi tími í Bandaríkjunum var ákaflega skemmtilegur fyrir okkur og Gísla. Við kynntumst þar fólki frá mörgum þjóðlöndum og eignuðumst marga góða vini. Gísli átti mjög auð- velt með að kynnast fólki og tengjast því vinarböndum, og hann var mjög duglegur að hóa saman vinum sín- um. Hann hafði mjög sterkar skoð- anir á mörgum málum og hafði afar gaman af heimspekilegri umræðu. Margar kvöldstundirnar fóru í slíka umræðu með honum og vinum hans. Á þessum árum kynntist hann eig- inkonu sinni, Bobbi-Jo. Þau áttu margt sameiginlegt, en þó sér í lagi sterkan áhuga á sígildri tónlist, hljóðfæraleik og söng. Gísli reyndist okkur afar traustur vinur. Hann var algengur heimilis- gestur hjá okkur á þessum tíma og við hjá honum. Það var gott að bjóða Gísla í mat, því þá þurfti maður ekki að hafa áhyggjur af afgöngum, því hann kláraði alltaf allan mat sem til var. Hann var einnig mjög natinn við son okkar Stein, sem kallaði hann oft bróður sinn. Það var líka gaman að fylgjast með þeim saman. Þegar Gísli var hjá okkur sprellaði hann mikið með Steini og gerði hann oft æstari en foreldrarnir kusu. En þeg- ar Gísli bauðst til að passa Stein, var hann hins vegar mjög rólegur, ábyrgur og jafnvel strangur, því hann vissi að þá þurfti hann sjálfur að taka afleiðingunum af grallara- skapnum. Gísli hafði átt við alvarlegt þung- lyndi að stríða áður en hann fór til Bandaríkjanna. Þegar þangað kom má segja að hann hafi hafið nýtt líf. Hann talaði þó oft opinskátt um sjúkdóminn og nefndi meðal annars að hann mætti ekki ofgera sér og þyrfti að passa betur upp á sig en gengur og gerist. Gísli undi sér hins vegar afar vel í þessu alþjóðlega samfélagi og við sáum aldrei bera á þunglyndi hjá honum þar. Eftir að við fluttum heim til Ís- lands hittumst við sjaldnar, en þó reglulega, annaðhvort í Bandaríkj- unum eða á Íslandi. Einnig ræddum við oft saman í síma. Gísli var afar vandvirkur og bera öll hans verk því vitni. Hann var góð- ur fræðimaður og var rannsóknar- ferill hans, þótt skammur væri, mjög glæsilegur. Í doktorsnáminu skilaði hann af sér sérlega öflugri doktors- ritgerð. Hún var tilnefnd til verð- launa hjá alþjóðlegum samtökum tölvufólks (ACM) og hefur haft áhrif á útfærslu margra kortagagna- grunna. Eftir útskrift vann hann um skeið hjá RightOrder í Kaliforníu og átti þar stóran þátt í góðum tækni- legum árangri fyrirtækisins. Síðasta sumar réði Gísli sig sem lektor hjá Waterloo-háskólanum í Kanada, þar sem hann tókst á við háskólastarf í hæsta gæðaflokki. Því miður tókst honum ekki að gæta heilsunnar nægilega vel þar og að lokum lét hann undan álaginu sem fylgdi starf- inu. Þá náði þunglyndið of sterkum tökum á honum, án þess að okkur tækist að átta okkur á alvarleika þess. Það er mikill söknuður að þessum góða dreng. Við vottum Bobbi-Jo, Hjalta, Jónínu og Guðrúnu okkar dýpstu samúð. Megi hinar góðu minningar um Gísla lifa í hjarta okk- ar. Björn Þór og Ása. Ég vil minnast Gumma, afa barnanna minna sem ávallt var þeim góður og tók allt- af vel á móti okkur í Kílhraun. Mikið er gaman að hafa fengið að upplifa það að geta farið út í bíl og brunað upp í sveit til Gumma afa, Þórðar og Kiddýjar ömmu. Kílhraun var opið hús fyrir alla, alltaf nóg pláss. Kiddý og Gummi tóku öllum jafnt. Allt var svo eðlilegt og frjálst og mótttakan og yndislegheitin svo gleðirík. Ég mátti alltént ekki missa af því á sumrin að dvelja þar ásamt börnum mínum yfir heyskapinn, að fá að svitna aðeins með því að tína upp baggana og henda þeim inn í hlöðu, mikið er þetta dýrmæt stund í minningunni. Og eftir erilsaman dag þá las Gummi yfirleitt upp úr blöðum eða bókum fyrir okkur. Ég veit að þetta var hans vani að lesa fyrir Kiddýju því hún átti erfitt með það vegna veikinda. Þetta voru notalegar stundir svona rétt fyrir svefninn. Gummi var alltaf jafnlyndur, tryggur og duglegur og einnig mjög barngóður maður. Börnin voru aldr- ei fyrir honum. Þau eltu hann