Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 15
komið verður á félagslegu jafnvægi. Ísland er ekki aðili að þessari at- vinnustefnu en Ungverjaland mun innleiða hana,“ segir Lilja. Hún segir að í seinni hluta verk- efnisins sé ætlunin einnig að skoða tölulegar upplýsingar um hvort að- ildarlönd ESB, Ísland og Ungverja- land séu í raun á leið inn í þekking- arsamfélagið. Að lokum mun hópurinn koma með tillögur um úr- bætur bæði hvað varðar aðgerðir og tölfræðilegar upplýsingar. „Í Evrópu hefur verið farin sú leið að sjá til þess að allir borgarar fái að- gang að tækninni og læri að nýta sér hana. Einnig að þjónusta borgarana til dæmis með rafrænum samskipt- um við stofnanir og fleira og að skapa störf. Í Bandaríkjunum hefur verið lögð áhersla á að neytendur og fyr- irtæki fái aðgang og að einkaréttur til tækninnar og hugverka sé tryggð- ur.“ Auknar kröfur um sérhæfingu „Í ljós hefur komið að dæmi eru um hagvöxt í þekkingarsamfélaginu sem þó leiðir ekki af sér fjölgun starfa og óhagkvæm störf eru lögð niður. ESB hefur miklar áhyggjur af þessu. Einnig hefur komið í ljós að í þekkingarsamfélaginu ríkir oft mikill ójöfnuður því störfin verða aðallega til á afmörkuðum svæðum, t.d. í kringum stórborgir og launamunur hefur aukist. Ekki endilega á milli ófaglærðra og þeirra sem eru með starfsmenntun heldur einnig innan stétta faglærðra. Viðskiptafræðing- ur sem útskrifast núna getur ekki verið viss um að fá laun að einhverri ákveðinni upphæð. Hann getur hugs- anlega verið með allt frá 300 þúsund- um króna upp í milljón krónur á mánuði. Svona mikill munur hefur ekki áður sést innan stéttarinnar enda er þetta ný þróun. Víða um heim er fólk sem er með háskóla- menntun að byrja neðar í launastig- anum og þarf frekar að vinna sig upp. Sumir tala um ofmenntun, en aðrir hallast að því að menntun hafi verið ofmetin áður fyrr. Núna er ekki nóg að vera með menntun heldur þarf fólk einnig að hafa sérhæfingu og starfsreynslu. Menntun er orðin al- mennari og atvinnurekendur geta því frekar valið úr hæfu fólki. Rannsóknir sýna að misræmi er á milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli í mörgum aðildarlöndum ESB. Atvinnurekendur eru farnir að gera meiri kröfur um háskólamennt- un og sérþekkingu á ákveðnum svið- um. Á sama tíma eru nemendur að verða íhaldssamir í námsvali því hlutdeild þeirra í kostnaði við mennt- un eykst stöðugt. Þeir vilja síður taka áhættu og mennta sig í fagi á þröngu sérsviði. Sem dæmi má nefna að nú er farið að bjóða upp á við- skiptalögfræði hér á Bifröst. Upp- haflega hugmyndin gekk út á að sér- hæfa nemendur í lögum sem tengjast viðskiptum, en ekki útskrifa fólk sem ætlaði að flytja mál fyrir rétti. Nú gera nemendur þá kröfu að hljóta al- menn lögmannsréttindi að loknu náminu sem er líklega einhvers kon- ar trygging fyrir störfum þegar námi líkur. Spurningin er sú hvort ekki þurfi frekar að auka möguleika á námsstyrkjum í sérhæfðar greinar svo fólk hætti sér frekar út í slíkt nám án þess að eiga á hættu að sitja uppi atvinnulaust með miklar náms- skuldir á herðunum.