Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 39 Elsku afi. Það er svo erfitt að sætta sig við að þú sért farinn. Það er svo skrýtið að koma í heimsókn og sjá stólinn þinn auðan í stofunni. Það er svo stutt síðan fjölskyldan hittist og þú söngst með okkur fram á rauða nótt. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja þig og að hafa átt svona góðan mann sem afa. Nú er þér ekki lengur kalt á fótunum og nú geturðu aftur gert allt það sem hug þinn hefur langað svo lengi, en lík- aminn ekki leyft. Þú varst vanur að kveðja með því að bjóða okkur ofan í nammidósina sem aldrei virtist verða tóm og nú kveðjum við þig með tár í augum og sorg í hjarta. Við vitum að þú vakir yfir okkur öllum og fyrir það erum við þakklát. Ég er kominn upp á það, allra þakka verðast, að sitja kyrr í sama stað, og samt að vera að ferðast. (Jónas Hallgrímsson.) Elsku amma, guð veiti þér styrk til að takast á við þennan mikla missi. Hjördís, Ragnhildur, Þórður og Ómar Páll. Elsku afi minn. Það eru svo margar góðar minn- ingar sem þú skilur eftir hjá okkur því að þú varst með svo gott hjarta og vildir gera allt fyrir alla. Ég þakka mikið fyrir að hafa átt síðustu 10 ár ævi þinnar svo nálægt mér í Elliðaárdalnum og fengið að kynnast þér svona vel, elsku afi minn. Það verður skrýtið að halda næstu jól án þín, en ég veit að þú verður hjá okk- ur. Þú varst alltaf svo hress og dug- legur. Þegar þú tókst þér eitthvað fyrir hendur þá var það gert með glæsibrag. Eins og til dæmis þegar þér fannst þú vera farinn að fitna ákvaðstu að halda í við þig og borða bara morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Þetta gerðir þú af svo mikilli ákveðni að þó að þú værir í veislum þá fékkstu þér ekki einu sinni kökur, nema þá bara til að gera fólkinu til geðs. Þú passaðir svo vel upp á línurnar síðustu 15 árin að allir öfunduðu þig af því að geta verið svona ákveðinn í þessu. En þannig varst þú, það sem aðrir gátu ekki hugsað sér að gera, það fórst þú létt með. Elsku afi, ég hef alltaf dáðst að þér og mun alltaf gera. Þú hefur gengið í gegnum svo margt og öðlast heilan hafsjó af visku og reynslu í þínu stórbrotna og í marga staði merkilega lífi. Þú gekkst í gegnum marga hluti bæði góða og slæma en þú gerðir það alltaf með miklum sóma. Ég kveð þig afi minn með söknuð í hjartanu og fögrum minningum. Þín Sigrún Lilja. Afi. Þá ertu farinn á vit ævintýranna, eftir langa og stranga ævidaga hefur þú kvatt þína jarðnesku dvöl og haldið áfram leið þinni til betri stað- ar, staðar þar sem þú getur notið þín til fullnustu. Þín styrka hjálparhönd var alltaf á lausu fyrir þann hvern, sem á þurfti að halda. Gæsku þinni og umhyggju voru engin takmörk sett. Og þó svo að þú hafir sjaldan sagt SIGURBJARTUR GUÐJÓNSSON ✝ SigurbjarturGuðjónsson fæddist í Bala í Þykkvabæ í Rangár- vallasýslu 7. mars 1918. Hann lést að heimili sínu í Reykja- vík 31. ágúst síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Árbæj- arkirkju 9. septem- ber. frá því hvernig þér leið, þá veit ég og þeim sem þér var annt um, að þú hefur stórt hjarta. Þú ert trúr, þú ert sannur, þú ert, varst og verður ávallt sá sem þú ert; höfðingi. Minning þín lifir í hjarta mínu að eilífu. Ástarkveðja, Dóra Björt. Ég fluttist með for- eldrum mínum í Þykkvabæ vorið 1949 og kynntist þá frændfólki mínu í Hávarðarkoti. Sigurbjartur Guð- jónsson var kvæntur móðursystur minni, Halldóru G. Magnúsdóttur, en alls voru þær þrjár systurnar frá Vestmannaeyjum sem giftust í Þykkvabæinn. Þær voru, auk Dóru, móðir mín, Sigríður, sem giftist Yngva Markússyni, og Klara, sem giftist Hákoni Hafliðasyni í Búð. Sig- urbjartur