út í útihúsin þegar hann annaðist dýrin. Þessi spor sem þau stigu með hon- um eiga þau eftir að eiga í minning- unni alla tíð. Ég er mjög þakklát fyrir að Kristín Dögg, Grétar Már og Ómar Pétur fengu að njóta nærveru þinn- ar í sveitinni, sérstaklega Kristín sem var þér svo náin alla tíð og var lengst með þér meðan á veru okkar GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON ✝ GuðmundurÞórðarson fædd- ist í Kílhrauni á Skeiðum 1. október 1939. Hann lést 10. júní síðastliðinn og var jarðsunginn frá Selfosskirkju 24. júní. stóð í Kílhrauni. Henni er svo margt minnis- stætt sem hún upplifði með afa sínum gegnum árin. Elsku Gummi, minn- ingarnar um þig geym- um við og varðveitum í hjörtum okkar. Elsku Kiddý og Þórður. Guð styrki okkur öll í þessari sorg. Lífið heldur áfram og við förum að minnast skemmtilegu stundanna og hlæja saman; þannig er ég viss um að Gummi hefði viljað hafa það. Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. (Sálmarnir 118, 1–2.) Unnur Sigurbjörnsdóttir. Elsku afi minn. Mikið er sárt að missa þig. En minningarnar um þig varðveiti ég og geymi í huga mínum. Ég hef svo margt að segja um öll þau sumur og þær heimsóknir sem ég var hjá þér, ömmu og Þórði. Ég get hlegið að því núna þegar ég og mamma áttum að sjá um svínin á meðan þú og amma fóruð á hesta- mót norður, þá fór ég í svínagallann og burðaðist með hjólbörurnar og hjálpaði mömmu, eftir það gerði ég eins og þú, fór úr svínagallanum í fjósinu og labbaði á nærbuxunum inn í bæ. Þetta fannst mér svo eðli- legt af því þetta var það sem þú gerðir alltaf og ég tók þig til fyr- irmyndar og gerði þetta líka. Ég man eftir einu skipti þegar ég og Tinna frænka vorum hjá ykkur í sveitinni, þá fórum við út í svínahús og náðum okkur í sag, bensín og eldspýtur og fórum inn í skemmu og ætluðum að kveikja bál, en þá komstu að okkur og varst ekki ánægður. Þó að við hefðum getað kveikt í þá byrstirðu ekki röddina heldur talaðir bara við okkur á ró- legu nótunum. Þetta segir bara hverskonar maður þú varst, rólegur og yfirvegaður, þú hafðir það ekki í þér að skamma okkur, af þessu að dæma var þetta nóg til þess að ég hlýddi þér því ég bar alltaf virðingu fyrir þér. Mér fannst afi alltaf hafa ráð við öllu. Ég man eftir einu atviki, þegar ég var lítil og átti að sækja and- arungana. Þá var kríuvarp í gangi og þær steyptu sér niður til mín og var ég þá í vandræðum með að ná í ungana. Þá hljóp ég til afa og sagð- ist ekki geta náð í ungana út af krí- unum en afi sagði bara: „Farðu bara út í fjós og náðu í reiðhjálm og settu hann á hausinn á þér.“ það gerði ég. Svo eftir smástund kom ég aftur til hans og þá gat ég ekki náð í ungana því þeir voru úti í vatninu. En þá sagði hann mér bara að fara inn í stærstu stígvélin og vaða út í vatnið. Og þannig gekk þetta upp með ráð- um hans afa. Mér er ógleymanlegt hvað afi var stríðinn, sérstaklega þegar strákar áttu í hlut. Þá fékk ég að heyra það frá honum og gerði hann mig oft vandræðalega. Og ég hafði bara gaman af. Þegar ég lít til baka til þess þegar ég var lítil stúlka sat ég oft með þér í traktornum meðan á heyskap stóð og oftar en einu sinni sofnaði ég á gólfinu í traktornum hjá þér og þá barst þú mig inn sofandi og fórst aftur út á tún að slá. Þú varst alltaf tillitssamur í annarra garð og hugs- aðir þú um ömmu líka, sem var að hugsa um inniverkin, og baðst mig um að hjálpa henni líka því alltaf hugsaðir þú vel um ömmu eins og allra aðra. Elsku afi, þú varst stórkostlegur og ég lærði svo margt af þér sem er ómetanlegt veganesti út í lífið. Megi Guð geyma þig. Elsku amma og Þórður, megi Guð vaka yfir okkur og veita okkur styrk í framtíðinni. Kenn mér, Drottinn, veg laga þinna, að ég megi halda þau allt til enda. Veit mér skyn, að ég megi halda lögmál þitt og varðveita það af öllu hjarta. (Sálmarnir 119, 33.–35.) Kristín Dögg Kjartansdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.