Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 25 Verð á mann frá 19.800 kr. ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IC E 21 53 5 0 5. 20 03 Topp- lausnin Tryggvabraut 5 • Sími 462 2700Bíldshöfða 14 • Sími 587 6644 Hapro farangurskassi er snjöll lausn til að koma öllum farangrinum í bílinn. Margar gerðir og stærðir fyrir alla bíla. Verð frá 27.500 kr. Smábýlið Krókur á Garðaholti, Garðabæ Opið á sunnudögum í sumar milli kl. 13 og 17. Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ ár- ið 1923. Bærinn er gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti alþýðu- fólks á þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar. Í Króki var búið allt til ársins 1985. Krókur er staðsettur skáhallt á móti samkomuhúsinu á Garðaholti. Aðgangur ókeypis. Í DAG 4KLASSÍSKAR verða á ferðalagi um Austurland þessa vikuna og halda ferna tónleika. Þeir fyrstu verða á Höfn í Hornafirði þriðju- dagskvöld, á Seyðisfirði miðviku- dagskvöld, í tónleikaröðinni Bláa kirkjan, á Fáskrúðsfirði fimmtu- dagskvöld og Vopnafirði föstu- dagskvöld. Í vetur héldu þær tónleika í Iðnó og Hafnarborg, með yfir- skriftinni Kvöldskemmtun á þorra. Fyrir rúmu ári gáfu þær út geisla- diskinn „Fyrir austan mána og vestan sól“. 4Klassískar eru söngkonurnar Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þór- hallsdóttir og Signý Sæmundsdótt- ir og píanóleikarinn Aðalheiður Þorsteinsdóttir. 4Klassískar á ferðalagi um Austurland Sunnudagur Siglufjarðarkirkja kl. 14 Hátíðatónleikar á lokadegi Þjóðlagahátíðar. Hljómsveit ungra tónlistarnema leikur undir stjórn Gunnsteins Ólafs- sonar. Frumflutt verða hljómsveit- arverk eftir tvö kornung tón- skáld: Stund milli stríða eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur og Ís- lensk þjóðlög í útsetningu Gonçalo Lourenço frá Portú- gal. Renata Ivan frá Ungverja- landi leikur píanókonsert Jór- unnar Viðar, Sláttu, Hlöðver Sigurðsson syngur íslensk sönglög við undirleik hljóm- sveitar og loks syngja samein- aðir siglfirskir kórar fjögur lög eftir Atla Heimi Sveinsson fyr- ir kór og hljómsveit. Þjóðlaga- hátíð á Siglufirði FERÐALEIKHÚSIÐ hefur sýn- ingar á Light Nights – Björtum nótt- um, annað kvöld, mánudag, í Iðnó kl. 20:30. „Mér finnst skemmtilegt að kynna íslenska menningu hvort sem það er hér heima eða erlendis,“ segir Kristín G. Magnús, stofnandi Ferðaleikhússins, ásamt Halldóri Snorrasyni, og hefur leikið og leik- stýrt Light Nights í meira en þrjá áratugi. Sýningin, sem leikin er á ensku, er byggð upp af átján atrið- um bæði gömlum og nýjum, en upp- færslurnar eru breytilegar frá ári til árs. „Meðal nýs efnis má nefna leik- þáttin By the Pond, eða Við Tjörn- ina, eftir Halldór Snorrason. Hann skrifaði fyrri hluta þáttarins á ís- lensku fyrir mörgum árum. Síðan datt mér í hug að setja hann upp núna þar sem við erum við Tjörnina. Við Páll skelltum honum bara yfir á ensku og bættum seinnihlutanum við. Á undan fyrri hlutanum eru sýndar skyggnumyndir af Tjörninni kringum 1943 og síðar koma mynd- ir frá Tjörninni í dag,“ segir Kristín. „Þetta er svona daglegt líf í kring- um tjörnina fyrr og nú,“ bætir Páll Sigþór Pálsson leikari kíminn við. Fyrir hlé eru þjóðsögur hafðar í fyrirrúmi, en eftir hlé er sjónum að- allega beint að víkingum. „Hilmar Örn Hilmarsson samdi fyrir okkur tónlist fyrir álfkonudans, en dansinn samdi Katla Þórarinsdóttir og dans- ar hún sjálf hlutverk álfkonunnar. Að auki verður stiginn Víkingadans og dansað í baðstofunni, en Elín Eggertsdóttir er höfundur þeirra dansa. Í ár verðum við svo líka með glímu og sá Hörður Gunnarsson um að þjálfa þátttakendurna, kveðnar verða rímur og fór Páll í læri til Steindórs Andersens. Í gamla daga hafði ég alltaf rímur, en sumum þótti það þá svolítið púkalegt, en í dag er þetta aftur komið í tísku, enda eru þær afar skemmtilegar og hluti af þjóðararfinum. Annars má segja að áherslan í ár sé á hið dul- úðuga. Ég hef samt ekki eintóma dulúð, því þetta blandast við léttleik- ann. Þjóðsögurnar okkar eru mjög skrautlegar og bjóða upp á svo margt. Það má segja að ég sé að læða fróðleik að áhorfendum án þess að þeir upplifi það eins og þeir séu á skólabekk, því efnið verður að vera skemmtilega borið á borð,“ segir Kristín. Spurð um samstarf þeirra Páls svarar Kristín því til að hún hafi um nokkra hríð sóst eftir honum í sýn- inguna sína, en hann alltaf verið upptekinn þar til nú. Páll útskrif- aðist frá Guildford School of Acting 1999 og hefur