Morgunblaðið - 06.09.2003, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 06.09.2003, Qupperneq 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 39 Á 35. LANDSFUNDI Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var 28.–30. mars síðastliðinn var sam- þykkt stjórnmálaályktun í íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum: „Landsfundur hvetur stjórnvöld til að marka stefnu og styðja við upp- byggingu íþróttamannvirkja sem flokkast geta sem þjóðarleikvangar.“ „Landsfundur fagnar framtaki ráðherra flokksins í eflingu afreks- íþrótta, m.a. með skipan sérstakrar nefndar um afreksíþróttir, nýjum styrk fyrir hópíþróttir og góðum fjár- hagsstuðningi við Afrekssjóð ÍSÍ. Þátttaka Íslands í alþjóðlegum stór- mótum er mikil landkynning á er- lendri grundu og því eðlilegt að ríkið taki myndarlega þátt í þeim verk- efnum. Því hvetur landsfundur til þess að styrkveitingar til afreks- íþrótta verði auknar enn frekar. Jafn- framt hvetur landsfundur til aukins stuðnings við ÍSÍ vegna sérsambanda ÍSÍ.“ Það var eindreginn vilji þeirra sem sátu fundi þessarar nefndar að komið yrði á samstarfi milli ríkis, sambands íslenskra sveitarstjórna og sérsamband, einmitt til þess að tryggja uppbyggingu þjóðar- leikvanga. Við lítum á að Laugar- dalurinn sé þjóðarleikvangur knatt- spyrnunnar og eins og formaður KSÍ Eggert Magnússon hefur bent á þarf hann að geta mannað a.m.k. 14.000 manns í sæti. Við höfum dregist aftur úr, nú er tækifærið til að stíga fram. Þetta er samstarfsverkefni verður ekki leyst nema í samvinnu. Ríki, sveitarfélög og sérsamböndin þurfa að taka höndum saman og leysa þessi mál. Við skulum byrja á Laug- ardalnum og klára það verkefni, þar hafa menn unnið sína heimavinnu og halda síðan áfram og skapa þjóð- arleikvanga sem þjóðin getur verið stolt af. Þjóðarleikvangur knatt- spyrnunnar í Laugardal Eftir Ásgerði Halldórsdóttur, Guðrúnu Brynju Vilhjálmsdóttur og Sigurð Aðalsteinsson Höfundar eru í stjórn íþróttaráðs Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Aðalsteinsson Guðrún B. Vilhjálmsdóttir Ásgerður Halldórsdóttir Íöðrum þætti var vikið að þvíað notkun forsetningannaaf og að er stundum á reiki,t.d. gera e-ð að gefnu tilefni (?af gefnu tilefni) eða gera e-ð af ásettu ráði (?að ásettu ráði). Í slík- um dæmum og hliðstæðum segir málkennd til um notkunina en til hliðsjónar má hafa í huga að for- setningin að er hér staðarleg (hvar) (í tíma og rúmi) en forsetn- ingin af vísar jafnan til hreyfingar (hvaðan). Eins og áður gat gætir þess nokkuð í talmáli að hefðinni sé ekki fylgt í þessu efni og skulu hér nefnd tvö dæmi. Í dagblaði rekst ég á eftirfar- andi auglýsingu um leik Fylkis og Grindavíkur: Brimsaltur stór- leikur! Það verður bragð af þess- um toppslag … Mér finnst textinn býsna hnitmiðaður en ekki galla- laus. Venja er að tala um bragð að einhverju en ekki ?bragð af ein- hverju, sbr. málsháttinn: Bragð er að þá barnið finnur. Málsháttur þessi er kunnur í ýmsum af- brigðum, t.d. bragð er að þegar barnið finnur (17. öld) og bragð er að ef sjálfur finnur (16. öld), en ávallt með myndinni bragð er að (e-u). Með sama hætti er venja að tala um að óbragð sé að e-u enda vísar forsetningin að hér til kyrr- stöðu (hvar). Allt önnur hugsun liggur að baki er menn finna lykt af e-u (hvaðan) en trúlega eru það einmitt slík orðasambönd sem toga í, ef svo má segja, og valda óvissu. Á annað dæmi af svipuðum toga rakst ég þar sem fjallað var um útihátíðir. Greinarhöfundi var tíð- rætt um ofbeldi og drykkjuskap sem vill loða við samkomur sem þessar og sagði síðan: ?