Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 29 RANNSÓKNIR hafa sýnt að íhlutun sem miðar að því að draga úr áhættuþáttum vímuefnaneyslu og frávikshegðunar og um leið styður við þá þætti sem hafa mikilvægt for- varnagildi, skilar mjög góðum ár- angri til lengri tíma. Einstaklingsmiðuð íhlutun er hönnuð til þess að breyta þekkingu og viðhorfum til vímuefnaneyslu og þannig er haft áhrif á atferli. Með- al áhættuþátta er skortur á þekk- ingu um neikvæðar afleiðingar, já- kvæð neysluviðhorf, snemmbær neysla, andfélagsleg hegðun, áhættusækni og skortur á aðhaldi. Á þessu stigi íhlutunar er mik- ilvægt að þjálfa félagslega og per- sónulega hæfni. Þjálfun í lífsleikni getur t.d. minnkað neyslu um 59– 75% samkvæmt rannsóknum. Slík þjálfun gerir einstaklinginn hæfari á mörgum sviðum, hefur áhrif á viðhorf og viðheldur hegðun sem samræmist ekki neyslu. Íhlutun þarf þó einnig að innihalda upplýs- ingar um neikvæð áhrif neyslu og taka tillit til kynferðis og mismun- andi menningarlegra gilda þátttak- enda. Ungu fólki er oft ofar í huga gildandi viðhorf vinahóps og „núið“ heldur en langtímaáhrif hegðunar. Því virðist það hafa meiri áhrif að nefna gular tennur og andremmu sem áhrif reykinga heldur en lungnakrabbamein, sem kemur venjulega fram seinna. Íhlutun sem nálgast viðfangið frá mörgum hliðum er líklegri til að skila ár- angri heldur en ef einungis ein leið er valin, t.d. væri þjálfun í lífsleikni og fræðsla um neikvæð áhrif neyslu líklegri til að skila árangri en fræðslan ein og sér. Ungu fólki verður einnig að standa til boða valmöguleikar til móts við áhættu- hegðun. Hér skiptir aðgengi í íþróttir, listir og félagsstarf miklu máli. Jákvæðir valmöguleikar hjálpa til við að þroska og þróa hæfni sem er gjarnan ósamrým- anleg vímuefnaneyslu. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á tengsl milli neyslu vímu- gjafa og geðsjúkdóma, þungunar, kynsjúkdóma, brottfalls úr skóla og frávikshegðunar af ýmsu tagi. Því ættu öll verkefni sem snúa að forvörnum og meðferð að taka tillit til þessara þátta. Fjölskyldumiðuð íhlutun tekur tillit til viðhorfa og neyslu foreldra og systkina, tilfinningalegra tengsla milli fjölskyldumeðlima og uppeldisaðferða. Íhlutun á þessu stigi getur aukið árangur svo um munar. Sem dæmi um verkefni má nefna þjálfun í uppeldisaðferðum og að hlusta og eiga samskipti á þann hátt sem hentar þroskastigi barns. Gagnlegt er að bjóða upp á ráðgjöf þar sem foreldrar og börn læra og þjálfa sig á ýmsum sviðum, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Þegar íhlutun er beitt í jafn- ingjahópnum er mikilvægt að hafa í huga að meðal stærstu áhættu- þátta í notkun vímuefna eru við- horf og neysla vina. Rannsóknir hafa sýnt að til þess að ná góðum árangri á þessu stigi þarf að bjóða upp á afþreyingu til mótvægis, t.d. vímulaus böll eða skemmtanir und- ir eftirliti. Það hefur einnig gefið góða raun að gera vímulausar uppákomur eða afrek barna mjög sýnileg, t.d. með aðstoð fjölmiðla. Þá má ná betri árangri með því að hafa þátttakendur með í að byggja