Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Ég vissi af Gísla frá því hann var á barns- aldri því við vorum tengdir; hann var son- ur Hjalta, eiginmanns Eddu tengdamóður minnar. Og þá fylgdumst við úr fjar- lægð með strangri baráttu sem hann háði við erfið veikindi sem gengu svo nærri honum að honum var um tíma vart hugað lengra líf. En yfir þann hjalla fór hann og þroskaðist í glæsi- legan ungan mann sem lagði stund á flautuleik og varð öðrum skarpari í undraheimum tölvunnar; las sér bráðungur til í fræðibókum með til- styrk föður síns og aflaði sér svo staðgóðrar þekkingar að hann var löngu áður en formlega námið hófst í tölvufræðum farinn að vinna við hug- búnaðargerð. Og á þeim vettvangi lágu leiðir okkar saman þegar hann kom til að leggja okkur lið við útgáfu Íslend- inga sagna og fleiri fornrita á vegum Svarts á hvítu uppúr miðjum níunda áratug síðustu aldar. Og ekki veitti af því liðsinni því hvorttveggja var; við algjörir ratar í tæknimálum og svo hitt að tölvur höfðu þá ekki náð þeirri viðmótsmýkt sem nú gerir öll- um kleift að vinna erfiðislaust. Gísli var innan við tvítugt þegar hann fór að hjálpa okkur og fljótlega eftir það stofnaði hann fyrirtæki sem hann kallaði Hugald og nafnið myndað með hliðsjón af orðinu mótald; okkur þótti Gísli ungur og kölluðum það stundum folald. Ég held að Gísla hafi þótt gaman að komast í tæri við þessa fjörlegu og dálítið óhefðbundnu útgáfustarf- semi og okkur reyndist hann ljúfur og eftirlátur kennari og frábær sam- verkamaður. Hann kom okkur öllum á makkabragðið í tölvum, og var þá raunar ástríðumaður í þeirri afstöðu sinni að þær tölvur hentuðu betur óinnvígðum en pésar; og hann var líka hugsjónamaður því hann ruddi braut í því verki að þýða skipanir all- GÍSLI RÚNAR HJALTASON ✝ Gísli RúnarHjaltason fædd- ist í Reykjavík 24. október 1967. Hann lést í háskólabænum Waterloo í Kanada 19. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 4. júlí. ar og viðmót á skjá af ensku á íslensku; í því verki gátum við forn- gripirnir stundum launað honum tölvu- fóstrið með ráðlegging- um og yfirlestri. Gísli lauk prófum í tölvufræðum frá Há- skóla Íslands og fór í kjölfarið til Bandaríkj- anna þar sem hann átti glæsilegan náms- og starfsferil undanfarinn áratug einsog efnin stóðu til; en ég átti það þó til að senda honum línu og spyrja hann ráða í tölvumál- um þegar öll sund virtust lokuð; hann hafði nefnilega komið mér á bragðið með gagnagrunnsforrit sem fáir aðrir notuðu hérlendis, og kannski fáir yfirleitt í veröldinni. Gísli var góður drengur, tilfinn- ingaríkur og skapheitur þegar því var að skipta, kunni vel að gleðjast á góðum stundum, gamansamur og stundum meinlegur í tilsvörum, skemmtilega sérvitur um suma hluti og gerði sér hæfilegan mannamun. Hann hafði mikið yndi af tónlist og náði góðri leikni í flautuleik. Hann agaði sig ungur á alla lund, tamdi sér hógværð og hófstillingu í afstöðu og lífsháttum, var staðfastur og vilja- sterkur þegar hann hafði markað sér braut. En nú er hann kominn á leið- arenda og minnir okkur sem eftir stöndum á það hve lífið er brothætt þegar grunnt er á kviku. Eftirlifandi eiginkonu Gísla, móð- ur hans og föður, systur og fóstra, og öllum aðstandendum öðrum sendum við Margrét Þóra innilegar samúðar- kveðjur, megi minning um góðan dreng milda sorgina. Örnólfur Thorsson. „Þú hringir bara ef eitthvað er að tölvuskránni,“ sagði hann og brosti. Svo var hann þotinn. Mér gafst varla tóm til að þakka fyrir vel unnið verk. Skyldi hann hafa setið við skjáinn lengi