Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 11 t.d. var þar veiðimaður á mánu- daginn sem fékk 30 birtinga, allt að 4 punda,“ bætti Jakob við. Skoska aðferðin Sl. sunnudag var greint frá væntanlegri tilraun Stangaveiði- félagsins Lax-á að koma á hinni hefðbundnu skosku veiðiaðferð „loch fishing“ í íslenskum stöðu- vötnum þar sem lax gengur um. Þessi umræða hefur vakið athygli sem vonlegt er, en rétt mun vera að engin vötn hafa verið valin í þessu sambandi. Vötnin sem nefnd voru í fréttinni og birtust á heima- síðu Lax-á, Laugarbólsvatn og Svínavatn, eru til athugunar sem og fleiri sem bjóða upp á skilyrði fyrir þennan veiðiskap. EFSTA svæði Grenlækjar, svo- kallað svæði 7, sem áður var nán- ast lokað fyrir stangaveiði, er nú komið í notkun og síðustu tíu daga hafa menn verið að fá þar góða veiði og vænan fisk, enda þarf birtingur sem þangað gengur að stökkva fremur strembinn foss og það gera bara þroskaðir hrygning- arfiskar. Jakob Hrafnsson, annar leigu- taka svæðisins sagði í samtali við Morgunblaðið að svæðið hefði komið vel út að undanförnu, „Veið- in hefur tekið kipp á svæðinu síð- ustu tíu dagana og menn verða varir við mikinn fisk og hefur hann dreift sér vel um svæðið. Það er auðvelt að gleyma sér þarna í hrauninu og menn hafa verið að fá nokkra fiska á dag, væna fiska, og missa líka talsvert því fiskur hefur tekið grannt. Það hefur verið mik- ið vatn að undanförnu, en farið sjatnandi,“ sagði Jakob. Önnur sjóbirtingsverstöð á svæðinu er Víkurflóð og hafði Jak- ob einnig haft spurnir þaðan, „það hafa komið góð skot í Víkurflóði, Menn hafa verið að fá góð skot í Þverá í Fljótshlíð, Vignir Arn- arson sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði farið þang- að góða ferð fyrir skömmu við annan mann. Fengu þeir á stutt- um tíma 4 laxa og eina 6 punda bleikju. Nokkuð á annað hundrað laxar hafa veiðst og sagði Vignir talsvert af laxi í ánni, en hún væri erfið, vatnslítil og viðkvæm. Það þyrfti að læðast og skríða um bakka. Þá höfum við fregnað að Kvísla- veitur hafi gefið vel í haust, en stutt mun í yfirfallsvatn þar ef það er ekki þegar brostið á. Fyrir stuttu fóru tveir saman og fengu tólf urriða hvor. Höfðu farið áður og veitt mjög vel, sem og fleiri. Birtingur dreifir sér um Grenlæk Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Falleg kvöldstemning við Skógá. 5–8 punda laxar og 6 punda bleikja úr Þverá í Fljótshlíð. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? ÁRIÐ 2020 geta konur vænst þess að verða 82,3 ára og karlar 79,1; 2040 verður meðalævilengd kvenna 82,6 ár og karla 80,1. Dánartíðni hefur verið töluvert hærri meðal karla en kvenna í öllum aldurshópum. Á allra síðustu áratugum hefur hins vegar dregið saman með kynjunum og sú þróun mun halda áfram, ef marka má framreikning mannfjöldans á Ís- landi til ársins 2040 sem Hagstofan hefur gefið út. Munar hér mestu um lækkun dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og af völdum slysa. Á fyrri hluta 8. áratugarins var 6 ára munur á ævilengd karla og kvenna en var aðeins rúmlega 4 ár í lok 10. áratugarins. Standist for- sendur framreiknings verður munur milli kynjanna rúmlega 3 ár árið 2020 og aðeins 2,5 ár 2040. Samkvæmt spánni fjölgar Íslend- ingum í 300.000 á árinu 2007. Árið 2020 verða landsmenn tæplega 326.000 að tölu og liðlega 351.000 ár- ið 2040. Árið 2040 verður hlutfall aldraðra, reiknað sem hlutfall 60 ára og eldri af íbúum 20-59 ára, verða 0,55 en það er 0,28 í dag sem er lágt samanborið við önnur Evrópulönd. Samkvæmt framreikningi mun Ís- land ná hlutfalli þessara landa í kringum 2020. Hlutfall barna og unglinga 0-19 ára af íbúum 20-59 ára er aftur á móti hátt á Íslandi eða 0,57, saman- borið við 0,41 í Evrópusambands- löndunum. Hér á landi verður þetta hlutfall 0,50 í lok spátímabilsins. Forsendur framreikningsins gera ráð fyrir að frjósemi haldist óbreytt út allt tímabilið og sé jafnhá og 1998- 2002. Þá er gert ráð fyrir að fjöldi að- fluttra umfram brottflutta til og frá landinu haldist óbreyttur miðað við það sem var á árabilinu 1993-2002. Við útreikning á dánarlíkum var tek- ið mið af þróun dánartíðni síðustu fjögurra áratuga og leitnin skoðuð eftir kyni og aldri. Ekki var gert ráð fyrir bættum lífslíkum 85 ára og eldri en dánartíðni þessa aldurshóps hefur verið nánast óbreytt síðustu tvo áratugi. Í flestum aldurshópum var gert ráð fyrir meiri lækkun á dánarlíkum karla en kvenna. Spá Hagstofunnar um þróun mannfjölda Íslendingar 300 þúsund árið 2007? ! " ! # " # $ " $    # # # !