Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
16 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
á morgun
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
M
O
R
22
16
2
0
9/
20
03
ÞAÐ breytti litlu í daglegu lífi Öldu
Jónsdóttur, formanns Íslenska
fjallahjólaklúbbsins, að halda upp á
evrópskan hjólreiðadag í gær enda
fer hún flestra sinna ferða hjólandi.
Eftir að hafa verið viðstödd þegar
Árni Þór Sigurðsson, forseti borg-
arstjórnar, afhjúpaði nýjar merk-
ingar hjólreiða- og göngustíga við
Fossvogsbrú hélt hún, hjólandi auð-
vitað, til Hafnarfjarðar til að taka
þátt í kynningardegi hjólsins þar í
bæ.
Hjól er samgöngutæki
Færst hefur í vöxt á Íslandi að
fólk líti á hjól sem samgöngutæki. Í
gær var fjallað um hjólreiðar á evr-
ópskri samgönguviku og mættu fjöl-
margir hjólandi í Fossvoginn í til-
efni dagsins. Árni Þór var einn
þeirra og segir merkingarnar fyrsta
skrefið í að merkja allar göngu- og
hjólreiðarstíga á höfuðborgarsvæð-
inu. Skiltið sem afhjúpað var í gær
er fyrst í þeirri röð og á mörkum
Reykjavíkur og Kópavogs. Slík
skilti við borgarmörkin geyma yf-
irlit yfir borgarstígana, sem verða
merktir með númerum, en skilti á
stígamótum sýna hvert leiðin liggur
í hvora átt. Einnig verða þjónustu-
staðir eins og tjaldstæði, sundlaugar
og slíkt merkt á vegvísana.
Alda lítur svo á að hjólið sé í sam-
keppni við bíl númer tvö á hverju
heimili. Til þess að fleiri nýti sér
þetta farartæki til að komast á milli
staða þurfi hins vegar að gera sér-
staklega ráð fyrir hjólreiðafólki við
helstu umferðaræðar höfuðborg-
arsvæðisins. Hún segir marga
hrædda við að hjóla á helstu um-
ferðargötum. Hjólagötur ykju ör-
yggi hjólreiðafólks og það kæmist
fljótar á milli helstu hverfa og bæj-
arfélaga. Síðan væri hægt að nýta
núverandi stíga sem hluta af þessu
samgönguneti innan hverfanna.
Vantar tengingar
Hún segir t.d. skelfilegt að kom-
ast á milli bæjarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu. Það vanti allar teng-
ingar og horfa beri á þetta svæði
sem eina heild. Þótt hún þakki það
sem vel hefur verið gert á und-
anförnum árum þá segir hún hjól-
reiðastíga nú vera meira fyrir úti-
vist fjölskyldunnar en ekki til
samgangna. Þó hlusti skipulags-
yfirvöld meira á hjólreiðafólk nú en
áður.
Árni Þór veit af þessum áhyggj-
um hjólreiðafólks en segir ekkert
enn ákveðið varðandi hjólagötur
meðfram helstu umferðaræðum. Þó
hafi verið gert ráð fyrir hjólagötu
milli götu og gangstéttar á Lauga-
veginum, milli Snorrabrautar og
Barónsstígs. Það sýni hvaða stefnu
borgaryfirvöld vilji marka í þessum
efnum.
Alda segir aðspurð að sífellt fleiri
noti hjól til að komast á milli staða
og þeim fjölgi sem hjóli jafnframt á
veturna. Seld séu á milli 100 og 200
nagladekk sem kosti þónokkurn
pening. Þá bendir hún á að þegar
hjólandi vegfarendur, sem fóru yfir
gatnamót Kringlumýrarbrautar og
Miklubrautaar, voru taldir fóru
mest 50 hjólreiðamenn yfir á einni
klukkustund. Það viðmið sé nægj-
anlegt erlendis svo yfirvöld fari út í
sérstakar framkvæmdir til að auð-
velda þessar samgöngur. Í nýjustu
framkvæmdum við þessi gatnamót
hafi fólki á hjólum verið gert enn
erfiðara að komast yfir götu. Það sé
ekki hjólavæn stefna.
Alda segir að margir líti á þetta
sem umhverfis- heilsu- og sam-
gönguþátt – allt í einum pakka.
Heilsan eflist, mengun minnki og
ferðir taki jafnvel skemmri tíma en
ef farið sé með bíl. Árni Þór segist
hafa hjólað meira áður fyrr en hann
eigi ennþá hjól og fari stundum um
stíga borgarinnar hjólandi.
Að hjóla er heilsubót
Fossvogur
Morgunblaðið/Þorkell
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Árni Þ. Sigurðsson afhjúpa skilti þar sem sýndir eru hjóla- og göngustígar.
Í BYRJUN septem-
ber fóru 30 kennarar
úr grunnskólum
Reykjavíkur út í
Gróttu á Seltjarnar-
nesi til að taka þátt í
umhverfisnámskeiði á
vegum Fræðslumið-
stöðvar Reykjavíkur.
Guðrún Þórsdóttir
hjá fræðslumiðstöð-
inni sá um skipulagn-
ingu ferðarinnar og
segir nú lagða áherslu
á aukna útikennslu í
grunnskólum. Með
lengingu skólaársins
verði mikilvægara að
gera skólastarfið fjöl-
breyttara og færa
kennsluna meira út í
kennslustofu náttúr-
unnar.
Kennararnir voru
fastir í Gróttu í tíu
tíma meðan flóðið að-
skildi fjörurnar og
ekki var hægt að
komast á þurru í land
aftur. Undi fólki sér
vel undir fróðleik fyr-
irlesara. Stefán Berg-
mann kynnti stað-
hætti í Gróttu auk ýmis einkenni
náttúrunnar.
Grótta einstakur staður
Guðrún segir að fræðslan eigi að
aðstoða kennara við að fræða börn-
in með því að sýna þeim náttúruna
sjálfa. Þá læri þau að horfa í kring-
um sig og þekkja ýmis fyrirbæri í
sínu nánasta umhverfi. Grótta sé al-
veg einstakur staður til þess. Börn-
in séu líka full af áhuga og víða sé
verið að vinna frábært skólastarf.
Um daginn fóru kennarar úr
Vesturbæjarskóla með 42 börn í
vettvangsferð í Gróttu og sendu
Guðrúnu bréf um ferðina. Voru
nemendurnir eins og iðandi maurar
við að skoða, safna, spyrja og upp-
lifa náttúruna – og aðeins tveir
blotnuðu.
Voru þeir með háfa, stækkunar-
gler, sýnishornakrukkur, plastpoka,
fötur og nesti í þessari rannsókn-
arferð sinni og fengu að sögn ynd-
islegt veður, frábært rok, glæsilegt
brim og dýrlegt útsýni. Allir voru
útkeyrðir eftir daginn og svo átti að
skrifa stutta skýrslu um upplif-
unina.
Stefán Bergmann sagði frá staðháttum í Gróttu
enda kennir þar ýmissa grasa. Kennarar í grunn-
skólum Reykjavíkur færa nú í auknum mæli
kennsluna út í skólastofu náttúrunnar.
Þrjátíu kennarar í vettvangsferð
Seltjarnarnes
Grótta einstök
kennslustofa
náttúrunnar