“ Lilja hefur sjálf vissulega sérhæft sig í sínu námi og segir að mögu- leikar hennar til að starfa á sínu sviði hafi byggst á því að vinna ekki ein- ungis á Íslandi heldur vera tilbúin til að starfa einnig erlendis. „Mér finnst nemendur einblína yf- irleitt of mikið á íslenskan vinnu- markað. Tengslin við Evrópu eru orðin mikil í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og útrás íslenskra fyrirtækja. Til að geta fylgst með því sem er að gerast úti í Evrópu þurfum við að taka mun meiri þátt í umræðunni þar, til dæm- is um atvinnustefnu ESB. Mér finnst ég eiga fullt í fangi með að halda þekkingu minni við eftir að ég flutti heim þrátt fyrir að fara oft til Bruss- el.“ Launamunur kynjanna – En hvernig sér Lilja fyrir sér þróunina og tengsl Íslands við Evr- ópu? „Nú leggjum við Íslendingar áherslu á að fjölga störfum fyrir ófaglærða til dæmis með virkjana- framkvæmdum. Á sama tíma er ekki víst að það verði nógu mikil fjölgun í þekkingarstörfum. Ef margt há- skólamenntað fólk verður atvinnu- laust verður mikill þrýstingur á að við göngum í ESB því þetta fólk sér atvinnumöguleika í auknu samstarfi við ESB. Þetta gerðist einmitt í Sví- þjóð þar sem menntað fólk sá ekki fram á nein ný störf við hæfi. Þegar þjóðin gekk í ESB má eiginlega segja að sumir bæir í Svíþjóð hafi tæmst af menntafólki og ungu fólki sem sótti til Evrópu til að leita að spennandi störfum. Þekkingarstörf- um hefur fjölgað mun meira í Banda- ríkjunum en í Evrópu. Innan ESB hefur fólk áhyggjur af því að í Evr- ópu fjölgar slæmum störfum á kostnað góðu starfanna. Vondu störfin eru þau störf þar sem fólk nýtir ekki hæfni sína eða menntun. Það er ekki nóg að hafa menntað vinnuafl. Það þarf að skapa því góð störf. Víða hefur verið beitt skamm- tímaráðningum þar sem fólk er að- eins ráðið til skamms tíma í einu og nýtur því ekki réttinda á sama hátt og fastráðið fólk. Margir telja þekkingarsamfélagið vera kjörið tæki til að draga úr ójöfn- uði til dæmis milli karla og kvenna. Fræðimenn, margir hverjir, telja að ýmislegt komi í veg fyrir það. Konur eru ekki nema 15% þeirra sem starfa við þekkingarsköpun og þekkingar- úrvinnslu. Hér á ég við verkfræð- inga, tölvunarfræðinga, arkitekta og fleiri. Kynskiptingin er því meiri í nýja hagkerfinu en í gamla hagkerf- inu. Þetta er ótrúlegt og varla hægt að tala um þetta nýja samfélag sem einstakt tækifæri til að jafna hlut karla og kvenna. Kynbundinn launa- munur er um 16% að meðaltali innan ESB og hefur lítið breyst í Evrópu síðastliðin fimm ár, þrátt fyrir að konur hafi aukið menntun sína og at- vinnuþátttöku. Sumir halda því fram að eftir ákveðna þróun upp á við og síðan stöðnun í fimm ár sé hætta á því að launamunur milli kynja fari vaxandi á næstunni ef ekkert verður að gert.“ Lilja telur vinnustaðasamninga bjóða upp á aukinn launamun. Hún segir að Svíar hafi tekið á því með því að skylda fyrirtæki til að skila inn upplýsingum um hver kynbundinn launamunur í fyrirtækinu sé. Þetta fer síðan áfram til stofnunar, nokk- urs konar embættis sáttasemjara. Stofnunin fer yfir gögnin og sendir síðan fyrirtækjunum upplýsingar um hvernig staðan er og bendir þeim á nauðsyn aðgerða eftir því sem þörf er á. Stofnunin ein hefur aðgang að þessum upplýsingum. Hún hefur lagt áherslu á vinnu- markaðs- og jafnréttismál og segir að ekki séu margir hagfræðingar sem hafa sérhæft sig í þessum mála- flokkum. Þetta hafi orðið til þess að hún hafi