Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 43 kosningarnar 1982 er farið að halda fundi kvöldið fyrir bæjarstjórnar- fundi reglulega hjá Alþýðuflokks- félagi Keflavíkur. Það er á þessum tíma sem Vil- hjálmur fer að taka þátt í starfinu af fullum krafti. Í kosningunum 1986 vinnur síðan Alþýðuflokkurinn glæst- an sigur og fær hreinan meirihluta. Sá sigur var ekki síst Vilhjálmi Ket- ilssyni að þakka enda fór þar glæsi- legur ungur maður, þekktur íþrótta- maður, farsæll og vinsæll skólastjóri, ágætur ræðumaður og vel ritfær. Í kjölfar kosninganna tók hann að sér starf bæjarstjóra sem hann gegndi í tvö ár. Það var mikið áræði að taka að sér þetta starf en eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur var það leyst með miklum sóma. Þessi árangur kosninganna var einsdæmi í sögu Keflavíkur og þótt víðar væri leitað. Í minningunni finnst manni að á þessum tímum hafi bæjarpólitíkin oft verið miskunnar- laus en töluvert var skrifað neikvætt um starf þessa nýja meirihluta. Allt þetta höndlaði Vilhjálmur með miklum ágætum enda maður með ákveðnar skoðanir, fylginn sér og gat líka verið fastur fyrir. Á þessum meirihlutaárum jafnaðarmanna var ráðist í margar stórar framkvæmdir sem menn eru stoltir af. Vilhjálmur var mikill skólamaður og því kom það ekki á óvart að hann skyldi aftur fara í sitt fyrra starf eftir tvö ár í bæjarstjórastóli. En eftir sem áður starfaði hann á fullu í bæjarpóli- tíkinni, en ákvað sjálfur að draga sig í hlé árið 1994. Í mörg ár átti undirritaður töluverð samskipti við Vilhjálm; hann í hlut- verki skólastjórans og undirritaður sem sá um viðhald skólans. Öll þau samskipti voru ætíð einstaklega ljúf og þægileg og er gott að minnast þessa góða samstarfs hvort sem var á pólitískum vettvangi eða í starfi skól- ans. Við sem störfuðum hvað mest og nánast með Vilhjálmi á þessum árum, undirritaður, Guðfinnur Sigurvins- son, Anna Margrét Guðmundsdóttir og Jón Ólafur Jónsson, minnumst hans með hlýju og virðingu og erum þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa þetta ánægjulega og lærdómsríka tímabil með honum. Hans er sárt saknað. Á þessari kveðjustund er hugur okkar hjá Sigrúnu og öðrum aðstand- endum og sendum við þeim samúðar- kveðjur. Hannes Einarsson. Hver má sigla þá blæs ei byr, búast í róður án ára, hver má svo skilja við kæran vin að knúinn sé ei til tára? Ég má sigla þá blæs ei byr búast í róður án ára, en aldrei svo kveð ég minn kæra vin að knúinn sé ei til tára. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Það er ekki auðvelt að færa í orð þann söknuð og sorg sem býr í hjarta á þessari stundu þegar ég minnist vinar míns og samstarfsmanns, Vil- hjálms Ketilssonar, sem kallaður hef- ur verið frá okkur í blóma lífsins. Í huga okkar jafnaldra hans var hann stór og áberandi í bæjarlífi Keflavík- ur frá fyrstu tíð. Kröftugur, hugrakk- ur, hugmyndaríkur og hraustur strákur. Alltaf svo hraustur. Foringi hópsins, fyrirliði, vítaskytta og besti leikmaðurinn. Drengur góður og fyr- irmynd ungra manna. Vilhjálmur var íþróttakappi og æskulýðsfrömuður, kennari, skólastjóri, bæjarstjóri, samstarfsmaður, vinur og félagi. Hann kvæntist ungur æskuástinni og átti stóra og ástríka fjölskyldu, sem mikið hefur verið á lagt á fáum árum. Honum var ungum falin ábyrgð á stjórn eins stærsta barna- skóla landsins og leysti það verkefni í nær aldarfjórðung af þeim dugnaði og krafti, sem einkenndi öll hans verk. Drífandi skólastjóri, í senn ákveðinn og hjartahlýr. Þeir sem minna máttu sín áttu hjá honum öruggt skjól og sterkan talsmann, sem ávallt reyndi að leysa hvers manns vanda. Hann var mér traustur vinur og ráðgjafi, sem ég treysti til að segja mér satt og benda mér á nýja fleti og