Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR
54 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
„VIÐ fengum klaufaleg mörk á
okkur og það gerði út um leikinn,“
sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari
KA. „Fyrri hálfleikur var þannig að
við stjórnuðum leiknum og það var
ekkert að gerast hjá Skagamönnum
þótt við fengjum engin sérstök
dauðafæri en mér fannst við hafa
góða stjórn á leiknum. Síðan kom
mark eftir eina mínútu í síðari hálf-
leik og annað strax á eftir svo að
við vorum í því hlutverki að elta all-
an leikinn en vorum ekki nógu
skynsamir og þolinmóðir til að bíða
eftir góðu skoti. Svo misstum við
mann út af og ég verð að setja
spurningarmerki við það, því ég er
sannfærður um að ef þessi maður
hefði borið íslenskt nafn hefði hann
ekki farið út af. Sigur þeirra, 4:1,
segir ekki rétt frá um leikinn en
það skiptir ekki máli, við erum
dottnir út úr bikarnum,“ bætti Þor-
valdur við og var ánægður með sína
menn fyrir hlé. „Það þarf ekki að
„mótívera“ menn þegar komið er í
undanúrslit í bikarkeppni eins og
sást á fyrri hálfleik, við unnum öll
svæðin, alla skallabolta, alla seinni
bolta og lokuðum vel svæðum. Það
vantaði bara lokasendingu hjá okk-
ur í fyrri hálfleik.“
Þorvaldur hefur leikið með liðinu
í sumar og skoraði í síðasta leik en
var ekki með í þetta sinn og fram-
herjinn Steinar Tenden kom inn á
undir lokin. „Ég valdi besta liðið til
að spila. Tenden hefur verið veikur
og missti dampinn en er að hressast
og vonandi að ná sér, en því miður
er bara einn leikur eftir.“
Fengum
á okkur
klaufaleg
mörk
Kári Steinn sagði menn varkára íbyrjun. „Eðlilega voru varkárir
í svona mikilvægum leik en við ætl-
uðum samt ekki að
breyta neinu hjá okk-
ur, heldur pressa þá
upp við eigin vörn
sem og við gerðum
en það vantaði aðeins meira að halda
boltanum. Þegar við vorum orðnir
fleiri vorum við óþarflega mikið að
stressa okkur. Við áttum von á að
KA-menn kæmu brjálaðir til undan-
úrslita í bikarkeppni, það yrði ekkert
gefið eftir fyrir aðra leiki, þeir væru
bara seinni tíma vandamál því þessi
leikur um að komast í úrslit er upp á
líf og dauða,“ bætti Kári Steinn við og
farinn að hugsa um næsta leik. „Fyrri
hluti mótsins var ótrúlegur. Mér
fannst við spila nokkuð vel en vorum
ekki að fá nein stig og gerðum alltaf
jafntefli þegar við áttum að vinna en í
síðustu deildarleikjum höfum við
unnið leiki, sem að öllu jöfnu ættu að
enda með jafntefli. Við erum næstum
búnir að tryggja okkur sæti í Evr-
ópukeppni en ætlum að ná í annað
sæti deildarinnar. Við getum nú farið
að hugsa um leikinn á laugardaginn.“
Hrukkum í gang
við fyrsta markið
„Við hrukkum í gang við fyrsta
markið og seigluðumst svo áfram,“
sagði Ólafur Þórðarson þjálfari
Skagamanna eftir leikinn. „Það er oft
taugaspenna í svona leikjum og tekur
smá tíma fyrir menn að fóta sig. Við
vorum að spila ágætlega í fyrri hálf-
leik en ekki að skapa neitt. Menn
voru stressaðir, losuðu sig hratt við
boltann og voru með langar spyrnur
upp völlinn en svo erum við heppnir
og komum marki á þá í byrjun seinni
hálfleiks. KA-menn bognuðu aðeins
við það og við gengum á lagið og
gerðum út um leikinn. Við ætluðum
okkur að sækja grimmt strax í byrj-
un og með smá heppni hefðum við
getað skorað fyrir hlé en ætluðum að
laga okkar leik eftir hlé, þá helst fá
meiri nákvæmni í spilið og finna sam-
herja auk þess að einbeita sér betur.
