Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 10 www.islandia.is/~heilsuhorn PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Árnesapóteki, Selfossi, Lífsins lind í Hagkaupum og Yggdrasil, Kárastíg 1.Multi-vítamin og steinefna- blanda ásamt spirulínu, lecithini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum 10 ára Náttúrulegt B-vítamín ásamt magnesíum og C- vítamíni í jurtabelgjum Gegn stirðleika í liðamótum Veldu kalk sem gerir gagn. Einnig hægt að fá með D vítamíni Í dagsins önn Laxalýsi Kalk úr jurtum Ein með öllu UM 190 manns tóku þátt í Ak- ureyrarhlaupinu sem þreytt var sl. laugardag, sem er veruleg fjölgun þátttakenda frá síðasta ári. Nokkrir erlendir hlauparar mættu til leiks að þessu sinni og komu þeir frá Belgíu, Danmörku, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Flest- ir voru þátttakendurnir í skemmtiskokkinu, eða 106, en einnig var keppt í 10 km hlaupi og hálfmaraþoni. Daníel Smári Guðmundsson sigraði með yfirburðum í karla- flokki í hálfmaraþoni en hann hljóp vegalengdina, 21,1 km, á 1:19:40 klst. Halldór Halldórsson hafnaði í öðru sæti og Þórður G. Sigurvinsson í því þriðja en alls tóku 19 karlar þátt í hlaupinu. Rannveig Oddsdóttir sigraði í hálfmaraþonhlaupi kvenna, einn- ig með töluverðum yfirburðum en hún hljóp vegalengdina á 1:29:02 klst. Guðrún Kristjánsdóttir hafn- aði í öðru sæti og Hólmfríður Vala Svavarsdóttir í því þriðja. Hólmfríður Sigurðardóttir kom fyrst í mark í 10 km hlaupi kvenna á 46:38 mínútum en Birk- ir Már Kristinsson sigraði í karla- flokki á 38:32 mínútum. Í þriggja km skemmtiskokki sigraði Nanna Chrisensen í kvennaflokki á 13 mínútum sléttum og í karlaflokki sigraði Sigurður Páll Tryggvason á 10:43 mínútum. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu karla og konur í hverjum flokki. Air Greenland gaf flugmiða fyrir tvo í verðlaun fyrir fyrsta sæti í hálfmaraþoni bæði í karla og kvennaflokki. Vegleg útdrátt- arverðlaun voru í boði sem allir þátttakendur áttu jafna mögu- leika á að hreppa, þar á meðal flugmiða með Grænlandsflugi milli Akureyrar og Kaup- mannahafnar. Hlaupið hófst á Akureyrarvell- inum og því lauk þar einnig og eftir allt erfiðið var þátttak- endum boðið upp á pizzu og gos. Góð þátttaka í Akureyrarhlaupinu Daníel og Rannveig sigruðu í hálfmaraþoni Morgunblaðið/Kristján Þátttakendur í Akureyrarhlaupinu voru á ýmsum aldri en allir þáðu þeir pizzu og gos þegar þeir komu þreyttir í mark að hlaupinu loknu. Morgunblaðið/Kristján Sumir voru ánægðari en aðrir í lok hlaupsins og fögnuðu ákaflega. FERÐAFÉLAG Akureyrar bauð um liðna helgi nemendum úr 6. bekk Glerárskóla á Akureyri í helgarferð í Laugafell. Alls var um að ræða 29 nemendur auk þess sem fjórir af for- eldrum barnanna slógust með í för og þá var að sjálfsögðu fararstjóri fyrir hópnum og matráðskona frá fé- laginu. Ekið var fram Eyjafjarðardal og áð nokkru innan við Hólsgerði, við Hafrá, sem er ein af þverám Eyja- fjarðarár. Þar sýndi fararstjórinn börnunum hvernig áin hefur byggt upp aurkeilu úr grjóti og möl á leið sinni frá mynni Hafrárgilsins niður að Eyjafjarðará. Næst var áð við botn Eyjafjarðardals, en