Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ódýrt fyrir alla!Ódýrt fyrir alla! Ódýrt fyrir alla! LYNGHÁLSI 4 - SKÚTUVOGI 2 OPIÐ 11-20 ALLA DAGA HVERGI BETRA VERÐ! LÁGT OG STÖÐUGT VÖRUVERÐ! TILBOÐ á kjúklingum 299- KJÚKLINGAVÆNGIR ferskir pr.kg. 399- KJÚKLINGALÆRI fersk pr.kg. 399- KJÚKLINGALEGGIR ferskir pr.kg. 399- 1/1 KJÚKLINGAR ferskir pr.kg. KAUPAUKI! Með 2 pk. af ferskum kjúklinga- bitum eða 1/1 kjúklingi fylgir krukka af TORO tikka masala eða TORO sweet & sour. meðan birgðir endast Nýtt kortatím abil Þ EGAR Han Nefkens er beðinn um að segja deili á sér, brosir hann og segist tæpast vita hver hann er. „Ég hef verið að reyna að komast að því allt mitt líf og hef enn ekki komist að niðurstöðu. En ég hef starfað sem blaðamaður þótt undanfarin ár hafi að mestu farið í að skrifa skáldskap.“ En hvernig kemur það til að þú ferð að safna myndlist með markvissum hætti? „Ég hef alltaf haft gaman af fallegum hlut- um,“ svarar Nefkens, „og þykir gott að hafa þá í kringum mig, svo þessi áhugi hefur fylgt mér lengi. En framan af lífi mínu fjárfesti ég öllu fé sem ég hafði aflögu á hlutabréfamarkaðinum. Þar sem ég var mjög varkár í þeim fjárfest- ingum stóð ég í þeirri trú að þarna væri ég að ávaxta fé mitt með öruggum hætti. En svo fór ég að taka eftir því hversu mikið sveiflurnar á markaðnum höfðu áhrif á afkomu mína. Einn góðan veðurdag þegar hlutabréfamarkaðurinn var á niðurleið sagði góður vinur minn í New York, að ég hlyti að vera brjálaður að fara svona með peningana. „Þú ættir að kaupa list,“ sagði hann. Ég velti svolítið vöngum yfir þessu, enda hafði ég aldrei hugsað um list á viðskiptalegum nótum, heldur einungis sem ánægjuauka í lífinu. En ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri góð hugmynd.“ Han Nefkens hlær og segist hafa tilhneigingu til að vera svolítið hvatvís, „þannig að ég seldi öll hlutabréfin mín á tíma þar sem markaðurinn leit vel út og allir töldu mig hafa misst vitið. Miðlarinn minn benti mér á hversu mikið ég hefði grætt undanfarinn mánuð, sagði þetta vera einstaklega óheppilegan tíma og að ég myndi halda áfram að græða ef ég hætti við – en mér varð ekki haggað. Ég ætlaði þó að þiggja það ráð hans að draga peningana út í þremur hlutum á einu ári, í staðinn fyrir að taka allt út í einu, en þegar til kom var ég svo harður á þessu að eftir hálfan mánuð var ég búinn að losa allt það fjármagn sem ég átti. Sú eðlisávísun sem ég fylgdi þarna, reyndist mér þó vel, því þótt markaðurinn hafi hækkað um 10–15% fyrstu tvo mánuðina, þá hríðféll hann í kjölfarið svo ég hefði orðið fyrir stór- felldu tapi, ef ég hefði farið að ráðum miðlarans. Annars er þetta ekki einungis spurning um fjárfestingu,“ útskýrir Nefkens, „heldur fremur hvernig maður geti haft ánægju af því fjár- magni sem maður ræður yfir. Ég fæ óend- anlega mikla ánægju út úr því að fjárfesta í list- um.“ En lítur þú á verkin sem þú kaupir sem fjár- festingu? „Já, það geri ég – en ekki síður sem starfs- vettvang fyrir mig. Ég veit að verkin sem ég kaupi eru fullkomlega trygg fjárfesting, en jafn- framt að þau eiga ekki eftir að færa mér stór- kostlega ávöxtun. Mér þætti mjög óþægilegt að vita til þess að peningarnir sem ég nota yrðu að engu og gæti aldrei sætt mig við það. Þau verða að halda verðmæti sínu og gott betur þegar til framtíðar er litið.