upp verkefnin og að þeir stjórni jafnvel hluta þeirra. Og þó margir hefðu talið það óhugsandi benda rannsóknir til þess að hægt sé að ná betri árangri með blönduðum hóp þátttakenda. Misleitur hópur getur verið nauðsynlegur til þess að brjóta upp ríkjandi viðhorf og atferli. Íhlutun sem tengist skólastarfi tekur m.a. tillit til áhuga á mennt- un, námsárangurs, brottfalls úr skóla, skólaumhverfis og umburð- arlyndis í stefnu skóla gagnvart vímuefnum. Þar sem námsörð- ugleikar teljast til áhættuþátta hef- ur þjálfun í námshæfni orðið mik- ilvægur þáttur í skólastarfinu. Léleg tengsl barna við skólann geta einnig tengst þeim aðferðum sem notaðar eru við kennslu, stærð og skipulag bekkja og viðhorfi kennara til námsefnis og nemenda. Mikilvægt er að huga að aðferðum sem fela í sér samvinnu, hlutverka- leiki, hópverkefni og æfingar sem gera nemandanum kleift að vinna með og þróa frekar hæfni sína. Þátttaka foreldra er einnig mik- ilvæg á þessu stigi, þó ekki væri nema með því að hjálpa til við heimalærdóminn. Þá skal skólinn móta sér ákveðna stefnu hvað vímuefnaneyslu varðar, bæði varð- andi nemendur og starfsfólk skól- ans. Starfsfólk skólans skal vera meðvitað um gildi forvarna og hvaða aðgerða skuli grípa til vegna þeirra vandamála sem upp kunna að koma. Hvað samfélagslega íhlutun varðar þarf að huga að tengslum við hinar ýmsu stofnanir sam- félagsins, skorti á meðvitund sam- borgara um stærð og eðli vandans, samfélagslegum viðhorfum sem eru hliðholl eða umburðarlynd gagnvart neyslu og ónógum stuðn- ingi samfélagsins við forvarnir og íhlutun. Rannsóknir hafa sýnt að samfélagsmiðuð átaksverkefni geta skilað árangri. Ef verkefni fær góða athygli fjölmiðla getur það gert samfélagsleg viðhorf sýnilegri, dregið athygli að vímuefnavand- anum og aukið þannig meðvitund og stuðning til frekari aðgerða. Ef hægt er að hafa eftirlit og stjórn á þeim stöðum sem ungt fólk safnast saman er það einnig sterkur liður í að móta samfélagsleg viðhorf. Reglur um auglýsingar og notkun tóbaks og áfengis þurfa að vera skýrar og þeim framfylgt. Þá hefur það sýnt sig að það er mikilvægt fyrir góðan árangur að fjölbreytt verkefni fái sýnilegan stuðning frá stofnunum og fyr- irtækjum. Þá eru íbúar líklegri til þess að taka þátt í ýmsum verk- efnum ef þau eru skipulögð í þeirra hverfi ef þeir sjá hvernig starfið hefur áhrif á þeirra eigin líf. Hverfahópar sem ganga um hverf- in virðast minnka magn fráviks- hegðunar og vímuefna í hverfinu. Árangursríkar fjölmiðlaherferðir hafa gjarnan notast við ungar já- kvæðar fyrirmyndir sem ungt fólk á auðvelt með að tengjast og verið byggðar á notkun margra miðla sem koma skilaboðum oft á fram- færi yfir langan tíma. Nálgast má fróðlegt efni og upp- lýsingar um áhugaverð verkefni og tengla á heimasíðum Áfengis- og vímuvarnaráðs (vimuvarnir.is), Barnaverndarstofu (bvs.is), Vímu- lausrar æsku (vimulausaeska.is), Hins hússins (hitthusid.is) og Doktor.is (doktor.is) svo fá dæmi séu tekin. Um forvarnir og íhlutun Eftir Jón K. Guðbergsson Höfundur er fjölskylduráðgjafi