Það gekk vel og við gerðum út um
leikinn.“
Akurnesingum gekk ekki sem best
um mitt mót en tóku svo við sér. „Við
erum nánast búnir að tryggja okkur
Evrópusæti, það þarf stórslys til að
það gangi ekki eftir. Fylkir getur
fræðilega komist upp fyrir okkur en
það þarf mikið að ganga á til að það
gerist því við gefum það ekki eftir.
Við stefndum á að vera eitt af þremur
efstu liðunum en lendum í ströggli í
seinni hluta fyrri umferðar þegar við
spilum marga jafnteflisleiki, sem áttu
að vera sigurleikir því við erum
sterkara liðið. Við bitum í það súra
epli að jafnteflin eru dýr í þriggja
stiga reglunni en úr því sem komið
var getum við ekki verið annað en
sáttir, komnir í bikarúrslit og í öðru
sæti deildarinnar en auðvitað hefðum
við viljað meira,“ bætti Ólafur við.
Tími til kominn
að brjóta ísinn
„ÉG braut ísinn enda var kominn tími til því við ætluðum að reyna
aðskora fyrr en höfðum samt þolinmæði til að bíða,“ sagði Kári
Steinn Reynisson, sem skoraði tvö fyrstu mörk ÍA gegn KA á Laug-
ardalsvelli í gærkvöldi. „Leikurinn var í járnum og menn fengu færi
á víxl en svo fannst mér KA-menn gefast upp. Við fengum síðan tvö
mörk í röð og rauða spjaldið var sanngjarnt. Þá var þetta komið.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sören Byskov, markvörður KA-manna, fær hér aðhlynningu hjá
sjúkraþjálfara KA eftir að hafa fengið högg á andlitið. Kristinn
Jakobsson dómari fylgist grannt með.
Stefán
Stefánsson
skrifar
KÖRFUKNATTLEIKUR
Reykjavíkurmót karla
DHL-höllin: KR - Fjölnir .....................19.15
Hlíðarendi: Valur - ÍS ...........................20.30
Í KVÖLD
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
ÍA - KA 4:1
Laugardalsvöllur,VISA-bikar karla, bikar-
keppni KSÍ, undanúrslit, miðvikudaginn
17. september 2003.
Mörk ÍA: Kári Steinn Reynisson 47.,52.,
Garðar Gunnlaugsson 54., 90
Mörk KA: Elmar Dan Sigþórsson 59.
Markskot: ÍA 16 (9), KA 10 (4).
Horn: ÍA 5., KA 6.
Rangstöður: ÍA 5, KA 2.
Aðstæður: Norðan gola, skýjað og 11 stiga
hiti. Völlurinn gljúpur en þokkalegur að
öðru leyti.
Lið ÍA: Þórður Þórðarson - Hjálmur Dór
Hjálmsson, Reynir Leósson (Helgi Pétur
Magnússon 70.), Gunnlaugur Jónsson,
Andri Karvelsson - Julian Johnsson (Guð-
jón H. Sveinsson 82.), Pálmi Haraldsson,
Baldur Aðalseinsson, Kári Steinn Reynis-
son - Stefán Þórðarson (Kristian Gaade
Jörgensen 78.), Garðar Gunnlaugsson.
Lið KA: Sören Byskov - Steinn Viðar
Gunnarsson, Slobodan Milisic, Ronni Hart-
vig, Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson - Ör-
lygur Helgason (Steinar Tenden 68.), Dean
Martin (Þorleifur Kristinn Árnason 84.),
Pálmi Rafn Pálmason, Örn Kató Hauksson
- Hreinn Hringsson (Jóhann Helgason 62.),
Elmar Dan Sigþórsson.
Gul spjöld: Ekkert.
Rauð spjöld: Slobodan Milisic (55.), fyrir
brot.