Guðjónsson var fremstur meðal jafningja í Þykkvabænum og mikill sómamaður, enda var hann og hans fólk fjölskyldu minni stoð og stytta þegar við fluttum í Þykkvabæ eftir tveggja ára búsetu í Vest- mannaeyjum. Á þessum fyrstu árum var mikil samvinna milli pabba og Sigurbjarts, upphaflega varðandi heyskapinn en síðar kartöfluupptöku. Þeir voru með þeim fyrstu til að vélvæðast í Þykkvabænum og keyptu saman fyrstu kartöfluupptökuvélina ásamt tveimur öðrum. Það var ekki ein- göngu samvinna varðandi búskapinn heldur var mikil samgangur milli fjölskyldnanna. Ég á margar og góðar minningar um Sigurbjart. Hann var óþreytandi að leiðbeina mér og kenna sem barni og ungum manni og hjálpa til ef þurfti. Eitt sinn sem oftar var Sigur- bjartur í heimsókn og vorum við pabbi og hann í skúrnum austur af fjósinu, þegar ég krakkinn spurði svona út í loftið: „Af hverju er Hafliði í Búð svona ríkur?“ Það varð smá- þögn og svo svaraði pabbi: „Það er vegna þess að hann sker ekki hnúta.“ Sigurbjartur horfði á pabba um stund og sagði: „Þetta var gott svar.“ Sárasta minningin er þó þegar þau misstu son sinn, Guðjón, aðeins 12 ára gamlan árið 1953. Kæra Dóra, missir þinn er mikill og ég samhryggist þér innilega. Þið Sigurbjartur voruð mér alltaf alveg einstaklega hlý og góð. Ein minning kemur upp í hugann. Eitt sinn þegar ég var að ganga um hlaðið í Hávarðarkoti kallaðirðu á mig og spurðir: „Svenni, áttu nokkuð hjól?“ Ég svaraði neitandi og þá spurðirðu hvort ég vildi ekki eiga hjólið hans Guðjóns heitins. Og hvort ég vildi! Jú, takk. Ég gleymi ekki þakklæti mínu og stolti. Þetta eru aðeins brot af þeim minningum sem ég á en hin- ar geymi ég. Ég votta Dóru frænku minni, Gísl- ínu, Hjördísi, Guðjóni Ó. og fjöl- skyldum þeirra mína dýpstu samúð. Sveinn Yngvason. Stundum er því þannig varið, að tæplega er hægt að komast hjá að mæla eftir látinn mann, vegna ná- inna kynna eða samskipta á einhvern hátt. Að láta þögnina eina um að tala, ef svo má að orði kveða, er sjálfsagt einhverra háttur og mjög átakalaus. Ég hef minnst margra við leiðar- lok, og á ég þá við þá, sem mér hafa þótt á einhvern hátt athyglisverðir og boðið af sér góðan þokka. Þeirra er ánægjulegt að minnast. Síðasta dag ágústmánaðar andað- ist Sigurbjartur Guðjónsson, fyrrum bóndi og hreppsnefndaroddviti í Þykkvabæ í Rangárþingi, 85 ára að aldri. Hann var fæddur í Bala í Þykkvabæ, en missti föður sinn í spönsku veikinni 1918. Honum var þá komið í fóstur að Bryggjum í Austur-Landeyjum, en þar bjó föð- ursystir hans, Sesselja Guðmunds- dóttir frá Búð, systir Hafliða bónda þar og þeirra systkina. Maður Sess- elju var Tyrfingur Björnsson, sem fluttist að Hávarðarkoti og var odd- viti hreppsnefndar þar um skeið. Mátti segja, að Sigurbjartur tæki við því starfi af fóstra sínum. Hann var lengi í þeirri vandasömu og um- deildu stöðu. Það er ekki vanda- minna að stýra litlu sveitarfélagi en stóru. Þar er návígið gleggra og meira mæðir á einstaklingnum. Það reyndi Sigurbjartur í Hávarðarkoti. Heimili hans og konu hans, Halldóru Magnúsdóttur, var jafnframt skrif- stofa hreppsins. Slíkt skapaði að sjálfsögðu mikla áníðslu á heimilinu, en gestum var oftast boðið í kaffi. Ég þurfti að hafa mikil skipti við oddvit- ann í Hávarðarkoti um árabil, vegna þess að ég var skólastjóri. Þykkvi- bær er sérkennileg blanda af þorpi og sveit. Þar er kartöflurækt aðalat- vinnugreinin nú og hefur lengi verið. Velmegun hefur ríkt þar, þótt komið hafi erfið ár við og við. Sigurbjartur oddviti sá um það að sínu leyti, að þessi sveit blómgaðist. Hann varð sýslunefndarmaður fyrir Djúpár- hrepp, þegar Hafliði Guðmundsson í