Morgunblaðið - 06.09.2003, Side 9

Morgunblaðið - 06.09.2003, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 9 Laugavegi 63 sími 5512040 Útitréin komin Boxwood Cyprus Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 OPIÐ Í DAG. kl. 10-14. Stuttjakkar, silkipeysur og buxur Glæsilegar sparidragtir, samkvæmisblússur og -pils Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Nýjar peysur st. 36-56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Smiðjuvegi 5, Kópavogi, sími 564 3988 Lagerhreinsun 1.-13. september Prjóna- og heklugarn, hlægilegt verð! Meðal annars Regia sokkagarn og Peluche pelsgarn. Fjölbreytt úrval. Jólaútsaumur 40% afsl. Heilsársútsaumur 40% afsl. Strammamyndir 40% afsl. Ath. takmarkað magn. Garn og gaman Augustsilk Augustsilk Opið í dag frá kl. 12-17 í Síðumúla 35 – 3. hæð  Nýtt! 100% handofið Dupion silki kr. 2.400 m. Litir: kremað, rautt og svart. Ný sending af silkipeysum - heildsöluverð. Peysusett, stuttermapeysur og v-hálsmálspeysur. Pashminur og organzadúkar. Engin kort www.laxmann.com Finndu þig og farðu með þig út í birtuna þar sem lífið er fallegt og hlýtt og þú kemst heim til sjálfrar þín, þar sem þú átt heima. Leiðbeinendur eru hjúkrunarfræðingar og prestur. Hefst mánudaginn 8. september klukkan 17.30 í Kvennagarði, Laugavegi 59. Innritun á staðnum. Námskeið um lífsgleðina og vináttuna Auðbrekku 14, Kópavogi. Hefst þriðjudaginn 16. sept. - þri. og fim kl. 20 með Ásmundi Gunnlaugssyni Uppbyggjandi námskeið fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða eða fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál, sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfirgripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994. JÓGA GEGN KVÍÐA Skráning í síma 544 5560 og á www.yogastudio.is LANGÁ var komin með um 1.950 laxa veidda um hádegisbilið í gær og búin þar með að tylla sér í efsta sætið á yfirstandandi vertíð. Vel gæti svo farið að áin verði efst, því aðeins Rangárnar geta hvor um sig mögulega náð Langá, Ytri-Rangá hefur gefið rétt yfir 1.500 laxa og Eystri-Rangá tæplega 1.500 stykki. Veitt er í þeim út mánuðinn, en eigi að síður þyrftu þær afburða enda- sprett til að skáka Langá, en veiði í henni lýkur 20. september. Veður o.fl. óhagstætt „Langá heldur sínu striki og stefnir í eitt aflasælasta ár sitt. Veiðin var afar jöfn og góð, líka í gegnum hitana og þurrkana, en eft- ir að maðkurinn kom aftur í ána þann 20. ágúst hafa veiðst 60 til 70 laxar á dag. Það er af nógu að taka, gríðarlega mikið af laxi í ánni og beinlínis allt of mikið uppi á Fjalli, en 1.600 laxar hafa farið um telj- arann í Sveðju. Um það bil 1.150 þeirra eru enn óveiddir og í raun og veru þyrftu að veiðast 4–500 laxar á svæðinu til viðbótar ef svæðið á ekki hreinlega að verða ofsetið af hrygn- ingarlaxi. Það hrygndu þar 150 ril 160 pör í fyrra og skiluðu frábærum árangri,“ segir Ingvi Hrafn leigu- taki. Tölurnar í Rangánum hækka ekki eins ört og fyrr í sumar. Miklar rigningar á Suðurlandi hafa t.d. lit- að Eystri-Rangá. Uppúr henni reyt- ist samt og var hún komin með um 1.500 laxa í gærdag. Ytri-Rangá er aftur komin fram úr Eystri-Rangá og munar þó aðeins fáeinum tugum laxa. Það reytist einnig upp fiskur, bæði leginn og nýr, en kunnugir segja að líkast til myndi veiðast meira ef veiðimenn sýndu meiri stillingu. Veiðimaður einn, sem Morgunblaðið ræddi við og var í Ytri-Rangá fyrir fáum dögum, sagði menn standa klukkustundum saman og berja hylji með spón. Vaktin byrjaði kannski á því að fá einn eða tvo, en svo styggðist fiskurinn bar- smíðarnar. „Ef menn tylltu sér á bakkann og spáðu í umhverfið, fuglana og fjöllin og hvíldu hyljina öðru hverju þá myndu þeir veiða meira,“ sagði umræddur kappi. Langá að sigla yfir 2.000 laxa Svanur Vilhjálmsson og Valur Ketilsson með laxa úr Langá. Páll Ketilsson með tvo smálaxa úr Efri-Hvítstaðahyl í Langá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? TVEIR menn hafa játað við yfir- heyrslur hjá lögreglunni á Sauðár- króki að vera valdir að skemmdum á Faxa, hestastyttunni við Faxatorg í bænum. Lögreglan segir að málið teljist upplýst og muni fulltrúi lög- reglustjórans á Sauðárkróki ákveða hvort ákært verði í málinu. Brotist var inn á heimavist Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki í síðustu viku og er það mál enn til rannsóknar. Játa að hafa skemmt Faxa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.