Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ D vergkafbáturinn Gavia er smærri en önnur slík rannsóknartæki sem framleidd eru í heiminum og hægt er að setja mismunandi mælitæki í hann, eftir þörfum vísindamanna hverju sinni. Forsvarsmenn fyrirtækisins Hafmyndar segja notagildi hans ótvírætt, hvort sem er við rann- sóknir á fiskimiðum, mælingar á hafsbotni eða við sprengjuleit, svo dæmi séu nefnd. „Gavia“ er latneskt heiti á himbrima, en þann fugl kalla ensku- mælandi þjóðir „the great northern diver“, eða hinn mikla kafara norð- ursins. Dvergkafbáturinn, eða djúp- farið, slær þó himbrimann út, því hann getur farið allt niður á tvö þús- und metra dýpi. Hjalti Harðarson rafmagnsverk- fræðingur er faðir djúpfarsins, stofnandi Hafmyndar og tæknistjóri fyrirtækisins. Hann hóf vinnu við gerð fyrsta djúpfarsins árið 1996 og fékk þá Hafrannsóknastofnun og Sjávarútvegsstofnun Háskóla Ís- lands til liðs við sig við rannsókn- irnar og naut styrkja Rannsóknar- ráðs Íslands og fleiri. Árið 1997 sigldi frumgerð Gavia um sjóinn við Ísland. Tveimur árum síðar var fyr- irtækið Hafmynd stofnað, en helstu eigendur þess eru Nýsköpunar- sjóður og nokkrir einstaklingar, þar á meðal starfsmenn fyrirtækisins. Torfi Þórhallsson, rannsóknar- og þróunarstjóri Hafmyndar, er einnig rafmagnsverkfræðingur, með fram- haldsmenntun á sviði tölvusjónar og vélmenna. Hann hefur starfað hjá Hafmynd í tvö ár. Hjalti og Torfi segja að mælitæki af ýmsu tagi, til dæmis þau sem not- uð eru um borð í hafrannsóknaskip- um, verði sífellt fyrirferðarminni og nú sé orðið raunhæft að setja full- komin mælitæki í lítið djúpfar. Djúpfarinu er ekki fjarstýrt, held- ur er það forritað með leiðarlýsingu og skipunum um að skila sér á fyr- irfram ákveðinn stað. „Það er alveg sjálfvirkt. Við segjum því í raun hvert það eigi að fara, á hvaða dýpi og hvaða mælingar það eigi að fram- kvæma. Við getum sett það af stað frá skipi eða strönd. Tækið getur fylgt botni og er þá t.d. alltaf í tveggja metra hæð frá botninum. Það nemur umhverfi sitt og heldur alltaf sömu hæð, þótt botninn sé mis- sléttur.“ Þegar leiðangri tækisins er lokið fer það upp á yfirborðið og hringir sjálfkrafa úr gervihnattasíma sem er í því. GPS-staðsetningartæki um borð gefur um leið upp nákvæma staðsetningu, svo auðvelt er að finna það. Ef djúpfarið bilar flýtur það upp á yfirborðið, sendir hljóðbylgjur sem styðjast við sjálfstæðar rafhlöður og um leið kviknar á neyðarljósi. Neðansjávar er ekki hægt að styðjast við GPS-staðsetningartæki. „Við notum svokallaðan Doppler- hraðamæli neðansjávar og áttavita. Nú er hins vegar komið mjög ná- kvæmt afbrigði af þeirri tækni, svo- kallað tregðukerfi, sem er notað í kafbátum og stýriflaugum. Það er hægt að nota í svona djúpfar og við fáum slíkan búnað í ágúst.“ Nákvæmt staðsetningarkerfi er nauðsynlegt, t.d. ef finna á aftur sprengju sem djúpfarið hefur fundið, skipsflak eða annað af þeim toga. Djúpfarið Gavia getur farið niður á tvö þúsund metra dýpi, en rafhlöð- urnar stýra því hversu langt það fer eða hver lengi það er í vatninu. „Núna eru menn reyndar að velta því fyrir sér að senda svona tæki milli landa og það er alveg gerlegt. Grunnrafhlöðueining gerir farinu kleift að sigla um 100 kílómetra.“ Er lítið og fer djúpt Sérstaða Gavia-djúpfarsins felst í smæðinni og hversu djúpt það getur farið. „Djúpfarið er byggt úr ein- ingum, svo hægt er að raða því sam- an á mismunandi hátt eftir því hvaða verkefni það á að vinna. Við höfum algjöra sérstöðu, því ekkert sam- bærilegt tæki er til í heiminum.“ Markaðurinn er ungur og í mikilli þróun. Sjálfvirkir kafbátar voru fyrst notaðar í iðnaði fyrir áratug, en þeir voru sérsmíðaðir til sjómælinga fyrir olíuleit. „Þeir mældu nákvæm- lega botngerð þar sem átti að koma fyrir olíupöllum eða olíuleiðslum. Þessir kafbátar eru stórir og sér- hæfðir til þessara nota. Núna eru menn farnir að velta mjög fyrir sér leit að hlutum á sjávarbotni, sér- staklega sprengjum.