Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ S KRIFSTOFA Lilju er í nýja skólahúsinu á Bifröst. Húsið er afar sérstakt og þar ræð- ur tæknin ríkjum. Út um glugga þessa nú- tímalega og tækni- vædda húss blasir við fagurt umhverfið með Grábrók í bakgrunninum. „Já, það var spenn- andi þegar dregið var um hver ætti að fá hvaða skrifstofu,“ segir Lilja, „en eftir á voru margir sem vildu skipta og ég var svo heppin að fá þetta fína útsýni.“ – Hvað skyldi hafa leitt til þess að stelpa úr Grundarfirði er orðin pró- fessor við viðskiptalögfræðideild Viðskiptaháskólans á Bifröst? Hún segir að hefð fyrir langskóla- námi hafi ekki verið mikil þegar hún var að alast upp og ekki hafi þótt mjög skynsamlegt að eyða tímanum í kostnaðarsamt langskólanám. „En ég hafði alltaf áhuga á námi í sam- félagsvísindum. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá hagfræðideild Verslunarskóla Íslands lá leiðin í framhaldsnám í hagfræði í Banda- ríkjunum. Á þeim tíma var ekki boð- ið upp á nám í hagfræði á háskóla- stigi á Íslandi. Ég hafði frá upphafi meiri áhuga á að leggja áherslu á fræðin frekar en starfsþjálfun og því valdi ég þessa leið í stað þess að fara í viðskiptafræði hér heima. Upphaf- lega stefndi ég ekki sérstaklega á doktorsgráðu en áhuginn á því kom smám saman eða eftir að ég náði þrí- tugsaldrinum,“ segir Lilja. Þrátt fyrir að margar konur hafi lagt stund á viðskiptafræði segir Lilja að fáar hafi lagt stund á hag- fræði hingað til en þetta sé að breyt- ast mikið því nú séu konur í meiri- hluta í hagfræðideild Háskóla Íslands. Doktorsritgerð á Grænlandi „Ég velti því oft fyrir mér hvar all- ar þessar konur með viðskipta- menntun séu því þær eru ekki áber- andi úti á vinnumarkaðnum,“ segir Lilja. „Erlendar rannsóknir sýna að konur eru lengur að vinna sig upp á vinnumarkaðnum af ýmsum ástæð- um. Loksins þegar þær hafa lokið barneignum og eru búnar að vinna sig upp breytist áherslan og mark- aðurinn vill frekar yngri menn í ábyrgðarstöðurnar. Þegar hér var mikill samdráttur í atvinnulífinu í kringum 1990 byrjuðu margir í dokt- orsnámi. Þetta fólk hefur verið að koma til starfa á undanförnum árum. Ég er hrædd um að nú verði aftur svolítið afturhvarf því frá 1997 til 2001 var mikið framboð á góðum störfum sem dró úr fólki að fara í langt háskólanám.“ Eftir að Lilja lauk meistaranámi í hagfræði og áður en hún hóf dokt- orsnámið var hún hagfræðingur Al- þýðusambands Íslands og síðan lekt- or við Háskólann á Akureyri. Á meðan á doktorsnáminu stóð bjó hún í Bretlandi og síðar á Grænlandi þar sem eiginmaður hennar, Ívar Jóns- son, starfaði við Háskólann á Græn- landi, minnsta háskóla í heimi. „Grænlendingunum þótti skrítið að hægt væri að skrifa doktorsrit- gerð á Grænlandi. Viðhorfið var að ef maður vildi fá góða menntun þyrfti maður að fara til Kaupmannahafnar. En þarna var ég komin til að skrifa doktorsritgerð við breskan háskóla sem fjallaði ekki einu sinni um Grænland!