Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENSKT lambakjöt fór í 32 nýj-
ar verslanir í Bandaríkjunum í gær
og er nú selt í 86 verslunum vestra,
að sögn Baldvins
Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra
Áforms, sem
vinnur að mark-
aðssetningu á ís-
lenskum land-
búnaðarafurðum
í Bandaríkjunum
og Evrópu.
Verslunar-
keðjan Whole Foods hefur selt ís-
lenskar afurðir í lúxusverslunum
sínum í Bandaríkjunum undanfarin
ár og sér um alla innanlandsdreif-
ingu. Fyrir fimm árum var það selt
í 4 verslunum, 22 árið eftir, í 33
verslunum 2001 og í 54 verslunum í
fyrra, en nú hafa meðal annars 23
verslanir bæst við í Texas auk
verslana í Flórída, Louisana, Colo-
rado og Nýju Mexíkó. Í fyrrnefnd-
um 54 verslunum verður kjötið til
sölu í fjóra mánuði en í tvo mánuði
í nýju verslununum, að sögn Bald-
vins Jónssonar, sem segir að öflugt
markaðsstarf hafi skilað þessum
árangri.
„Við verðum með 720 sex tíma
smakkkynningar núna í september
og fram í miðjan nóvember, en þá
gerum við ráð fyrir að gefa 180
þúsund manns að smakka íslenskt
lambakjöt í fyrsta sinn,“ segir
hann. „Um 70% þeirra sem
smakka kjötið kaupa það,“ bætir
hann við, en svonefndir Íslands-
dagar verða í verslunum í Boston
24. til 28. september og Wash-
ington og Baltimore 29. september
til 5. október.
Íslenskt lamba-
kjöt í 86 versl-
unum vestra
Baldvin Jónsson
ÁFRÝJUNARNEFND sam-
keppnismála hefur staðfest
ákvörðun samkeppnisráðs um að
hafast ekki að vegna erindis Sig-
urðar Lárussonar kaupmanns til
Samkeppnisstofnunar varðandi
aðstæður á íslenskum fjármála-
og dagvörumarkaði.
Telur nefndin málið byggjast á
almennum athugasemdum frá
Sigurði varðandi alvarlega ágalla
sem hann telji vera á bankakerf-
inu og greiðslumiðlun með debet-
og kreditkortum annars vegar og
á dagvörumarkaði hér á landi hins
vegar.
Segir kortin „miðstýrt
sósíalskt fyrirbæri“
Í niðurstöðu nefndarinnar segir
m.a. að eins og málið sé vaxið
verði ekki séð að kæruefnið snerti
áfrýjanda, þ.e. Sigurð, með öðrum
og nærtækari hætti en fjölmarga
aðra sem búi við þá viðskiptahætti
sem um sé fjallað í kærunni. Því sé
hann ekki í stöðu til að krefjast
efnislegrar kærumeðferðar á
kvörtun sinni hjá samkeppnisyf-
irvöldum.
Málavextir eru þeir að Sam-
keppnisstofnun barst tvíþætt er-
indi Sigurðar í apríl sl. Annars
vegar vakti hann athygli á upp-
byggingu greiðslumiðlunar með
debet- og kreditkortum sem hann
taldi vera „miðstýrt sósíalskt fyr-
irbæri“. Kaupmenn og aðrir
greiðsluviðtakendur væru settir í
hlutverk „félagsmálastofnunar“
við að „útdeila einhverjum félags-
málapökkum“. Miðstýringin næði
inn í Reiknistofu bankanna og
væri stjórnað þar af öllum bönk-
unum sameiginlega með ólög-
mætu samráði og samstarfi. Að
auki færi þessi starfsemi fram
með ólögmætu samstarfi og sam-
ráði með tveimur „erlendum auð-
hringjum“, Visa International og
Mastercard.
Hins vegar vakti Sigurður at-
hygli á „misnotkun á markaðsráð-
andi stöðu“ tveggja viðskipta-
blokka á matvörumarkaði á
Íslandi, Baugs og Kaupáss.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála
staðfestir ákvörðun samkeppnisráðs
Ekkert að-
hafst í erindi
kaupmanns
VARMARAF ehf. vinnur að því í
samvinnu við alþjóðlega fyrirtækið
Power Chips að breyta hita beint yfir
í rafmagn á sem hagkvæmastan hátt
og er gert ráð fyrir að erlenda fyr-
irtækið hafi nauðsynlegar einingar
tilbúnar eftir um ár.
Samstarfið var kynnt á ráðstefnu
Jarðhitafélags Íslands um fjölnýt-
ingu jarðhita og mikilvægi hennar
víða um heim, sem staðið hefur í
Reykjavík síðustu daga.
Sean Kilgrow greindi frá starfsemi
Power Chips og Bjarni Hafsteinsson,
verkfræðingur hjá Varmarafi, flutti
erindi um íslenska fyrirtækið.
Frumeiningar senn tilbúnar
Power Chips framleiðir einingar
sem geta breytt hita beint í rafmagn
á hagkvæmari hátt en hægt hefur
verið til þessa og kom fram hjá Sean
Kilgrow að með þeirri tækni, sem
fyrirtækið noti, sé hægt að framleiða
mun meira rafmagn úr jarðhita en
gert sé með þeirri tækni sem notast
er við í dag. Tæknin er í þróun og
hana má nýta á fleiri sviðum en jarð-
hita en gert er ráð fyrir að frumgerð-
ir þessara eininga verði tilbúnar inn-
an árs. Síðan sé málið að ná verðinu
niður svo hægt sé að nota þessa
tækni á sviðum eins og jarðhita, en
þróunin hefur staðið yfir í um fimm
ár.
