Morgunblaðið - 06.09.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 06.09.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.800 kr. Óendanlegir möguleikar! Alltaf ód‡rast á netinu STJÓRN Landsvirkjunar ákvað á fundi sínum í gær að fresta gerð Norðlingaölduveitu, líkt og Morgun- blaðið greindi frá í gær að yrði að lík- indum raunin. Ástæðan sem Lands- virkjun gefur upp, samkvæmt tilkynningu sem send var út að fundi loknum, er m.a. tímaþröng við und- irbúning verksins og að ekki hafi enn reynst unnt að tryggja rekstrarör- yggi veitunnar nægilega. Segir Landsvirkjun ljóst að ekki náist það takmark að afhenda orku til stækk- unar Norðuráls fyrir lok ársins 2005 og áður en framkvæmdir við Kára- hnjúkavirkjun og álver Alcoa nái há- marki. Umhverfismat, skipulagsmál og öflun nauðsynlegra leyfa til fram- kvæmdarinnar hafi tekið lengri tíma en búist hafi verið við. Minnir Landsvirkjun á samstarfið við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Hitaveitu Suðurnesja (HS) um orku- sölu til stækkunar Norðuráls. Á næstu vikum verði kannað hvort OR og HS nái að fullnægja orkuþörf Norðuráls sem ekki þurfi að slá stækkun álversins á frest. Loks segir í tilkynningu Landsvirkjunar að fyr- irtækið muni áfram vinna að undir- búningi Norðlingaölduveitu. Orkunn- ar frá henni verði væntanlega þörf vegna síðari áfanga stækkunar Norð- uráls eða annarra verkefna sem upp kunni að koma. Ekki til heilla að halda málinu til streitu Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að fyrirtækið hafi lagt í verulegan kostnað í löngum undirbúningi Norðlingaölduveitu. Á sínum tíma hafi Skipulagsstofnun samþykkt mun stærra lón en nú sé til umræðu. Úrskurður setts umhverf- isráðherra hafi gert ráð fyrir að Landsvirkjun færi út úr friðlandi Þjórsársvera, en mörk þess séu við 568,5 metra yfir sjávarmál. „Við töldum að góð sátt væri um þá niðurstöðu. Síðan hefur verið samráð við Umhverfisstofnun, Ásahrepp og Skeiða- og Gnúpverjahrepp þar sem tveir fyrrnefndu aðilarnir féllust á til- lögu Landsvirkjunar. Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerði samþykkt í síðasta mánuði þar sem aðeins er samþykkt lónhæð í 566 metra hæð. Í þeirri samþykkt finnst okkur gæta nokkurs misskilnings en við getum sýnt fram á nýjar upplýs- ingar sem varpa ljósi á það að rekstr- aráhættan verður margfalt meiri þegar ekki fæst leyfi til að hækka lón- ið um tvo metra að vetrarlagi,“ segir Friðrik og vitnar þarna til nýrrar skýrslu frá Hönnun hf. um ísavanda- mál í Norðlingaölduveitu með 566 metra lónhæð, sem kynnt var með úr- skurði setts umhverfisráðherra. Tel- ur hann skýrsluna staðfesta það sem Landsvirkjun hafi haldið fram Friðrik segir það ljóst að Lands- virkjun hafi getað haldið málinu til streitu og keyrt það áfram á grund- velli laga, úrskurðar og samráðs. Landsvirkjun telji hins vegar að það sé ekki til heilla. Ef ágreiningur sé uppi við heimamenn geti þeir tafið mál, sér í lagi leyfisveitingar. Því hafi verið uppi erfið staða ef skila átti raf- orku til stækkunar álvers Norðuráls fyrir árslok 2005. Einnig sé tíma- ramminn liðinn miðað við útboð á verkinu. „Af þessum ástæðum og fleirum sögðum