“ Lilja sagði að hún hefði ekki verið að flýta sér að sækja um prófess- orsstöðu og bjóst því við að einhver önnur kona yrði á undan til að gera það. Hún lauk doktorsnáminu árið 1998 og var þá búin að mennta sig í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi. Þá kenndi hún við Tækniháskólann í Luleå í Svíþjóð og síðan í tvö ár við Háskólann í Reykjavík áður en hún kom til starfa við Viðskiptaháskólann á Bifröst. „Mér finnst eins og ég sé komin heim aftur því ég er héðan af Vest- urlandi,“ segir Lilja. „Ég þekki vel til hérna og á skyldfólk í Borgarfirði. Samt er svolítið skrítið að vera hér úti á landi í þessu mikla þekkingar- þorpi sem Bifröst er eftir að hafa al- ist upp í sjávarþorpi. Hérna vinna líka allir á sama vinnustað, en í Grundarfirði unnu flestir í tveimur frystihúsum. Þar losnaði maður meira við vinnuna þegar vinnudegi lauk og hitti fólk af öðrum vinnustöð- um. Hér eru mörkin milli vinnu og einkalífs afar óskýr. Það er einmitt einkenni á þekkingarsamfélaginu. Sumum finnst þetta jákvæð þróun sem gerir þeim kleift að samræma vinnu og fjölskyldulíf betur því oft skiptir ekki máli hvenær og hvar þú vinnur vinnuna þína. Öðrum þykir þróunin slæm því fólk þarf alltaf að vera tiltækt og vinnan getur því auð- veldlega yfirtekið fjölskyldulífið. Álagið verður því meira.“ Lilja finnur eflaust áhrifin af þessu á sjálfri sér því eiginmaðurinn, Ívar Jónsson, prófessor við við- skiptadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst, er með skrifstofu við hliðina á henni. Og það var ekki svo að þau sæktu um að vera hlið við hlið heldur réð tilviljun því. Áhugi Lilju á vinnumarkaðnum vaknaði þegar hún vann sem hag- fræðingur Alþýðusambands Íslands. Doktorsritgerð hennar tengist ein- mitt þessu sviði hagfræðinnar og fjallar um mismunandi atvinnuþátt- töku kvenna í Svíþjóð, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hún heitir The Int- erplay Between Gender, Markets and the State in Sweden, Germany and The United States. Ritgerðin var gefin út á bók árið 2001 í Bret- landi. „Ég skoðaði ástandið í þessum málum á árunum1960 til 1995,“ segir hún. „Árið 1990 var hlutfall starfandi kvenna í Svíþjóð 81%, 64% í Banda- ríkjunum og 52% í Þýskalandi. Ég velti fyrir mér af hverju þessi mis- munur stafaði þegar ég hóf doktors- námið árið 1993. Í ljós kom að upp úr 1960 var mikill skortur á vinnuafli og þá fluttu Þjóðverjar inn vinnuafl frá Suður-Evrópu og Tyrklandi. Á sama tíma gerðu Svíar allt til að gera kon- um kleift að stunda launaða vinnu. Ástæður mismunandi atvinnuþátt- töku kvenna í Svíþjóð, Þýskalandi og Bandaríkjunum má m.a. rekja til þess að aðilar vinnumarkaðarins, kirkjan, kvennahreyfingin og mann- réttindasamtök hafa haft mismikil áhrif á ríkjandi hugmyndafræði í við- komandi landi. Jafn réttur karla og kvenna til að stunda vinnu liggur til grundvallar velferðarkerfi Svíþjóðar og mikilli atvinnuþátttöku kvenna. Velferð fjölskyldunnar hefur aftur á móti verið hornsteinn þýska velferð- arkerfisins en þar í landi hefur at- vinnuþátttaka kvenna verið mun minni en í Svíþjóð og Bandaríkjun- um. Réttur og skyldur einstaklings til að sjá sér og sínum farborða hafa verið ríkjandi viðhorf í Bandríkjun- um. Bandarískar fjölskyldur hafa því í fæstum tilvikum átt kost á ódýrri ríkisrekinni barnapössun, þannig að atvinnuþátttaka kvenna hefur verið minni en í Svíþjóð. Eitt af markmiðum Evrópusam- bandsins er að hlutfall starfandi kvenna hækki úr 51% í a.m.k. 60% árið 2010 en þetta hlutfall er um 80% á Íslandi.