síðustu ár starfað í Bretlandi. „Ég starfaði mikið með leikhóp sem setti m.a. upp Shake- speare-sýningar í anda Commedia dell’arte. Þetta er svona farandleik- hópur sem gerði talsvert af því að setja upp útileiksýningar á sumrin,“ segir Páll, sem að sögn er kominn heim til að vera. Þetta er önnur sýn- ingin sem hann tekur þátt í hér- lendis að loknu námi, en hann stökk inn í hlutverk Parísar í sýningu Vesturports á Rómeó og Júlíu í vor. Að sögn Kristínar var það nánast fyrir tilviljun að hún fór að sinna menningararfinum. „Ég var í fullu starfi hjá Þjóðleikhúsinu, en það blundaði reyndar alltaf í mér að gera eitthvað sjálf. Eitt sumarið stakk Molly Kennedy, vinkona mín, upp á að við prófuðum að gera eitt- hvað fyrir útlendinga á sumrin,“ segir Kristín. Þetta var eitt sumar fyrir þrjátíu og þremur árum og Kristín er enn með sýningu fyrir ferðafólk, þótt vissulega hafi sýn- ingin breyst talsvert í áranna rás. „Auðvitað hef ég ekki verið ein í þessu, því í gegnum tíðina hafa fleiri hundruð listamenn komið að sýn- ingunum. Auk þess hefur maðurinn minn, Halldór Snorrason, alltaf staðið við bakið á mér og sonur okk- ar Magnús Snorri Halldórsson hefur lagt mikið að mörkum,“ segir Krist- ín og bætir við: „Ég er mjög ánægð að vera núna komin í Iðnó aftur því þetta er dásamlegt hús og hér ríkir góður andi. Ég myndi helst vilja vera í Iðnó framvegis svo erlendir ferðamenn geti alltaf gengið að okk- ur á sama staðnum í miðborginni. Ég er búin að vera á flækingi með sýninguna undanfarin ár, allt í kringum Tjörnina.“ Lýsing sýningarinnar er hönnuð af Birni Bergsteini Guðmundssyni, Jón Ívarsson tæknistjóri sér um uppsetningu hljóðkerfis og skyggnusýningu og Caroline Dalton er tæknimaður. Búningar eru í höndum Dórótheu Sigurfinns- dóttur, en Jón Páll Björnsson, Sig- ríður Rósa Bjarnadóttir og Jón E. Guðmundsson sáu um grímugerð, en Kristín G. Magnús og Halldór Snorrason sjá um framkvæmda- stjórn. Auk þeirra Kristínar og Páls stíga á svið dansararnir Katla Þór- arinsdóttir, Þorleifur Einarsson og Þórunn Bjarnardóttir. Í júlí verða sýningar öll föstu- dags- og mánudagskvöld, en í ágúst bætast sunnudagskvöldin við. Sýn- ingin hefst kl. 20:30 og tekur um tvær klukkustundir í flutningi. Veit- ingastaðurinn Tjarnarbakkinn, á efri hæð leikhússins, býður leik- húsgestum upp á sérstakan Light Nights-kvöldverð sem er á þjóðlegu nótunum svo áhorfendur fái aðeins forsmekkinn af því sem koma skal á leiksviðinu. Ferðaleikhúsið sýnir Light Nights – Bjartar nætur – í Iðnó í júlí og ágúst Áherslan í ár er á hið dulræna Kristín G. Magnús og Páll Sigþór Pálsson leika Við Tjörnina. Í SUMAR mun Listasafn Ís- lands bjóða upp á Listsmiðju fyrir börn 9–12 ára í safni Ás- gríms Jónssonar. Hugmyndin á bak við Listsmiðjuna er að gefa börnum tækifæri til að upplifa myndlist á söfnum og vinna úr reynslunni á skapandi hátt á vinnustofu Ásgríms á Berg- staðastræti 74. Listsmiðjan tekur mið af sumarsýningu Listasafnsins, þar sem sjá má ágrip af íslenskri listasögu en einnig verður farið í Nýlista- safnið. Listsmiðjan stendur dagana 11. ágúst til 15. ágúst, frá kl. 13–16 og stýrir Rakel Péturs- dóttir, deildarstjóri fræðslu- deildar, smiðjunni. Lista- smiðja fyrir börn SCALASÖNGKONAN fyrrverandi Eugenia Ratti heimsækir Ísland í fjórtánda sinn í ágúst nk. Hún mun halda söngnámskeið í Reykjavík dag- ana 5.–16. ágúst. Fjölmargir söngv- arar hafa notið leiðsagnar hennar bæði í heimalandi hennar, Ítalíu og á námskeiðum sem hún hefur haldið hér á landi. Eugenia Ratti var á sínum tíma uppgötvuð af tenórsöngvaranum Tito Schipa, sem bauð henni með sér, fjór- tán ára gamalli, í tónleikaferð um Ítalíu. Ratti hóf söngferil sinn á Scala 18 ára gömul og söng þar í mörgum stærstu óperum tónbókmenntanna, auk þess sem hún hélt tónleika víða um Evrópu og Ameríku. Hún söng á ferli sínum undir stjórn margra þekktustu hljómsveitarstjóra heims, s.s. Bernstein, Bruno Walter, Karajan, Serafin og fleiri. Síðustu árin hefur Ratti verið prófessor við Conservatorio Giuseppe Nicolini í Piacenza og við tónlistarskólann Mario Mangia í Fiorenzuola auk þess að vera próf- dómari kennaraefna víða í Norður- Ítalíu í fjöldamörg ár. Á námkeiðinu sem hún heldur hér að þessu sinni verður eingöngu boðið uppá einkatíma og verður fjöldi þátt- takenda takmarkaður. Upplýsingar um námskeiðið veitir Jóhanna G. Möller söngkona. Eugenia Ratti á leið til landsins Eugenia Ratti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.