Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Vallaður Pálssonsendibílstjóri fæddist á Stóru-Völl- um í Landsveit í Rangárvallasýslu hinn 16. mars 1928. Hann lést á líknar- deild L-5 á Landakoti 11. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Páll Jónsson, bóndi á Stóru-Völlum, f. 10. janúar 1890 á Ægis- síðu í Holtum, d. 29. október 1943, og Sig- ríður Guðmundsdótt- ir húsfreyja, f. 9. ágúst 1900 á Stóru-Völlum, d. 26. febrúar 1988. Systkini Vallaðs eru: Jens Ríkharð- ur, f. 18. janúar 1924; Jón, f. 20. jan- úar 1925, d. 12. ágúst 1958; Sigríð- ur, f. 21. janúar 1926; Óðinn, f. 7. febrúar 1927; Þór, f. 7. febrúar 1927; Gunnur, f. 4. janúar 1930; Þýðrún, f. 19. janúar 1931; Atli, f. 18. ágúst 1933; Ragnheiður, f. 18. ágúst 1933; Ása, f. 19. janúar 1935; hennar voru Brandur Einarsson, f. 8. ágúst 1889, d. 1. febrúar 1969, og Guðbjörg Árnadóttir, f. 5. mars 1893, d. 7. október 1956. Dætur Vallaðs og Ólafar eru: 1) Guðbjörg, f. 21. febrúar 1955, gift Jóni Norð- mann Engilbertssyni, f. 29. janúar 1953. Börn þeirra eru; Kristinn, f. 10. janúar 1979, og Bjarnrún, f. 21. febrúar 1981, í sambúð með Ragn- ari Vilhjálmssyni. Fyrir átti Jón dótturina Brynhildi, f. 14. desem- ber 1975. 2) Guðný Bjarnrún, f. 30. júní 1956, d. 30. nóvember 1956. 3) Sigrún, f. 5. nóvember 1957. Dætur hennar og Kristjáns Björnssonar, f. 6. desember 1958, eru; Ólöf, f. 18. janúar 1980, í sambúð með Pétri Vilhjálmssyni, og Kristín Rut, f. 25. nóvember 1983, unnusti hennar er Heiðar Ingvi Eyjólfsson. Vallaður fluttist til Reykjavíkur fljótlega upp úr tvítugu og starfaði m.a. á Langholtsbúinu þar til hann hóf störf á Sendibílastöðinni Þresti árið 1955. Hann var þó mikið til í Múla á sumrin fyrstu árin eftir að fóstri hans dó. Hann starfaði sem sendibílstjóri til ársins 2001, er hann lét af störfum 72ja ára að aldri. Útför Vallaðs verður gerð frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og Guðrún, f. 9. júní 1938. Á sjötta aldursári fór Vallaður í fóstur að Múla í Landsveit. Fóst- urforeldrar hans voru hjónin Guðmundur Árnason, bóndi og hreppsstjóri, f. 3. júní 1879, d. 20. júní 1950, og Bjarnrún Jónsdótt- ir húsfreyja, f. 4. mars 1885, d. 21. ágúst 1965. Áttu þau hjón eina dóttur, Auði, f. 13. ágúst 1907, d. 1. maí 1908. Vallaður ólst upp í Múla ásamt sex fóstursystkinum. Af þeim er nú eitt á lífi, Brynhildur Jónsdóttir, f. 12. september 1933. Þau sem nú eru látin voru: Ágústa Einarsdóttir, Tómas Jochumsson, Dagbjartur Hannesson, Guðmundur Hannes- son og Guðrún Þórðardóttir. Eftirlifandi eiginkona Vallaðs er Ólöf Brandsdóttir, f. 26. maí 1926 á Suður-Götum í Mýrdal. Foreldrar Elsku pabbi. Það er skrýtið að hafa þig ekki lengur hérna hjá okkur. En þú varst aldrei langt undan. Þú undir hag þínum ásamt fjöl- skyldunni á þínum æskustöðvum í Landsveitinni. Af tólf systkinum varst þú sjötti í röðinni. Fæddur á Stóru-Völlum í Landsveit. Á 6. ald- ursári varstu sendur í fóstur hjá þeim sæmdarhjónum í Múla, Guð- mundi og Bjarnrúnu, sem í allt tóku að sér sjö uppeldisbörn. Þau eignuð- ust eina dóttur, Auði, sem lést á fyrsta ári. Eftir lát Guðmundar árið 1950, varst þú Bjarnrúnu fóstru þinni alltaf innan handar, þú fórst oft aust- ur til hennar, en hún lést árið 1965. Eftir hennar dag eignaðist þú einn þriðja hlut í Múla og Litla-Klofa. Öll- um frístundum eyddirðu fyrir aust- an, bæði í Múla og síðar í Litla-Klofa, eftir að þið mamma reistuð þar bú- staðinn Klofaból. Þar er nú notalegur gróðurreitur, því vart sést í bústað- inn fyrir