Morgunblaðið - 06.09.2003, Page 48

Morgunblaðið - 06.09.2003, Page 48
48 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. GLÖGGT er gests augað segir máltækið og ég á til með að stinga niður penna vegna landsleiksins við Þjóðverja á laugardaginn. Á undanförnum árum hef ég sótt flesta landsleiki sem hafa farið fram í Laugardalnum og hef undr- ast nokkuð stemmningsleysi ís- lenskra áhorfenda, af og til heyrist dauflegt og einhæft: Ísland-klapp- klapp-klapp-Ísland-klapp-klapp- klapp, sem vill oftar en ekki fjara nokkuð vandræðalega út eftir hálfa mínútu. Stundum er eins og áhorfendur skynji sig ekki sem hluta af leiknum, það er eins og þeir séu að ,,horfa á góðan leik“ í sjónvarpinu og upplifi hann sem neytendur en ekki þátttakendur, vilji láta skemmta sér í stað þess að hvetja sína menn til dáða. Kæru Íslendingar, þetta er ekki knattspyrnumenning! Það vantar allt fjörið á vellinum, það vantar lögin og stemmninguna, tromm- urnar, fánana og búningana. Í undankeppni Evrópumótsins hafa gestirnir stolið senunni og haldið uppi fjörinu, þeir hafa sungið og dansað og þá hefur engu máli skipt hvort þeirra lið var að tapa eða vinna, menn hvöttu liðið sitt óspart áfram og nærðu baráttu- vilja þeirra. Oft var engu líkara en gestirnir væru á heimavelli en ekki öfugt. Það er tímabært að Íslendingar geri gangskör í því að bæta knatt- spyrnumenninguna, þegar maður lítur yfir áhorfendapallana er erf- itt að trúa því að annar hver mað- ur í þessu landi sé í karlakór (og hinn í kvennakór), að þriðji hver maður sé tónlistarmaður, skáld eða hagyrðingur. Þið eigið þúsund ára kvæða- og sönghefð og enda- lausan brunn til að ausa úr og mönnum hlýtur að geta dottið eitt- hvað betra í hug en tilbreyting- arlaus hróp og klöpp. Hvar eru söngvarnir ykkar? Hvar eru rím- urnar? Hvar eru skáldin? Það væri almennileg upplifun að vera á leik þar sem þúsundraddakór reynir að lama baráttuþrek andstæðinganna. Ég skora á Íslendinga að mæta ekki á völlinn á laugardaginn til að sitja og glápa eins og sjónvarps- áhorfendur heldur sem þátttak- endur í leiknum sem berjast fyrir sitt lið og hafa gaman að því. Fjöl- miðlar, vinahópar og einstaklingar eiga að draga fram sköpunarkraft- inn sem býr í þjóðinni og búa til rímur, söngva og slagorð svo gest- irnir finni að þeir eru á útivelli. Það er spenna í loftinu, Íslend- ingar eiga möguleika á sæti í Evr- ópukeppninni og þótt mér finnist yfirleitt gaman að sjá mína lands- menn sigra þá held ég með Íslend- ingum í þetta skipti. SEBASTIAN PETERS, Álfheimum 60, 104 Reykjavík. Um íslenska knatt- spyrnumenningu Frá Sebastian Peters Í EINU athyglisverðasta kvæði sínu segist Jónas Hallgrímsson heldur vilja bíða nokkurt and- streymi, þegar krafan sé hart á móti hörðu, en liggja eins og hver annar leggur í grjótvörðu almenn- ingsálitsins sem lestastrákar taka þar og skrifa og fylla, svo hann finnur ei, af níði. Þetta er merkileg athugasemd og á vel við okkar tíma; raunar alla tíma. Jónas segist heldur vilja kenna til í andstreyminu en vera eins og hver annar níðhöggur í einhverri vörðunni við alfaraleið samtímans. Og hverjar eru þessar vörður nú um stundir? Auðvitað fjölmiðlarnir. Þeir eru að vísu misjafnlega opnir fyrir mannskemmdum og níði um þá, sem af ýmsum ástæðum eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, en þeir verstu eru heldur óhrjáleg leikföng lestastrákanna sem hafa þá iðju helzta að velta sér upp úr níði um annað fólk. Um þetta þarf ekki mörg orð. Fyrir skömmu eyddi einn af þess- um lestastrákum sem raunar er kona hálftíma af níðþætti sínum á einni ljósvakastöðinni til að reyna að svipta fjarstaddan mann ærunni og notaði til þess einn af pólitísku hérunum sem alltaf eru kallaðir til, þegar fjölmiðlarnir þurfa á níð- leggnum sínum að halda. Sáð er eitri í berskjaldaða kviku hlustenda og því skemmtilegra sem persónuníðið gengur nær mannorð- inu. Og þetta köllum við lýðræði. Og frjálsa fjölmiðlun, auðvitað. MATTHÍAS JOHANNESSEN, Reynimel 25A, 107 Reykjavík. Níðleggur samtímans Frá Matthíasi Johannessen ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.