Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER kominn föstudagursíðari hluta júnímánaðar.Sólin skín hátt á lofti í höf-uðborginni í það minnstaog spáin fyrir helgina er þrusugóð, nánast um land allt. Úti- vinnandi fólk streðast við að klára vinnuvikuna til að komast í afslöpp- un og án efa ætla margir út úr bæn- um. Á þjónustuverkstæði Seglagerð- arinnar Ægis er verið að gera fimmtán fellihýsi klár fyrir nýja eig- endur. „Sumarið er háannatíminn hjá okkur. Við vorum að vinna til klukkan eitt í nótt við að taka á móti nýju fellihýsunum svo við næðum að afhenda þau öll í dag, áður en helgin skellur á. Við höfum nefnilega lært það af reynslunni að ef landanum dettur í hug að eiga við okkur við- skipti, er eins gott að hann fái hraða og góða þjónustu. Það var ekki síst þess vegna sem við brugðum á það ráð, nú í fyrsta skipti, að fá tuttugu fellihýsi flugleiðis til landsins fyrir skemmstu enda byrjaði vertíðin mun fyrr en við ráðgerðum auk þess sem salan hefur verið meiri nú í sumar en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir. Ætli megi ekki þakka góðri tíð og al- mennri bjartsýni Íslendinga,“ segir Björgvin Barðdal, framkvæmda- stjóri Seglagerðarinnar Ægis hf. Í minningu miðaldra fólks er ekki svo ýkja langt síðan að enginn þótti maður með mönnum nema að geta státað af alhliða viðleguútbúnaði, sem ekki fyrir svo margt löngu fólst í þriggja, fjögurra eða fimm manna Ægistjaldi með himni. Það þóttu ald- eilis flottar græjur. Útilegugræjurn- ar hafa nú heldur betur tekið stakka- skiptum sé litið til íslenskra tjald- stæða og má nú segja að enginn þyki maður með mönnum nema að geta státað af fellihýsi með öllum græjum í eftirdragi, sé ferðinni heitið eitt- hvað út úr bænum yfir sumartím- ann. Í raun má segja að sprenging hafi orðið á undanförnum árum í sölu fellihýsa, sem flutt eru hingað til lands frá Bandaríkjunum, en sam- kvæmt upplýsingum frá Umferðar- stofu eru á níunda þúsund tjaldvagn- ar og fellihýsi nú í umferð hér á landi. Seglagerðin Ægir er eitt þeirra fyrirtækja sem flytur inn am- erísk fellihýsi, og telja forsvarsmenn fyrirtækisins að það sé með mestu markaðshlutdeildina í fellihýsasöl- unni. „Tjaldvagnar höfðu verið á markaðnum í um þrjátíu ár áður en fellihýsin komu til sögunnar og hittu þau strax í mark hjá landanum. Fellihýsi eru einfaldlega orðin hluti af nútíma ferðamáta og öll þægindi eru til staðar svo sem rafmagn, hita- miðstöð, ísskápur og stundum sjón- varp,“ segir Björgvin. Það er fremur fátítt nú til dags að íslensk fyrirtæki nái níræðisaldri, en fullvíst er að Seglagerðin Ægir, sem stofnuð var árið 1913, er eitt þeirra fyrirtækja, sem nú hafa náð þeim áfanga. Guðmundur Ingólfsson sjó- maður stofnaði fyrirtækið og rak einn fyrstu árin, en síðar keypti Sig- urður Gunnlaugsson skipstjóri sig inn í reksturinn. Þeir félagar stýrðu síðan Seglagerðinni saman allt þar til Guðmundur lést árið 1951. Þáver- andi starfsmaður Seglagerðarinnar, Óli Sigurjón Barðdal, keypti þá hlut Guðmundar heitins og eftir fráfall Sigurðar, árið 1960, keypti Óli einnig hans hlut og hefur fyrirtækið æ síð- an verið í eigu fjölskyldunnar. Árið 1977 var rekstri Seglagerðarinnar breytt í hlutafélag og árið 1995 var fyrirtækið gert að einkahlutafélagi, sem það er í dag. Hreinræktað fjölskyldufyrirtæki Óli S. Barðdal, sem fæddist 5. júní árið 1917, stýrði fyrirtækinu sínu sjálfur allt þar til hann lést árið 1983, en þá eignaðist sonur hans, Jón Barðdal, fyrirtækið og á hann það einn enn. Jón, sem er eini segla- saumari landsins í dag, með réttindi frá Iðnskólanum í Reykjavík, hefur hins vegar aldrei mátt heyra á það minnst að taka við stjórnartaumun- um í fyrirtækinu sínu, heldur vill hann hvergi annars staðar vera en í skítagallanum á verkstæðinu og þá helst við saumavélina. Því varð úr að elsti sonur Jóns, Óli Barðdal, settist í framkvæmdastjórastólinn eftir frá- fall afa síns 1983, þá aðeins nítján ára