þar er áin orðin að litlum læk sem stökkva má yfir. Brugðu sér í laugina Í Laugafelli skelltu börnin sér í sundlaugina sem þar er og þegar bú- ið var að skola af sér ferðarykið bauð ferðafélagið upp á grillveislu. Því næst var farin skoðunarferð um svæðið og börnunum sýndar helstu plöntur svæðisins og heitu laugarnar í Laugafelli voru skoðaðar og hita- stig þeirra mælt. Dagurinn endaði með kvöldvöku með upplestri, en gist var í skálum Ferðafélags Akur- eyrar í Laugafelli. Börnin munu síðar skrifa ritgerð um það sem fyrir augu bar í ferðinni og mun Ferðafélag Akureyrar veita verðlaun fyrir þá bestu. Ferðafélag Akureyrar bauð börnum í Laugafell Morgunblaðið/Ingvar Teitsson Nemendur úr Glerárskóla við skála Ferðafélags Akureyrar í Laugafelli, ásamt foreldrum og bílstjóra. Þar var ferðarykið skolað af mannskapnum. Farið í bað og grillað fjármálafyrirtæki sem legði áherslu á að viðskiptavinir nytu þess í betri vöxtum að stunda bankaviðskipti á Netinu. Fyrirtækið ræki ekki útibú og því gilti einu hvar á landinu fólk byggi, en að sögn Halldórs eru margir Akureyringar í hópi við- skiptavina bankans. Veitt væri öll al- menn bankaþjónusta til einstaklinga á Netinu og um síma. „Þetta sparar kostnað og gerir það að verkum að HALLDÓR Bachmann, markaðs- stjóri Netbankans nb.is, er um þess- ar mundir að kynna bankann Akur- eyringum og ýmis tilboð sem hann býður af því tilefni. „Við erum að bjóða viðskiptavin- um okkar á Akureyri veðlán með 75% veðhlutfalli án þess að fast- eigna- eða brunabótamat sé tak- markandi þáttur. Hjá okkur er það markaðsverðið sem ræður ferðinni og við lánum með 75% allt að veð- hlutfalli af því. Veðlán hjá okkur eru til allt að 25 ára og bera 6,5%-9,35% vexti. Hægt er að taka lánin hvort sem verið er að kaupa fasteign eða síðar þannig að þau henta einnig til að fjármagna viðgerðir og lagfær- ingar á eldra húsnæði,“ sagði Hall- dór. Hann sagði fasteignamarkað á Akureyri vera stöðugan, en á síðustu 10 árum hefði verið jafn og góður stígandi í verði fasteigna og væri nú svo komið að fasteignaverð á Akur- eyri stæði nánast jafnfætis ná- grannabæjum Reykjavíkur, s.s. Hafnarfirði. Halldór sagði nb.is vera sjálfstætt við getum boðið betri vexti. Þannig teljum við að okkar yfirdráttar- vextir séu þeir bestu sem einstaklingum bjóðast og það hefur verið staðfest í útttekt í Morgunblaðinu og get- ur numið allt að fjórð- ungi,“ sagði Halldór. Hann segir að nú standi yfir átak á Ak- ureyri og af því tilefni standi bæjarbúum til boða ýmis tilboð frá nb.is. Þannig verði veittur 40% afsláttur af lántökugjaldi sæki menn um veðlán fyrir lok október næstkomandi og eins standi við- skiptavinum til boða 0,4% lægri vextir af veðlánum. „Þá ætlum við að bjóða þeim Akureyringum sem stofna til launareikningsviðskipta við okkur fyrir lok októbermánaðar helmingi lægri yfirdráttarvexti fyrstu 6 mánuðina eftir að reikning- ur er stofnaður hvort sem hann tek- ur veðlán eða ekki,“ sagði Halldór. Bjóða veðlán með allt að 75% veðhlutfalli Morgunblaðið/Kristján Halldór Bachmann, markaðsstjóri nb.is. Netbankinn nb.is með átak á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.