Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þú ættir að vera hjá okkur í dag og sjá ár- angur erfiðis þíns. Inn- an og utan skóla eru blóm og kertaljós sem nemendur hafa komið með til að heiðra minningu þína, að ótöldum fögrum orðum sem þeir hafa haft um þig, bæði í ræðu og riti. Við komum til að kveðja hann í dag, sem kvaddi löngu fyrir sólarlag. Frá manndómsstarfi á miðri þroskabraut hann má nú hverfa í jarðarinnar skaut sem börnum átti að búa vernd og skjól er burtu kippt af lífsins sjónarhól. (G. J.) Vilhjálmur var alltaf sýnilegur í skólanum. Það var sama hver leitaði til hans, alltaf var hann tilbúinn til að leysa vandann. Viðtalstími hans spannaði allan daginn og áreitið var oft mikið. Hann studdi við bakið á sínu fólki og kæmi upp persónulegt vandamál hjá því lá hann ekki á liði sínu að leysa það. Hann var metnaðarfullur í því sem hann tók sér fyrir hendur, keppnis- maður mikill, hvort sem hann var að keppa við fullorðna eða nemendur 10. bekkja. Metnaður þessi kom m.a. fram í því hversu skipulagður hann var og í einstaklega fallegri rithönd. Hann hafði einnig mikinn metnað fyrir hönd nemenda, að þeir sætu við sama borð og nemendur annarra skóla hvað allan aðbúnað varðaði og hann mátti ekkert aumt sjá. Sæi hann barn sem ekki átti fyrir mat hljóp hann undir bagga og það var honum kappsmál að gefast ekki upp á nem- endum þótt þeir rækjust ekki vel í hópi. Stundum fannst okkur kennur- unum hann of eftirlátur við þá sem þurftu tiltal en bæði nemendur og kennarar eru þó á þeirri skoðun að hann hafi haft einstakt lag á að láta sérhvern einstakling njóta sín. Hann gat verið þrjóskur ef hann beit eitthvað í sig. Það kom best í ljós þegar hann hélt áfram að nota z þótt búið væri að fella hana niður í op- inberum stafsetningarreglum. Einn af stóru kostunum hans var húmorinn. Á erfiðum stundum gat hann dregið fram spaugilegu hliðina og gert starfið léttbærara. Stríðni hans og gáski kom af stað margri hláturgusunni á kennarastofunni. Þeir eru ófáir hlutverkaleikirnir og VILHJÁLMUR KETILSSON ✝ Vilhjálmur Ket-ilsson fæddist á Túngötu 5 í Keflavík 13. apríl 1950. Hann varð bráðkvaddur laugardaginn 6. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 12. september. eftirhermurnar sem hann lék enda gat hann breytt sér í allra kvik- inda líki. Lítil börn kennaranna voru oft skelfingu lostin þegar hann birtist sem Mó- kollur eða einhver önn- ur ævintýravera því hann átti oft bágt með að sitja á strák sínum. Hann vildi að allir bæru ábyrgð á starfi sínu en ynnu ekki ein- göngu af kvöð og hon- um var mikið í mun að ræða málin raunsætt án þess að særa nokkurn mann. Styrkleiki okkar hóps á upphaf sitt í honum. Hann gaf sér tíma til að tala við samstarfsfólk sitt enda hefur hon- um haldist einstaklega vel á því. Hann var raunsær varðandi stöðu skólans og lagði spilin alltaf á borðið fyrir kennarana og var sífellt að hvetja fólk til dáða. Síðasta umræða snerist um að markmið skólans væru raunsæ en ekki eitthvað sem sett væri á blað fyrir augað og bætt skóla- starf var honum eilíf ögrun. Við, starfsfólkið, reynum að halda merki hans á loft með því að axla það starf sem hann átti stóran þátt í að móta. Kæra Sigrún og fjölskylda, megi blessun fylgja ykkur og guð gefa ykk- ur styrk til að takast á við sorg ykkar og missi. Starfsfólk Myllubakkaskóla. Elsku Villi. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því þá en þú varst hjarta skólans. Þú sagðir okkur alltaf að láta okkur líða vel í skólanum því skólinn væri okkar annað heimili. En það varst þú sem lést okkur líða vel. Þótt við værum send til skólastjórans kvið- um við því ekki því við vissum að þú myndir taka á því á réttan hátt. Samt bárum við öll mikla virðingu fyrir þér vegna þess að þú komst alltaf fram við okkur sem jafningja. Gott dæmi um það var þegar einn nemandi var sendur til þín en kom svo aftur í tíma með samloku í annarri hendi, kókómjólk í hinni og í góðu skapi. Svona varstu alltaf, fannst allt- af bestu lausnina. Þú minntir okkur á pokabjörninn Kolla káta sem var alltaf í góðu skapi og vildi alltaf allt fyrir aðra gera, sama hvað gekk á hjá honum. Alltaf þegar þú áttir aukatíma komstu við í tíma hjá okkur bara til að kíkja á okkur og athuga hvernig okk- ur gengi, án nokkurrar ástæðu. Okk- ur þótti vænt um það. Okkur þykir sárt að þú ert farinn, við hefðum viljað segja miklu meira en engin orð ná yfir það. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert einn af þeim sem mér þótti gott að kynnast. Orðstír fagur aldrei deyr óhapp má því skrifa á sögupjöldum síðar meir, sagan þín mun lifa. Við vottum fjölskyldu þinni samúð okkar og sendum henni allan þann styrk sem við eigum. Þín verður sárt saknað, Nemendur Myllubakkaskóla. Frændi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli sé ég oft í óskahöllum, ilmanskógum betri landa, ljúflíng minn sem ofar öllum íslendíngum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér einsog tónn á fiðlustreingnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum. Þó að brotni þorn í sylgju, þó að hrökkvi fiðlustreingur, eg hef sæmt hann einni fylgju: óskum mínum hvar hann geingur. (Halldór Kiljan Laxness.) Með þessu ljóði nóbelskáldsins langar okkur, fyrrverandi samstarfs- menn Vilhjálms, að kveðja hann og þakka ánægjulegt samstarf. Í huga okkar var hann sterk fyrirmynd í skólastarfi, farsæll stjórnandi og staðfastur maður. Sigrúnu, börnum, föður og fjöl- skyldunni allri vottum við alla okkar samúð. Auður Harðar, Auður Jónatans, Bryndís, Dagfríður, Gunnar Þór, Halla, Ingibjörg P., María Arnar, Ragnheiður, Sigurbjörg G., Steinunn, Steinþóra og Vigdís K. Heiðarskóla. Það ríkti gleði í bæjarfélaginu. Fólk var óvenju glatt og eftirvænt- ingarfullt. Menningarhátíðin okkar var gengin í garð og við opnuðum í Listasafninu sýningu með athöfn. Villi kom með litla afastelpu með sér. Hann var nákvæmlega eins og venju- lega, hreinn og beinn í framkomu. Daginn eftir var hann allur. Sorgin gerir ekki boð á undan sér. Skyndi- lega vorum við minnt á, enn einu sinni, að öllum er okkur úthlutað tíma hér á jörðu, en hvenær sá tími rennur út vitum við ekki. Vilhjálmur hafði farið út að hjóla en átti ekki aftur- kvæmt úr þeirri ferð. Hann var ímynd heilbrigðs lífernis, maður á besta aldri, sem naut þess að ganga, hjóla, synda. Við Vilhjálmur áttum sæti í síðustu bæjarstjórn Keflavíkur, fyrir samein- ingu. Þá var hann að ljúka sínum ferli sem bæjarfulltrúi og bæjarstjóri. Við tilheyrðum ekki sama pólitíska flokknum en ég dáðist að þeirri reynslu sem hann bjó yfir, yfirvegaðri framkomu hans og með hvaða hætti hann nálgaðist málin, sem var oftar en ekki frá öðru sjónarhorni en aðrir bæjarfulltrúar. Vilhjálmur var bæjarfulltrúi í Keflavík fyrir Alþýðuflokkinn í tvö kjörtímabil frá árinu 1986 til 1994. Hann gegndi starfi bæjarstjóra í tvö ár í upphafi fyrra kjörtímabils síns. Vilhjálmur Ketilsson var virtur einstaklingur í okkar samfélagi, sem allir þekktu, og farsæll skólastjóri frá 28 ára aldri. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þakka Vilhjálmi Ketilssyni fyrir það metnaðarfulla starf sem hann hefur lagt af mörkum í þágu sveitarfé- lagsins, bæjarbúum til heilla. Ég votta Sigrúnu, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum, föð- ur hans og bræðrum og öðrum þeim sem nú syrgja mætan mann dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng lifir. Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Lífið ber með sér bæði ljós og skugga. Við íbúar Reykjanesbæjar vorum í þann veginn að fagna hátindi ljósahátíðar okkar þegar óvæntan og mjög dimman skugga bar að. Ein- stökum skólamanni og máttarstólpa í samfélagi okkar hafði verið gert að kveðja öllum að óvörum í blóma lífs- ins. Þessi atburður minnir okkur á að enginn veit hvenær lífsleið okkar lýk- ur, við getum aðeins vandað okkur í lífinu, á meðan við höfum tök á. Fyr- irboðinn þarf enginn að vera. Kynni mín af Vilhjálmi sem skóla- stjóra Myllubakkaskóla eru ekki löng en þau höfðu sterk áhrif á mig. Þau voru af manni sem var afar vandvirk- ur í hugsun og gerðum. Í starfi mínu sem formaður Fræðsluráðs hér í Reykjanesbæ hafa þegar komið upp fjölmörg álitamál. Þar sem Vilhjálm- ur var til svara mátti treysta á afar óeigingjarna afstöðu. Hann sýndi mikla þolinmæði gagnvart þeim sem minna máttu sín í skólastarfinu. Hann hafði sjálfur kynnst sorginni. Hann vísaði aldrei nemanda úr skóla, taldi alltaf aðrar leiðir færar. Þannig áttu þeir sem höfðu misstigið sig og of- reynt þolinmæði annarra alltaf skjól hjá Vilhjálmi. Hann reyndist okkur í fræðsluráði afar ráðagóður og tók oft að sér lausnir mála sjálfur, ef öll sund virt- ust lokuð. Ég hef verið svo heppinn að fá son Vilhjálms, Garðar Ketil, til liðs við okkur í bæjarmálunum. Þar býr sami kraftur og yfirvegun. Kraftur Vil- hjálms lifir áfram í þeim sem hann náði að snerta. Hann hefur lagt fræ græðara og fræðara í hjörtu þúsunda barna og foreldra. Það er einlæg von mín að í Myllubakkaskóla takist að viðhalda þeim sérstaka og jákvæða skólaanda sem Vilhjálmur Ketilsson skapaði. Árni Sigfússon, bæjarstjóri og formaður fræðsluráðs Reykjanesbæjar. Aftur og aftur stendur maðurinn agndofa og skilningsvana frammi fyr- ir atburðum líðandi stundar. Hvers vegna er eiginmaður og faðir, frammámaður í samfélaginu, leiðtogi á fjölmennum vinnustað, traustur samferðamaður, skyndilega og alls óvænt kallaður úr straumi lífsins langt fyrir aldur fram? Hver er til- gangur almættisins með slíkri gjörð? Missir og söknuður fjölskyldu og ást- vina er sár og mikill, skaði samfélags- ins er tilfinnanlegur. Í dag kveð ég með söknuði vin minn og samstarfsmann um áratuga skeið Vilhjálm Ketilsson skólastjóra. Vilhjálmur var ötull, metnaðarfullur, ósérhlífinn atorkumaður, sem mátti ekki vamm sitt vita. Með mjög svo ótímabæru fráfalli hans er höggvið skarð í raðir skólastjórnenda í Reykjanesbæ sem vandfyllt verður. Kynni okkar og samstarf hófst árið 1978 en þá varð ég formaður skóla- nefndar grunnskólans í Keflavík. Eitt af fyrstu verkum skólanefndarinnar var að ráða nýjan skólastjóra að Barnaskólanum, sem nú heitir Myllu- bakkaskóli. Vilhjálmur, þá aðeins 28 ára að aldri, var valinn úr hópi um- sækjenda. Barnaskólinn í Keflavík var þá einn af fjölmennustu grunn- skólum landsins með rúmlega 800 nemendur. Starfið var erilsamt og krefjandi, margskonar breytingar urðu á grunnskólalöggjöfinni. Þá strax kom í ljós hinn gífurlegi metn- aður sem Vilhjálmur bar í brjósti fyr- ir skólann sinn. Fyrir mig sem for- mann var ómetanlegt að njóta starfskrafta hans. Eitt af þeim verk- efnum í skólamálum sem komust í framkvæmd fljótlega upp úr 1980 var að flytja kennslu fatlaðra barna heim í hérað. Fram að þeim tíma var rúm- lega 30 börnum ekið daglega af Suð- urnesjum til höfuðborgarsvæðisins til náms. Mikið álag fylgdi öllum þessum akstri fyrir nemendurna og jafnframt foreldra. Þrátt fyrir að hafa með höndum stjórn eins fjölmennasta grunnskóla landsins var Vilhjálmur fús að takast á við það verkefni að koma kennslu þessara barna fyrir í Myllubakkaskóla eins og kostur var. Með mikilli vinnu og átaki tókst að koma verkefninu í þann farveg að akstur fatlaðra nemenda til höfuð- borgarsvæðisins lagðist af. Ef hægt væri að spyrja Vilhjálm hvað af öllum þeim góðu verkefnum sem hann kom að stæði hæst í hans huga er ég ekki í vafa um að svarið væri bætt aðstaða fyrir fatlaða nemendur í heimabyggð. Fyrir utan samstarf í skólamálum lágu leiðir okkar saman í sveitar- stjórnarmálum á vegum SSS og bæj- arstjórnar Keflavíkurkaupstaðar. Ekki vorum við flokksbræður en skoðanabræður í flestöllum málum. Vilhjálmur var íhaldssamur hægri- krati og var traustur félagi í Alþýðu- flokknum meðan hann var og hét. Því hefur verið haldið fram að í Keflavík hafi verið um langt árabil jafnaðar- sinnaðir sjálfstæðismenn og hægri- sinnaðir alþýðuflokksmenn. Með þá skilgreiningu í huga er engin furða að eplin hafa ekki fallið langt frá eikinni. Í