Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 20
AUSTURLAND
20 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEIR fjörutíu og fimm starfsmenn
sem eru í húsinu teljast vinna um
10% af þeim störfum sem unnin
eru í Seyðisfjarðarkaupstað og
skiptir því miklu máli hvort hægt
sé að tryggja rekstur Dverga-
steins áfram. Atvinnutækifæri
liggja ekki á lausu í bænum og ef
af lokun verður er ekki víst að
menn hafi að öðru að hverfa á
staðnum.
Fólkið í bænum ýmist trúir því
ekki með nokkru móti að Dverga-
steini verði lokað eða það veltir
fyrir sér að ef Útgerðarfélag Ak-
ureyringa geti ekki rekið húsið
skikkanlega geti það sjálfsagt
enginn annar heldur.
Aðrir segja borðliggjandi að
Seyðisfjarðarkaupstaður muni
blanda sér í málið, þótt ekki hafi
bæjarsjóður efni á því. Hann hafi
hins vegar ekki efni á því siðferði-
lega að láta málið afskiptalaust.
Fólkið sem vinnur í Dverga-
steini og hefur sumt unnið þar
áratugum saman hefur ýmislegt
til málanna að leggja. Segir þó að
það hafi alltaf fylgt húsinu að
ekki væri vinsælt að gaspra op-
inberlega um málefni þess. Svipt-
ingar hafi verið miklar í gegnum
árin og oft staðið tæpt. Þó aldrei
tæpara en nú.
Vörn snúið í sókn hjá Dvergasteini?
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Frystihúsið Dvergasteinn á Seyðisfirði. Hugsanlega verður rekstri þess hætt um áramót og missa þá 45 manns atvinnuna.
Stóra spurningin á Seyðisfirði er hvort ÚA muni loka frystihúsinu Dvergasteini um áramót eða
finna, með eða án Seyðfirðinga sjálfra, nýjan flöt á rekstrinum og snúa þannig vörn í sókn. Stein-
unn Ásmundsdóttir ræddi við heimamenn um þessa erfiðu stöðu og óvissuna sem ríkir.
Seyðisfjörður
NOKKRAR konur eru að ljúka
vinnudeginum í Dvergasteini og bíða
eftir fari heim. Þær segjast ekki
leggja í að láta hafa neitt eftir sér
undir nafni.
„Þetta er svo ljótt að það er ekki
hægt að tala um það,“ segir ein
þeirra og heldur áfram, „komið þið
heldur þegar eitthvað jákvætt ger-
ist, ekki bara þegar allt er í kalda
koli.“
„Það er ljótt að gefa fullt af lof-
orðum og svíkja þau hvert á fætur
öðru,“ segir önnur úr hópnum. „Það
sem yfirmenn ÚA segja opinberlega
er ekki það sama og okkur er sagt á
fundum.“
Þær segjast efast um að bæjar-
sjóður hafi ráð á að grípa inn í rekst-
urinn eins og mál standa í dag.
„Manni finnst grátlegast að þeir
eru búnir að vera hér í sex, sjö ár og
hirða gróðann öll þessi ár. Svo er
ekki eitt ár liðið síðan þetta varð ÚA
og þá ætla þeir að flýja af hólmi.“
Ein kvennanna kveður upp úr með
að vel sé hægt að reka Dvergastein.
„En ef hið stönduga ÚA getur ekki
rekið fyrirtækið geta það þá ein-
hverjir aðrir? Kannski bæjarsjóður
Seyðisfjarðar?“ spyr hún.
Fundur starfsfólks með trúnaðar-
manni verður haldinn 24. september
nk. „Þá var okkur lofað einhverjum
fréttum sem hægt væri að byggja á,“
segja konurnar og skella bílhurð á
nefið á blaðamanni.
Íbúar Seyðisfjarðar hafa áhyggjur
af þeirri óvissu sem ríkir nú um
rekstur frystihúss ÚA á staðnum.
Grátlegt ef
ÚA ætlar
að flýja af
hólmi
„VIÐ höfum trú á að eitthvað já-
kvætt gerist,“ segir Guðni Sig-
mundsson sem starfar hjá frystihús-
inu Dvergasteini
á Seyðisfirði.
„Maður vonar það
svo sannarlega.
Við þurfum öll að
standa saman og
þetta fer vel.“
Guðni segist
vita til þess að
einhverjir heima-
menn hafi kannað
möguleg kaup á
þeim rúmlega 400 þorskígildis-
tonnum sem færð voruá Skagstrend-
ing eftir sameininguna við Dverga-
stein.
„Ég veit að menn eru að horfa í
kringum sig og skoða en það er
ómögulegt að vita hvort eitthvað
kemur út úr því,“ segir Guðni. „Það
þýðir bara ekkert annað en að vera
bjartsýnn. Þetta hlýtur að reddast
einhvern veginn.“
Þetta
hlýtur að
reddast
Guðni
Sigmundsson
„ÉG VEIT ekki hvað er að gerast og
er hræddur um stöðu mína,“ segir
Pólverjinn Jatzeck, einn fárra útlend-
inga sem vinna í Dvergasteini.