nætur? Hvenær á þessi ljúf- lingur eiginlega stund fyrir lexíurn- ar – eða tónlistarnámið? – Þetta var árið 1986. Gísli hafði á ótrúlega skömmum tíma hannað í hjáverkum tölvuskrá fyrir Einkaleyfa- og vöru- merkjadeild iðnaðarráðuneytisins. Hann var sumsé tölvuséní. Þess vegna leitaði ég ráða hjá honum um kaup á forritum og vélbúnaði fyrir deildina. Macintosh skyldi það vera. Deildin sagði skilið við „Klunnann“ (en svo nefndu aðdáendur Makkans gjarnan PC-tölvurnar). Og þvílíkur munur! – Eftir 17 ár er hluti þess- arar tölvuskrár enn í notkun. – Hjálpsemi og glöggskyggni Gísla var einstök. Hann var hjálparhella mín í tölvumálum þar til hann hann hélt til náms í Bandaríkjunum. Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar, sem ég tengdist með vissum hætti, naut einnig hjálpsemi og færni Gísla; tölvutæk nemendaskrá skólans var hans verk. Gísli var mikill unnandi klassískr- ar tónlistar, varla ofsagt að tónlistin væri óaðskiljanlegur hluti af lífi hans. Ég komst að raun um þetta þegar ég heimsótti hann á sjúkrahús í veikindum hans á árinu 1990. Af hljómdiskum sem hann lék þá fyrir mig, fór ekki milli mála að hann dáði mikið meistara Mózart. Gísli lærði á þverflautu hjá Bernharði Wilkinson. Ég veit að nemandinn var kennara sínum mjög innan handar í tölvumál- um. Megi fögur minning um þennan góða dreng smám saman milda harm okkar og söknuð. Gunnar Guttormsson. Þegar fólk er komið á efri ár fara fregnir um dauðsföll vina og ætt- ingja að verða tíðari. „Við erum komnar á jarðarfaraaldurinn, góin mín,“ sagði gömul vinkona mín við mig fyrir 15 árum þegar ég var eitt- hvað að bera mig illa vegna missi sameiginlegs vinar okkar. Og séum við komin á jarðarfaraaldurinn ætt- um við að vera orðin svo vís og sjóuð í áföllum þeim sem við verðum fyrir þegar við fregnum lát ástvina, að ef vel ætti að vera, gætum við tekið slíkum fréttum í tilfinningalegri kyrrð og heimspekilegri hugsun. En svo er ekki. Þegar ég fregnaði lát míns elskulega frænda, Gísla Rún- ars, var sem jörðin tæki að bifast og nýjar uppsprettur tilfinninga æddu fram og mynduðu nýja læki sorgar og samúðar. Við förum að óska þess að Kristur stæði hjá okkur holdi klæddur og mennskur, við gætum tekið hönd hans, lagt að andliti okkar og beðið hann að stöðva ferð him- intunglanna, stöðva hið ægilega ferli dauðans. „Sjá ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar“ voru síðustu orð Krists við lærisvein- ana meðan hann stóð enn hjá þeim á landi lifenda. Því skyldi ég óska þess að lifandi líkami hans væri kominn hér til okkar svo við fyndum yl handa hans við andlit okkar? Þann líkama sem skömmu eftir að þessi orð voru sögð var tekinn pyntaður og hengd- ur upp á kross. Nei, ég bið um anda þess Frelsara sem sjálfviljugur gekk í dauðann til þess að geta verið hjá okkur allt til enda veraldarinnar. Og þegar við með innri augum okkar leggjum ráðvillt höfuðið í hendur hans og spyrjum: „Af hverju, Guð minn? Hann Gísli var svo ungur, svo dýrmætur okkur sem þekktum hann.