Morgunblaðið - 06.09.2003, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.09.2003, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 11 MJÖG mikið er um það að krabba- meinssjúklingar hér á landi noti ein- hvers konar óhefðbunda meðferð samhliða þeirri hefðbundnu gegn sjúkdómnum. Þetta kom fram í máli Nönnu Friðriksdóttur, forstöðu- manns fræðasviðs krabbameins- hjúkrunar við Háskóla Íslands og hjúkrunarfræðings við krabba- meinslækningadeildir Landspítal- ans, á árlegri ráðstefnu norrænu krabbameinssamtakanna á Akureyri í gær. Nanna kynnti þar niðurstöðu rannsóknar sem var lokaverkefni þriggja nemenda hennar í BS-námi í hjúkrunarfræðideildinni vorið 2002; Elvu Þallar Grétarsdóttur, Guðríðar Þórðardóttur og Sigríðar Guð- mundsdóttur. Á ráðstefnunni var einnig vakin athygli á því að óhefð- bundnar lækningar – t.d. notkun ým- issa náttúruefna sem svo eru kölluð – eru ekki endilega alltaf af hinu góða. Kristín Ingólfsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands sagði fólk gjarnan telja það jákvætt sem kennt væri við náttúruna en slík efni gætu truflað hefðbundna lyfja- meðferð, jafnvel gert hana gagns- lausa. 97% nota óhefðbundnar með- ferðir samhliða venjulegum Nanna Friðriksdóttir vann frekari upplýsingar úr áðurnefndu lokaverk- efni nemenda sinna. „Ætlunin var að skoða í hve miklum mæli og hvaða óhefðbundnar meðferðir sjúklingar sem eru í krabbameinsmeðferð eru að nota. Úrtakið var um 120 sjúkling- ar og allir nema þrír þeirra notuðu einhvers konar óhefðbundna með- ferð og yfir 97% þeirra sem það gerðu notuðu einhvers konar nátt- úruefni; aðallega lúpínuseyði og birkiöskuhylki. Það næstalgengasta af því sem fólk notaði til viðbótar við hefðbundnar meðferðir voru andleg- ar meðferðir; þar var bænin í fyrsta sæti og síðan fyrirbænir. Í þriðja lagi má svo nefna hreyfingu, sem fólk notaði til viðbótar við hefðbundna meðferð. Fólk lítur ef til vill ekki á hreyf- ingu sem sérstaklega óhefðbundna meðferð, hún tengist kannski meira lífsstíl, en staðreyndin er sú að fólk notaði gjarnan hreyfingu til þess að láta sér líða betur og til að komast betur í gegnum þá meðferð sem það var í.“ Nanna segir ákveðna þætti í þess- ari rannsókn sambærilega við rann- sóknir sem gerðar hafa verið erlend- is. „Það sem var sambærilegt hér í þessu úrtaki við erlendar rannsóknir er að þeir sem nota óhefðbundnar að- ferðir eru frekar konur, yngra fólk og þeir sem eru með langt genginn sjúkdóm.“ Hins vegar er notkun óhefðbund- inna aðferða eftir menntun ekki sam- bærileg. „Í erlendum rannsóknum kemur venjulega fram að þeir sem eru meira menntaðir nota þetta frek- ar, hér kom hins vegar fram að há- skólamenntað fólk notaði óhefð- bundnar aðferðir sjaldnar og færri aðferðir. Og það sem líklega vakti mesta athygli, og var marktækt, er að notkun náttúruefna er meiri hjá þeim sem eru minna menntaðir.“ Nanna sagði að það hefði einnig vakið athygli að notkun hreyfingar, og það að breyta mataræði, hefði hins vegar verið algengara hjá há- skólamenntuðum hérlendis. „Vegna þessa væri gaman að end- urtaka rannsóknina til að skoða þetta nánar; komast að því hvort Íslend- ingar séu virkilega öðruvísi en aðrar þjóðir.“ Hún benti reyndar á að menntun á Íslandi væri öðruvísi upp- byggð en annars staðar; „Við erum á frekar háu stigi menntunarlega og svo getur verið misjafnt eftir rann- sóknum hvað er skilgreint sem lágmenntun og hvað hámenntun.“ Hún segir að vissu leyti erfitt að bera niðurstöðuna héðan saman við erlendar rannsóknir því það fari mik- ið eftir samfélögum og menningu hvað fólk noti til viðbótar við hefðbundna meðferð. „En mikilvægt er að taka fram að þetta eru yf- irleitt aðferðir sem fólk er að nota til þess að því líði betur, því það trúir því að þetta hjálpi sér á einhvern hátt, til að komast í gegnum hefðbundna meðferð. Fólk fer hins vegar mjög sjaldan að nota óhefðbundnar aðferðir til þess að lækna krabbameinið eða koma í veg fyrir að sjúkdómurinn verði verri.“ Nanna greindi einnig frá því að lágt hlutfall af þeim sem rætt var við hefði rætt notkun óhefðbundinna meðferðar við lækni eða hjúkrunar- fræðing. „40% höfðu rætt þetta við lækna og 30% við hjúkrunarfræðinga og af þeim sem höfðu rætt þetta hafði sjúklingurinn alltaf frumkvæðið. Það virðist vera sem svo að við í heil- brigðisstéttunum séum ekki nógu dugleg að spyrja um þetta, en það er engu að síður mjög mikilvægt til þess að vita hvað fólk er að nota og til þess að geta metið hvernig sjúklingurinn tekst á við sínar aðstæður; hvað hjálpar honum, hvernig það gagnast og til þess að geta leiðbeint honun nánar um það sem ber að varast.