Morgunblaðið - 06.07.2003, Side 25

Morgunblaðið - 06.07.2003, Side 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 25 Verð á mann frá 19.800 kr. ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IC E 21 53 5 0 5. 20 03 Topp- lausnin Tryggvabraut 5 • Sími 462 2700Bíldshöfða 14 • Sími 587 6644 Hapro farangurskassi er snjöll lausn til að koma öllum farangrinum í bílinn. Margar gerðir og stærðir fyrir alla bíla. Verð frá 27.500 kr. Smábýlið Krókur á Garðaholti, Garðabæ Opið á sunnudögum í sumar milli kl. 13 og 17. Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ ár- ið 1923. Bærinn er gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti alþýðu- fólks á þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar. Í Króki var búið allt til ársins 1985. Krókur er staðsettur skáhallt á móti samkomuhúsinu á Garðaholti. Aðgangur ókeypis. Í DAG 4KLASSÍSKAR verða á ferðalagi um Austurland þessa vikuna og halda ferna tónleika. Þeir fyrstu verða á Höfn í Hornafirði þriðju- dagskvöld, á Seyðisfirði miðviku- dagskvöld, í tónleikaröðinni Bláa kirkjan, á Fáskrúðsfirði fimmtu- dagskvöld og Vopnafirði föstu- dagskvöld. Í vetur héldu þær tónleika í Iðnó og Hafnarborg, með yfir- skriftinni Kvöldskemmtun á þorra. Fyrir rúmu ári gáfu þær út geisla- diskinn „Fyrir austan mána og vestan sól“. 4Klassískar eru söngkonurnar Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þór- hallsdóttir og Signý Sæmundsdótt- ir og píanóleikarinn Aðalheiður Þorsteinsdóttir. 4Klassískar á ferðalagi um Austurland Sunnudagur Siglufjarðarkirkja kl. 14 Hátíðatónleikar á lokadegi Þjóðlagahátíðar. Hljómsveit ungra tónlistarnema leikur undir stjórn Gunnsteins Ólafs- sonar. Frumflutt verða hljómsveit- arverk eftir tvö kornung tón- skáld: Stund milli stríða eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur og Ís- lensk þjóðlög í útsetningu Gonçalo Lourenço frá Portú- gal. Renata Ivan frá Ungverja- landi leikur píanókonsert Jór- unnar Viðar, Sláttu, Hlöðver Sigurðsson syngur íslensk sönglög við undirleik hljóm- sveitar og loks syngja samein- aðir siglfirskir kórar fjögur lög eftir Atla Heimi Sveinsson fyr- ir kór og hljómsveit. Þjóðlaga- hátíð á Siglufirði FERÐALEIKHÚSIÐ hefur sýn- ingar á Light Nights – Björtum nótt- um, annað kvöld, mánudag, í Iðnó kl. 20:30. „Mér finnst skemmtilegt að kynna íslenska menningu hvort sem það er hér heima eða erlendis,“ segir Kristín G. Magnús, stofnandi Ferðaleikhússins, ásamt Halldóri Snorrasyni, og hefur leikið og leik- stýrt Light Nights í meira en þrjá áratugi. Sýningin, sem leikin er á ensku, er byggð upp af átján atrið- um bæði gömlum og nýjum, en upp- færslurnar eru breytilegar frá ári til árs. „Meðal nýs efnis má nefna leik- þáttin By the Pond, eða Við Tjörn- ina, eftir Halldór Snorrason. Hann skrifaði fyrri hluta þáttarins á ís- lensku fyrir mörgum árum. Síðan datt mér í hug að setja hann upp núna þar sem við erum við Tjörnina. Við Páll skelltum honum bara yfir á ensku og bættum seinnihlutanum við. Á undan fyrri hlutanum eru sýndar skyggnumyndir af Tjörninni kringum 1943 og síðar koma mynd- ir frá Tjörninni í dag,“ segir Kristín. „Þetta er svona daglegt líf í kring- um tjörnina fyrr og nú,“ bætir Páll Sigþór Pálsson leikari kíminn við. Fyrir hlé eru þjóðsögur hafðar í fyrirrúmi, en eftir hlé er sjónum að- allega beint að víkingum. „Hilmar Örn Hilmarsson samdi fyrir okkur tónlist fyrir álfkonudans, en dansinn samdi Katla Þórarinsdóttir og dans- ar hún sjálf hlutverk álfkonunnar. Að auki verður stiginn Víkingadans og dansað í baðstofunni, en Elín Eggertsdóttir er höfundur þeirra dansa. Í ár verðum við svo líka með glímu og sá Hörður Gunnarsson um að þjálfa þátttakendurna, kveðnar verða rímur og fór Páll í læri til Steindórs Andersens. Í gamla daga hafði ég alltaf rímur, en sumum þótti það þá svolítið púkalegt, en í dag er þetta aftur komið í tísku, enda eru þær afar skemmtilegar og hluti af þjóðararfinum. Annars má segja að áherslan í ár sé á hið dul- úðuga. Ég hef samt ekki eintóma dulúð, því þetta blandast við léttleik- ann. Þjóðsögurnar okkar eru mjög skrautlegar og bjóða upp á svo margt. Það má segja að ég sé að læða fróðleik að áhorfendum án þess að þeir upplifi það eins og þeir séu á skólabekk, því efnið verður að vera skemmtilega borið á borð,“ segir Kristín. Spurð um samstarf þeirra Páls svarar Kristín því til að hún hafi um nokkra hríð sóst eftir honum í sýn- inguna sína, en hann alltaf verið upptekinn þar til nú. Páll útskrif- aðist frá Guildford