Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ E FTIR háskólanám í sálfræði við Há- skóla Íslands sótti Árni um og fékk inngöngu í doktors- nám við Harvard- háskóla í Banda- ríkjunum, einn virt- asta skóla þar í landi. Árni segir að þessi árangur hafi skipt hann miklu máli, bæði persónulega og faglega. „Það að komast inn í Harvard var náttúrulega frábært. „A chance of a lifetime“, eins og þeir segja þar í landi. Sálfræðideildin í Harvard er talin ein þriggja eða fjögurra bestu í Bandaríkjunum og þar eru fjöl- margir merkir vísindamenn við störf. Að fá inngöngu í það samfélag er góður stökkpallur fyrir unga vís- indamenn. Þetta var einnig per- sónuleg viðurkenning og óneitan- lega bar maður höfuðið hátt um hríð eftir að góðu fregnirnar bárust frá Harvard,“ segir Árni. Kjörumhverfi fyrir vísindamenn Þegar Árni hóf nám í skólanum byrjaði hann að vinna á Rannsókn- arstofu í sjónvísindum (Vision Sciences Laboratory), sem er rekin af tveimur afbragðs vísindamönnum er hafa haft mikil áhrif á hugmyndir manna um sjónskynjun. Þeir eru Ken Nakayama og Patrick Cav- anagh og er gaman að geta þess að sá síðarnefndi er hálf-íslenskur. „Á rannsóknarstofunni starfaði stór hópur fólks sem hafði áhuga á svip- uðum rannsóknum og ég og voru einnig doktors-stúdentar. En þarna var líka fólk á rannsóknarstyrkjum í kjölfar doktorsprófs og sömuleiðis eldri og reyndari vísindamenn. Þetta var því kjörumhverfi fyrir mig, sem vildi reyna að læra sem allra mest um fræðin, jafnframt því að leggja mitt af mörkum til rann- sóknanna. Ken og Patrick hönnuðu rannsóknarstofuna þannig að hún býður upp á mikið samband á milli vísindamannanna sem þar starfa og lítið er um að menn séu lokaðir inni á eigin skrifstofum heilu dagana,“ segir hann. Yfir verunni í virtustu skólum Bandaríkjanna hvílir gjarnan ákveð- inn dýrðarljómi, sem búið er að kynda rösklega undir áratugum saman í bókum, kvikmyndum og sjónvarpi. Aðspurður um sannleiks- gildi myndarinnar sem dregin hefur verið upp af þessum stofnunum, bendir Árni réttilega á að hann geti ekki borið saman aðstöðu á milli ein- stakra skóla. Af verunni í Harvard dragi hann þó þá ályktun að ým- islegt sé orðum aukið þegar „Ivy League“ skólana ber á góma. „Ég held að ég segi nú sem minnst um dýrðarljómann. Ég tel raunar að skólar á borð við Yale, Harvard og Princeton lifi að nokkru leyti á nöfn- unum. Þeir eru yfir höfuð ekkert merkilegri en skólar sem eru álíka stórir og hafa svipuð markmið. Gæði innan skólanna, milli mismunandi deilda, skipta kannski meira máli. Það eru t.d. deildir innan Harvard, sem ég ætla að láta ónefndar, sem hafa miður gott orð á sér svo ekki sé meira sagt.“ Hvað með lífið á garði? „Ég bjó á garði fyrir doktorsnema fyrsta árið mitt við Harvard, sem var í það heila stórskemmtilegt, þótt ég hafi kannski ekki notið þess sem skyldi vegna þess að sambýliskona mín bjó á Íslandi þetta árið og hug- urinn dvaldi gjarnan hjá henni. Það er mjög vel búið að nemendum þarna, þó að húsakynnin væru ekk- ert sérstaklega merkileg, og and- rúmsloftið var skemmtilegt. Mikið um samkvæmi og skemmtanir. Skólayfirvöld gera sér grein fyrir því að þessu doktorsnámi fylgir oft mikið álag og maður varð sterklega var við að passað væri upp á að nemendur færu sér ekki að voða! Þetta er skiljanlegt og sjálfsagt í raun og veru, því að streitan hefur reynst mörgum of mikil. Það er líka mikill kostur varðandi lífið í Har- vard hversu umhverfi skólans er mikið augnayndi. Harvard er í Cam- bridge, bæjarfélagi vestan megin við Charles-ánna sem liggur um Boston. Þar