Dómari: Kristinn Jakobsson, mjög góður.
Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson, Sig-
urður Þór Þórsson.
Áhorfendur: 905.
ÍA mætir FH í úrslitaleik á Laugardals-
vellinum 27. september.
Meistaradeild Evrópu
A-RIÐILL:
Bayern München - Celtic .........................2:1
Roy Makaay 73., 86. - Alan Thompson 56. -
48.500.
Lyon - Anderlecht ....................................1:0
Pernambucano Juninho (víti) 25. - 32.000.
B-RIÐILL:
Arsenal - Inter Mílanó..............................0:3
Julio Ricardo Cruz 22., Andy van der
Meyde 24., Obafemi Martins 41- 34.393.
Dynamo Kiev - Lokom. Moskva..............2:0
Diogo Rincon 83., 90 - 79.500.
C-RIÐILL:
AEK Aþena - Dep. La Coruna.................1:1
Vassilis Tsartas 85. - Walter Pandiani 12. -
16.000.
PSV Eindhoven - Mónakó........................1:2
Wilfred Bouma 65. - Fernando Morientes
31., Edouard Cisse 55. - 30.000.
D-RIÐILL:
Juventus - Galatasaray ............................2:1
Alessandro Del Piero 5., Ciro Ferrara 73. -
Hakan Sukur 19. - 14.420.
Real Sociedad - Olympiakos....................1:0
Darko Kovacevic (víti) 80. - 29.000.
England
1. deild:
Derby - Watford ........................................3:2
Danmörk
AGF – AB...................................................2:0
Bröndby – AaB..........................................1:1
Esbjerg – Frem.........................................2:0
Herfølge – OB............................................2:2
Midtjylland – Nordsjælland.....................1:1
Viborg – København .................................2:2
Bröndby 8 5 2 1 13:4 17
Esbjerg 8 5 2 1 15:8 17
København 8 4 2 2 14:9 14
Midtjylland 8 4 2 2 12:11 14
OB 8 4 1 3 16:12 13
AaB 8 3 2 3 9:10 11
Viborg 8 2 4 2 13:14 10
AGF 8 3 1 4 11:15 10
Herfølge 8 2 1 5 7:11 7
Frem 8 2 1 5 8:13 7
AB 8 2 1 5 8:16 7
Nordsjælland 8 1 3 4 8:11 6
Noregur
Bikarkeppnin, fjórðungsúrslit:
Haugesund - Rosenborg...........................2:3
Austurríki
Grazer AK - Austria Vín...........................1:3
Bregenz - Rapid Vín..................................1:2
Admira - Pasching.....................................4:0
HANDKNATTLEIKUR
HK - Selfoss 28:23
Digranes, Kópavogi, 1. deild karla, Re/
Maxdeildin, Suðurriðill, miðvikudaginn 17.
september 2003.
Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 2:4, 7:4, 8:7, 10:8,
11:9, 14:9, 16:9, 16:12, 18:13, 19:16, 21:17,
23:17, 24:19, 27:20, 28:23.
Mörk HK: Andrius Rackauskas 9/1, Alex-
ander Arnarson 3, Haukur Sigurvinsson 3,
Augustas Strazelas 3, Brynjar Valsteins-
son 2, Samúel Árnason 2, Elías Már Hall-
dórsson 2, Atli Þór Samúelsson 2, Vilhelm
Gauti Bergsveinsson 1, Davíð Höskuldsson
1
Varin skot: Björgvin Gústafsson19/1 (þar
af 5 sem fóru aftur til mótherja)
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk Selfoss: Ramunas Kallendauska 10,
Hjörtur Leví Pétursson 6, Haraldur Þor-
varðarson 3/3, Ívar Grétarsson 2, Arnar
Gunnarsson 1, Ramunas Mikalanis 1.
Varin skot: Sebastian Alexandersson 16/3
(þar af 4 sem fóru aftur til mótherja).
Utan vallar: 12 mínútur.
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elí-
asson, ágætir.
