Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 17
heppin að þurfa aðeins að bíða í tíu mínútur eftir að komast inn í hell- inn, en í ágúst getur biðin orðið allt að þrjár klukkustundir. Frá höfninni í Marina Grande, sem var byggð árið 1928, fórum við með strætó til Anacaprí. Bærinn er örugglega af rómverskum uppruna eins og fornleifauppgreftir hafa leitt í ljós. Við gengum hring um Anacaprí og enduðum í Villa San Michele, sem sænski læknirinn Ax- el Munthe (fæddur í Oskarshamn 31.10. 1857, dáinn í Stokkhólmi 11.2. 1949) lét byggja á rústum rómversks húss. Axel Munthe kom fyrst til Caprí árið 1876 og heill- aðist hann strax af staðnum þar sem hann óskaði að hann gæti byggt „Villa San Michele“. Munthe útskrifaðist sem læknir frá París aðeins 23 ára gamall. Hann opnaði læknastofu í París. Árið 1884 fór hann til Napolí til að lækna kól- erusjúklinga. Hann fluttist til Róm- ar árið 1890 og var þar læknir há- stéttarfólks í Róm. Hann var líflæknir Viktoríu Svíadrottningar, en hún lést árið 1930. Munthe yf- irgaf Caprí árið 1943 og síðustu æviárunum eyddi hann í konungs- höllinni í Stokkhólmi sem gestur Gústafs 5. Svíakonungs. Þegar Munthe lést árið 1949 fannst flug- miði til Napolí í vasa hans, en hann hafði ætlað sér að komast í síðasta sinn til „Villa San Michele“. Munthe skrifaði bókina „Sögu Villa San Michele“ og hefur hún komið út á 52 tungumálum og er sögð þriðja mest lesna bókin í heiminum á eftir Biblíunni og Kóraninum. Bókin kom fyrst út í London árið 1929. Í „Villa San Michele“ er her- bergi tileinkað bókinni og er þar ís- lensk útgáfa og er hún sú eina í skinnbandi. Munthe þurfti að búa í Materita-turninum, sem var í hans eigu, frá árinu 1910 vegna sjón- depru, og skrifaði hann þar bókina, en hann þjáðist einnig af svefnleysi og skrifaði hann bókina á nóttunni. Munthe átti sjö hús í Anacaprí og arfleiddi hann sænska ríkið að sex þeirra en ítalska ríkið að einu húsi og er þar framhaldsskóli. Bygging „Villa San Michele“ hófst árið 1896. Villan hefur verið opin almenningi frá árinu 1930. Út- sýnið er frábært þar sem „Sfinge“ (Steinljónið) er, en það er um 3.200 ára gamalt. Það er eitt af táknunum fyrir Caprí. Sagt er að leggi maður höndina á hlið þess geti maður ósk- að sér hvers sem er. Garðurinn er mjög fallegur. Síðan héldum við til Caprí og skoðuðum Ágústusar-garðana, en Friedrich August Krupp, sem var mjög efnaður Þjóðverji, lét hanna þá í byrjun 20. aldar. Hann bjó á Caprí frá 1898 til 1902 að hann lést í Þýskalandi. Héðan er frábært út- sýni yfir Faraglioni-hamradrangana Það er mjög gaman að ganga um götur Caprí. Umberto-torgið er mjög frægt og þar er hæsta verð á kaffibolla á Ítalíu. Við tókum ferjuna aftur til Sorrento og var nú komið að lokum ógleymanlegrar viku sem hafði liðið allt of hratt. r-Ítalíu Ischia er stærsta eyjan í Napolí-flóanum. Þröngar götur Sorrento iða af mannlífi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 17 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir kynna nú ferðir sínar til Kanaríeyja næsta vetur og mestu verðlækkun sem um getur til Kanaríeyja frá því flug hófst þangað. Í fyrra lækkuðu Heimsferðir verð til Kanarí um 7-12%, og nú lækkum við verðið um allt að 21% til viðbótar. Þeir sem bóka strax njóta nú for- gangs að bestu gististöðunum og lægsta verðinu, og fyrstu 400 sætin, tryggja sér 10.000 kr. afslátt á manninn. Heimsferðir kynna glæsilega nýja valkosti í vetur. Valentin Marieta, sem áður hét Stil Marieta sem margir þekkja, en hótelið hefur nú verið opnað aftur eftir gagn- gerar endurbætur með glæsilegum íbúðum. Einnig Las Faluas, rétt hjá Corona Blanca, nýjar fallegar íbúðir á besta stað á Ensku ströndinni. Og að sjálfsögðu eru í boði okkar vinsælustu gististaðir, Roque Nublo, Los Tilos og Tanife. Beint flug er alla þriðjudaga í vetur og farið frá Keflavík kl. 15.40 í eftirmiðdaginn. Forsala til Kanarí í vetur 10.000*kr. afsláttur fyrir manninn fyrstu 400sætin Allt að 21% afsl. frá í fyrra til Kanaríeyjafarþega Heimsferða 6. janúar - vikuferð kr. 38.453 M.v. hjón með 2 börn, Los Tunos, vikuferð, 6. janúar, með 10 þúsund kr. afslætti. 13. janúar - vikuferð kr. 49.950 M.v. hjón með 2 börn, Los Tunos, vikuferð, 6. janúar, með 10 þúsund kr. afslætti. 27. janúar - 2 vikur kr. 63.050 M.v. 2 í íbúð Las Faluas, 2 vikur, 27. janúar, með 10 þúsund kr. afslætti. * 10.000 kr. afsláttur af fyrstu 400 sætunum. Aðeins takmarkaður fjöldi sæta í hverju flugi á afslætti. * Gildir ekki um flugsæti eingöngu. * M.v. að bókað og staðfest sé fyrir 1. ágúst 2003 eða meðan afsláttarsæti eru laus. Nokkur verðdæmi Bestu gististaðirnir Mesta þjónustan Lægsta verðið Opið í dag sunnudag frá 13 - 16. Vinsælustu gististaðirnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.