er afar fjörugt mannlíf og fallegt um að litast,“ segir Árni. Mjög „sjónræn kvikindi“ Rannsóknir þær sem Árni lagði fyrir sig og fram fara í Vision Sciences Laboratory eru talsvert langt frá því sem almennt kemur upp í huga fólks þegar minnst er á sálfræði. Ekki er verið að fást við þunglyndi, duldar kenndir sem rekja má til erfiðleika í barnæsku eða annað af sama toga. Árni segir að í hnotskurn sé verið að reyna að komast að því hvernig sjónkerfið virkar. „Þegar augnbotn okkar nemur sjónáreiti hefst gríðarflókið úrvinnsluferli og við erum að rann- saka það. Talið er að meira en 50% af heilastarfsemi mannsins tengist beint eða óbeint úrvinnslu sjón- áreita, þannig að það er ærið verk- efni að skilja þetta ferli. Fljótlega fór ég að hafa áhuga á því hvernig það sem við höfum séð nýlega hefur áhrif á það sem við sjáum í núinu. Eins og allir vita sjáum við oft bara það sem við viljum sjá. Við erum einnig líklegri til að taka eftir hlut- um sem eru illgreinanlegir, ef við höfum komist í tæri við þá skömmu áður. Þetta fyrirbæri er kallað „ýf- ing“ eða upp á ensku „priming“. Eitt af hugðarefnum mínum er að rann- saka hvernig þessi ýfing mótar það sem við veitum athygli og hefur einnig áhrif á hvað fangar athygli okkar. Doktorsritgerðin mín fjallaði einmitt um þetta efni.“ Er mannskepnan þá meira eða minna „leiksoppur augnanna“? „Án þess að reyna að gera lítið úr mikilvægi annarra skynfæra manns- ins, er nokkuð ljóst að við erum mjög „sjónræn kvikindi“. Sjónræni þátturinn skiptir t.d. miklu máli í sambandi við hvaða vörur fólk kaup- ir, hvaða maka fólk velur sér o.s.frv. Allar okkar vökustundir erum við meira og minna með augun opin og okkur finnst gott að hafa fallegt um- hverfi í kringum okkur, eitthvað til að horfa á. Við erum hins vegar flest tilbúin og finnst gott að vera í kyrr- látu umhverfi, jafnvel þögn, að minnsta kosti í ákveðinn tíma. Það er kannski hægt að segja sem svo að augun séu frekasta skynfærið, enda er alltaf eitthvað í kringum okkur sem hægt er að horfa á. Kannski er þetta hluti af skýringunni á því hversu mikið „pláss“ sjónin tekur í heilanum,“ segir hann. Árni hefur enn fremur stundað rannsóknir á augnhreyfingum og samspili þeirra við eftirtekt og at- hygli. „Það kemur í ljós að það sem við veitum athygli hefur mikil áhrif á augnhreyfingar okkar, jafnvel þær augnhreyfingar sem oft hafa verið talin sjálfvirk viðbrögð við áreiti,“ segir Árni. Fórnarlömb heilablóðfalla Að loknu náminu í Harvard buð- ust Árna ýmis freistandi tækifæri í Bandaríkjunum. Hann ákvað þó eft- ir nokkra íhugun að þiggja fremur tilboð um starf á einni bestu rann- sóknarstofu í hans fagi í heiminum, en hún er við University College London. Fleira réð þó þessu vali og kveðst Árni ávallt hafa verið nokkuð viss um að hann vildi ekki setjast að í Bandaríkjunum til langs tíma, enda margt að finna þar í landi sem honum sé lítt að skapi. „Bandaríkjamenn tala gjarnan um frelsi en oft fannst mér það helst ganga út á frelsi til að troða öðrum um tær, frelsi til að ganga um með byssu til að skjóta aðra þegar þeim hentar, frelsi til að féfletta fólk, frelsi til þess að verða eins ríkur og mögulegt er án þess að þurfa að gefa mikið af auðinum til baka til samfélagsins. Ég get heldur ekki sagt að hið svokallaða kjör George W. Bush til forseta hafi hvatt mig til að vera áfram í Bandaríkjunum. Það hefur líka margt breyst þar í landi, eftir hryðjuverkaárásirnar haustið 2001, sem mér hugnast ekki. Meira ber á tortryggni í garð útlendinga og landsmenn eru orðnir „agressív- ari“ út á við. Þetta