Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 19 ÁHUGAHÓPUR um stofnun sögu- og flugminjasafns á Suður- nesjum hefur velt upp þeirri hug- mynd að slíku safni yrði komið upp á Patterson-svæðinu við Hafnaveg. „Ég las það í Morgunblaðinu fyrir rúmu ári að varnarliðið væri að færa Flugminjasafninu að Hnjóti einn Þrist. Þá kom upp sú hugsun hjá mér hvað það væri óskaplega mikill aumingjaskapur hjá okkur Suðurnesjamönnum að hafa ekki komið upp aðstöðu til að varðveita sögulegar minjar hér á svæðinu. Hér er vagga flugsins á Íslandi,“ segir Hjálmar Árnason, alþingismaður og formaður áhugahópsins. Í kjölfarið ræddi hann málið við ýmsa og boðaði til fundar með áhugafólki. Rætt hefur verið við varnarliðið, Flugleiðir, Atlanta, Flugvirkjafélag Íslands, Reykja- nesbæ og fjölmarga áhugasama einstaklinga. Hjálmar segir að all- ir virðist áhugasamir um verkefn- ið og dreymi um að sjá metnaðar- fullt og lifandi safn á þessu sviði. Nú er unnið að því að finna heppilegt húsnæði eða svæði til að byggja upp slíkt safn. Að sögn Hjálmars er nauðsynlegt að stað- urinn sé í alfaraleið. Í upphafi var hin yfirgefna ratsjárstöð, Rock- ville á Miðnesheiði, í umræðunni, síðan vaknaði áhugi á að fá hús- næði BYKO sem aðallega hefur verið kennt við Ramma en nú beinist áhuginn að Patterson- svæðinu í Njarðvík. Fyrsti flugvöllurinn á Suðurnesjum Á svæðinu sem kennt er við Patterson hershöfðingja og er við Hafnaveg, skammt frá gömlu sorpbrennslustöð Suðurnesja, var fyrsti flugvöllur varnarliðsins byggður. Hann var síðar fluttur upp á heiðina. Flugbrautirnar sjást ennþá og telur Hjálmar lík- legt að hægt væri að malbika þar brautir og koma upp aðstöðu fyrir einkaflug. Varnarliðið er ennþá með starf- semi á Patterson, er þar með sprengigeymslur. Telur Hjálmar þó líkur á að varnarliðið skili svæðinu á næstunni. Hann segir að það hafi ótvíræða kosti, með til- vísun til sögunnar, að byggja upp safn á staðnum sem flugið á Suð- urnesjum hófst á og þar yrði það í nágrenni við Reykjanesbrautina og hægt að tengja það með bein- um hætti fyrirhugðu víkingaþorpi á Fitjum. Hjálmar segir að varnarliðið, Flugleiðir og fleiri aðilar eigi mik- ið af sögulegum minjum sem varð- veita mætti á slíku safni. Ekki væri þó ætlunin að hafa þar ein- göngu stórar flugvélar heldur gera safnið lifandi og nútímalegt. Vonast Hjálmar til að áhuga- hópurinn verði búinn að móta stefnu sína betur að ári liðnu og jafnvel koma einhverjum hug- myndum í framkvæmd. Áhugi á flug- minjasafni á Patt- erson-svæðinu Njarðvík Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Enn sést í flugbrautir á Patterson. Hér hefur bílvegur verið lagður eftir einni gamalli braut. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sést í fjarska. Nú er verið að setja upp bræðslu- ofninn og tilheyrandi tæki og geng- ur verkið samkvæmt áætlun, að sögn Helga Þórs Ingasonar sem er stjórnarformaður Als álvinnslu hf. Segir hann stefnt að uppkeyrslu ofnsins í byrjun október og að full framleiðsla geti hafist um mánaða- mótin október/nóvember. Gerðir hafa verið verktakasamningar við álverin, Alcan í Straumsvík og Norðurál á Grundartanga, um að vinna fyrir þau ál úr álgjalli sem til