hjá Nýrri leið – ráðgjöf. Nuddsápan sem stinnir og grennir líkamann Viðurkennd virkni Til leigu mjög glæsilegt skrif- stofu- og þjónusturými sem er á götuhæð, með gluggum á 3 vegu. Húsnæðið er fullinnréttað á vandaðan hátt og eru með innkeyrsluhurðum. Um er að ræð 2 einingar sem skiptast í 168 fm og 216 fm. Laust nú þegar. Upplýsingar gefa Fjárfesting fasteignasala í sima 562 4250 og Gunnar í síma 693 7310. ASKALIND – KÓPAVOGUR FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. Til leigu haustlitirnir komnir í verslanir 2 nýjar spennandi palletur fyrir augu og varir Gréta Boða kynnir það nýjasta í vetrarförðun fimmtudag, föstudag og laugardag CHANEL útsölustaðir: • Clara Kringlunni • Hygea Kringlunni • Hygea Laugaveg • Hygea Smáralind • Snyrtivöruverslunin Glæsibæ Kringlunni Kynningartilboð Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali Hákon R. Jónsson, sölumaður Ólafur Guðmundsson sölustjóri, Netfang: kjoreign@kjoreign.is - Heimasíða: www.kjoreign.is Sími 533 4040 • Fax 533 4041 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Ármúla 21 • Reykjavík BLIKAHÓLAR - M/BÍLSKÚR Mjög góð 4ra herb. íbúð á 2. hæð ásamt sérbyggðum bílskúr. Glæsi- legt útsýni. Hús og sameign í mjög góðu ástandi. Laus strax. Verð 13,9 millj. nr. 3564 UGLUHÓLAR - BÍLSKÚR Mjög góð 3ja herbergja endaíbúð á 2. hæð. Stærð 85,2 fm. Hús nýviðgert. Sérbyggður bílskúr. Barnvænt hverfi. Stutt í alla þjónustu. Verð 12,9 millj. VÍKURÁS Vel skipulögð og rúmgóð 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Suðursvalir. Parket. Hús og sameign í góðu ástandi. Áhv. 3,3 millj. Verð 11,9 millj. nr. 3515 VANTAR VANTAR VIÐ LEITUM AÐ 4ra-5 herb. íbúð fyrir aðila sem hefur selt eign sína í Staðarhverfi í Grafarvogi en vill ekki flytja úr hverfinu. Verð 14-20 millj. kemur til greina og góðar og öruggar greiðslur í boði . VANTAR RAÐHÚS/PARHÚS Okkur vantar gott raðhús eða parhús í Grafarvogi. Traustur kaupandi, góðar greiðslur. Verð- hugmynd 18-25 millj. Upplýsingar gefur Ólafur. LJÁRSKÓGAR Glæsilegt hús, vel staðsett, falleg gólf, tvær hæðir, yfirbyggðar svalir, sauna, Innbyggður bílskúr og mögulegt að vera með aukaíbúð niðri. 3755 M O S F E L L S B Æ R E i n n a r hæðar einbýlishús um 174,0 fm við Reykjabyggð með innbyggð- um bílskúr. Sólstofa. Falleg gróin lóð. Stór stofa og fjögur rúmgóð svefnherbergi. Góðar innrétt- ingar. Góð staðsetning í lokuðum botnlanga. Laus fljótlega. Áhv. 7,0 millj. Verð 19,8 millj. nr 3481 HJÁLMHOLT Frábærlega staðsett neðri sérhæð ásamt bíl- skúr innst í lokuðum botnlanga. Íbúðarherbergi og þvottahús á jarðhæð fylgir. Hús í góðu ástandi. Gróið hverfi. Stutt í alla þjónustu. Allt sér. Verð 21,7 millj. VEGHÚS - ÚTSÝNI Rúmgóð 139 fm vel skipulögð 6 herbergja íbúð á tveimur hæðum. Stórar suðvestur svalir. Fallegt útsýni. Stofa, borðstofa og 4 svefn- herbergi. Tvær snyrtingar. Laus strax. Áhv. 8,0 millj. húsbréf. Verð 17,3 millj. nr. 3560 NÚ HÖFUM VIÐ OPNAÐ Á SUNNU- DÖGUM OG VERÐUR OPIÐ FRÁ 12-14 Í VETUR. jöreign ehf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.