háum trjágróðri. Þið höfðuð yndi af því að gróðursetja og var það gert af mikilli alúð. Þú varst fé- lagslyndur og hafðir gaman af því að hitta fólk. Það kom líka til ykkar, bæði heim og ekki síst í sveitina. Á hinum ýmsu skemmtunum er við vorum saman fjölskyldan varst þú uppáhalds dansherrann minn, dans- aðir svo vel bæði gömlu- og sam- kvæmisdansana. Í 45 ár starfaðir þú sem sendibíl- stjóri á Þresti og varst lengst af nr. 1 á stöðinni. Þú varst bæði lipur og bóngóður í starfi. Ekki var verra að eiga pabba sem átti sendibíl og flutti allt sem þurfti fyrir okkur. Bæði okk- ur systrunum og barnabörnunum þótti ekkert jafn skemmtilegt og að fá að sitja í sendibílnum með þér í vinnunni þegar við vorum lítil. Þú barst ekki tilfinningar þínar á torg, en þú sýndir svo sannarlega væntumþykju þína í framkomu og verki. Alltaf varstu kominn þegar við Donni vorum eitthvað að sýsla, bæði heima og fyrir austan. Þau voru ekki fá handtökin sem þú hjálpaðir okkur með og þau minna á þig um ókomna tíð. Erum við þér ævinlega þakklát. Síðasta ár er búið að vera erfitt. Þú greindist með þann sjúkdóm er að lokum tók þig frá okkur.Við áttum þó góðar stundir saman sem voru vel nýttar. Fórum til útlanda í þrjár vik- ur saman, grunnfjölskyldan, ásamt góðri vinkonu. Á meðan heilsan leyfði gast þú notið þess að vera fyrir austan með aðstoð fjölskyldunnar. Ógleymanlegar minningar eigum við frá því á sunndaginn sl. þegar þú gast komið heim til okkar, þá orðinn fár- sjúkur, og áttir með allri fjölskyld- unni yndislegan dag. Þú varst heppinn að eiga mömmu að. Hún stóð eins og klettur þér við hlið og annaðist þig af sinni einstöku alúð í þínu veikindastríði. Nú er kom- ið að okkur að styðja við bakið á henni og það munum við gera. Guð geymi þig, elsku pabbi. Þín dóttir, Guðbjörg Vallaðsdóttir. „Þá mælti Almítra: Mál er nú að spyrja um dauðann. Og hann sagði: Þú leitar að leynd- ardómi dauðans. En hvernig ættir þú að finna hann, ef þú leitar hans ekki í æðaslögum lífsins? Uglan, sem sér í myrkri, en blind- ast af dagsbirtunni, ræður ekki gátu ljóssins. Leitaðu að sál dauðans í líkama lífsins, því að líf og dauði eru eitt eins og fljótið og særinn. Í djúpi vona þinna og langana felst hin þögla þekking á hinu yfirskilvit- lega, og eins og fræin, sem dreymir undir snjónum, dreymir hjarta þitt vorið. Trúðu á draum þinn, því hann er hlið eilífðarinnar. Óttinn við dauðann er aðeins ótti smaladrengsins við konung, sem vill slá hann til riddara. Er smalinn ekki glaður í hjarta sínu þrátt fyrir ótta sinn við að bera merki konungsins? Og finnur hann þó ekki mest til óttans? Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga and- ann annað en að frelsa hann frá frið- lausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötr- aður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn vold- uga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindin- um, þá fyrst munt þú hefja fjallgöng- una. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Kahlil Gibran.) Ég kveð þig nú í hinsta sinn, pabbi minn, og þakka þér samfylgdina í gegnum lífið. Einnig vil ég fyrir hönd fjölskyld- unnar þakka öllum þeim sem önnuð- ust föður minn og heimsóttu hann í veikindum hans. Sigrún Vallaðsdóttir. Elsku afi minn. Ég verð að viður- kenna að nú er nokkuð langt liðið síð- an ég byrjaði að festa þessar hugs- anir mínar til þín niður á blað. Þá var sumar og flatirnar okkar loðnar af gróðri. Ég og trén höfum vaxið sam- an í sveitinni okkar. Um leið og þú hefur byggt upp þessa