lausnir vandamála þegar mig rak í vörðurnar. Nemendur, kennarar og starfsfólk Myllubakkaskóla hafa misst góðan leiðtoga og félaga. Þau þurfa nú á styrk að halda vegna þessa mikla missis og jafnframt styrk til að vinna áfram að góðu skólastarfi, með umhyggju og metnað Vilhjálms fyrir hönd skólans og nemenda að leiðar- ljósi. Ég kveð Villa vin minn með sökn- uði og þakklæti og mun ávallt minn- ast hans þegar ég heyri góðs manns getið. Guð blessi Vilhjálm og minn- ingu hans og verði Sigrúnu og fjöl- skyldu styrkur á erfiðum tímum. Eiríkur Hermannsson. Maðurinn með ljáinn hefur keim- líkan hátt á við tvo skólastjóra Myllu- bakkaskóla í Keflavík: Hermann Ei- ríksson, dagfarsprúður maður og vinsæll, fór fyrir 30 árum út að hjóla, 57 ára gamall. Þá var hann skyndi- lega kallaður til annarra starfa í öðr- um heimi. Laugardaginn 6. septem- ber fór Vilhjálmur Ketilsson út að hjóla. Skyndilega var hans stunda- glas líka tæmt. Það gerðist í nágrenni við félagsheimilið Stapa. Vilhjálmur var 53 ára gamall, íþróttamaður, bakvörður í gullaldar- liði Keflvíkinga, kennari, æskulýðs- fulltrúi og skólastjóri til margra ára. Farsæll félagsmálamaður: bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins 1986–1994, þar af bæjarstjóri í tvö ár. 1986 vann Alþýðuflokkurinn hreinan meirihluta í Keflavík undir forystu Guðfinns Sig- urvinssonar. Það er á engan hallað að segja að Vilhjálmur hafi átt gríðarleg- an þátt í þeim sigri, enda skipaði hann annað sæti listans. Þrátt fyrir marg- víslega erfiðleika í byrjun eins og til dæmis því þegar loka átti bankafyr- irgreiðslu til sveitarfélagsins en Sverrir Hermannsson kom í veg fyrir með því að opna Landsbankann Keflavík til hjálpar, þá tókst þessu unga og lítt reynda liði að koma ótrú- lega mörgu til leiðar, svo mörgu, að víðsýnn maður eins og Marteinn Árnason í Bókabúðinni og gamall bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lét undrun sína í ljós við undirritaðan oft- ar en einu sinni. Bæjarstjórastarfið reyndist Vilhjálmi erfitt og hygg ég að þar hafi hvarf Ragnars Friðriks- sonar úr starfi haft nokkra þýðingu en til Ragnars hafði Vilhjálmur oft sótt holl ráð. Sem skólamaður var Vil- hjálmur bæði farsæll og vinsæll, ekki síst sem þolinmóður hlustandi nem- enda sem sóttist námið seint. Margir nýbúar eiga Vilhjálmi margt að þakka fyrir áhuga á aðstæðum þeirra og barna þeirra. Sjálfur átti ég langt samstarf við Vilhjálm. Fáir eða engir skólamenn tóku mér eins ljúflega sem bindind- ispostula og starfsmanni barnastúku og hann. Mikill harmur er nú kveðinn að ekkju Vilhjálms, Sigrúnu Ólafsdóttur og börnum þeirra. Megi Guð vaka yfir og styrkja alla þá sem nú eiga að baki að sjá ungum og dugmiklum hug- sjónamanni. Hilmar Jónsson. Vilhjálmur Ketilsson, skólastjóri Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ, er látinn. Hann varð bráðkvaddur 6. september sl. Nóbelsverðlaunaskáldið Marques sagði einhvern tíma að það óréttlát- asta í þessum heimi væri dauðinn. Svo var einmitt nú. Hann reiddi hátt til höggsins í þetta skiptið. Svo sann- arlega er dauðinn óréttlátur þegar maður á besta aldri er hrifinn á burt með svo snöggum hætti í miðri önn dagsins. Við kveðjum mjög óvænt góðan vin og samstarfsmann til margra ára. Ég kynntist Vilhjálmi Ketilssyni fyrst er hann kom sem nemandi í Gagnfræðaskólann í Keflavík. Hann var nemandi minn öll árin þar. Að loknu kennaranámi réð Vilhjámur sig til starfa í Keflavík. Hann kenndi m.a. við Gagnfræðaskólann en þar vorum við samstarfsmenn í fjögur ár. Árið 1978 varð Vilhjálmur skóla- stjóri Myllubakkaskóla og gegndi hann því starfi til dauðadags. Hann tók sér hlé frá skólanum í tvö ár, 1986–1988, en þá var hann bæjar- stjóri í Keflavík. Við