Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 43
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 43 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Glæsileg snyrtivöruverslun í miðbænum.  Vörubílaverkstæði með föst viðskipti. Auðveld kaup.  Mjög vinsæll næturklúbbur í miðbænum — tryggur kúnnahópur.  Rótgróinn lítill matsölustaður í Hafnarfirði. Mjög gott fyrirtæki fyrir kokk eða fólk, sem kann að elda góðan heimilismat.  Framleiðslubakarí í Hafnarfirði með eða án verslunnar. Tilvalið fyrir bak- ara sem langar í eigin rekstur.  Glæsileg efnalaug í góðu hverfi. Eigið húsnæði.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda. Ársvelta 40 m. kr.  Glæsileg videósjoppa í vesturbænum með langa og góða rekstrarsögu. 60 m. kr. ársvelta. Möguleiki á grilli og ísbúð.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta — góður hagnaður. Eigið húsnæði.  Þekkt dömuverslun með náttföt og sundfatnað. Eiginn innflutningur. Auðveld kaup.  Lítið en efnilegt framleiðslu- og þjónustufyrirtæki. Velta síðasta árs 40 m. kr og stefnir í tvöföldun á þessu ári.  Listasmiðja. Margvísleg tól og tæki fyrir steinavinnslu, gler og leir. Steinasagir og slípivélar, gler-, leir- og postulínsofn með mótum og fylgihlutum, öll nauðsynleg áhöld fyrir silfur- og gullsmíði, tæki og tól til leðurvinnslu, glerskurðartæki og margt fleira. Tilvalið til flutnings út á land.  Snyrtilegur og fallegur söluturn með videó. Gott tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu. Verð 8 m. kr.  Hjólbarðaverkstæði og bifreiðaverkstæði, vel tækjum búið.  Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með kælitæki o.fl. Góður rekstur og miklir möguleikar. Tilvalið fyrir vélstjóra.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fagmenn. Rekstrarleiga möguleg.  Stórt arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði.  Rótgróið framleiðslufyrirtæki með ljósabúnað, einnig einhvern innflutn- ing. Upplagt sem sameiningardæmi.  Höfum ýmiss góð sameiningartækifæri fyrir stærri fyrirtæki.  Matvöruverslun á uppgangsstað í nágrenni Reykjavíkur. Ársvelta 136 m. kr. Góð afkoma.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. 10 starfsmenn. Gott tæki- færi fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi.  Þekkt sérverslun með 100 m. kr. ársveltu. Rekstrarhagnaður 14 m. kr.  Atvinnutækifæri. Rótgróinn pylsuvagn í atvinnuhverfi. Opnunartími virka daga kl. 10—17. Ágætar tekjur. Auðveld kaup.  Ein af stærstu og þekktustu húsgagnaverslunum landsins.  Heildverslun með iðnaðarvélar. Mikil tækifæri framundan.  Lítil rótgróin prentsmiðja sem er ágætlega tækjum búin og hefur verið í eigu sama aðila í um 10 ár. Prenntsmiðjan er í eigin húsnæði sem einnig er fáanlegt. Stór hluti tekna kemur frá föstum verkefnum og kemur eig- andi til með að starfa náið með nýjum eiganda ef þess er óskað. Hér er gott tækifæri til að bæta við reksturin. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 ÚTSALA v/Laugalæk • sími 553 3755 ANDRÉS er ekki fyrirferðarmikill á síð-um Nýja testamentisins. Einungis erhans tólf sinnum beinlínis getið, og oft-ast í framhjáhlaupi. En í þeim listumNýja testamentisins sem hafa að geyma nöfn lærisveinanna eða postulanna 12, er hann allt- af á meðal hinna fjögurra efstu. Með honum eru þar Símon Pétur, bróðir hans, og Jakob og Jóhann- es Sebedeussynir. Hann tilheyrði sumsé innsta kjarna, þrátt fyrir allt. Hann fékk snemma í kirkjusögunni viðurnefnið Protocletus, sem merkir bókstaflega „hinn fyrst- kallaði“. Andrés var fæddur í Betsaída. Ekki er ljóst hvar umrætt fiskimannaþorp var nákvæmlega, en af lýs- ingum guðspjallanna má ráða, að það hefur verið einhvers staðar í norðurhluta Galíleu. Hann var í útgerðarfélagi með áðurnefndum þremenningum, var ókvæntur og deildi heimili með bróður sínum (og eiginkonu hans og tengdamóður?) í Kapernaum. Móðir þeirra Andrésar og Símonar Péturs hét Jó- hanna, að því er seinni tíma heimildir vilja meina, en faðir þeirra er í guðspjöllunum ýmist nefndur Jóhannes eða Jónas, af ættkvísl Rúbens. Móðurmál Andrésar var arameiska, en eflaust kunni hann grísku líka. Í Jóhannesarguðspjalli kemur fram, að Andrés hafi í fyrstu verið lærisveinn Jóhannesar skírara. Orðrétt segir: Daginn eftir var Jóhannes þar aftur staddur og tveir lærisveinar hans. Hann sér Jesú á gangi og segir: „Sjá, Guðs lamb.