endurspeglast ekki bara í utanríkisstefnu landsins heldur líka í viðhorfum mannsins á götunni. Þegar mér bauðst þetta tækifæri í Lundúnum lá því ljóst fyrir að það væri besti kosturinn,“ segir Árni. Hann flutti til Englands fyrir tveimur árum og er nú búsett- ur ásamt fjölskyldu sinni í hinum þekkta og rótgróna háskólabæ Cambridge – fór með öðrum orðum frá Cambridge til Cambridge – og ferðast þaðan daglega til vinnu sinn- ar í háskólanum í Lundúnum. „Mig langaði sömuleiðis til að bæta nýjum aðferðum við safnið í verkfæratöskunni. Institute of Cognitive Neuroscience við Uni- versity College London býður upp á að vinna með kjarnsegulómunar- tæki, sem er óðum að verða eitt helsta tól sálfræðinga sem fást við rannsóknir á starfsemi heilans. Þar hef ég einnig tækifæri til að rann- saka sjúklinga sem hafa fengið heilablóðfall. Skemmdir á ákveðnum svæðum í heilanum geta leitt til truflana á sjónskynjun og eftirtekt, þannig að þessar nýju aðferðir opn- uðu athyglisverða leið til að halda áfram þeim rannsóknum sem ég hafði unnið að í Harvard. Ég fékk síðan þriggja ára styrk frá Human Frontiers Science Program, sem er vísindasjóður á vegum samtaka 8 helstu iðnríkja heims. Þessi styrkur er mikilvægur því að hann veitir mér kost á mun meira sjálfstæði í rannsóknum mínum heldur en ef ég væri undir lögsögu annarra vísinda- manna.“ Þrátt fyrir að vera sáttur í Eng- landi segir Árni að hugurinn leiti oft heim og hann telji sterkar líkur á að hann snúi til föðurlandsins ásamt fjölskyldu sinni fyrr eða síðar. Heimför sé þó háð ýmsum óvissu- þáttum eins og við er að búast, og þá einkum hvort að honum gefist kost- ur á því á Íslandi að leggja stund á rannsóknir af því tagi sem hann fæst við um þessar mundir, eða að minnsta kosti tengdar þeim. Þú minnist á truflanir á sjón- skynjun og eftirtekt. Ertu þá að tala um að fólk missi dýptarskyn, fjar- lægðarskyn o.s.frv. eða að heilinn mistúlki þau boð sem berast frá augunum? Heldur hann að bók sé glas eða stóll sé rúm og annað í þeim dúr? „Þó að ég ætli ekki að útiloka að til séu heilabilanir sem leiða til þess að fólk taki feil á ömmu sinni og úti- dyrahurðinni, þá eru einkenni sjúk- linganna sem ég fæst við ekki eins ævintýraleg, þótt vissulega séu þau bagaleg fyrir sjúklinginn og hans nánustu. Sjúklingarnir sem ég vinn með þjást af svokallaðri „afneitun“ (spatial neglect). Þetta lýsir sé þannig að þeir virðast ekki taka eftir áreitum í öðrum helmingi sjónsviðs- ins, yfirleitt því vinstra. Sjúklingar þessir finna ekki áreiti sem þeir eiga að leita að ef þau eru vinstra megin í sjónsviðinu. Ef þeir eru t.d. beðnir um að teikna eftirmynd af einhverju áreiti á blað, teikna þeir gjarnan einungis hægri hluta áreitisins.“ Árni segir að rannsóknir af því tagi sem hann vinnur að miði að Leitin að upptökum „Án þess að reyna að gera lítið úr mikilvægi annarra skynfæra mannsins er nokkuð ljóst að við erum mjög „sjónræn kvikindi“,“ segir Árni Kristjánsson sem nú starfar við University College London. Á undanförnum árum hafa ungir, íslenskir vís- indamenn og fræðimenn í auknum mæli getið sér frægðarorð erlendis. Einn þeirra er Árni Krist- jánsson, doktor í sálfræði frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, en Árni hefur fengist við rann- sóknir á sjón og sjónskynjun sem snúast að miklu leyti um tengsl á milli augna og heila. Sindri Freysson ræddi við Árna og uppgötvaði að hann reynir nú ásamt samstarfsmönnum sínum að stað- setja hugsanir og upptök þeirra með fulltingi kjarnsegulómunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.