Áhorfendur: 220 eða þar um bil.
ÍBV - ÍR 30:34
Vestmannaeyjar, Suðurriðill:
Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 4:2, 6:5, 8:7, 10:11,
13:14, 15:15, 17:16, 18:16, 21:21, 25:26,
26:28, 26:30, 27:32, 29:34, 30:34.
Mörk ÍBV: Sigurður Ari Stefánsson 8, Ro-
bert Bognar 7, Davíð Óskarsson 5/1, Sig-
urður Bragason 3, Zoltan Belanyi 3, Björg-
vin Rúnarsson 3, Erlingur Richardsson 1.
Varin skot: Jóhann Guðmundsson 14/2 þar
af 2 aftur til mótherja.
Utan vallar: 22 mínútur.
Rautt spjald: Erlingur Richardsson, Davíð
Óskarsson.
Mörk ÍR: Ingimundur Ingimundarson 9,
Einar Hólmgeirsson 6, Bjarni Fritzon 6,
Fannar Þorbjörnsson 5, Sturla Ásgeirsson
4/2, Hannes Jónsson 2, Ragnar Helgason 2.
Varin skot: Ólafur Gíslason 14/1 þar af 1
aftur til mótherj
Utan vallar: 16 mínútur.
Rautt spjald: Einar Hólmgeirsson.
Áhorfendur: 230.
Breiðablik - FH 22:29
Smárinn, Kópavogi, Suðurriðill:
Gangur leiksins: 0:3, 3:4, 4:8, 5:12, 7:14,
8:16, 9:20, 12:21, 14:22, 15:25, 18:27, 19:28,
22:29.
Mörk Breiðabliks: Björn Hólmþórsson 7,
Björn Óli Guðmundsson 6/4, Kristinn Hall-
grímsson 3, Davíð Ketilsson 2, Pétur Ólafs-
son 2, Andrei Lasarev 1, Ingi Þór Guð-
mundsson 1.
Varin skot: Hákon Valgeirsson 11/1.
Utan vallar: 10 mín.
Mörk FH: Logi Geirsson 13/6, Guðmundur
Pedersen 6, Hjörtur Hinriksson 4, Sigurð-
ur Þorgeirsson 2, Svavar Vignisson 2,
Magnús Sigurðsson 1, Ólafur Björnsson 1.
Varin skot: Magnús Sigmundsson 15.
Utan vallar: 8 mín.
Dómarar: Þorlákur Kjartansson og Arnar
Pétursson.
Áhorfendur: Um 80.
Þýskaland
Nordhorn - Eisenach ............................33:28
Minden - Magdeburg ............................25:32
Hamburg - Gummersbach....................31:24
Kiel - Wallau-Massenheim ...................36:29
Staðan:
Flensburg 4 4 0 0 132:107 8
Lemgo 5 4 0 1 164:143 8
Hamburg 5 4 0 1 149:131 8
Kiel 4 3 1 0 116:102 7
Magdeburg 3 3 0 0 102:81 6
Nordhorn 3 3 0 0 93:72 6
Großwallst. 3 2 1 0 75:72 5
Gummersb. 4 2 0 2 118:117 4
Wilhelmshav. 4 2 0 2 104:103 4
Wallau 5 2 0 3 154:159 4
Essen 3 1 0 2 82:79 2
Wetzlar 4 1 0 3 109:117 2
Minden 4 1 0 3 103:117 2
Stralsunder 4 1 0 3 94:112 2
Pfullingen 4 1 0 3 110:131 2
Göppingen 3 0 0 3 71:81 0
Kr-Östringen 4 0 0 4 106:132 0
Eisenach 4 0 0 4 101:127 0
KEILA
Ísland er í 26. sæti af 35 eftir fyrri keppn-
isdaginn í liðakeppni karla, fimm manna, á
heimsmeistaramótinu í keilu sem nú stend-
ur yfir í Kuala Lumpur í Malasíu. Íslenska
liðið er með 2.682 stig en það eru Svíar,
Finnar og Norðmenn sem eru í þremur
efstu sætunum. Arnar Sæbergsson lék best
íslensku keppendanna í gær, er með 564
stig, en Magnús Magnússon er næstur með
546, þá Sigurður Lárusson með 539, Stein-
þór Jóhannsson með 503 og Freyr Braga-
son með 430 stig. Jón H. Bragason er einn-
ig í liðinu og spilar væntanlega í dag.