jörð hefur þú mótað hluta af mér. Því það er hluti af mér sem vill aðeins vera sterkur og hraustur eins og afi sinn. En sá hluti af þér hafði lagt sig til hvílu fyr- ir nokkru og þegar sumarið hófst bjóst sveitin mín við því að þú kæmir til að vinna hörðum höndum. En þá byrjuðum við að sakna, ég og sveitin mín. Ég sakna afans sem nennti allt- af að hafa mig með sér í vinnunni þar sem ég fékk að reyna mig við þunga kassa, því ég vildi helst geta borið þyngstu kassana eins og hann afi minn gerði. Og ég og Litli-Klofi gleymum því ekki þegar þú leyfðir mér að hjálpa til við að dytta að hinu og þessu og ég get ennþá sagt full af stolti: ,,Þetta hlið gerðum við afi.“ Þetta eru nokkrar af eftirminnileg- ustu æskuminningum mínum og það situr í mér nú þegar ég og trén sem við settum niður erum orðin svona ótrúlega stór. Ég er heppin að hafa átt svona góðan afa. Kristín Rut Kristjánsdóttir. Annað hvort prins póló og kók eða kókómjólk og snúður, eftir því hvort var nær, sjoppa eða bakarí, en aðeins ef maður hafði vit á að hitta á rétta tímann til að segjast vera svangur. Ekki rétt fyrir hádegið, þá sagði afi að við værum alveg að fara heim í mat, heldur ekki of stuttu eftir há- degið, þá trúði hann ekki að maður væri orðinn svangur strax. Þetta er bara ein af ótalmörgum dýrmætum minningum frá því þegar ég fékk að fara með afa í vinnuna og þvælast fyrir eða hjálpa til, líklega bara þvælast fyrir. Ég á minningu um hraustan afa, fílhraustan. Afa sem gat allt, lyft öllu, byggt hvað sem var og lagað allt. Góði guð, þakka þér fyrir góðan afa. Ólöf. Það er erfitt að trúa því að þú, afi, sért farinn frá okkur eftir stutt veik- indi. Þú varst alltaf svo hraustur. Það er ekki langt síðan þú sveifl- aðir þér í sperrunum í bústaðnum sem þér þótti svo vænt um. Þar eydd- uð þið amma mestum ykkar frítíma. Við systkinin munum vel hvað það var gaman að fá að koma með þér í vinnuna og reyna hjálpa til, þó það væri nú oft takmarkað. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku afi, takk fyrir allt liðið. Kristinn og Bjarnrún. Mig langar að minnast elsku frænda míns Valla með örfáum orð- um, þakka honum og fjölskyldu hans alla tryggð og greiðasemi við mig og mína fjölskyldu alla tíð. Alveg sama á hverju þurfti að halda, alltaf var Valli tilbúinn til hjálpar, hvort sem var að flytja eitthvað á sendibílnum eða eitt- hvað annað, allt var sjálfsagt. Ég veit að það eru margir sem hafa notið lipurðar hans og dugnaðar í gegnum árin. Svona einstaklingar eru ómetan- legir í þjóðfélaginu og mikil eftirsjá þegar þeir hverfa af sjónarsviðinu. Sagt er að maður komi í manns stað en það kemur enginn í staðinn fyrir Valla. Hann var einstaklega léttur á fæti og í lund og gaman að vera í ná- vist hans, það vissu allir sem til þekktu. Það var mjög ánægjulegt þegar bústaðurinn var reistur í ná- grenninu í Litla-Klofa, þá hittumst við miklu oftar. Það verður aldrei fullþakkað allt sem Valli, Óla og fjöl- skyldur hafa gert fyrir okkur. Mér flugu í hug tvær vísur til minningar um Valla: Kærleiksríkur, kætir lund, kunni ei við glingur. Iðjusamur alla stund enda verkaslyngur. Alltaf varstu fótafrár, feikna lyndisglaður. Jafnan ætíð kátur, knár, karskur greiðamaður. Elsku Óla, dætur og fjölskyldur, hafið mína dýpstu samúð. Guð gefi ykkur og öllum öðrum ættingjum og vinum Valla styrk og blessun. Sigurbjörg Elimarsdóttir. Hræddist ég, fákur, bleika brá, er beizlislaus forðum gekkstu hjá. Hljóður spurði ég hófspor þín: hvenær skyldi hann vitja