Búð, föðurbróðir hans, hætti vegna aldurs, og þótti það sjálfsögð ráð- stöfun. Yfirleitt voru samskipti okkar Sig- urbjarts jákvæð. Hann gat verið stíf- ur og þrár og haldið fast á sínu, en alltaf hreinskilinn og hreinskiptinn. Þetta er mín reynsla. Hann mat afar mikils skilvísi og reglusemi, hinar gömlu og góðu dyggðir. Hann var nýtur fulltrúi þeirra um langa ævi. Þykkbæingar kveðja traustan mann, sem helgaði sveit sinni starfskrafta sína, á efnislegu og andlegu sviði. Því má ekki gleyma, sem hann vann söngmálum á heimaslóðum sem org- anisti Hábæjarkirkju í áratugi. Nýt- ur maður er kvaddur eftir farsælt ævistarf. Ættmennum vottast sam- úð við fráfall hans. Auðunn Bragi Sveinsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, JÓNS GUÐMUNDSSONAR. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki hjúkrun- arheimilisins Holtsbúðar. Þóra Valg. Jónsdóttir, Einar Steingrímsson, Anna Björg Jónsdóttir, Garðar Guðmundsson, Ólafur Helgi Jónsson, Sigurbjörg Níelsdóttir, Jóna Jónsdóttir, Óskar Örn Óskarsson, Ágúst Haukur Jónsson, Þórunn Þorsteinsdóttir, afabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÞÓRÐARSON, Víðihlíð, Grindavík, áður til heimilis að Valhöll, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 20. september kl. 11.00. Sigurveig Sigurðardóttir, Hafsteinn Sigurðsson, Olga Siggeirsdóttir, Svanfríður Sigurðardóttir, Ásgeir Magnússon, Birgir Sigurðsson, Kristín Þórðardóttir, Þórður Sigurðsson, Kristín Sigurjónsdóttir, Ólína Herdís Sigurðardóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Ísak Þórðarson, Hlíf Sigurðardóttir, Árni Sigurðsson, Jóhannes A. Sigurðsson, Þorbjörg Berg, Kristinn A. Sigurðsson, Laufey Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ELÍSABET MAACK THORSTEINSSON, Smáraflöt 22, Garðabæ, sem andaðist sunnudaginn 7. september, verður jarðsungin frá Garðakirkju í dag, fimmtudaginn 18. september, kl. 13.30. Ragnar Thorsteinsson, Geir Thorsteinsson, Helga S. Helgadóttir, Pétur Thorsteinsson, A. Anna Stefánsdóttir, Hallgrímur Thorsteinsson, Ragnheiður Óskarsdóttir, Sigríður Thorsteinsson, Þórhallur Andrésson, Ragnheiður Thorsteinsson, Einar Rafnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur ómetanlegan stuðning, samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns og föður okkar, PÁLS GUÐMUNDSSONAR, Fagradal 1, Vogum. Guð blessi ykkur öll. Olga Sif Guðgeirsdóttir, Alexander, Elvar Orri og Thelma Lind. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT ELÍASDÓTTIR frá Haugi, Gaulverjabæjarhreppi, sem lést að kvöldi sunnudagsins 14. septem- ber, verður jarðsungin frá Gaulverjabæjarkirkju laugardaginn 20. september kl. 13.30. Hafsteinn Steindórsson, Lovísa Jónsdóttir, Magnús Steindórsson, Þóra Ragnarsdóttir, Ester Steindórsdóttir, Sigurgeir Jóhannsson, Guðrún Steindórsdóttir, Guðmundur Steindórsson, Svala Bjarnadóttir, Sigurður Steindórsson, Rannveig Jónsdóttir, Steindór Steindórsson, Ingibjörg Eggertsdóttir, Gréta Steindórsdóttir, Tryggvi Marteinsson, Gyða Steindórsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Steindór Kári Reynisson, Erna Magnúsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir og kveðjur sendum við safnaðarnefnd og presti Ingjaldshólskirkju, ásamt öðrum sem sýndu okkur samúð og vin- arhug við andlát og útför GÍSLA KETILSSONAR, Hellissandi. Kristinn Breiðfjörð Eiríksson, Sólveig G. Eiríksdóttir, Jón Þ. Eiríksson, Albert Guðlaugsson, Guðrún Guðlaugsdóttir, Gunnar B. Guðlaugsson, Kristinn B. Guðlaugsson, Laufey Guðlaugsdóttir, Líneik Guðlaugsdóttir, Sæberg Guðlaugsson og börn Þóris Guðlaugssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.