… brjóta tennur og nef og stinga mann og annan í ölæðinu algjörlega af til- efnislausu. Hér hefði vitaskuld átt að standa að tilefnislausu, sbr. gera e-ð að ástæðulausu, ráðast á e-n að fyrra bragði og fjölmargar aðrar hliðstæður. Það fylgir því vandi og ábyrgð að skrifa í dag- blöð og koma fram í útvarpi og sjónvarpi og vafalaust er fjölmiðla- mönnum oft vandi á höndum. Þeir þurfa oft og tíðum að vinna hratt og telja sig þá kannski ekki hafa tíma til að bera sig eftir björginni, fletta upp í orðabókum til að fá skorið úr álita- málum sem upp hljóta að koma. Sjálfur fletti ég upp orðunum tilefnislaus og ástæðulaus í Íslenskri orðabók en hafði ekki erindi sem erfiði, enda vart við því að búast þar sem hér er um að ræða málfræðilegt ferli eða málfræðilegt orðasamband en slíkt er ekki rakið sérstaklega í því verki. Öðru máli gegnir um hið ágæta verk Orðastað eftir Jón Hilmar Jónsson. Þar eru slík dæmi rakin, t.d.: að ástæðulausu (bls. 32), að fyrra bragði (bls. 62), að tilefnslausu (bls. 562) og mörg önnur hliðstæð dæmi. Úr handraðanum Flestir munu þekkja sögnina dufla við e-n (‘daðra við e-n, gefa e-m undir fótinn’) en sú merking mun vera frá 19. öld. Í Ritmáls- skrá Orðabókar Háskólans er að finna dæmin dufla við stelpur og … dufla og dansa fram á nótt. Í eldra máli merkir sögnin að dufla (dubla) ‘tvöfalda’, sbr. sögnina dobla (einnig redobla) í nútíma- máli, og er hún oft notuð um ten- ingakast, fjárhættuspil, t.d.: dufla með teningum og dufla um pen- inga en hvort tveggja er gamalt í íslensku. Það sem um var duflað var lagt við borð > ‘lagt undir’ og er svipað orðafar að finna í fornu máli. Í Jónsbók (lögbók Íslendinga frá 1281) er lagt bann við fjár- hættuspili, dufli, en þar segir: Ef menn dufla eða kasta teningum um peninga, sé uppnæmt konungs umboðsmanni allt það er á borði/ við borð liggur. Þessa afstöðu er víða að finna, til gamans má til- greina dæmi frá 16. öld.: Í þeirri borg … var einn mjög ósálugur (‘ófrómur, illur’) maður sá er mjög lagðist [í] dufl og önnur ónyt- samleg spil og töfl um peninga. Af þessum dæmum má ljóst vera að duflarar hafa þótt vafasamir náungar, hálfgerðir ‘bögubósar’, og iðja þeirra (dufl) lítt til eft- irbreytni. Þessi neikvæða hlið á duflinu, öllu heldur hin neikvæða merking, færist síðan yfir á annars konar iðju eða fyrirtæki, sem ekki hefur heldur þótt til fyrirmyndar, og það er þessi merking og notkun sagnarinnar sem flestir þekkja núna. Má ljóst vera að duflarar hafa þótt vafa- samir náungar jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 10. þáttur LAUGARDAGINN 23. ágúst sl. birtist á miðopnu Morgunblaðsins grein eftir þingmann breska íhaldsflokksins á Evrópuþinginu, Daniel Hannan, undir fyrirsögninni „Stærsta ESB- goðsögnin“. Þar kvartar