“ 62% sjúklinganna kváðust ekki hafa rætt hina óhefðbundnu meðferð við lækni eða hjúkrunarfræðing ein- faldlega vegna þess að þeir voru aldrei spurðir. 54% sjúklinganna svöruðu því hins vegar, aðspurðir, að þeir vildu gjarnan að sjúkrahúsin byðu upp á einhvers konar óhefð- bundna meðferð. Lyfjameðferðin verður jafnvel gagnslaus Kristín Ingólfsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, ræddi um milliverkanir sem geta orðið milli náttúruefna og lyfja sem eru notuð í krabbameinsmeðferð. „Það er mikið um að krabbameins- sjúklingar noti náttúruefni samhliða lyfjameðferð; það eru vörur sem koma úr náttúrunni og við tengjum náttúruna við jákvæða hluti, en margir átta sig ekki á að auka- verkanir geta fylgt náttúruefnunum og þau geta truflað lyfjameðferð,“ sagði Kristín í samtali við Morgun- blaðið. Hún útskýrir mál sitt: „Þegar ég talaði um milliverkanir átti ég við að náttúruefnið gæti annað hvort aukið styrk lyfsins í blóði – og þar með er komin aukin hætta á aukaverkunum af krabbameinslyfjunum, bæði tíðni og alvarleika – og svo hinn möguleikann, að náttúru- lyfið dragi úr styrk lyfsins í blóði, jafnvel svo mikið að með- ferðin verði gagnslaus.“ Kristín tók dæmi um nátt- úruefni sem krabbameins- sjúklingar leita sérstaklega í, til þess að auka möguleika á að ráða við sjúkdóminn. „Svo tók ég líka dæmi um náttúrulyf sem ekki bara krabbameins- sjúklingar taka heldur eru vin- sæl hjá almenningi, hlutir eins og Jóhannesarjurt sem fólk notar við vægu þunglyndi, ginseng sem fólk sækir í til þess að auka þrótt og úthald, ýmis- legt sem fólk leitar í til að hjálpa því að sofa, til þess að ráða við kvíða og til þess að ráða við aukaverkanir af völdum lyfja, t.d. uppköst og ógleði.“ Kristín sagðist finna fyrir auknum áhuga hjá læknum og öðru heilbrigð- isstarfsfólki að vita meira um nátt- úruefnin, vegna þess hve sjúklingar sæki mikið í þau í von um að ná bata. „Heilbrigðisstarfsólk gerir sér grein fyrir þörfinni fyrir að vita bæði um gagnsemi og um hugsanlega skað- semi, aukaverkanir og milliverkanir; ekki síst milliverkanir við lyfjameð- ferð vegna þess að það er til lítils að gefa fólki lyf ef það er á sama tíma að taka eitthvað sem upphefur verkun lyfsins. Þess vegna er mjög mikil- vægt fyrir lækna að vita hvað fólk er að taka annað en það sem þeir ávísa.“ Sumt getur verið hættulegt… Norðmaðurinn Terje Risberg, læknir í Tromsö í Norður-Noregi, nefndi í erindi sínu á ráðstefnunni þrjár kannanir sem hann og fleiri stóðu að í Noregi, en niðurstöður þeirrar helstu hefur reyndar ekki enn verið birt. Risberg sagði að þegar hann kom til Tromsö 1988 hafi yfirmaður hans haft mikinn áhuga á því hvernig það væri fyrir sjúklinginn að lifa við slíka sjúkdóma. Óhefðbundnar meðferðir voru þá óþekktar í Noregi en 1990 gerði Risberg „svolitla könnun sem fólst í því að ég lagði spurningalista fyrir sjúklinga mína.“ Verkefnið vatt upp á sig og síðar gerði hann fram- haldskönnun. Lét sjúklinga sína aft- ur svara spurningum eftir 4 mánuði, aftur að 12 mánuðum liðnum, þá eftir 24 mánuði og loks eftir 5 ár. „Þá var ég allt í einu kominn í þá stöðu að geta borið saman hvernig hinar óhefðbundnu lækningar höfðu gagnast á þessum tíma.“ Risberg gerði aftur könnun á landsvísu 1992, þar sem sami spurn- ingalistinn var lagður fyrir sjúklinga og sjúklingar hans höfðu svarað í Tromsö tveimur árum áður og enn síðar gerði hann stóra könnun meðal heilbrigðisstarfsfólks. „Ég er alveg harður á því að við eigum að hjálpa sjúklingunum á allan mögulegan hátt. Við vitum að margir nota ýmsar óhefðbundnar aðferðir og sem læknir tel ég mig vita að sumt af því getur verið hættulegt. Flest er vissulega hættulaust og hjálpar og fólk hefur auðvitað fullan rétt á því að gera það sem það hefur trú á.“ Verst finnst honum þegar óprúttn- ir náungar hagnast á dauðvona fólki. „Það er t.d. erfitt að horfa upp á fólk, sem á stutt eftir, veðsetja hús sín til þess að komast til útlanda vegna þess að einhver hefur talið því trú um að þar geti það læknast.“ Við vitum betur, segir Norðmaðurinn, en fólk bendi gjarnan réttilega á að það sé ekki hlutverk læknisins að segja því hvernig það eigi að eyða peningunum sínum. Óhefðbundnar meðferðir algengar hér á landi Morgunblaðið/Kristján Morgunblaðið/Kristján Frá ráðstefnu samtaka norrænna krabbameinsfélaga. Nanna Friðriksdóttir Kristín Ingólfsdóttir Akureyri. Morgunblaðið. Notkun náttúruefna ekki endilega af hinu góða samhliða hefðbundnum lækningum við krabbameini
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.