“ En hvernig hagarðu þessum fjárfestingum, leitarðu ráða hjá öðrum eða ferðu eftir eigin smekk? „Fyrstu tvö árin keypti ég nánast ekkert, því ég treysti ekki dómgreind minni. Þann tíma notaði ég til að ferðast um allan heim, ég fór bókstaflega á allar listamessur og heimsótti öll gallerí sem eitthvað kveður að í heiminum. Flest af því sem ég sá var hræðilegt, en með því að ræða við fólk fór ég að læra og komst einnig að því hver tilgangurinn með þessu var fyrir mig – annar en að mennta mig.“ Og hver er hann? „Mig langar ekki eins mikið til þess að eiga þessi verk eins og mig langar til að deila þeim með öðrum. Mig langar til að sýna öðrum það sem ég veit að er þess virði að skoða og upplifa. Og ég er enn að leita bestu leiðanna til að koma því í framkvæmd, en fyrsta stigið var að kynna mig fyrir safnstjórum. Ég talaði m.a. við safn- stjóra Centraal-safnsins í Utrecht sem sýnir bæði samtímalist og eldri list. Eins og flest söfn hafa þeir ekki úr nægilegu fjármagni að ráða og voru áhugasamir um samstarf. Við ræddum málið í nærri hálft ár og þá fór skilningur að skapast á þörfum beggja. Mér fannst t.d. mjög mikilvægt að ég yrði ekki notaður til þess að stoppa upp í göt fjármögnunar þeirra. Þess vegna þurftum við að finna sameiginlegan flöt þar sem ég fjárfesti í list sem mér fyndist áhugaverð, er jafnframt stæði þó undir þeim kröfum er safnið setur um þá það sem það vill sýna. Að lokum setti ég fram fimm ára áætlun um fjárframlög í þá list sem ég var tilbúinn til að kaupa en safnið fengi til umráða. Það tók þó ekki nema sex vikur að eyða öllum þeim pen- ingum,“ segir Nefkens glettnislega og brosir. „Mér þótti það þó ekkert slæmt, því það sem kom á daginn var að safnstjóranum líkaði vel það sem ég hafði áhuga á að kaupa, auk þess sem hann kom mér í samband við listamenn er ég hafði ekki kynnst áður. Úr þessu varð því ákaflega skemmtileg samræða okkar á milli, þar sem báðir högnuðust. Lærdómurinn varð minn persónulegi ávinningur sem ég hafði ekki gert ráð fyrir. Samningurinn er enn í gildi og hann má end- urnýja að fimm árum liðnum, en ég set það skil- yrði að öll verkin séu sýnd í það minnsta einu sinni á þessu tímabili svo almenningur fái tæki- færi til að njóta þeirra. Með þeim hætti hefur mér tekist ætlunarverk mitt.“ En nú hefur þú verið með áþekkt sam- komulag í gangi hér á landi, sem ekki margir vita um? „Já, ég vinn líka með svipuðu móti hér á Ís- landi og sömuleiðis í Essen í Þýskalandi,“ játar Nefkens hógvær. „Safnið í Þýskalandi, Folk- wang-safnið, er með stóra ljósmyndadeild og þau hafa sýnt ýmsum verkum í eigu minni mik- inn áhuga. Ekki síst verkum eftir Roni Horn. Ég hef því verið að kaupa verk eftir hana sem eru þar til sýnis.“ En hvernig stendur á því að þú vilt deila lista- verkaeign þinni með Íslendingum? „Ég kom hingað í fyrsta sinn fyrir þremur ár- um og fannst fólkið hér áhugavert.“ Han Nef- kens hlær og segist reyndar hafa staðið í þeirri trú að hér á landi byggi einungis gáfað fólk. „Það reyndist þó ekki alveg á rökum reist. En rétt eins og ég laðast að þeirri list sem snertir mig, var ég djúpt snortinn af Íslandi. Í þeim skilningi er það eins og listaverk í mínum aug- um. Mig langaði því til að leggja eitthvað af mörkum hér og deila því sem ég á með þjóðinni. Ég er hrifinn af íslenskri list, enda var hún ástæðan fyrir því að ég kom hingað til að byrja með. Ég rakst á bás gallerísins i8 á kaupstefnu í Madríd og síðan aftur nokkru síðar í Brussel, fyrir um þremur árum. Mér þóttu gæði þeirrar listar sem þar var sýnd með ólíkindum, en flest- ir listamennirnir voru íslenskir og ég hafði aldr- ei heyrt þeirra getið áður. Ég keypti því verk af galleríinu – og hef reyndar haldið því áfram – og ákvað með sjálfum mér að hingað yrði ég að koma til að skoða meira. Ég kem því hingað til lands eingöngu listarinnar vegna.