við Norðuráli, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suður- nesja að við þyrftum lengri tíma til að undirbúa málið. Því lagði ég til við stjórn Landsvirkjunar að Norðlinga- ölduveitu yrði frestað þar til fram- kvæmdum við Kárahnjúkavirkjun lyki. Ég legg áherslu á að einungis er um frestun að ræða. Það er álit Landsvirkjunar að okkur beri að halda áfram undirbúningi málsins, enda er Norðlingaalda mikilvægur kostur fyrir Landsvirkjun,“ segir Friðrik. Norðlingaölduveita á undan Búðarhálsvirkjun Aðspurður hvort Landsvirkjun ætli að halda sig við sína útfærslu á Norðlingaölduveitu, með allt að 568 metra lónhæð, þegar og ef ráðist verði í gerð veitunnar fyrir síðari áfanga stækkunar Norðuráls eða önnur verkefni, segist Friðrik engu geta svarað um það í dag. Ótímabært sé að svara því hvort Landsvirkjun geti með einhverjum útvegað orku á tilsettum tíma. Það sé t.d. útilokað að flýta Búðarhálsvirkjun, eins og ýjað hafi verið að í fjölmiðlum í gær, þar sem Norðlingaölduveita þurfi í raun að koma á undan þeirri virkjun. Hag- kvæmni þeirrar virkjunar ráðist af auknu vatnsmagni í Tungnaá. Í því sambandi minnir Friðrik á að til- gangur Norðlingaölduveitu sé að veita vatni úr Þjórsá inn í fjórar virkj- anir sem annað hvort séu til staðar eða verði til staðar í Tungnaá, áður en hún sameinist Þjórsá við Sultar- tanga. Búðarhálsvirkjun sé neðst þessara Tungnaárvirkjana. Landsvirkjun ákvað í gær að fresta gerð Norðlingaölduveitu Morgunblaðið/Jim Smart Stjórn Landsvirkjunar á fundi sínum í gær ásamt Friðriki Sophussyni forstjóra, þar sem samþykkt var samhljóða að fresta gerð Norðlingaölduveitu. Tímarammi of þröngur og rekstraröryggi ekki tryggt STJÓRNENDUR Hitaveitu Suður- nesja (HS) gera sér vonir um að geta lagt fram raforku á bilinu 70–90 megavött (MW) vegna stækkunar Norðuráls. Júlíus Jónsson, forstjóri HS, segir að áður hafi verið talað um að HS legði til 55 MW og ætlunin hafi verið að fá 40MW á Reykjanesi og 15 MW í Svarts- engi. „Núna ætlum við að skoða hvort það er hægt að fara í stærri áfanga á Reykja- nesi og við mun- um skoða það á næstu dögum. Við höfum sagt að við gætum örugglega afhent raforkuna á Reykjanesi eftir þrjú ár en líklega eftir tvö og hálft ár. Það tekur skemmri tíma að tryggja orkuna úr Svartsengi ef eitthvað er.“ Stækkun á Reykjanesi ef til vill látin duga Júlíus segir það hugsanlegt að ef HS ákveði að fara í stærri áfanga á Reykjanesi þá myndu menn láta það duga á þessu stigi, „einfaldlega út af vélarstærðum, þ.e. að vera með tvær 35 MW eða tvær 40 MW vélar því það myndi passa betur miðað við þörfina. Við getum því verið að tala um raf- orku á bilinu 70–90 MW eftir því hver niðurstaðan verður. Norðurál þarf 150 MW og Orkuveita Reykjavíkur (OR) segist hugsanlega munu geta lagt til 70 til 80 MW, að því gefnu að þetta gangi upp. Við erum einmitt að skoða þetta núna. Við verðum með fund með öllum ráðgjöfum á mánu- daginn og förum yfir stöðuna.“ Júlíus segir það vilja bæði HS og OR að leggja til orku vegna stækk- unar Norðuráls svo fremi sem það standist viðskiptalegar forsendur. „Þá eru ákveðin atriði sem ekki var búið að ganga frá í samningum, s.s. tryggingar o.fl. sem stóð út af og það þarf líka að leysa. En við höfum fullan hug á að gera það ef það er unnt.