Morgunblaðið - 06.09.2003, Page 37

Morgunblaðið - 06.09.2003, Page 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 37 HULDA Vilhjálms- dóttir er listamaður Gallerís Kambs að þessu sinni og verð- ur sýning hennar opnuð kl. 15 í dag. Hulda er fædd árið 1971 og telst því fulltrúi yngri kynslóðar málara á Íslandi. Hún út- skrifaðist frá Listaháskóla Ís- lands árið 2000. Síð- an hefur hún haldið sjö einkasýningar. Um aðdraganda að þessari sýningu segir Hulda m.a.: „Það birtist mér mynd af konu í stutt- um kjól, með bera fætur og bera handleggi. Hún dansar og er yfirfull af tilfinningum, grætur en er samt full af lífsorku. Hún er þakklát kona, þakklát fyrir að vera elskuð. Síðan birtist önnur mynd, fjallið Hekla (sem karlmannlegt náttúruafl á þessari sýningu) sem elskar okkur öll. Fjallið sem er uppspretta orku. Þriðja mynd- in sem birtist er hin hreina og fals- lausa ást barnsins sem lifir við frelsi skilngarvitanna. Ég vil að gleði og umburðarlyndi komi fram í verkum mínum, pensildrættirnir frjálsir, þannig sé málverkið frjálst.“ „Fæturnir titra“ er titill á sýning- unni. „Það gerist þegar við erum ást- fangin, skilningarvitin verða stjórn- laus, við verðum næm fyrir náttúrunni, og það verður þannig að fjallið Hekla titrar og gýs, kannski af ást og ótta,“ segir Hulda. „Fleira spennandi og dularfullt fæddist í vinnslunni fyrir þessa sýningu, sem kemur í ljós á sýningunni í Kambi.“ Við opnunina leikur Geir Harðar- son hausttóna og Elísabet Jökulsdótt- ir flytur frumort ljóð, „Vængjahurð- in“. Opið alla daga, nema miðvikudaga, kl. 13–18 til 5. október. Kona í stuttum kjól með bera fætur Verk eftir Huldu Vilhjálmsdóttur. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Sýningunni Innsýn í alþjóðlega samtímalist á Íslandi lýkur á sunnu- dag. Sýningunni er ætlað að veita innsýn í erlenda samtímalist í eigu Íslendinga. Fjöldi erlendra lista- manna hefur bundist landinu sterk- um böndum og haft víðtæk áhrif á ís- lenskt listalíf og þau dýrmætu og persónulegu tengsl gera okkur kleift að njóta margs af því besta sem er að gerast á vettvangi alþjóðlegrar myndlistar. Alla sunnudaga kl. 15 er leiðsögn um sýningar í Hafnarhúsinu. Hafn- arhúsið er opið daglega frá kl. 10–17. Hafnarborg Tveimur sýningum lýkur í Hafn- arborg á mánudag. Sýningu Önnu Jóelsdóttur, Flökt, og málverkasýn- ingu Guðbjargar Lindar. Hafnarborg er opin alla daga, nema þriðjudaga, kl. 11–17. Gerðarsafn Sýningu á málverkum Jóhannesar Kjarvals úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur í Gerðarsafni, lýk- ur á sunnudag. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. www.gerdar- safn.is. Gallerí Smíðar og skart, Skólavörðustíg 16 Sýningu Dóru Rögnvaldsdóttur lýkur á sunnudag. Dóra sýnir litlar höggmyndir úr bronsi og steini. Sýning framlengd Myndlistarsýning Daða Guð- björnssonar í Listsýningarsal Salt- fiskseturs Íslands í Grindavík hefur verið framlengd til 15. september. Sýningum lýkur INGIBJÖRG Guðjónsdóttir sópran, Einar Jóhannesson klarínettuleik- ari og Valgerður Andrésdóttir pí- anóleikari halda tónleika í Nýhöfn á Hornafirði kl. 16 á morgun, sunnudag. Flutt verða m.a. verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ás- geirsson, Mozart, Puccini, McCabe og Gershwin. Tríóið hélt sína fyrstu tónleika í Sigurjónssafni á haustmánuðum 2001 og verður með tónleika í Saln- um í Kópavogi í febrúar á næsta ári. Tónleikar þessir eru á vegum Menningarmiðstöðvar Horna- fjarðar í samstarfi við Félag ís- lenskra tónlistarmanna. Lög Gershwins og Atla Heimis í Nýhöfn Valgerður Andrésdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir og Einar Jóhannesson. Á haustsýningu Kirkjulistafélags Hallgrímskirkju verður opnuð sýn- ing á myndröðinni Sálir eftir Gunnar Örn í anddyri kirkjunnar kl. 12 á morgun. „Myndir Gunnars Arnar hafa frá fyrstu ver- ið afar persónu- legar. Stíll hans og efnistök hafa þó breyst mjög í rás tímans. Samnefn- arinn eða hinn hreini litur mynd- verka hans er and- leg glíma,“ segir í fréttatilkynningu frá kirkjunni. Gunnars hefur haldið yfir fjörutíu einkasýningar, bæði á Íslandi og erlendis. Hann var fulltrúi Ís- lands á Tvíæringnum í Feneyjum 1988. Auk einkasýninga hefur hann tekið þátt í mörgum sam- sýningum á Íslandi, Norðurlönd- unum, í London, París, New York, Chicago, Tokyo og á Tvíæringnum í Sao Paulo. Öll helstu söfn Íslendinga eiga myndir eftir Gunnar Örn. Einnig eru myndir hans í Guggenheimsafninu í New York, í Seibu Museum í Tokyo, Mod- erna Museet og Nationalmuseum í Stokkhólmi. Kirkjan er opin alla daga frá kl. 9-17 og verður myndröðin til sýnis fram til nóvemberloka. Haustsálir í Hallgrímskirkju Úr myndröð Gunnars Arnar, Ljós þrjú. VALGERÐUR Guðlaugs- dóttir opnar sýninguna Skemmtun í Galleríi Hlemmi, Þverholti 5, kl. 17 í dag. Skemmtun inniheldur inn- setningu. Valgerður segir m.a. um verkið: „Að láta sig berast áfram með mannfjöldanum, heyra óminn af tónum í loft- inu sem líða hring eftir hring. Finna hvernig kitlar í magann þegar aðdráttarafl jarðar missir tökin á lík- amanum, láta hávært öskur brjótast út og blandast frum- stæðum kór annarra eða gefa sig á vald taugatitringi og spennu sem liggur í loft- inu. Stráfella bleikar harð- spjaldaendur sem rísa á ör- skotstundu aftur upp frá dauðum.“ Sýningin er sjötta einka- sýning Valgerðar. Hún hlaut starfslaun til tveggja ára fyrr á þessu ári. Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18, til 28. september. Skemmt- un í Galleríi Hlemmi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.