„Ég flutti hingað fyrir um tveimur
árum með fjölskyldu mína og við
hjónin vinnum bæði hjá Dvergasteini.
Á þessum tíma að ári ætti ég að vera
kominn með „græna kortið“, en nú
óttast ég um framhaldið. Ég hef leyfi
frá íslenskum stjórnvöldum, leyfi frá
verkalýðsfélagi og samning við ÚA.
Þeir ágætu menn gleymdu að vísu að
upplýsa mig um það þegar ég skrifaði
undir samninginn, að ég hefði aðeins
tveggja mánaða uppsagnarfrest. Ég
var að frétta það núna á dögunum.
Dóttir mín er hér í skóla, við keypt-
um okkur húsnæði og viljum endilega
búa hér áfram, en ég veit ekki hverjir
atvinnumöguleikar mínir eru á Seyð-
isfirði ef þeir loka Dvergasteini.“
Hótun eða yfirvofandi
staðreynd
Jatzeck segir að fólkið í frystihús-
inu sé skelkað. „Ég þekki ekki ís-
lenskan raunveruleika nógu vel enn
þá til að gera mér grein fyrir hvort
lokunin er aðeins hótun eða yfirvof-
andi staðreynd. Ég heyri Gunnar
Larsen, framkvæmdastjóra ÚA,
segja afdráttarlaust í sjónvarpi að
þeir ætli að loka.
Þeir nefna slakt gengi krónunnar
meðal annars sem ástæðu fyrir
rekstrarvandræðum og að markaðir
séu erfiðir. Ef þessir menn geta ekki
selt fiskinn til sinna venjulegu við-
skiptavina, ættu þeir náttúrlega að
einbeita sér að því að finna nýja og
vænlegri markaði. Er ekki hægt að
selja víðar en til Bandaríkjanna?“
segir Jatzeck að lokum.
Við
erum
skelkuð
„ÉG trúi ekki fyrr en ég tek á því
að Útgerðarfélag Akureyringa
ætli að hlaupa frá þeim samn-
ingum sem þeir undirrituðu á sín-
um tíma,“ segir Tryggvi Harð-
arson, bæjarstjóri á Seyðisfirði.
„Við munum innan skamms
eiga viðræður við forsvarsmenn
ÚA um hvað hægt sé að gera í
stöðunni. Auðvitað hafa allir að-
ilar samfélagslegar skyldur gagn-
vart því fólki sem hefur lagt
grunninn að þessum verðmætum
og ég sé ekki fram á að menn geti
hlaupist undan þeim skyldum sem
fylgja því að taka yfir bæði kvóta
og rekstur á sínum tíma. Auðvitað
verða alltaf ein-
hverjar breyt-
ingar á rekstr-
arumhverfi, en
þá bregðast
menn við því og
finna nýja fleti
til að starfa á.“
Tryggvi segir
að fari svo ólík-
lega að ÚA
hætti rekstri og
loki Dvergasteini, sé það enn eitt
dæmið um að heilt sveitarfélag
hafi verið haft að ginningarfífli.
„Það er búið að leika þennan
leik stundum áður og ég trúi því
ekki að þeir aðilar sem stjórna
nú, ætli að endurtaka það sem
stundum hefur skeð að menn hafa
tekið yfir fyrirtæki og lofað því
að halda áfram rekstri ýmist á
skipum eða vinnslum en blekið
stundum varla verið þornað þegar
allt er svikið.
Þetta er kannski það sem hefur
reynst kvótakerfinu hvað þyngst í
skauti. Það er lítil sátt um kvóta-
kerfið og almenningur lítur á það
sem hverja aðra hringavitleysu.
Ég hygg að ef menn halda áfram
svona vinnubrögðum muni það
endanlega ganga frá kvótakerf-
inu eins og það er í dag.“
Trúi ekki að menn hlaupist
undan skyldum sínum
Tryggvi Harðarson
bæjarstjóri.
ÓLAFUR M. Ólafsson skipstjóri á
helming í togaranum Gullveri NS
sem gerir út frá Seyðisfirði. Eftir
sameininguna við Skagstrending
hefur kvóti Dvergasteins verið
veiddur af Gullveri og aflinn unnin í
Dvergasteini. Gullver hefur einnig
lagt hluta af eigin kvótaafla inn hjá
frystihúsinu, auk þess sem skipið
hefur veitt kvóta sem Brim lagði til á
þessu ári og jafngildir frystihúss-
kvótanum.
Ólafur segist allt frá sameining-
unni við Skagstrending hafa talið að
svona myndi fara. „Ég skal ekki
segja um það hvort þessu verður
bjargað á síðustu stundu, það er
ómögulegt að vita.
Við sem eigum Gullverið höfum
veitt afla til vinnslu í Dvergasteini
undanfarin þrjátíu – fjörutíu ár og
við skulum sjá til hvað gerist með
skipið og kvótann.“
ÚA færði kvóta Dvergasteins ný-
lega af Gullveri yfir á skip í eigu
Skagstrendings, en nú stendur sá
kvóti Seyðfirðingum til boða ef þeir
vilja kaupa.
Landað afla til vinnslu í
Dvergasteini í rúm þrjátíu ár