þingmað- urinn yfir því sem hann kallar „staðlaáráttu Evrópu- sambandsins“. Svo virðist greinin, sem væntanlega hefur verið þýdd upp úr The Daily Telegraph, þar sem þingmaðurinn er dálkahöf- undur, vera ætluð sem innlegg í baráttu breskra íhaldsmanna gegn því að Bretar taki upp evru sem gjaldmiðil í stað pundsins. Þá virð- ist sem íhaldsmaðurinn sé enn í heilagri baráttu gegn metrakerf- inu sem staðli fyrir mál og vog innan ESB. Í þessari baráttu er þingmaðurinn ekki mjög vandur að virðingu sinni og býr til lyga- sögur um ákveðna staðla Evrópu- sambandsins. Það virðist vera vin- sælt meðal andstæðinga ESB að búa til slíkar gróusögur, vænt- anlega í því skyni að skapa ein- hvers konar grýlu úr sambandinu sem ætlað er óupplýstu fólku til að smjatta á yfir bjórkollunni, hvort sem hún nú inniheldur hálfan lítra eða hálfpott („pint“). Mér er hins vegar óskiljanlegt hverjum Morg- unblaðið ætlar slíkar gróusögur með því að þýða þær og birta á mest áberandi stað í blaðinu. Við erum enn og aftur komin að hinni frægu goðsögn um að skrif- finnar í Brussel hafi sett reglu- gerð um hvernig agúrkur megi rækta – stærð og lögun. Orðrétt segir breski íhaldsþingmaðurinn (í þýðungu Morgunblaðsins): „Ég rakst á reglugerð 1677/88 sem kveður á um leyfilegan heild- arboga á agúrkum og nákvæmt mál er ennfremur tekið fram, 10 mm bogi fyrir hverja 10 cm í lengd.“ Þetta er hins vegar tóm lygi! Reglugerð 1677/88 segir til um hvernig flokka skuli agúrkur fyrir sölu til neytenda, ásamt kröfu um pökkun þeirra. Þar er gert ráð fyrir að agúrkur séu flokkaðar í þrjá gæðaflokka og eru fyrrnefndar tölur um boga og lengd ein af lýsingum 2. flokks. Þar sem ég geri ráð fyrir að blaðamenn Morgunblaðsins séu sæmilega læsir á enska tungu vil ég benda þeim (og öðrum er vilja heldur „hafa það er sannara reyn- ist“) á að einfalt er að fara á Netið og skoða þessa reglugerð, en hún heitir „Common standards of quality for cucumbers regulations“ og íhaldsþingmaðurinn var svo vinsamlegur að gefa lesendum upp númerið á. Eflaust geta menn deilt um á hvað skuli settir staðlar og reglu- gerðir. Yfirleitt þjóna staðlar og reglugerðir af þessu tagi þeim til- gangi að auðvelda neytendum kaup sín, að þeir viti hvaða gæði þeir eru að kaupa hvar sem þeir annars eru staddir. Þetta er ein af meginforsendum sameiginlegs innri markaðar í Evrópu og snert- ir ekki aðeins neytendavernd held- ur einnig alla löggjöf fyrir slíka vernd um ábyrgð framleiðenda og seljenda allrar vöru. Ef menn kaupa vöru af ákveðnum gæða- flokki skal hún hafa þau gæði. Fyrr á tímum hafði hvert land og jafnvel hver borg sitt eigið mál og vog. Það var svo sannarlega ekki til að auðvelda viðskipti landa á milli. Íslendingar studdust t.d. lengi vel við alin sem mælieiningu, sem var frá fingurbroddi löngu- tangar að olnboga. Það var fyrst á síðari hluta 18. aldar að Danakon- ungur varð haldinn þeirri „staðla- áráttu“ að fastsetja mál fyrir alin (síðar kölluð „dönsk alin“). Þótt menn séu andsnúnir sam- starfi Evrópuþjóða eins og það birtist í ESB þjónar það varla málstað þeirra að breiða út lyga- sögur, goðsagnir ef menn vilja kalla það svo, ætlaðar til að hafa áhrif á illa