“ Lilja segir að viðhorfin til atvinnu- þátttöku kvenna séu mjög mismun- andi í Evrópu. Konur á Íslandi eigi til dæmis erfitt með að skilja að kon- ur í Þýskalandi sætti sig við að mennta sig og nýta síðan ekki menntun sína úti á vinnumarkaðn- um. Þýskar konur eigi hins vegar erfitt með að skilja að konur á Ís- landi vilji vera úti á vinnumarkaðn- um og sinna jafnhliða heimili og börnum, þar sem slíkt felur í sér mikið vinnuálag. „ESB hefur notað atvinnustefnu sína (European Employment Strat- egy) frá 1997 til að þrýsta á samruna aðildarlandanna hvað varðar að út- víkka fyrirvinnuhlutverkið til kvenna. Í atvinnustefnunni er hins vegar ekki tekið á spurningunni hvernig tryggja megi aukna hlut- deild karla í launaðri og ólaunaðri umönnun barna og aldraða. Í dag er meirihluti þeirra sem starfa við umönnun innan ESB konur og karl- ar eyða aðeins um 3 klst. á viku að meðaltali í umönnun barna og ann- arra.“ Lilja byrjaði að starfa fyrir Evr- ópusambandið árið 1997 sem sér- fræðingur í íslenskum vinnumark- aði. Hún starfaði í einum sérfræðihópi sem Framkvæmda- stjórn ESB var með á sínum snær- um til ársins 1999. „Ég komst þarna með annan fótinn inn í ESB og kynntist öðrum sérfræðingum frá ýmsum löndum sem var mjög lær- dómsríkt. Árið 1999 var Noregi og Íslandi hent út eftir að ljóst var að við ætluðum ekki að sækja um aðild. Í staðinn áttu að koma inn fulltrúar frá Austur-Evrópuþjóðum sem hugðust sækja um aðild að ESB. Samt sem áður hélt ég áfram að vera í ákveðnu samstarfsneti á vegum ESB. Árið 2001 myndaði ég hóp ásamt sex öðrum aðilum frá Aust- urríki, Danmörku, Finnlandi, Hol- landi, Spáni og Ungverjalandi. Ég skrifaði umsóknina og við sóttum um styrk úr 5. rammaáætlun ESB og fengum 60 milljónir króna í þriggja ára verkefni. Auk þess fjármagnar Rannsóknarstofnun Evrópsku verkalýðshreyfingarinnar þátttöku eins sérfræðings í verkefninu. Ég er verkefnisstjóri en verkefnið er form- lega vistað í Viðskiptaháskólanum á Bifröst . Þetta er í fyrsta sinn sem ís- lenskur háskóli hlýtur styrk á sviði félags- og hagvísinda úr 5. ramma- áætluninni. Úr velferð til þekkingar Grunnhugmynd rannsóknarinnar er að velferð einstaklinga byggist ekki lengur á því hversu víðtækt vel- ferðarkerfið er heldur hvaða mennt- un og þekkingu þeir hafa. Hlutverk ríkisins er því að breytast frá því að tryggja öllum lágmarksviðurværi, t.d. í formi bóta, í það að tryggja að fólk geti sótt þá þekkingu og mennt- un sem það þarf á að halda á hverj- um tíma. Við ætlum, í fyrsta hluta verkefn- isins, að meta hvað þekkingarsam- félag felur í sér og hvaða breytingar fylgja því að fara inn í slíkt samfélag. Talað er um að menntun, þekking- arsköpun og þekkingarúrvinnsla séu forsendur hagvaxtar og félagslegrar framþróunar í þekkingarsamfélag- inu. Þróun þekkingarsamfélagsins mótast af samspili tækniþróunar og efnahagslegra, félagslegra og póli- tískra þátta í hverju landi, þannig að ólík þekkingarsamfélagskerfi eru að þróast í t.d. Evrópu og Bandaríkj- unum. Á málþingi hópsins sem haldið var hér á Bifröst fyrir stuttu ræddum við einmitt um hvaða áskoranir ESB, Ís- land og Ungverjaland þurfa að tak- ast á við vegna þessara breyttu að- stæðna. Markmið atvinnustefnu ESB er að færa aðildarlöndin í átt að samkeppnishæfu þekkingarsam- félagi þar sem hagvöxtur ríkir, verið er að skapa fleiri og betri störf og Morgunblaðið/Kristinn Lilja Mósesdóttir prófessor. Spennandi tímar Lilja Mósesdóttir varð nýlega fyrsta konan til að taka við prófessorsstöðu í viðskiptafræðum við háskóla á Íslandi. Ásdís Haraldsdóttir heimsótti Lilju á Bifröst, þar sem hún starfar, og fræddist um hana sjálfa, nýja starfið og spennandi fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni sem hún stjórnar og hlotið hefur stóran styrk frá Evrópusambandinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.