“ Þá fer hægt og hægt tilfinn- ingaflæðið að stillast og í huga okkar fara að koma svör. Og áður en við er litið förum við að þakka hinum krossfesta frelsara okkar fyrir að hafa leyft okkur að hafa hann Gísla hjá okkur þó þessi ár – því á ein- hvern undarlegan hátt tilheyrði hann alltaf Guði fremur en okkur og þessi stutta viðdvöl hans á jörð kenndi okkur svo margt. Sýndi okk- ur hvernig kærleikur milli móður og sonar getur unnið stórvirki. Við fengum að vera vitni að því þegar lít- ill drengur kom rjóður í kinnum heim um miðjan dag frá leikjum bernskunnar og sagði mömmu sinni að nú langaði hann til að fara að sofa. Og móðurhjartað sem allt skynjar og allt veit fann strax og vissi að slík svefnþrá var ungum dreng ekki eðli- leg. Og í ljós kom að hann hafði í hita leiksins dottið niður stiga og skollið með hnakkann í harða brún tröpp- unnar. Var ekki hlustað á mótmæli lítils manns, sem sagði að sér væri ekkert illt, hann þyrfti aðeins að sofa, heldur var brugðið skjótt við og farið með hann beint á sjúkrahús í góðra lækna hendur og öll sú dýr- lega tækni nútímans gat stöðvað dauðann í það sinn við að heimta her- fang sitt. Og þegar augu drengsins opnuð- ust aftur eftir langan kaldan svefn sá hann móður sína. Og þar var hún hjá honum öllum stundum nema þegar hún vann vinnu sína við píanó- kennslu sem nauðsynlegt var fyrir forsjón þeirra beggja, en öðrum stundum sólarhringsins var eytt á sjúkrahúsinu, þar voru mæðgin að leik og kennslu. Þolinmæðin sem á sér upptök í sjálfum kærleikanum, kenndi ljúfa barninu sínu aftur að tala, lesa, ganga og hlæja. Árangur- inn var slíkur að læknar spítalans stóðu agndofa yfir framförum drengsins. Og vel var það ómaksins virði að kenna honum Gísla Rúnari undirstöður menntunar, því á mörg- um árum sem framundan voru átti hann eftir að gleðja móður sína og fjölskyldu með frábærum einkunn- um og undraverðum námsárangri. Og alltaf hafði hann eitthvað við sig, þessi ungi maður, sem gerði það að við ættingjarnir sem fjarskyldari vorum sóttumst eftir nærveru hans, ég held það hafi verið hans hlýja og þægilega viðmót. Svo gerðist það fyrir nokkrum ár- um rétt áður en fyrirhugað var að hann færi til frekara náms til Banda- ríkjanna að Gísli ofgerði sér í vinnu og námi. Var eins og hönd væri lögð á hans ofurkapp og framavonir. Og aftur voru það gráir veggir sjúkra- hússins sem þrengdu að. Ég heim- sótti hann þá. Mynd hans þar í sjúkrarúminu mun líklega aldrei úr huga mér víkja. Alvaran og kyrrðin í augnaráði hans minnti á helgimynd. Ég spurði hann: „Viltu að ég tali við þig, Gísli? Eða vilt þú tala við mig? Eða viltu að ég biðji fyrir þér?“ „Ég vil að þú biðjir fyrir mér,“ sagði fallegi ungi maðurinn sem lá svo hjálparvana á hvítum koddanum. Ég held að engin viljayfirlýsing til bænar hafi gefið mér dýpri gleði. Og þarna í nöturlegri sjúkrastofunni, með regnþrunginn himin að útsýni eignuðumst við Gísli sameiginlegt leyndarmál. Leyndarmál sem gerði það að verkum að gömul frænka var umvafin ungum sterkum örmum í hvert skipti sem við hittumst eftir það. Og þegar ég kvaddi hann kvöld- ið áður en hann fór í sína fyrstu námsferð til Bandaríkjanna fékk frænkan að gefa honum Biblíu til að hafa með sér inn í töfraheim tölvu- tækninnar. Síðastliðið sumar var ég gestur Nínu og Torfa í þeirra indæla sum- arhúsi. Við sátum þar á veröndinni og nutum sumarblíðunnar. Skuggi var samt yfir huga okkar allra, því Nína hafði nýverið fengið læknisúr- skurð um alvarlegan sjúkdóm. Hún ljúfa frænka mín bað mig að koma með sér í gönguferð, hélt ég að hún vildi tala við mig um hin erfiðu tíð- indi, en sú var ekki raunin, hún þurfti að tala um Gísla, drenginn sinn dýrmæta, hann var þá í fríi hér heima á Íslandi, allt lék í lyndi, hann var búinn að fá góða stöðu þar ytra og voru þau hjónin að flytja búferl- um og hefja nýtt líf á nýjum stað. Þegar við Nína snérum aftur heim að bústaðnum, mættum við þeim systkinum, Guðrúnu og Gísla. Þau voru svo undurfalleg þar í blómum skrýddri brekkunni, gleðin yfir fé- lagsskap hvors annars bókstaflega lýsti af þeim. Gísli kom til mín og ég var ekki svikin um faðmlagið góða, og hann sagði við mig: „Mér þykir vænt um að mamma getur talað við þig núna.