mín Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig fákur minn. Stíg á bak og burt ég held, beint inn í sólarlagsins eld. (Ólafur Jóhann Sig.) Í dag kveðjum við vin okkar og ná- granna Vallað Pálsson. Kynni okkar og Vallaðs eða Valla eins og hann var gjarna kallaður, hófust fyrir um það bil tug ára, er við settum niður sum- arbústaði í landi hans að Litla-Klofa í Landsveit. Valli var fæddur og upp- alinn í Landsveitinni. Þó svo hann byggi lengst af í Reykjavík sótti hann löngum austur þar sem hann og fjöl- skyldan byggðu sér fallegan sum- arbústað og hófu gróðursetningu. Þar undi hann sér allra best og fár- sjúkur heimsótti hann æskustöðv- arnar í síðasta sinn nokkrum vikum fyrir andlát sitt. Valli var góður nágranni, ævinlega reiðubúinn að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Því hafa öll kynni okkar af honum og fjölskyldunni ver- ið einstaklega ánægjuleg. Við nágrannar hans af flötunum í Litla-Klofalandi kveðjum hann með söknuði og þökkum fyrir þann tíma sem leiðir okkar lágu saman. Við sendum Ólöfu konu hans, dætrum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um Guð að blessa þau. Nágrannar í sumarhúsalandi Litla-Klofa. VALLAÐUR PÁLSSON Það er ekki óalgengt og kannski frekar venja að forystumenn í fé- lagasamtökum svipist um eftir góðu fólki til þátttöku í forystu fé- lagsins eða til annarra starfa. Þetta á við um verkalýðsfélög rétt eins og öll önnur félög. Þannig kom það til að Hildur Kjartansdóttir, sem við kveðj- um í dag, var kölluð til forystu í stétt- arfélagi sínu, Iðju félagi verksmiðju- fólks. HILDUR ARNDÍS KJARTANSDÓTTIR ✝ Hildur ArndísKjartansdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 25. desember 1936. Hún lést á heimili sínu 27. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaða- kirkju 2. september. Þegar hún sneri aftur út á vinnumarkaðinn eftir að hafa verið heimavinnandi um nokkurt skeið hóf hún störf hjá Sjóklæðagerð- inni og fljótlega var hún valin af vinnufélögum sínum til að hafa forystu á vinnustaðnum og var kosin trúnaðarmaður. Eftir það leiddi hvað af öðru og allar götur upp frá því gegndi hún trún- aðarstörfum í verka- lýðshreyfingunni. Fljótlega eftir að Hildur hafði tekið forystu fyrir vinnu- félögum sínum var hún kölluð til frek- ari trúnaðarstarfa. Hún var kosin í stjórn Iðju 1983 og sat í stjórninni þar til félagið var sameinað öðrum. Um tíma ritari en þó lengst varaformaður eða í 14 ár. Einnig var hún árum sam- an í stjórn Landssambands iðnverka- fólks auk ýmissa annarra trúnaðar- starfa, t.d. á vettvangi ASÍ. Hildur byrjaði að starfa á skrif- stofu Iðju á þeim ágæta degi 1. maí 1986. Það má segja að þá hæfist okkar langa og góða samstarf og stóð þar til yfir lauk. En eftir sameininguna við Eflingu hélt hún áfram störfum þar. Hún var góður starfsmaður en þó ekki síður góður vinnufélagi og vinsæl hjá félagsmönnum. Fólki þótti gott að eiga samskipti við Hildi, koma á skrif- stofuna þótt ekki væri til annars en að rabba við hana um hugðarefni sín. Á litlum vinnustað, þar sem mest unnu fimm manns, kynnist fólk mjög vel. Og þegar samstarfið stendur ár- um saman og jafnvel í áratugi kynnist fólk oft fjölskyldum hvert annars. Ég kynntist því börnum hennar allvel, myndarlegu fólki og vel gerðu sem hefur nú mikið misst og einnig Sig- urjón Guðbjörnsson sambýlismaður hennar hin síðari ár. Sambýlismanni hennar, börnum, barnabörnum og öðrum ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðmundur Þ. Jónsson. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.