Bjarni Hafsteinsson segir að
Varmaraf starfi á sama sviði. Power
Chips búi til sellurnar en Varmaraf
sjái um heildarverkfræðina á öllu
kerfinu, vöruþróunina á rafalakerf-
um í nálægð við jarðhitaumhverfið.
„Við framleiðum rafmagn úr jarðhita
með sérstökum tækjum, sem nýta
svipaðar einingar og Power Chips er
að þróa,“ segir hann. „Power Chips
framleiðir miklu betri einingar en til
eru í dag, og það kemur okkur hjá
Varmarafi mjög til góða, því við
leggjum áherslu á að byggja upp
heildarkerfið utan um þessar eining-
ar til þess að geta framleitt raf-
magn.“
Nýta betur auðlindirnar
Jarðhitaauðlindir hérlendis eru
ekki allar nýttar sérstaklega vel, því
tæknina til að beisla varmann vantar,
að sögn Bjarna. Hann áréttar að þótt
Varmaraf hafi tæki sem geri sam-
bærilega hluti og Power Chips séu
einingarnar til að breyta varmanum í
rafmagn takmarkaðar og því þurfi
eitthvað betra, en þar komi einingar
Power Chips til sögunnar.
Hins vegar sé ljóst að frumgerðir
eininganna verði of dýrar að ári.
Ekki verði hægt að beita tækninni í
miklu magni fyrr en verðið lækki en
búast megi við því að tækni- og
vöruþróun fari í gang um leið og
frumgerðirnar verði tilbúnar. „Loka-
takmarkið er að framleiða rafmagn á
hagkvæman hátt og vera samkeppn-
isfærir við þá tækni sem til er í dag,“
segir hann.
Morgunblaðið/Jim Smart
Frá ráðstefnu Jarðhitafélags Íslands um fjölnýtingu jarðhita og mikilvægi hennar víða um heim.
Ný tækni kynnt við að
breyta hita í rafmagn
BRODDHLYNUR, sem stendur í
garðinum í Bröttuhlíð 4 í Hvera-
gerði, hefur verið valinn tré ársins
af Skógræktarfélagi Íslands. Tréð
er í eigu Unnar og Ólafs Steins-
sonar garðyrkjumanns og er 7,56
metra hátt. Þvermál stofns er 35
sm og frá stofni að ystu grein eru
um 7 metrar en tréð er tæplega
fimmtíu ára gamalt.
Magnús Jóhannesson, formaður
Skógræktarfélags Íslands, afhenti
Ólafi viðurkenningarskjal við at-
höfn og hafði á orði að ekki hefði
leikið nokkur vafi á hvaða tré yrði
fyrir valinu. Tréð bæri nafn með
rentu og bæri ræktunarfólkinu
gott vitni. Við athöfnina fluttu blás-
arar úr FÍH lög undir laufskrúði
trésins.
Þetta er í sjötta sinn sem tré árs-
ins er valið, en fyrsta tréð var út-
nefnt árið 1997.
Ólafur Steinsson, eigandi trésins,
hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í
Bröttuhlíð 4 síðan 1945. Hann var í
öðrum útskriftarárgangi frá Garð-
yrkjuskóla ríkisins á Reykjum í
Ölfusi og rak í fjölmörg ár garð-
yrkjustöð sína við Bröttuhlíð.
Tré ársins er broddhlynur sem stendur við Bröttuhlíð 4 í Hveragerði.
Fimmtugur broddhlynur er tré ársins
ORKUVEITA Reykjavíkur hef-
ur ráðið Hjörleif B. Kvaran
hæstaréttarlögmann í starf fram-
kvæmdastjóra
lögfræðisviðs
og innri endur-
skoðunar. Hjör-
leifur hefur
starfað hjá
Reykjavíkur-
borg í 27 ár,
m.a. sem skrif-
stofustjóri
borgarverk-
fræðings og framkvæmdastjóri
lögfræði- og stjórnsýsludeildar
Reykjavíkurborgar. Hann hefur
verið borgarlögmaður frá árinu
1994.
Í starfi sínu sem borgarlög-
maður hefur hann annast öll mál-
flutningsstörf fyrir Reykjavíkur-
borg og stofnanir hennar, verið
lögfræðilegur ráðgjafi borgar-
stjórnar, borgarráðs, borgar-
stjóra og stofnana og fyrirtækja
borgarinnar. Hann var m.a. lög-
fræðilegur ráðgjafi veitufyrir-
tækja Reykjavíkurborgar og hef-
ur sinnt þeim málum fyrir
Orkuveitu Reykjavíkur frá stofn-
um fyrirtækisins.
Hjörleifur útskrifaðist frá
lagadeild Háskóla Íslands árið
1976, öðlaðist málflutningsrétt-
indi fyrir héraðsdómi árið 1979
og fyrir Hæstarétti árið 1992.
Ráðgert er að Hjörleifur hefji
störf hjá Orkuveitunni í næsta
mánuði.
Til starfa hjá OR
Hjörleifur