HJÓLREIÐAR
Íslendingar háðu sína fyrstu landskeppni í
hjólreiðum um sl. helgi, er keppt var við
Færeyinga hér á landi. Hjólaðir voru þrír
áfangar og samanlagður tími úr þeim gilti
til heildarsigurs. Fyrsta daginn var hjól-
aður svokallaður fjallaáfangi, austur yfir
Hengilinn til Nesjavalla og til baka til
Reykjavíkur, alls 60 km. Annan daginn
voru hjólaðir fjórir hringir í þjóðgarðinum
á Þingvöllum, alls 78 km. Síðdegis sama
dag var hjóluð 20 km tímakeppni við Bláa
lónið.
Færeyingarnir fögnuðu sigri á 13:34.36
klst. – komu í mark 25 mín. á undan ís-
lensku sveitinni.
Í einstaklingskeppninni var hörð barátta
milli Gunnars Dahl-Olsen frá Færeyjum og
Gunnlaugs Jónassonar. Gunnar kom í mark
á 4:45.26 klst., en Gunnlaugur var annar –
31 sekúndu á eftir.
Í unglingaflokki fögnuðu íslensku strák-
arnir sigri, komu í mark á 12:19.28 klst., eða
tæpum tveimur tímum á undan liði Fær-
eyinga. Anton Örn Elfarsson varð sigur-
vegari einstaklinga. Ólafur Marteinsson
var annar og Hlynur Þorsteinsson þriðji.
ÓLAFUR Þ. Guðbjörnsson þjálfari
hefur valið 18 stúlkur í U-19 ára
landsliðið fyrir EM í Slóvakíu. Þær
eru; Anna Úrsúla Guðmundsdóttir,
KR, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Val.
Dagmar Ýr Arnardóttir, Greta M.
Samúelsdóttir, Guðríður Hann-
esdóttir og Kolbrún Steinþórsdóttir
úr Breiðabliki, Sif Atladóttir FH,
Hallbera Gísladóttir og Helga Jó-
hannesdóttir úr ÍA, Sara Sigurláss-
dóttir úr ÍBV, Tinna M. Antonsdótt-
ir úr KS, Björk Gunnarsdóttir og
Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörn-
unni, Dóra María Lárusdóttir, Dóra
Stefánsdóttir, Nína Kristinsdóttir,
Ragnhildur Arnþórsdóttir og Reg-
ína Árnadóttir úr Val.
Sex Vals-
stúlkur
til SlóvakíuLÚKAS Kostic hefur valið 18 leik-
menn fyrir Evrópumót U-17 ára,
sem fram fer í Litháen 24.-28. sept.
Með Íslandi í riðlinum eru Litháar,
Albanar og Rússar. Markverðir eru
Elvar Þór Alfreðsson úr HK og Atli
Jónasson úr KR. Aðrir leikmenn:
Birkir Sverrisson og Matthías Vil-
hjálmsson úr BÍ, Bjarni Þór Við-
arsson og Haukur Ólafsson úr FH,
Grímur Björn Grímsson, Heiðar
Geir Júlíusson og Vilhjálmur Vil-
hjálmsson úr Fram, Pétur Gíslason
úr Haukum, Ari Freyr Skúlason úr
Heerenveen, Bjarki Már Sigvalda-
son og Rúrik Gíslason úr HK, Arnór
Smárason og Heimir Einarsson úr
ÍA, Arnaldur Stefánsson úr ÍR,
Gunnar Kristjánsson úr KR og
Theódór E. Bjarnason úr Start.
U-17 á leið
til Litháen