Morgunblaðið - 06.09.2003, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 06.09.2003, Qupperneq 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 49 KYRRÐARDAGAR Í SKÁLHOLTI SEPTEMBER 2003 - MAI 2004 Á kyrrðardögum förum við í hvarf, tökum okkur hlé frá daglegri önn og amstri og njótum friðar og hvíldar – njótum þess að vera án áreitis. Kristur gefur for- dæmið er hann sagði við lærisveina sína: „Komið þér nú á óbyggðan stað svo að vér séum einir saman og hvílist um stund“ (Mark- ús 6.31). Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og Guði, að sjá líf sitt í nýrri vídd og láta uppbyggjast og endurnærast á sál og líkama. 2003 September 12.–14. Göngudagar í kyrrð í samvinnu við Landvernd. Leiðsögn: Sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir og dr. Einar Sigurbjörnsson. 17.–21. Systradagar. Leiðsögn: Systrasamfélagið. Október 10.–12. Kyrrðardagar um haust. Leiðsögn: Sr. Kristján Valur Ingólfsson. 17.–19. Kyrrðardagar tengdir myndlist. Leiðsögn: Benedikt Gunnarsson, Jóhanna Þórðardóttir, Jón Reykdal. Nóvember 7.–9. Kyrrðardagar tengdir tónlist. Leiðsögn: Þorvaldur Halldórsson. 14.–16. Kyrrðardagar tengdir Alfahópum. Leiðsögn: Ragnar Snær Karlsson og sr. Ragnar Gunnarsson. 27.–30. Kyrrðardagar á aðventu. Leiðsögn: Karl biskup Sigurbjörnsson. Desember 12.- 14 Kyrrðardagar í nánd jóla. Leiðsögn: sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir og dr. Einar Sigurbjörnsson. 2004 Janúar 24.–26. Kyrrðardagar að vetri. Leiðsögn: Sigurður vígslubiskup Sigurðarson í Skálholti. Febrúar Engir kyrrðardagar í febrúar. Mars 3.–7. Systradagar. Leiðsögn: Systrasamfélagið. 12.–14. Kyrrðardagar tengdir tónlist. Leiðsögn : Þorvaldur Halldórsson. 26.–28. Kyrrðardagar tengdir tólf spora starfinu. Leiðsögn: Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Apríl 7.–10. Kyrrðardagar í dymbilviku. Leiðsögn: Sigurbjörn biskup Einarsson. 22.–25. Kyrrðardagar við sumarkomu. Leiðsögn: Sr. Halldór Reynisson og dr. Sigurður Árni Þórðarson. Maí 30.4.–2.5. Kyrrðardagar með bænafræðslu. Leiðsögn: Sigurbjörn biskup Einarsson. 13.–16. Kyrrðardagar hjóna. Leiðsögn: Dr. Sigríður Halldórsdóttir, sr. Gunnlaugur Garðarson, Margrét Scheving, Þorvaldur Halldórsson. Upplýsingar og skráning í Skálholtsskóla. Sími 486 8870, netfang: skoli@skalholt.is Svövusjóður styrkir þau er þess þurfa til þátttöku í kyrrðardögum. VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN Á KYRRÐARDAGA Í SKÁLHOLTI Haustlitirnir 2003 Útsölustaðir: Clara Kringlunni, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Hygea Smáralind, Sigurboginn Laugavegi, Bjarg Akranesi, Jara Akureyri, Silfurtorg Ísafirði, Myrra Selfossi. Falleg fjögurra herb. íbúð á efstu hæð til vinstri. Sérinngangur af svölum. Sólrún tekur á móti gestum í dag, laugardag og á morgun, sunnudag, milli kl. 14 og 16. VERIÐ VELKOMIN. ÁLFABORGIR 7 GRAFARVOGI OPIÐ HÚS Til sölu 3-4 herb. á Rekagranda Opið hús sunnudag Til sölu mjög góð 95 fermetra íbúð á Rekagranda 2, Reykjavík, ásamt stæði í bílskýli. Íbúðin er með stofu og holi, auk tveggja svefnherbergja með góðum skápum. Eikarparket á öllum gólfum og baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, með tengingu f. þvottavél. Tvennar suðursvalir. Stutt í alla þjón- ustu, leikskóli