öllu samstarfi var Vilhjálmur ráða- góður, útsjónarsamur, fljótur að skilja aðalatriði frá aukaatriðum og glöggur á menn og málefni. Hann var traustur bandamaður og gott að eiga hann að. Þessir eiginleikar komu hon- um að góðum notum í starfi bæjar- stjóra og bæjarfulltrúa í Keflavík en hann var áttundi bæjarstjóri Kefla- víkurkaupstaðar. Spor hans liggja víða í samfélaginu og hann er tví- mælalaust einn af þeim dáðadrengj- um sem sett hafa mark sitt á bæj- arlífið. Nú að leiðarlokum vil ég þakka traust og gott samstarf, ég tel mér heiður að því að hafa átt Vilhjálm Ketilsson að vini og samstarfsmanni. Fjölskylda mín vottar eftirlifandi eiginkonu, frú Sigrúnu Ólafsdóttur, börnum og barnabörnum svo og föð- ur, bræðrum og öðrum ættingjum dýpstu samúð og hluttekningu og bið- ur almættið að styðja þau og styrkja á raunastund. Blessuð sé minning um góðan dreng. Ellert Eiríksson. Við minnumst með sérstökum hlý- hug Vilhjálms Ketilssonar. Hann var mikill skólamaður og hugsjónamaður í starfi. Það eru ekki einungis nem- endur og samstarfsfólk sem eiga góð- ar minningar um Vilhjálm, við for- eldrar barnanna sem hafa verið svo lánsöm að sækja Myllubakkaskóla undir stjórn hans þökkum alla hlýjuna og nærgætnina sem ein- kenndi hans leiðsögn alla tíð. Við vonum að skólinn haldi minn- ingu Vilhjálms á loft með því að halda til streitu því markmiði hans að börn- unum og starfsfólkinu líði vel á þess- um vinnustað sem þau eiga flest heil- an áratug. Mikill stöðugleiki í mannahaldi hefur einkennt Myllu- bakkaskóla og eftir fráfall Vilhjálms stendur hópur fólks höggdofa, en sem með samheldninni mun geta tekist á við komandi daga. Nemendur Myllubakkaskóla halda minningu Vilhjálms á loft með því að tileinka sér skilaboð hans, að lifa heil- brigðu lífi og vera góð hvert við ann- að. Meðal drauma Vilhjálms og það sem honum varð tíðrætt um á fundum okkar var sú hugsjón hans að allir nemendur gætu gengið að heita matnum í mötuneyti skólans, það væri hluti skólastarfsins eins og að fá skólabækurnar, en ekki bundið efna- hag heimilanna. Vissulega erfitt í framkvæmd en ekki ekki óvinnandi vegur, ef viljinn er fyrir hendi. Einnig skein ávallt í gegn á öllum okkar fundum einstök umhyggja Vilhjálms fyrir nemendum sínum, sem hann ávallt kom fram við eins og jafningja. Aðstandendum Vilhjálms og sam- starfsfólki öllu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Við munum öll sakna þess sárlega að eiga ekki eftir að hitta Vilhjálm, hressan í bragði og með blik í auga. En minningin lifir. F.h. foreldrafélags og foreldraráðs Myllubakkaskóla, Sóley Birgisdóttir, Hrafnhildur Ólafsdóttir, Dagný Gísladóttir. Um síðustu helgi bárust þau sorg- legu tíðindi að Vilhjálmur Ketilsson skólastjóri væri allur. Þegar menn falla frá svo skyndi- lega og langt um aldur fram setur mann hljóðan og verður hugsað til þess hversu skammt sé milli lífs og dauða. Hugurinn leitar til baka að vett- vangi bæjarmálanna í Keflavík. Eftir Kæri pabbi, með ást og virðingu vil ég kveðja þig í síðasta sinn. Þú munt alltaf lifa í huga mínum fyrir það hve traustur og yfirvegaður þú varst. Ég leitaði oft til þín og þú mættir mér með skilningi. Þú varst sem klettur í haf- inu sem alltaf var hægt að stóla á. Nú er þessi klettur horfinn og allt í einu er fótfestan ekki sú sama og áð- ur, en nú er komið að mér að standa á eigin fótum og lifa lífinu til fulls eins og þér lánaðist að gera. ARI GUÐMUNDSSON ✝ Ari F. Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 18. september 1927. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 6. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 15. september. Í dag er afmælisdag- ur þinn. Við gleðjumst vegna dagsins í sam- einingu þó tveir heimar skilji okkur að. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt. Þeim svefni enginn ræni þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr) Guð geymi þig elsku pabbi minn. Þín Vilborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.