“ Ég sagði honum eins og var, að hún mamma hans hafði ekki sagt orð um sig sjálfa og þá erfið- leika sem hún var að ganga í gegn- um. „Hún talaði allan tímann um þig,“ sagði ég. „Þessu trúi ég,“ sagði Gísli hlæjandi „Nú get ég heimsótt hana svo miklu oftar, ég fæ svo vel borgað í þessari nýju stöðu, að far- gjald milli Íslands og USA verður leikur einn.“ Ég horfði á þau þrjú, böðuð í kvöldsólinni og fann og vissi að ekk- ert gæti skilið þetta góða fólk að. Hvorki há fargjöld milli heimsálfa eða dauðinn. Því anda sem unnast fær aldrei eilífð aðskilið. Guðrún Ásmundsdóttir. Sterkustu minningar mínar um Gísla Rúnar tengjast sumri og sól. Sól sem lætur glóbjarta lokkana hans mynda logandi skin um barns- legt en um leið alvarlegt andlit litla drengsins sem kom inn í líf fjöl- skyldu minnar á Flateyri um leið og Sigrún Gerða, móðursystir hans, og Einar Oddur, bróðir minn, rugluðu saman reytum sínum. Ótal minning- ar vakna við hið sviplega og ótíma- bæra fráfall hans um hann og frænd- systkini hans á Sólbakka á sólbjörtum dögum og líka með okkur í kulsamari tíð um jól fyrir vestan – síðast nú um síðustu jól og áramót. Strax í bernsku komu fram hjá Gísla Rúnari afar skýr persónuein- kenni. Þau urðu enn sterkari er á ævi hans leið og eðliskostir hans ljósari. Honum hafði verið óvenju mikið gef- ið – ekki aðeins gáfur umfram flesta heldur ekki síður miklu víðtækari hugarþroski, sem margir reyna að tileinka sér með ýmsu móti þótt beri ekki alltaf árangur sem erfiði. Það var eins og þessi sérstaki þroski sál- arinnar væri Gísla meðfæddur. Ég minnist þess ekki að Gísli hafi nokk- urn tíma orðið reiður eða misst stjórn á skapi sínu þegar yngri börn- in, Vigdís, dóttir mín, og Brynhildur, bróðurdóttir mín, gerðu sín axar- sköft í leik eða við verk sem þeim voru falin ásamt Gísla. Mér finnst sem ég heyri hann segja með sinni rólegu og yfirveguðu rödd: „Svona, svona. Ég skal nú sýna ykkur hvern- ig er best að gera þetta.“ Aldrei reiður eða pirraður heldur ávallt reiðubúinn að hjálpa og leiðbeina. Gísli var hinn sanngjarni og prúði drengur sem allir elskuðu sem kynntust honum. Og elskuðu hann kannski enn þá meira vegna þess að tvisvar höfðu ástvinir hans heimt hann úr heljargreipum og fagnað þegar ljós og líf beið sigur. Mánuðina sem hann svaf og enginn vissi hvort hann myndi vakna á ný til lífsins eða hvort hann myndi þá geta á eðlilegan hátt tekið þátt í því á ný gerðu ham- ingjuna yfir að eignast hann aftur enn þá meiri og þakklætið fyrir þá gjöf að hafa endurheimt hann sterka og sanna tilfinningu. Hið sama átti eftir að endurtaka sig síðar þótt kringumstæður væru þá aðrar. Áverkar eftir hið alvarlega slys í byrjun grunnskólagöngunnar munu hafa háð Gísla eittthvað alla tíð við nám en samt náði hann glæstum ár- angri allt til lokaáfanga – hinnar æðstu menntagráðu. Honum stóðu þá allir vegir opnir hvort heldur við rannsóknir eða kennslu við virta há- skóla vestanhafs. Þar festi hann ráð sitt, en tónlistin sem var honum un- un og ástríða allt frá bernskuárum hafði leitt þau saman, Bobbi-Jo og hann. Þekking Gísla Rúnars á tónlist var rétt eins og allt sem hann tileink- aði sér sönn og djúp. Hann virtist ekki geta gert neitt nema gera það vel – gera það betur en nokkur gat gert kröfu um. En hann gerði þá kröfu sjálfur. Við vitum því miður sjaldnast í hve mikilli þakkarskuld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.