“ Júlíus Jónsson, forstjóri HS Hitaveita Suðurnesja leggi til 70–90 MW Júlíus Jónsson RAGNAR Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórn- unarsviðs Norðuráls, segir að nið- urstaða stjórnar Landsvirkjunar í gær sé seint fram komin og komi í raun á óvart. Nú þegar hafi verið ákveðið að kanna aðra möguleika á að fá orku til stækkunar ál- versins í 180 þúsund tonn. Í því skyni hafi verið rætt við Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suður- nesja og málin muni vonandi skýrast á næstu vikum. „Þetta kemur okkur á óvart af því að settur umhverfisráðherra var búinn að úrskurða í málinu og ríkisstjórnin hefur lýst stuðningi við verkefnið. Við höfum lagt mikla vinnu í undirbúninginn og erum komnir með tilboð í bæði súrál og rafskaut til framleiðslunnar í stækkuðu ál- veri. Við höfum lagt mat á arðsemi tilboðsins og teljum það vel við- unandi. Því viljum við freista þess að kanna aðrar leiðir til orkuöfl- unar en svör þurfa að liggja fljót- lega fyrir þar sem tilboðið gildir í takmarkaðan tíma,“ segir Ragnar. Lítið svigrúm til að breyta tímaáætluninni Aðspurður hvort hægt sé að breyta tímaáætlun Norðuráls um stækkunina segir Ragnar svigrúm vera til staðar en það sé ekki mik- ið. Áætlunin hafi verið sett fram í samráði við Landsvirkjun og iðn- aðarráðuneytið á sínum tíma. Þeg- ar Landsvirkjun sé ekki inni í myndinni lengur geti önnur sjón- armið verið uppi. Ekki sé samt æskilegt fyrir neinn að stækkunin fari fram á sama tíma og fram- kvæmdir við álver Reyðaráls og byggingu Kárahnjúkavirkjunar á Austurlandi. Ragnar minnir á að þó að já- kvæð svör geti komið frá Orku- veitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja, um að fyrirtækin geti útvegað orku, þá sé stækkun ál- vers ekki endilega í höfn. Það geti haft áhrif á fjármögnun verksins að Landsvirkjun sé ekki lengur að- ili að því. Þessi óvissuþáttur sé meðal þess sem Norðurál sé með til skoðunar. Ragnar Guðmundsson, framkvæmda- stjóri hjá Norðuráli á Grundartanga Niðurstaðan seint á ferð- inni og kemur á óvart Ragnar Guðmundsson GUÐMUNDUR Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að ný og flókin staða sé komin upp í kjölfar frestunar Landsvirkjunar á Norðlingaölduveitu. Beiðni Norður- áls um frekari orku til stækkunar- innar sé nú í frumskoðun. Telur Guðmundur að teygja þurfi á tímaáætlunum beggja aðila og takist það séu ágætis líkur á að af verkefninu verði í allra sátt. Bendir Guð- mundur á að Orkuveitan hafi verið með áform um að taka stærri Nesjavallavirkjun í notkun haustið 2005 og nýja Hellisheiðar- virkjun haustið 2006. Stækkun á Nesjavöllum muni skila 30 MW og nýja virkjunin 40 MW. Skoða þurfi arðsemina og hvort hægt sé að auka orkugetuna á Hellisheiði í fyrsta áfanga. „Við þurfum einnig að skoða núna hvort hægt sé að flýta einhverju, hvort hægt sé að fá hjálp hjá Lands- virkjun til að brúa einhver tímabil og fleira mætti nefna.“ Guðmundur Þórodds- son, forstjóri OR Teygja þarf á tímaáætlun- um beggja Guðmundur Þóroddsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.