Vilhjálmur höfum því þekkst lengi og átt mikið og gott samstarf. Sérstaklega fannst mér gott að eiga hann að sem vin og félaga eftir að ég tók sjálfur við starfi skólastjóra í Reykjanesbæ. Fagmenn byggja á ákveðnum þekkingargrunni sem er hverri starfsstétt svo mikilvægur, ekki síst kennurum og skólastjórum. Hann var fagmaður í besta skilningi orðsins. Það var því ætíð gott að leita til hans um ráð og tillögur. Vilhjálmur vildi veg Myllubakka- skóla sem mestan og bestan og bar metnað hans í brjósti. Hann var ákveðinn stjórnandi og hélt öllum þráðum í hendi sér en hann var jafn- framt lipur í samstarfi og vinsæll. Vilhjálmur kallaði ætíð til sín nem- endur í efstu bekkjum og ræddi við þá einslega um framtíðaráform hvers og eins. Nemendur kunnu að meta þetta og hann var afar vinsæll meðal nem- enda, yngri sem eldri. Mér gleymist seint dagurinn þegar fréttist um lát Vilhjálms. Bæjarbúar fundu hversu mikið áfall þetta var fyrir samfélagið hér syðra. Um kvöldið söfnuðust nemendur skólans saman fyrir framan Myllu- bakkaskóla. Það var ekki skipulagt, börnin komu til þess að hugga hvert annað og finna til samkenndar og samúðar. Börnin héldu á logandi kertum og voru hljóð og róleg. Þau gerðu sér grein fyrir að þau höfðu misst mikið. Það var ótrúlegt að sjá þennan fal- lega, stóra hóp, sem var kominn að skólanum sínum til þess að votta Vil- hjálmi virðingu sína. Vilhjálmur var kvæntur Sigrúnu Ólafsdóttur. Þau eignuðust sex börn. Þau hjónin misstu tvö þeirra: Ásgeir lést kornungur árið 1973 og Vilhjálm- ur lést árið 2000. Sorgin hefur verið mikil við slíkan missi. Það er stundum sagt að tíminn lækni öll sár. Mér finnst nær að segja að það hemi svo- lítið yfir slíkan missi en sorgin, sárið, er alltaf til staðar. En heilbrigt lífs- viðhorf sem þau hjónin höfðu bæði að leiðarljósi hefur hjálpað þeim að vinna úr sorginni. Enn vitjar sorgin fjölskyldunnar. Ég votta eiginkonu, börnum og öðr- um ættingjum einlæga samúð. Þetta er mikill missir en það er einlæg von mín að þeim takist að vinna úr sorg- inni. Það er ósk mín að Guð gefi þeim þann styrk sem þarf. Ég þakka Vilhjálmi fyrir afar góða samfylgd öll árin sem við þekktumst og unnum saman. Það var gott að eiga hann að vini. Gylfi Guðmundsson, skólastjóri Njarðvíkurskóla. Það gráta margir vegna fráfalls Villa Ketils. Ég man fyrst eftir Villa þegar við vinkonurnar sóttum Opið hús í Æskulýðsheimilinu í Keflavík í gamla daga og seinna þegar hann kenndi okkur. Við vorum fljótar að átta okkur á því að þarna færi sérlega góður vinur okkar unga fólksins og frábær kennari. Hann skildi unglinga svo vel og nennti að hlusta og spjalla um allt og ekkert. Hann varð fljótt goð í okkar augum. Þegar Vilhjálmur Ketilsson varð bæjarstjóri í Keflvík þá fannst mér sú staða hæfa honum vel. Hann var virðulegur en þó alþýðlegur bæjar- stjóri. Þegar hann sneri aftur í skóla- stjóraembættið dáðist ég að því að hann skyldi taka börnin og skólann framyfir bæjarstjórann. Ég man eftir Villa í sundi en það var hans yndi að koma í sundmiðstöð- ina. Fyrir tæpum þrettán árum var ég komin rúma sex mánuði á leið, ný- tútskrifaður kennari þegar ég hitti Villa sem oftar í sundi. Hann spurði mig hvort mig langaði ekki að taka að mér forfallakennslu í skólanum um haustið í einn mánuð. Jú, það vildi ég gera enda frísk og áköf að prófa að kenna með splunkunýtt kennarapróf. Svo Villi sá ekki einungis um manna- ráðningar á skrifstofu sinni í skólan- um, heldur einnig í heita pottinum í sundmiðstöðinni! Ári seinna fastréð ég mig til Myllu- bakkaskóla og starfaði þar í átta ár undir öruggri handleiðsluVilhjálms Ketilssonar skólastjóra. Ég gat alltaf komið til hans með hugðarefni mín. Þegar ég leitaði til hans með þá hug- mynd