“ Rannsóknir, sem unnar hafa verið á djúpförum innan bandarískra há- skóla, hafa oftar en ekki verið styrktar af hermálayfirvöldum. Núna eru tvö bandarísk fyrirtæki starfandi á þessu sviði og framleiða bæði dvergkafbáta. „Annar kafbát- urinn fer niður á töluvert dýpi, en hann er miklu stærri en Gavia, frá 300–500 kíló. Grunngerðin okkar er ekki nema 38 kíló. Hinn bandaríski kafbáturinn er lítill, jafn stór Gavia, en kemst ekki nema niður á 100 metra dýpi og er ekki byggður úr einingum. Bandaríski herinn hefur styrkt bæði þessi fyrirtæki til rann- sókna. Í Noregi er framleiddur kaf- bátur, töluvert stærri en okkar og sérstaklega hannaður fyrir olíu- iðnaðinn þar í landi. Loks er svo fyr- irtæki í Danmörku, sem er líka með töluvert stóran bát, en hann kemst ekki eins djúpt og Gavia og er ekki úr einingum.“ Þar með er öll samkeppnin talin. „Við höfum náð þeim árangri að vís- að er til Gavia sem Evróputækisins. Og þrátt fyrir þessi tvö tæki, sem framleidd eru í Bandaríkjunum, er töluverður áhugi þar í landi á Gavia. Við vonumst til að í ágúst eða sept- ember skýrist hvort við náum samn- ingum um sölu djúpfarsins þangað. Þess má geta að hermálayfirvöld í bandalagsríki okkar hafa nýverið sótt um fjárveitingu til kaupa á Gavia til sprengjuleitar. Undanfarið hefur komið upp umræða um mögu- leika þess að nota djúpfar til reglu- bundins eftirlits á siglingaleiðum að höfnum og í höfnunum sjálfum, vegna ótta við hryðjuverk og jafnvel er rætt um eftirlit með botni skipa.“ Mælitækin sjálf eru ekki smíði Hafmyndar, en það er hins vegar bygging kafbátsins, samsetning mælitækjanna og hugbúnaðurinn sem stjórnar þeim. „Við erum einir um að hafa þróað þær lausnir sem djúpfarið okkar byggist á.“ Í stöðugri þróun Fyrsta djúpfar Hafmyndar gat annast hita- og seltumælingar í sjó og tekið myndir neðansjávar með myndbandsvél. Tækið var hugsað til hafrannsókna, meðal annars til að mynda skelfiskmið. Háskóli Íslands, Rannsóknasetrið í Vestmannaeyjum og Hafrannsóknastofnun hafa keypt tvö djúpför til slíkra sjávarrann- sókna. „Fljótlega komu kröfur um ná- kvæmari staðsetningarbúnað og þá settum við Doppler-kerfi í djúpfarið og núna fylgir tregðukerfið í kjölfar- ið. Svo bárust óskir um að hægt yrði að hafa samband við tækið neð- ansjávar. Þar duga útvarpsbylgjur ekki, svo við settum hljóðbylgju- mótald í farið. Þar með er hægt að sitja við fartölvuna og fylgjast með ferðum tækisins. Ofan á þetta bætt- ust mismunandi myndavélar, flass og sónartæki, sem gerir farinu kleift að „sjá“ allt umhverfi sitt og forðast hindranir. Öllu þessu er hægt að raða saman eftir óskum hverju sinni. Grunnútgáfa af Gavia er 1,70 metrar að lengd. Tækið verður óþjált ef það fer yfir 2,50 metra, svo einhver tak- mörk eru á þeim einingafjölda sem við getum sett saman.“ Nýjasta útgáfa Gavia getur siglt á 6 sjómílna hraða. „Undanfarin ár hefur djúpfarið verið í stöðugri þró- un. Við höfum unnið að smíði ein- inga, svo hægt sé að setja farið sam- an á mismunandi hátt, við höfum lagt mikla áherslu á að það komist niður á tvö þúsund metra dýpi og núna leggjum við áherslu á að auka hraðann.“ Þegar Gavia fer hratt yfir tæmist rafhlaðan fyrr en ella. Við því er hægt að bregðast með því að bæta einni eða fleiri rafhlöðueiningum við. Skrokkur Gavia er smíðaður hér á landi, hjá Landvélum. Hann er hann- aður og álagsprófaður í tölvu. Tölvu- stýrðir rennibekkir og fræsivélar Gavia kafar til ran Íslenskt hugvit liggur að baki hönnun og smíði dvergkafbátsins eða djúpfarsins Gavia. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við Hjalta Harðarson og Torfa Þórhallsson um djúpfarið, fjölbreytta notkunar- möguleika þess, verkefni með erlendum stórfyrir- tækjum og „áhöfnina“ um borð. Morgunblaðið/Arnaldur Starfsmenn Hafmyndar við eintak af djúpfarinu Gavia. Torfi Þórhallsson, rannsóknar- og þróunarstjóri, Egill Harðarson yfirvélhönnuður, Hjalti Harðarson tæknistjóri og Helgi Þorgilsson hugbúnaðarmaður. Djúpfarið nýtur aðstoðar Hjalta Harðarsonar við upphaf leiðangurs um Hvalfjörð. Tölvugerð mynd af djúpfarinu Gavia í fiskileit. Undrandi þorskur hörfar í ljóskeilunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.