Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 27
fann að fólk vildi ná til manns.
Ashkenazy hélt svolitla ræðu bæði
þarna og í Moskvu, og fólk sýndi
sterk viðbrögð, var að svara úti í sal
einhverju sem var kannski bara: ein-
mitt! – eða einhver smáorð. Rúss-
arnir héldu líka í heiðri þann sið sinn
að færa flytjendum gjafir og blóm
eftir tónleikana. Ég sá meðal annars
konu gefa Azhkenazy handskrifaða
bók, þetta voru allt mjög persónu-
legar gjafir, jafnvel bara miðar sem
búið var að skrifa eitthvað á.“
Málning Mússorgskíjs
Tónleikarnir í Moskvu voru í
Bolshoi-salnum í Konservatoríinu og
Rut segir að það hafi verið einstakt
að fá að spila þar, enda á salurinn sé
merka sögu. „Salurinn er líka guð-
dómlega fallegur með málverkum og
freskum af tónskáldum, rauðu plussi
og stóru, fallegu orgeli á bak við svið-
ið. Þetta hefur verið aðal tónleikasal-
urinn í Moskvu í heila öld, þar til
núna nýverið. Við hugsuðum mikið
um alla þá frægu listamenn sem hafa
staðið á þessu sviði. Þetta var alveg
æðislegt.“
Einar segir að Bolshoi-salurinn
hafi líka greinilega mátt muna sinn
fífil fegri og sums staðar hafi verið
hægt að sjá mörg mismunandi lög af
málningu. „En maður hugsaði bara:
Mússorgskíj hefur örugglega verið í
þessu málningarlagi og Borodin í
þessu!“
Kammersveitarfólkið er sammála
um að á tónleikunum í Moskvu hafi
stemmningin verið stórkostleg og í
rauninni engu lík. Það var mikil
geðshræring í loftinu, gestirnir voru
spenntir að sjá og heyra Ashkenazy
og hann var sömuleiðis hrærður að
vera þarna á sviðinu og spila fyrir
þjóð sína. Rut segir að á báðum stöð-
um hafi verið blaðamannafundir fyr-
ir tónleika og að þeir hafi verið ótrú-
lega fjölmennir. Fjölmiðlar sýndu
komu Ashkenazys og Kammersveit-
arinnar mikinn áhuga. „Í Moskvu
var blaðamannafundurinn á heimili
Kjartans Jóhannssonar sendiherra,
og þar var allt troðfullt af fjölmiðla-
fólki sem dembdi spurningum yfir
Ashkenazy. Mér fannst Ashkenazy
allur mun viðkvæmari í Rússlandi en
í Belgíu og hér heima. Ég held að
það hafi snert hann mjög að spila
þarna og tilfinningarnar voru
blendnar, þótt hann hafi komið
nokkrum sinnum eftir að landið opn-
aðist aftur. Ég er þó ekki viss um að
hann hafi komið með hljómsveit með
sér áður. En honum var gríðarlega
vel tekið.“ „Ashkenazy er líka svo
gífurlega gefandi persóna að það
smitaði okkur í hljómsveitinni líka,“
bætir Þórunn við. „Hver einasta
manneskja var alveg á tánum að
bregðast við hverju einasta merki
sem hann sendi frá sér. Hann sagði
að sú einbeiting væri líka ástæðan
fyrir því að hann vildi spila með okk-
ur, en ekki einhverri annarri hljóm-
sveit.“ Rut segir að í kammersveit af
þessari stærð reyni mjög á hvern
einstakan í hópnum, og að allir hafi
bókstaflega setið á stólbrúninni.
„Það verður hver einstaklingur að
vera mjög ábyrgur og þetta reynir
rosalega á fólk. En það fundu allir til
sinnar ábyrgðar og þess vegna gekk
þetta svona vel. En það gerðist atvik
í byrjun tónleikanna í Moskvu. Þar
voru þá ljósmyndarar sem smelltu af
í gríð og erg, og Azhkenazy varð svo
reiður að hann hneigði sig ekki og
sneri baki í áhorfendur, settist við pí-
anóið, en fór svo út af sviðinu. Ég
hélt eitt augnablik að allt væri að
hrynja og það yrðu engir tónleikar.