oft verið valin til að vinna ýmis verkefni á þessum sviðum og til að meta umsóknir fólks sem sækir um styrki í rannsóknaráætlanir ESB. ESB beitir kynjakvóta við val á fólki til að meta umsóknir eftir að í ljós kom að 8,3% þeirra sem fengu verkefnastyrki voru konur. Unir sér vel í Borgarfirðinum Þrátt fyrir að Lilja sé búin að vinna mikið á vegum ESB og hafi hlotið styrk sjálf sé hún í óvissu með framhaldið vegna þess að hún er ekki frá aðildarlandi sambandsins. En nóg sé framundan og margt spennandi að gerast í sambandi við starfið á Bifröst. „Ég er mjög ánægð með að hér skuli að vera hefjast meistaranám,“ segir Lilja. „Rannsóknarsamfélagið á Íslandi er mjög smátt í sniðum og því nauðsynlegt að hafa meistara- nemendur til að ræða við um nýjar kenningar og rannsóknarhugmynd- ir. Markmið okkar hér á Bifröst er að skapa öflugan rannsóknarvett- vang í Evrópu- og nýsköpunarfræð- um. Ég hlakka virkilega til að fá fólk sem búið er að ljúka grunnmennt- uninni og er komið með ákveðna reynslu.“ Lilja segist vera mjög heppin með að Nonni, 11 ára sonur þeirra Ívars, unir sér mjög vel á Bifröst og ekki síður í skólanum sínum, Varma- landsskóla. Fjölskyldan flutti í kennarabústað á Bifröst í haust eftir að Lilja hóf störf við skólann. Ívar er búinn að starfa þar í eitt og hálft ár og keyrði á milli frá Reykjavík. „Ég vildi flytja hingað eftir að hafa sjálf fengið stöðu hérna og uni mér mjög vel. Ég bjó á stúdenta- garði í Bandaríkjunum og lífið hér á Bifröst minnir mig á þann tíma. Þegar ég fæ heimsóknir frá útlönd- um ætlar fólk varla að trúa því að til sé svona staður eins og Bifröst, þar sem er að finna frábært útivistar- svæði, kaupfélag, kaffihús, leik- skóla, grunnskóla í nágrenninu, þráðlausa nettengingu, breiðbands- tengingu, ungmennafélag og fl. Nonni hefur fengið að kynnast sveitalífinu hér í Borgarfirði í gegn- um bekkjarfélagana á Varmalandi og er mjög ánægður með það. Það eru færri krakkar í hverjum bekk í Varmalandsskóla en í flestum skól- um á höfðuborgarsvæðinu. Krakk- arnir fá fyrir bragðið mun betri kennslu og þá aðstoð sem þau þurfa. Við skólann starfa jafnframt mjög áhugasamir kennarar. Það verður skemmtilegt að taka þátt í starfinu hérna á Bifröst á næstunni og fyrir mig persónulega finnst mér meistaranámið skipta mestu máli.“ ’ Mér finnst nemendur einblína yfirleitt ofmikið á íslenskan vinnumarkað. Tengslin við Evrópu eru orðin mikil í gegnum samn- inginn um Evrópska efnahagssvæðið og út- rás íslenskra fyrirtækja. ‘ asdish@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 15 Bein útsending frá Frakklandi í Sjónvarpinu kl. 11.30 á sunnudag Fegurðardrottning Íslands, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, spjallar um Formúlu 1 og þátttöku í Miss Europe í Frakklandi. Tónlistarmyndband um Þýskalandskappaksturinn. Ralf Schumacher á Williams BMW spjallar um aksturstækni í máli og myndum. Frumsýning á nýjum Formúla 1 2003 Playstation leik. Öryggisbúnaður ökumanna, brautarlýsing og fagleg umfjöllun. Fréttir af Formúlunni á ruv.is, í Textavarpinu, á Rás 2 og í Sjónvarpinu alla helgina. skifan.is renault.is Fernando Alonso og Jenson Button prófa nýja Playstation Formula 1 2003 leikinn. bmw.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.