# !% ! ! ! #%         !" #   & ' (  ) *+ ,  , ÞOTU Flugleiða var snúið við eftir um 45 mínútna flug áleiðis til Lund- úna í gærmorgun vegna tæknilegrar bilunar og flogið aftur til Keflavíkur. Þotan, sem er af gerðinni Boeing-757, fór frá Keflavík til Lundúna um klukkan 7:45 en lenti aftur í Keflavík klukkan 9:20. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, var vélin að hækka úr 33 þúsund fetum í 37 þúsund fet þegar bilunarinnar varð vart. „Flugstjóranum fannst vélin ekki hafa nægt afl og að höfðu samráði við flugvirkja á jörðu niðri var ákveðið að snúa við og athuga hvað væri að. Það kom strax í ljós hvað var að og það var lagað og farið í loftið aftur.“ Bilunin mun hafa tengst eldsneytisdælu í vélinni. Snúið við vegna bilunar HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á þrí- tugsaldri í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundið, fyrir innbrot og fjölda þjófnaða, aðal- lega úr bílum, fyrr á þessu ári. Frestun fullnustu refsingar ákærða er bundin þeim skilyrðum að hann sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón, að hann hlíti fyr- irmælum um dvalarstað og vistun og greiði eftir getu fébætur fyrir tjón, sem hann hefur valdið með brotum sínum. Fram kemur í dómnum að í mörgum tilvikum voru brotin fólg- in í því að fara inn í ólæstar bif- reiðar að næturlagi. Ákærði hefur áður verið dæmdur fyrir slíka háttsemi en líkt og í þessu máli hafði hann lítið upp úr krafsinu. Í öðrum tilvikum voru þjófnaðar- brotin fólgin í því að taka fjármuni úr yfirhöfnum fólks, en undir það síðasta var ákærði farinn að brjót- ast inn í verslanir og veitingahús. Ólafur Ólafsson héraðsdómari dæmdi málið. Verjandi ákærða var Þorsteinn Hjaltason hdl. Málið sótti Eyþór Þorbergsson sýslu- mannsfulltrúi. 15 mánaða fangelsi fyr- ir innbrot og þjófnaði BÓKIN Saga Hljóma, sem gefin var út árið 1969, er talin fyrsta ís- lenska bókin sem gagngert var skrifuð um dægurlaga- tónlist. Hana ritaði Ómar Valdimarsson, blaðamaður, og einn helsti popp- penni landsins á þeim tíma, en þá var hann ekki nema nítján ára gamall. Var þetta gert að und- irlagi athafnamanns nokkurs, þess sama og stóð fyrir frægri „pop- hátíð“ í Laugardalshöll sama ár. Allar helstu popp- og rokk- sveitir landsins komu fram á þess- um tónleikum og þar var Björgvin Halldórsson valin vinsælasta poppstjarna landsins. Athafna- maðurinn fór hins vegar af landi brott með ágóðann og skildi popp- ara, svo og Ómar, eftir með sárt ennið. Bókin er talin fyrsta alvöru „heimildin“ um íslenska dæg- urtónlist, skrifuð um það leyti er Hljómar voru að hætta. Óttar Fel- ix Hauksson hjá Sonet, sem var þátttakandi í poppmenningu sjö- unda áratugarins, festi á dögunum kaup á nokkur hundruð eintökum, upplagi sem legið hafði í geymslu í yfir þrjátíu ár. Bækurnar eru ósnertar. Bókin var prentuð á sínum tíma í Víkingsprenti. Stafli af bókum fór aldrei úr prentsmiðjunni og var um síðir seldur á uppboði. Það var svo bakarameistarinn Sverrir Sigþórsson sem keypti staflann „sennilega ’71 eða ’72,“ að mati Óttars. Hann heldur áfram: „Hann ætlaði sér líkast til að gera sér einhvern mat úr þessu. En öldin var orðin önnur, hárið síðara og tónlistin þyngri. Bækurnar enduðu því uppi á háalofti.“ Óttar segist hafa farið af stað í sumar í einskonar rannsóknarleið- angur, og ætlunin hafi verið að reyna að komast að afdrifum bók- arinnar. Óttar hafði svo uppi á Sverri að lokum, keypti af honum bækurnar og eru þær nú í hans varðveislu. Að sögn Ómars Valdi- marssonar vakti bókin mikla lukku á sínum tíma og giskar hann á að hátt í tuttugu þúsund eintök hafi selst á sínum tíma; á hljómleikum, í búðum og í póst- kröfu. Óttar segist búast við því að hann reyni að tengja bókina við væntanlega plötu Hljóma, sem kemur út 5. október næstkomandi, á fjörutíu ára starfsafmæli sveit- arinnar. Fimm hundruð stykki verði líklega látin fylgja með disk- um sem ákveðið fágæti. Hljómabók fram í dagsljósið Ómar Valdimarsson og Gunnar Þórðarson í Hljómum blaða í bókinni góðu. Morgunblaðið/Ómar Óttar Felix Hauksson hjá upplaginu af bókinni. Ósnert eintök af bók um Hljóma frá 1969 finnast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.