School of Acting 1999 og hefur síðustu ár starfað í Bretlandi. „Ég starfaði mikið með leikhóp sem setti m.a. upp Shake- speare-sýningar í anda Commedia dell’arte. Þetta er svona farandleik- hópur sem gerði talsvert af því að setja upp útileiksýningar á sumrin,“ segir Páll, sem að sögn er kominn heim til að vera. Þetta er önnur sýn- ingin sem hann tekur þátt í hér- lendis að loknu námi, en hann stökk inn í hlutverk Parísar í sýningu Vesturports á Rómeó og Júlíu í vor. Að sögn Kristínar var það nánast fyrir tilviljun að hún fór að sinna menningararfinum. „Ég var í fullu starfi hjá Þjóðleikhúsinu, en það blundaði reyndar alltaf í mér að gera eitthvað sjálf. Eitt sumarið stakk Molly Kennedy, vinkona mín, upp á að við prófuðum að gera eitt- hvað fyrir útlendinga á sumrin,“ segir Kristín. Þetta var eitt sumar fyrir þrjátíu og þremur árum og Kristín er enn með sýningu fyrir ferðafólk, þótt vissulega hafi sýn- ingin breyst talsvert í áranna rás. „Auðvitað hef ég ekki verið ein í þessu, því í gegnum tíðina hafa fleiri hundruð listamenn komið að sýn- ingunum. Auk þess hefur maðurinn minn, Halldór Snorrason, alltaf staðið við bakið á mér og sonur okk- ar Magnús Snorri Halldórsson hefur lagt mikið að mörkum,“ segir Krist- ín og bætir við: „Ég er mjög ánægð að vera núna komin í Iðnó aftur því þetta er dásamlegt hús og hér ríkir góður andi. Ég myndi helst vilja vera í Iðnó framvegis svo erlendir ferðamenn geti alltaf gengið að okk- ur á sama staðnum í miðborginni. Ég er búin að vera á flækingi með sýninguna undanfarin ár, allt í kringum Tjörnina.“ Lýsing sýningarinnar er hönnuð af Birni Bergsteini Guðmundssyni, Jón Ívarsson tæknistjóri sér um uppsetningu hljóðkerfis og skyggnusýningu og Caroline Dalton er tæknimaður. Búningar eru í höndum Dórótheu Sigurfinns- dóttur, en Jón Páll Björnsson, Sig- ríður Rósa Bjarnadóttir og Jón E. Guðmundsson sáu um grímugerð, en Kristín G. Magnús og Halldór Snorrason sjá um framkvæmda- stjórn. Auk þeirra Kristínar og Páls stíga á svið dansararnir Katla Þór- arinsdóttir, Þorleifur Einarsson og Þórunn Bjarnardóttir. Í júlí verða sýningar öll föstu- dags- og mánudagskvöld, en í ágúst bætast sunnudagskvöldin við. Sýn- ingin hefst kl. 20:30 og tekur um tvær klukkustundir í flutningi. Veit- ingastaðurinn Tjarnarbakkinn, á efri hæð leikhússins, býður leik- húsgestum upp á sérstakan Light Nights-kvöldverð sem er á þjóðlegu nótunum svo áhorfendur fái aðeins forsmekkinn af því sem koma skal á leiksviðinu. Ferðaleikhúsið sýnir Light Nights – Bjartar nætur – í Iðnó í júlí og ágúst Áherslan í ár er á hið dulræna Kristín G. Magnús og Páll Sigþór Pálsson leika Við Tjörnina. Í SUMAR mun Listasafn Ís- lands bjóða upp á Listsmiðju fyrir börn 9–12 ára í safni Ás- gríms Jónssonar. Hugmyndin á bak við Listsmiðjuna er að gefa börnum tækifæri til að upplifa myndlist á söfnum og vinna úr reynslunni á skapandi hátt á vinnustofu Ásgríms á Berg- staðastræti 74. Listsmiðjan tekur mið af sumarsýningu Listasafnsins, þar sem sjá má ágrip af íslenskri listasögu en einnig verður farið í Nýlista- safnið. Listsmiðjan stendur dagana 11. ágúst til 15. ágúst, frá kl. 13–16 og stýrir Rakel Péturs- dóttir, deildarstjóri fræðslu- deildar, smiðjunni. Lista- smiðja fyrir börn SCALASÖNGKONAN fyrrverandi Eugenia Ratti heimsækir Ísland í fjórtánda sinn í ágúst nk. Hún mun halda söngnámskeið í Reykjavík dag- ana 5.–16. ágúst. Fjölmargir söngv- arar hafa notið leiðsagnar hennar bæði í heimalandi hennar, Ítalíu og á námskeiðum sem hún hefur haldið hér á landi. Eugenia Ratti var á sínum tíma uppgötvuð af tenórsöngvaranum Tito Schipa, sem bauð henni með sér, fjór- tán ára gamalli, í tónleikaferð um Ítalíu. Ratti hóf söngferil sinn á Scala 18 ára gömul og söng þar í mörgum stærstu óperum tónbókmenntanna, auk þess sem hún hélt tónleika víða um Evrópu og Ameríku. Hún söng á ferli sínum undir stjórn margra þekktustu hljómsveitarstjóra heims, s.s. Bernstein, Bruno Walter, Karajan, Serafin og fleiri. Síðustu árin hefur Ratti verið prófessor við Conservatorio Giuseppe Nicolini í Piacenza og við tónlistarskólann Mario Mangia í Fiorenzuola auk þess að vera próf- dómari kennaraefna víða í Norður- Ítalíu í fjöldamörg ár. Á námkeiðinu sem hún heldur hér að þessu sinni verður eingöngu boðið uppá einkatíma og verður fjöldi þátt- takenda takmarkaður. Upplýsingar um námskeiðið veitir Jóhanna G. Möller söngkona. Eugenia Ratti á leið til landsins Eugenia Ratti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.