“ Ert þú þá með samning áþekkan þeim sem þú hefur gert annars staðar við íslenskt lista- safn? „Já, ég er með samning við Listasafn Reykja- víkur og lána þeim bæði íslensk verk sem ég á, auk erlendra. Hér á landi hef ég þó gert samn- ing um hverja einstaka fjárfestingu og set sömu skilyrði varðandi það að verkin þurfi að koma fyrir almenningssjónir einhvern tíma á fimm ára tímabili. Ég vil ekki neyða nokkurn sýning- arstjóra til að sýna þau verk sem ég á, en á fimm ára tímabili eru allar líkur á því að þau geti passað inn í einhverja sýningu eða verið safninu til gagns með einhverjum hætti.“ Það má ætla að þú hafir mjög ákveðnar skoð- anir á hlutverki listar í samfélaginu? „Já, ætli það ekki. Að mínu mati snýst fé- lagslegt hlutverk lista um tvennt; annars vegar um svigrúm listamannsins til þess að tjá sig, og hins vegar um það að koma þeirri tjáningu á framfæri við almenning – sem er afar mikilvægt fyrir framþróun samfélagsins. Þetta snýst í rauninni um skilning okkar á umhverfinu. Kannski er mitt hlutverk dálítið vafasamt,“ seg- ir Nefkens brosandi, „ég er eins og sýning- arstjóri sem er enn í skápnum. Fólk veit ekkert hver ég er, enda skiptir það ekki máli, heldur það að koma verkunum út í samfélagið. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég sé ís- lenska list er auðvitað að henni verði að koma á framfæri hér á landi – en næsta hugsun er að leyfa öðrum, annars staðar, að njóta hennar. Ég hef verið að velta fyrir mér leiðum til að svo megi verða í auknum mæli og er reyndar sann- færður um að það takist innan tíðar,“ segir Han Nefkens. „Mig langar að ná saman því besta í ís- lenskum samtímalistum, auk þess besta eftir er- lenda listamenn er hafa orðið fyrir áhrifum héð- an, og búa til sýningu er flakkað getur um heiminn. Ég þarf auðvitað að finna fólk til að vinna að þessu með mér, en ef minn vilji ræður úrslitum þá verður þetta að veruleika.“ Úr hlutabréfum í samtímalist Þeir eru ekki margir sem safna list fyrst og fremst til að lána hana svo aðrir geti notið hennar, en einn slíkur safnari heimsótti þó Ísland á dögunum. Fríðu Björk Ingvarsdóttur lék forvitni á að vita hvað það er sem dregur hollenskan listaverkasafnara á íslenskar slóðir. fbi@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Han Nefkens var óánægður með ávöxtun síns punds á hlutabréfamarkaði og fjárfestir nú í samtímalistum í staðinn. ÞAÐ var heldur betur handa- gangur í öskjunni á lokaæfingu Njálusöngvaranna í Sögusetrinu nú í vikunni. Þeir leggja nú upp með söngleikinn um Gunnar á Hlíðarenda alla leið til Minnea- polis. Þar munu þeir félagar flytja söngleikinn í Moll of Am- erica á stórri Íslandskynningu sem Flugleiðir, Ferðamálaráð og fleiri aðilar standa fyrir 15.–21. september. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Jón Smári Lárusson (Gunnar) og Jón Ólafsson (einn af víkingunum). Njálusöngv- arar í vest- urvíking KIRKJUKÓR Hafnarfjarðar- kirkju er að undirbúa vetrar- starf sitt. Kórinn syngjur við kirkju- legar athafnir, auk þess að æfa fyrir jólavöku og vortónleika. Síðan verður farið í æfinga- búðir og í tónleika- og skemmti- ferð til Ungverjalands næsta sumar. Kórinn getur enn bætt við sig söngvurum, sérstaklega í karlaröddum. Nánari upplýs- ingar gefur Antonía Hevesi, organisti kirkjunnar. Vetrarstarf undirbúið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.