Morgunblaðið - 17.09.2003, Síða 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 17
LOKAÐ EFTIR HÁDEGI Á FÖSTUDAG
Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími: 569 6900 - 800 6969 Fax: 569 6800 www.ils.is
Vegna skipulagsdags starfsfólks verður lokað hjá Íbúðalánasjóði kl. 12.00 föstudaginn 19. september.
Opnað verður aftur mánudaginn 22. september samkvæmt venjulegum opnunartíma.
Verið velkomin.
Dragtir • peysur
samkvæmisklæðnaður
jakkar • kápur
Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505,
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
VÍSINDAVEFUR leikskólans Iðavallar er kominn í eitt
af 10 efstu sætunum í eSchola, en það er evrópsk verð-
launasamkeppni um notkun upplýsingatækni í skóla-
starfi.
Vefurinn, sem ber heitið „Þar er leikur að læra“, var
valinn úr rúmlega 600 umsóknum. Aðalhöfundar vefj-
arins eru hjónin Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Arnar
Yngvason, sem bæði starfa sem deildarstjórar við leik-
skólann. Þau voru að vonum ánægð með fréttirnir sem
þau fengu í gær og hefur einum fulltrúa Iðavallar verið
boðið að koma til Genfar í Sviss, þar sem endanleg úrslit
verða kunngjörð. Þau hjón vonast þó til að geta verið þar
bæði viðstödd.
Þau Anna og Arnar bjuggu til vef til að halda utan um
verkefni barnanna og til að sýna kennslufræðina í skól-
anum. „Við setjum allt inn á vefinn, þannig að bæði for-
eldrar og aðrir geti fengið innsýn í starf skólans,“ sagði
Anna. Hún sagði að í skólanum væru mikið af börnum
frá öðrum löndum og því er vefurinn að hluta til á ensku,
þannig að foreldrar þeirra barna geti einnig fylgst með.
Verðlaunasamkeppnin er fyrir skóla á öllum stigum en
ákveðið var að senda vef leikskólans í keppnina, til að
sýna fram á að þetta verkefni ætti líka við um leikskóla. Í
vor var tilkynnt um að vefur Iðavallar kæmist í hóp
þeirra 100 bestu og sögðu þau Anna og Arnar að sá ár-
angur hefði komið þeim mjög á óvart og verið mikil upp-
hefð. „Það að ná þessum árangri er frábært og hreint
lygilegt og í raun mikil viðurkenning fyrir það starf sem
hér fer fram.“
Það er athyglisvert að þau hjón vinna að mestu við vef-
síðuna fyrir utan hefðbundinn vinnutíma. Arnar sagði að
þetta verkefni ætti eftir að halda áfram, vaxa og dafna.
„Og það er virkilega gaman að geta sýnt þessi verkefni
með þessum hætti, enda eru börnin frábær og mjög dug-
leg,“ sagði Anna.
Leikskólinn Iðavöllur er fyrsti leikskólinn á Akureyri
sem fékk tölvur og sá fyrsti sem er með heimasíðu. Þar
er tæknin notuð eins mikið og kostur er í skólastarfinu.
Starfsfólk skólans fékk mjög misjöfn viðbrögð í upphafi
við því að taka tölvur í notkun í skólanum. En börnin
læra að umgangast tölvur sem eru þar með eðlilegur
hluti í þeirra umhverfi.
Vísindavefur Iðavallar nær góðum árangri í evrópskri samkeppni
Hreint lygilegt að hafa
náð þessum árangri
Morgunblaðið/Kristján
Hjónin Arnar Yngvason og Anna Elísa Hreiðarsdóttir hönnuðu vefinn á leikskólanum Iðavelli, en með þeim á
myndinni eru þau Indíra, Alex Daði og Heimir. Vefurinn er kominn í eitt af 10 efstu sætunum í eSchola.
BENEDIKT S. Lafleur listamaður
vann það afrek nú nýlega að synda
yfir Pollinn á Akureyri, en hann
synti óhefðbundna leið, hóf sundið
austan megin Polls, við Veigastaða-
bás, og kom að landi við Höephner,
þar sem siglingaklúbburinn Nökkvi
hefur bækistöð sína.
„Þetta var býsna kalt, en maður
lét sig hafa það,“ sagði Benedikt sem
var um klukkustund á sundi, en leið-
in er um 1,8 sjómílur og sjórinn um
10 gráður.
Smári Sigurðsson frá Nökkva
fylgdi Benedikt alla leið. „Þetta var
eins konar samvinnuverkefni okkar,
við unnum þennan sigur saman,“
sagði Benedikt.
Um var að ræða sjósund í þágu
friðar, en Benedikt hefur áður staðið
fyrir göngum gegn fíkn og gengið
maraþongöngur gegn ofbeldi auk
þess að synda sjósund fyrir friði í
heiminum. „Svo syndir maður sér til
heilsubótar og skemmtunar að auki,“
sagði hann. Reyndar kvað hann sér
ekki hafa orðið um sel þegar hann
rakst á eitthvað hart á sundinu og
var tjáð að mikið væri um sel á Poll-
inum. „Ég var bara feginn að hafa
ekki fengið að vita það fyrirfram.“
Benedikt sagði að sundið hefði verið
hressandi, en hann hefði verið nokk-
uð dofinn þegar hann náði landi. „Ég
var fljótur að ná kuldanum úr lík-
amanum, ég skellti mér í heitasta
pottinn í Sundlaug Akureyrar og var
orðinn góður eftir 10 mínútur,“ sagði
sundkappinn.
Sjósund yfir Pollinn
í þágu friðar
Hressandi en
býsna kalt
UM 250 nýnemar við Verkmennta-
skólann á Akureyri hafa síðustu
daga farið í haustferð um sveitir
Eyjafjarðar og að sumarbúðunum
að Hólavatni.
Að þessu sinni voru ferðirnar
skipulagðar í samstarfi við SBA-
Norðurleið sem gaf skólanum akst-
urinn í tilefni af því að á þessu skóla-
ári er þess minnst að tuttugu ár eru
liðin frá stofnun hans.
Var komið við m.a. á Melgerð-
ismelum þar sem starfsemi félaga
flugáhugamanna var kynnt auk þess
sem Smámunasafnið í Sólgarði var
vandlega skoðað.
Að Hólavatni var tíminn notaður
við margs konar leiki og þrautir sem
bryddað var upp á í þeim tilgangi að
hrista saman nemendur og kennara
en 31 kennari tók þátt í ferðunum,
sem voru fjórar. Þá sýndu félagar úr
björgunarsveitinni Dalbjörgu klifur
og leyfðu nemendum að spreyta sig.
Verður 20 ára afmælis skólans
minnst með ýmsum hætti í vor.
Um 250 nýnemar við VMA hafa síðustu daga farið í haustferðir um Eyja-
fjörð og að Hólavatni þar sem þessi mynd var tekin.
Nýnemar í haustferð