upplýst fólk. Um ESB- goðsagnir Eftir Kristján E. Guðmundsson Höfundur er framhaldsskólakennari. MIKIL umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum síðustu vikur um nýhafn- ar hvalveiðar Íslendinga og hefur nokkurs misskiln- ings orðið vart varð- andi málflutning Samtaka ferðaþjón- ustunnar. Samtök ferðaþjón- ustunnar hafa ítrek- að beint því til stjórnvalda að undirbúningur hugs- anlegra hvalveiða hefjist ekki nema í samráði og þokkalegri sátt við hið al- þjóðlega umhverfi vegna mikillar andstöðu erlendis við hvalveiðar og ennfremur að hvalveiðar verði ekki hafnar, hvorki í atvinnu- eða svoköll- uðu vísindaskyni, án samráðs við at- vinnugreinina og var einróma tekið í sama streng á Ferðamálaráðstefn- unni 2002. Nú þegar hvalveiðar voru hafnar í síðasta mánuði var und- irbúningur stjórnvalda lítill sem enginn, engin upplýsingaherferð í helstu viðskiptalöndum okkar og ekkert samráð var við ferðaþjón- ustuna. Samtök ferðaþjónustunnar fréttu af tilviljun af ákvörðun rík- isstjórnarinnar. Samtök ferðaþjónustunnar hafa aftur á móti aldrei tekið þátt í þeim umræðum hvort siðferðislega sé rétt eða rangt að veiða hvali. Sú umræða snertir einfaldlega ekki hagsmuni greinarinnar. Samtökin hafa fyrst og fremst reynt að verja viðskiptahags- muni ferðaþjónustunnar og hafa bent á að á helstu mörkuðum hennar erlendis er mikil andstaða við hval- veiðar og stjórnvöld vöruð við að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni. Ljóst virðist að helstu tals- menn hvalveiða treysta því að þessar vísindaveiðar séu upphafið á hval- veiðum í atvinnuskyni þótt öllum nema þeim sé ljóst að ekki er hægt að koma hvalkjötinu neins staðar í verð erlendis. Japanir veiða nóg ofan í sig og Norðmenn farnir að henda kjöti. Íslendingar agnúast gjarnan út í tvískinnung erlendra þjóða og dálæti margra þeirra á hvölum. Samtök ferðaþjónustunnar hafa því miður engin áhrif á skoðanir þessara þjóða og álit einhverra manna innan sjávarútvegsins að það sé ferðaþjón- ustunni að kenna að umfjöllun um hvaladrápin sé á forsíðum erlendra blaða er svo barnaleg að hún er ekki svaraverð. Það vita allir sem vilja vita að allir helstu fjölmiðlar heims- ins eru með fulltrúa hér á landi og hvalveiðar eru mikið fréttaefni. Þar að auki getur hver skynsamur mað- ur séð að það eru ekki hagsmunir ferðaþjónustunnar að fréttir af hval- veiðum séu meðhöndlaðar með þess- um hætti erlendis – þvert á móti. Stærsti hluti ferðamanna sem koma til Íslands er fólk sem vill njóta víðáttu og hinnar hreinu, lifandi náttúru á ferðalögum sínum. Það fólk er líklegast til að vera andvígt hvalveiðum vegna umhverfis- verndar. Samtök ferðaþjónustunnar vona að sjálfsögðu að áhrif hvalveiða á viðskipti við erlendar þjóðir verði ekki jafnmikil og margir óttast en það mun ekki koma í ljós fyrr en síð- ar. Þessi áhrif koma hægt og deg- inum ljósara að hvalveiðar skaða ímynd Íslands hjá mörgum þeirra markhópa sem ferðaþjónustan hefur verið að byggja upp – og mun fækka þeim. Það er áhyggjuefni sem Sam- tök ferðaþjónustunnar geta ekki litið framhjá. Hvalveiðar og ferða- þjónustan Eftir Ernu Hauksdóttur Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.