og grunnskóli í nágrenninu. Alda og Friðrik sýna íbúðina á milli kl. 14 og 16 á sunnudag. Nánari uppl. veitir Viggó Jörgensson, lögg. fasteignasali, í síma 895 5600. ALLIR kennarar grunnskóla Húna- þings eru annað árið í röð að leita leiða til að þróa og bæta starfshætti skólanna nemendum til hagsbóta. Verkefnið í ár heitir: Læsi til fram- tíðar sem hefur það að markmiði að auka lestrarfærni nemenda, einkum lesskilning. Til grundvallar eru lagðar hugmyndir um sjálfsvitund nemenda í námi. Stefnt er að því að nemandinn þekki sjálfan sig sem námsmann og geti áttað sig á þeim kröfum sem nám af ýmsu tagi gerir til hans. Nemendur læra að beita misjöfnum aðferðum við lestur og nám, allt eftir því sem best hentar hverjum og einum. Kenna þarf nemendum aðferðir sem eru í senn einfaldar en áhrifaríkar. Í vetur verða nemendum kenndar tvær slík- ar aðferðir, þ.e. gagnvirkur lestur og gerð hugtakakorta. Báðar aðferðirn- ar auka gagnvirkni milli námsefnis og nemenda, og kenna nemendum að nálgast námsefni á skipulegan hátt og vinna markvisst úr upplýsingum. Skipulag og framkvæmd þróunar- starfsins er í höndum Rósu Eggerts- dóttur sérfræðings á Skólaþróunar- sviði kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Kennarar Húnaþings ásamt leiðbeinanda á fyrsta fræðslufundi starfsársins sem haldinn var á Skagaströnd. Kennarar í Húnaþingi þróa og bæta starfshætti skóla SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf. og Íþróttasamband fatlaðra hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér stuðning Sjóvár við sambandið. Að mati Sjóvár-Al- mennra hefur Íþróttasamband fatl- aðra unnið mikilvægt starfi í því að byggja upp íþróttir fyrir fatlaða hér á landi. Það sé í samræmi við stefnu Sjóvár-Almennra að styrkja þau málefni sem til heilla horfi í samfélaginu. Á myndinni eru Sigfríð Eik Arn- ardóttir markaðsstjóri Sjóvár- Almennra, Einar Sveinsson for- stjóri Sjóvár-Almennra, Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasam- bands fatlaðra og Ólafur Magn- ússon framkvæmdastjóri Íþrótta- sambands fatlaðra. Sjóvá og Íþróttasamband fatlaðra Undirrita samstarfs- samning um stuðning FYRSTI leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna um upplýsingasamfélagið verður haldinn í Sviss í desember nk. Athygli verður beint að vaxandi bili sem er að verða á milli þjóða varð- andi aðgang að upplýsingatækni. Leita á leiða til að tryggja að allir njóti góðs af upplýsingabyltingunni sem nú á sér stað. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra mun sækja fundinn fyrir Íslands hönd. Í tengslum við fundinn efna Sam- einuðu þjóðirnar til samkeppni með- al skólabarna um gerð veggspjalds. Markmiðið með henni er að gefa þeim tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sínum um upplýsinga- samfélagið og býðst öllum börnum í heiminum á aldrinum 9 til 19 ára að taka þátt. Myndefnið skal tengjast einhverju þeirra sex þema sem tilgreind eru í leiðbeiningum. Skilafrestur er til 31. október nk. og skulu þátttakendur fylla út þátttökueyðublað og senda Sameinuðu þjóðunum, segir í frétt frá menntamálaráðuneytinu. Íslenski vefur WSIS er á slóðinni: www.un.dk/icelandic/WSIS/main- .htm Samkeppni um gerð veggspjalds
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.