að ég byði upp á leiklistar- kennslu í skólanum, þá tók hann því afar vel og hvatti mig áfram. Hann vissi sem var að með því að hjálpa börnum að tjá sig þá værum við að styrkja sjálfsmynd þeirra. Þá rifjaði hann upp fyrir mér hversu mikla ánægju hann hefði sem strákur haft af því að taka þátt í leikritum í stúk- unni hjá Framnessystrum. Mér þykir óskaplega vænt um Villa og á alltaf eftir að hugsa til hans með hlýhug. Ég bið Guð og ljóssins engla að fagna honum vel og hugga okkur öll sem horfum á eftir honum. Villi hefði viljað að við héldum öll áfram og gæfumst ekki upp. Þannig var Villi. Aðstandendum færi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Marta Eiríksdóttir. Kær vinur minn og samstarfsmað- ur Vilhjálmur Ketilsson, eða Villi Ket- ils eins og flestir kölluðu hann, er lát- inn. Við kynntumst fyrst fyrir alvöru, þegar við vorum í námi í Kennara- skóla Íslands, fyrir 30 árum. Samstarf okkar Villa var alltaf mjög gott og í gegnum tíðina hefur hann ekki aðeins verið mér góður samstarfsfélagi og vinur, heldur stutt mig og hvatt í hvívetna. Má með sanni segja að Villi hafi verið mikill áhrifa- valdur á starfsferil minn. Undir hans stjórn gegndi ég ýmsum störfum auk kennslunnar, s.s. umsjón með fé- lagsstarfi nemenda og var aðstoðar- skólastjóri Myllubakkaskóla. Nú síð- ast stóð hann dyggilega við bakið á mér í störfum mínum sem skólastjóri Heiðarskóla. Mun ég ávallt hugsa til Villa með þakklæti og hlýhug. Glaðværðin var aldrei langt undan, þegar Villi var annars vegar og oft var mikið fjör og sprell á kennarastof- unni. Villi gerði mér mikinn grikk haustið 1992 er ég hafði verið ráðinn skólastjóri í Örlygshöfn. Útbjó hann þá bréf, er leit út fyrir að vera frá menntamálaráðherra. Þar var mér tilkynnt að til stæði að leggja niður skólastarf í Örlygshöfninni og ég boð- aður á fund ráðherra. Þegar ég ætlaði á fundinn stoppaði Villi mig af og sagði mér hvernig í öllu lá. Oft höfum við rifjað þetta upp og haft gaman af. Fyrir mér var Villi frábær stjórn- andi, vinnusamur, staðfastur og tilbú- inn til að láta fólkið sitt njóta sín og ekki vantaði traustið og stuðninginn. Fólki leið vel í vinnunni hjá honum enda mannabreytingar aldrei miklar í Myllubakkaskóla. Hópurinn hefur alltaf verið eins og ein stór fjölskylda. Ég veit að andi Vilhjálms á eftir að svífa yfir í Myllubakkaskóla um ókomin ár. Elsku Sigrún, ég og Inga María vottum þér og allri þinni fjölskyldu okkar dýpstu samúð með von um að góður Guð veiti ykkur styrk á þessum erfiðu tímum; ykkar missir er mestur. Gunnar Þór Jónsson. Öll getum við átt von á því einhvern tímann að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að frétta lát vinar eða náins ættingja. Þegar slíkar fréttir berast óvænt og án nokkurs aðdraganda er eins og allt í umhverfinu stöðvist, þannig var tilfinning okkar vinanna þegar sú frétt barst að sterkasti hlekkurinn í hópnum, hann Vilhjálm- ur, hefði orðið bráðkvaddur fyrr um daginn. Það eru vissulega örlög okkar allra að deyja en þegar maður á besta aldri með mikla ást á lífinu og fjöl- skyldu sinni, sem sér framtíðarvon- irnar rætast í börnum sínum og elskulegum barnabörnum, er burt kallaður svona snöggt, þá verður maður orðlaus og skilningsvana. Bjartar minningar hrannast upp, traust, vinátta og virðing hafa verið sterkustu þættir í vinskap okkar. Það er sama hvar borið hefur niður hjá okkur eins og Villi sagði sjálfur svo snilldarlega; „hvort sem hefur verið í rigningunni, í sólinni, í veitingahús- unum, í kringlunum, í kirkjunum, í köstulunum, fáklædd sem uppá- klædd, við strönd, við bari, í afmæl- um, í háloftum, á hraðbrautum, á hót- elum eða á dansgólfi lífsins í heilu lifandi ævintýri“. Lífið allt hefur trú- lega