En eftir smá stund kom hann inn aft-
ur, brosti til okkar og byrjaði að
spila.“ Einar segir að eitthvað hafi
verið í gangi sem erfitt sé fyrir þau
að skilja, og eigi sér kannski rætur í
fortíðinni. En ljósmyndararnir þögn-
uðu sem einn, og Ashkenazy hafði al-
gjört vald yfir salnum. „Þessi uppá-
koma var ekki bara skilaboð til
ljósmyndaranna um að hætta, heldur
bjó eitthvað meira og tilfinn-
ingaþrungnara undir.“
Hafin yfir svefnleysi og þreytu
Hrafnkell Orri segir fátt toppa það
að spila með Ashkenazy í Moskvu og
Einar bætir því við að þrátt fyrir erf-
ið ferðalög og lítinn svefn hafi ein-
beitingin sem hópurinn náði verið
einstök. „Hann er svo stórt nafn, og
mikill risi, og að vinna með honum er
alveg magískt. Maður var ekki leng-
ur ósofinn og þreyttur, heldur hafinn
yfir það. Þetta var eitthvað nýtt og
dásamleg reynsla.“ Einbeiting As-
hkenazys og aginn sem hann beitir
sjálfan sig var að sögn Rutar mjög
áhrifamikill. „Hann heldur stans-
laust áfram. Hann æfir sig og æfir,
og það er eins og hann geti útilokað
allan hávaðann í kringum sig, þegar
fólk er að koma sér fyrir og þvælast í
kringum hann, færa til stóla og ves-
enast með nótur. Og maður vissi að
hann var búinn að vera í næturlest
og nýbúinn með blaðamannafund.
Samt var hljómsveitaræfingin eftir
og tónleikarnir. Svona var hann allan
tímann. Gleði hans af verkefnunum
var líka bráðsmitandi fyrir okkur.
Hann situr við píanóið og er bara
eins og lítið barn, honum finnst svo
dásamlegt að spila Mozart og
Beethoven – og þessu smitar hans til
hvers einasta manns, bæði okkar og
fólksins í salnum. En þetta sýnir
bara hvað hann er mikill listamað-
ur.“
Það verður ekki spurt meira um
tónleikana í Brügge, sem gengu vel,
en virðast hafa verið nánast hvers-
daglegir. Eftir Rússlandssögurnar
er ljóst að ferðin þangað hefur verið
mikil upplifun fyrir Kammersveit
Reykjavíkur.
Vladimir Ashkenazy og Kammersveit Reykjavíkur leika í fæðingarborg Ashkenazys, Nizhny Novgorod.
Eftir tónleikana í Moskvu. Þorkell Sigurbjörnsson og Barbara Sigurbjörnsson, Þórunn Jóhannsdóttir og Vladimir
Ashkenazy, Irma Karlsdóttir og Kjartan Jóhannsson sendiherra, Rut Ingólfsdóttir, leiðari Kammersveitarinnar.
begga@mbl.is
30-70% afsláttur
Hverafold 1-3 • Torgið l Grafarvogi
Sími: 577 4949
Sumarútsalan
hefst á morgun
Opnunartími: 11-18 mánudag-föstudag
12-16 laugardag
Undanfarna daga hefur
umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir,
ásamt starfsmönnum, verið á ferð um Norðurland, Austurland
og Suðurland til að kynna sér um 30 svæði sem eru
í drögum að náttúruverndaráætlun sem
hugsanlega verða friðuð eða vernduð á næstu árum.
Alls eru svæðin í drögunum um 77 talsins.
Svæðin, sem voru skoðuð í þessari ferð, ná
frá Hörgárósum í Eyjafirði suður í Meðalland.
Af því tilefni skal þeim fjölmörgu heimamönnum
sem veittu fræðslu og þeim sem greiddu leið hópsins
á ýmsan hátt, sérstaklega þakkað.
Ferðasagan er í máli og myndum til upplýsingar fyrir almenning í
dagbók ráðherra dagana 28. júní til 3. júlí
á vefnum www.siv.is.
Umhverfisráðuneytið
Náttúruverndaráætlun
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111