“ Læri- sveinar hans tveir heyrðu orð hans og fóru á eftir Jesú. Jesús sneri sér við, sá þá koma á eftir sér og sagði við þá: „Hvers leitið þið?“ Þeir svara: „Rabbí (það þýðir meistari), hvar dvelst þú?“ Hann segir: „Komið og sjáið.“ Þeir komu og sáu, hvar hann dvald- ist, og voru hjá honum þann dag. Þetta var síðdegis. Annar þess- ara tveggja, sem heyrðu orð Jóhannesar og fóru á eftir Jesú, var Andrés, bróðir Símonar Péturs. Andrés greinir bróður sínum frá þessu með hin- um þekktu orðum: „Við höfum fundið Messías!“ og kynnir hann síðan fyrir Jesú. Það var afdrifaríkt. Aldrei sést þó vottur af afbrýðisemi í garð hins ákafa og vinsæla bróður, hvernig sem rýnt er í hinn forna texta. Andrés vann sitt á akrinum, en bara á annan máta; það var gert hávaðalaust. Hann stend- ur að því leyti hinum almenna kristna þegni nær en Pétur, sem jafnan fór mikinn, enda leiðtogi í eðli sínu. Á þremur öðrum stöðum, að viðbættu því sem úr Jóhannesarguðspjalli var tekið, er Andrés að ein- hverju marki sýnilegur. Það er í Markúsarguð- spjalli, 13. kafla, þar sem Jesús er á Olíufjallinu, gegnt helgidóminum, og Andrés og títtnefndir þre- menningar spyrja hann um efstu daga; síðan í Jó- hannesarguðspjalli, 6. kafla, þar sem Andrés kemur til meistarans og segir honum af piltinum með byggbrauðin fimm og fiskana tvo; og að lokum í sama guðspjalli, 12. kafla. Í Postulasögunni, 1. kafla og 13. versi, er síðast á þennan dula lærisvein minnst á blöðum Nýja testa- mentisins. En aðrar heimildir kunna frá ýmsu markverðu að greina. Hann er m.a. sagður hafa boðað trú í Litlu-Asíu og í Grikklandi og þar um kring, og þar sem nú eru Pólland, Úkraína, suður- hluti Rússlands, Georgía og Armenía. Er hann ým- ist sagður hafa verið grýttur og krossfestur í Skýþ- íu (en það er forn nafngift á landsvæðinu fyrir norðan og austan Svartahaf), eða verið bundinn á X-laga kross (crux decussata), þar sem hann lifði í tvo eða þrjá daga, prédikandi fagnaðarerindið þeim, sem á horfðu. Borgin Patras í Akkeu (sem var hérað í suðurhluta Grikklands hins forna), er nefnd í því sambandi. Myndin, sem þessum pistli fylgir, og sýnir vel lögun krossins, er eftir Domen- ikos Theotocopoulos, öðru nafni El Greco (1541– 1614). Dánarárið er einnig á reiki, gjarnan sagt 60, 69 eða 74. Andrés er verndardýrlingur Skotlands, en Andr- ésarkrossinn, einkennistákn postulans, er einmitt í þjóðfána landsins, hvítur á bláum grunni. Einnig er hann verndari Rússlands og Spánar (aðrir bæta við Grikklandi og Rúmeníu) og margra borga og staða, og víða mun bein hans að finna. Andrés er rétttrúnaðarkirkjunni, eða austur- kirkjunni, það, sem Pétur er vesturkirkjunni. Og það er ekki lítið. Dánardagur hans og messudagur er 30. nóv- ember. Þannig er í stórum dráttum ævi fyrsta kristna lærisveinsins og trúboðans. Um íslenska mannsheitið Andrés segir orðrétt í bókinni Nöfn Íslendinga: Nafnið virðist hafa verið notað á Íslandi frá því seint á 12. öld og verið vinsælt æ síðan... Nafnið er sótt til Biblíunnar, ættað frá gríska nafninu Andréas, gælunafn eða stytting af nöfnum sem hófust á Andro- (orðin til við samruna nafnorðsins anér, í eignarfalli andrós, „maður“ og lýsing- arorðsins andreios „karlmannlegur, hugrakkur“). Kvenmanns- nafnið Andrea er af sama toga. Ensk mynd nafnsins er Andrew, frönsk André, ítölsk Andrea, spænsk Andrés, þýsk Andreas, rússnesk Andrei, Andrej, finnsk Antero. Andrés sigurdur.aegisson@kirkjan.is Um fyrsta lærisvein Jesú er ekki margt skrifað í Nýja testamentinu, en ýmsar sagnir hafa þó varðveist annars staðar, í munnlegu formi og rituðu. Sigurður Ægisson rekur hér sögu þessa fiski- manns, sem lengstum var í skugga Péturs, bróður síns. Lærisveinarnir 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.