ákveðinn tilgang og örlögin eru ekki í okkar höndum og verða vart umflúin. Sorg okkar er þó léttvæg miðað við það mikla áfall sem fjöl- skylda Vilhjálms verður nú fyrir öðru sinni á aðeins þremur árum. Þeirra sorg er mest og kannski er erfiðast af öllu að fá engin tækifæri til að kveðja. Enginn skilur hvers vegna lífið þarf að vera svona óréttlátt. Minningar okkar eru orðnar svo margar frá svo mörgum árum að það þyrfti fleiri blaðsíður ef allar þær yrðu skráðar. Elsku Villi, hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt, frá æsku- og ung- lingsárum allt til síðasta dags. Við munum vaka yfir Sigrúnu þinni, reyna að létta henni sorgina í kom- andi framtíð. Kæra Sigrún, Garðar Ketill, Margeir, Svanur, Vala Rún, makar og barnabörn, megi æðri mátt- arvöld gefa ykkur styrk til að fást við andstreymið sem þið hafið mætt og sorgina sem því fylgir. Okkar dýpsta samúð til ykkar allra. Minningin um hlýleikann og vináttuna mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð, elsku Villi. Góður guð geymi þig og blessuð sé minning þín. Saumaklúbbsfélagar. Í huga minn kom brot úr sálmi er ég heyrði andlát vinar okkar til margra ára, Vilhjálms Ketilssonar skólastjóra í Keflavík. Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag. Brátt þá fregnin heyrðist hljóma heill í gær, en nár í dag. Ó hve getur undra skjótt yfir skyggt hin dimma nótt. Já, við vorum stödd úti í kirkju- garði, þá kom maður á reiðhjóli. Hann var að heimsækja leiði ástvina sinna eins og við. Þegar við vorum að fara var kallað: ,,Þekkirðu mig ekki?“ Þetta var þá Villi Ketils í sínu daglega trimmi. Hann sagði okkur að hann hjólaði eða gengi á hverjum degi enda höfðum við orð á því við hann hvað hann liti vel út. Við ræddum lengi saman um lífið og tilveruna og það sem á daga okkar hefur drifið. Við töldum okkur eiga margt sameigin- legt þótt aldursmunurinn væri mikill. Okkur kom ekki til hugar að hann sem var fullur af lífsorku ætti ekki nema viku eftir hér á jörð. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vor grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H. J. H.) Ég man alltaf þegar Villi kom heim á Baldursgötuna og sagðist vera með syni hans Sverris úti í bílnum sínum. Hann hefði fengið aðsvif úti við Að- alstöð og bað mig að koma strax, hann vissi ekki hvernig færi. Villi leysti af hjá Esso á Keflavíkurflug- velli eins og margir kennarar gerðu í þá daga. Það var oft mikið að gera og talsvert um útköll. Villi var á vaktinni minni og minnist ég þess hvað mér þótti gott að biðja hann, þrátt fyrir að svefninn væri ekki alltaf mikill á milli vakta. Alltaf fór Villi sönglandi og með bros á vör út í flugvélarnar. Hann var einstaklega tillitssamur, hjálpsamur og góður vinnufélagi. Við minnumst jólakveðjanna sem við fengum frá þeim hjónum, svo hlýjar og elskulegar í okkar garð. Kæri vinur, Guð leiði þig um ljóss- ins eilífa landið. Við hjónin vottum Sigrúnu, börnunum þeirra, tengda- börnum og barnabörnum, föður hans, bræðrum og fjölskyldum þeirra inni- lega samúð og biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Nú til þín, faðir, flý ég, á föður hjartað kný ég um aðstoð ég bið þig. Æ, vert með mér í verki, ég veit þinn armur sterki í stríði lífsins styður mig. Ég veit, að við þitt hjarta er vonar lindin bjarta, sem svalar særðri önd, sem trúin himnesk heitir, sem huggun sanna veitir. Ó rétt mér, Jesú, hjálparhönd. En verði, Guð, þinn vilji, þó veg þinn ei ég skilji, ég fús hann fara vil. Þó böl og stríð mig beygi, hann brugðist getur eigi, hann leiðir sælulandsins til. (Guðm. Guðm.) Kæri Villi, við þökkum þér hlýhug og vináttu, minning þín lifir. Guð geymi þig. Leifur S. Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.