gamall, en fyrir tveimur árum, ákvað hann að söðla um og hefja nám í geislafræði við Tækniskóla Íslands. Næstelsti sonurinn, Björgvin Barð- dal, var þá næstur í goggunarröð- inni, en hann segist hafa alist upp í fyrirtækinu og vera næstbesti segla- saumari landsins á eftir föður sínum. Hann settist í forstjórastólinn fyrir tæpum tveimur árum og telur sinni framtíð þar borgið enda segist hann hlakka til að fara í vinnuna á hverj- um morgni. „Ég get ekki hugsað mér skemmtilegra starf enda eru ótal margir kostir við svona hrein- ræktað fjölskyldufyrirtæki. Hér setja menn fyrst og fremst hag fyr- irtækisins í forgang og vinna þau verk sem þarf að vinna, burtséð frá starfsheitum og titlatogi. Þótt ég eigi t.d. að heita framkvæmdastjóri, er ég líka að svara í síma, stend í af- greiðslu og hoppa á saumavélina þegar mikið liggur við,“ segir Björg- vin. Ekkja Óla S. Barðdal, Sesselja Barðdal, starfaði alla tíð í fyrirtæk- inu, aðallega við sníðavinnu á verk- stæðinu, þar til fyrir um sex árum síðan að hún lét af störfum, en til gamans má geta þess að hún tók fyrst bílpróf 62 ára að aldri, eftir lát eiginmanns síns. Auk þeirra feðga Jóns og Björgvins, starfar Björk Björgvinsdóttir, eiginkona Jóns og móðir Björgvins, við afgreiðslu, Arn- ar Barðdal, bróðir Björgvins, er framkvæmdastjóri Tjaldvagnalands og systirin, Sesselja Barðdal, starfar á skrifstofunni. Starfsmenn fyrir- tækisins eru um tuttugu yfir vetr- artímann, en fjöldi þeirra tvöfaldast yfir sumartímann. Að sögn Björg- vins er ekkert í spilunum sem bendir til annars en að fyrirtækið verði áfram rekið sem fjölskyldufyrirtæki. „Börnin okkar systkinanna eru ekki alveg komin á aldur til að fá vinnu hér, en það fer að líða að því að þau fari að detta inn í sumarstörfin.“ 80% af veltu á sumrin Á undanförnum 20 árum hefur ár- leg velta Seglagerðarinnar Ægis aukist úr 60 milljónum króna og upp í 400 milljónir króna nú. Þar með, sé litið til veltutalna, er fyrirtækið með- al 300 stærstu fyrirtækja landsins, en um 80% af veltu fyrirtækisins á sér stað yfir sumartímann. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að fyrirtækið hóf fyrst starfsemi fyrir 90 árum með það að markmiði að þjónusta sjávarútveginn með segla- saumi og yfirbreiðslum fyrir síldar- bátana. Slíkar yfirbreiðslur þóttu nauðsynlegar þegar siglt var með aflann langa leið um úfið haf og óhætt er að fullyrða að með fram- leiðslu á yfirbreiðslunum hafi orðið straumhvörf í starfsemi Seglagerð- arinnar sem aftur þróaðist út í aðrar framleiðsluvörur. Með nýjum hrá- efnum og vinnuaðferðum jukust um- svif fyrirtækisins og vörurnar urðu fjölbreyttari. Þar ber hæst fram- leiðsla á tjöldum sem hófst árið 1965 og landsmenn kannast örugglega við sem Ægistjöld, þjóðhátíðartjöld og vegavinnutjöld. Árið 1989 setti Seglagerðin á fót sérdeild innan fyrirtækisins, Tjald- vagnaland, til að sjá um sölu á tjald- vögnum og fellihýsum, en innflutn- ingur á slíkum „lúxus“-tækjum var þá nýhafin. Tjaldvagnaland hefur verið í örum vexti síðan þá og ekki síst eftir að innflutningur og sala hófst á fellihýsum frá Bandaríkjun- um árið 1997. Af ríflega 400 milljóna króna ár- Fellihýsin hluti af nútíma ferðamáta Seglagerðin Ægir fagnaði í júnímánuði níræð- isaldri, en þrátt fyrir háan aldur er engin ellimerki að sjá á fyrirtækinu. Það blómstrar nú sem aldrei fyrr, ekki síst fyrir tilstilli ferðaþyrstrar og bjart- sýnnar þjóðarsálar. Jóhanna Ingvarsdóttir fór í Tjaldvagnaland í fylgd Björgvins Barðdals, sem nú situr í stóli framkvæmdastjóra þessa rótgróna fjölskyldufyrirtækis. Eigendur Seglagerðarinnar Ægis, hjónin Jón Barðdal og Björk Björgvinsdóttir, ásamt börnum sínum, Arnari, Sesselju, Óla og Björgvini. Seglagerðin framleiðir m.a. fortjöld á fellihýsi og er hafinn útflutningur á þeim. Morgunblaðið/Arnaldur Jón Barðdal forstjóri vill heldur sitja við saumavélina en skrifborðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.