fellur í verksmiðjunum og hingað til hefur verið flutt til annarra landa til endurvinnslu. Einnig er stefnt að því að taka brotaál til vinnslu. Snýst allt um bræðsluofninn „Það snýst allt um bræðsluofninn sem skilur álið frá gjallsandinum,“ sagði Eggert Ólafur Einarsson, verksmiðjustjóri Síldarvinnslunnar VERIÐ er að setja upp álvinnslu í mjölskemmu loðnuverksmiðju Síld- arvinnslunnar hf. í Helguvík. Fram- leiðsla á að geta hafist um mánaða- mótin október/nóvember. Helgi Þór Ingason og Þorsteinn I. Sigfússon hafa ásamt félögum sínum í Ali álvinnslu á undanförn- um árum undirbúið vinnslu á áli úr álgjalli og brotaáli með tækni sem þróuð hefur verið og reynd í Evr- ópu. Fyrr á þessu ári gengu fjár- festar á Suðurnesjum og víðar til liðs við frumkvöðlana og var ákveð- ið að koma vinnslunni upp í Helgu- vík í Reykjanesbæ. Síldarvinnslan hf. er stærsti einstaki hluthafinn en Sparisjóðurinn í Keflavík, Eignar- haldsfélag Suðurnesja og einstak- lingar komu einnig inn með nýtt hlutafé, auk þess sem frumkvöðl- arnir og eldri hluthafar bættu einn- ig við sig. Samningar tókust við Síldar- vinnsluna um að hún tæki að sér að annast rekstur bræðslunnar og tæki undir það helming mjöl- skemmu sinnar í Helguvík. hf. í Helguvík, við blaðamann sem leit á aðstæður í mjölskemmunni. Iðnaðarmenn voru að hlaða óbrenn- anlegum steini innan í ofninn auk þess sem starfsmenn Síldarvinnsl- unnar voru að koma upp reyk- hreinsivirki. Eggert sagði að starfsmennirnir í Helguvík væru ánægðir með að fá þessa viðbótarstarfsemi, það gerði fyrirtækinu kleift að halda föstum kjarna starfsmanna allt árið. „Þetta verður allt annað, að mínu viti, við höfum ekki verið nema um það bil tvo mánuði á ári í bræðslufiski,“ segir Eggert. Utan þess tíma munu starfsmennirnir einbeita sér að bræðslu áls. Tveir menn eru við það verk í einu en ekki liggur enn fyrir hversu marga menn þarf í verkefnið í heild, það fer eftir verkefnum og hversu lengi sólarhringsins ofninn verður keyrður. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Iðnaðarmenn hlaða óbrennanlegum steini innan í bræðsluofninn í álvinnslu sem verið er að setja upp í Helguvík. Álbræðsla hefst í mjöl- skemmunni eftir mánuð Helguvík BANDARÍSKIR sjóliðar úr varn- arliðinu annast þessa dagana nokkrar kennslustundir í stærð- fræði í níunda bekk Grunnskólans í Grindavík. Sjóliðarnir eru í ratsjárstöð varnarliðsins sem staðsett er rétt við Grindavík og er kennslan hluti af þjónustu sem bandaríski herinn veitir í herstöðvum sínum. Þar sem langt er í skólann á Keflavík- urflugvelli settu þeir sig í samband við skólann í Grindavík og fengu að sjá um nokkrar kennslustundir í stærðfræði fyrir níunda bekkinn. Eiríkur Benediktsson, umsjón- arkennari og stærðfræðikennari bekkjarins, kvaðst ánægður með heimsókina. „Ég held að það sé gott fyrir þá að kynnast okkur ekki síður en okkur að kynnast þeim. Krakkarnir hafa gaman af þessu en þetta eru alls fjórar kennslu- stundir í hvorum bekk,“ sagði Eiríkur. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Sjóliðarnir voru í einkennisbúningum sínum við kennsluna. Hermenn við stærðfræðikennslu Grindavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.