Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 55
SKAGAMENN léku í gær sinn
fjórða undanúrslitaleik í bik-
arkeppni KSÍ á s.l. fimm árum
þar sem þeir lögðu KA að velli
á Laugardalsvelli, 4:1. Skaga-
menn hafa unnið þrjá af fjór-
um undanúrslitaleikjum sínum
síðustu ár, gegn ÍBV, FH og
nú gegn KA og leika því til úr-
slita í bikarkeppninni í þriðja
skipti á fimm árum.
Skagamenn sigruðu fyrst í
bikarkeppninni árið 1978 eftir
að hafa tapað átta bikarúr-
slitaleikjum en þá lögðu þeir
Valsmenn, 1:0, á Laugardals-
velli með marki frá Pétri Pét-
urssyni.
Endurtekið
efni hjá ÍA
ÍA leikur til úrslita í bikarkeppni
KSÍ í 18. skipti laugardaginn 27.
september þegar þeir eiga í höggi
við FH-inga. ÍA hefur átta sinnum
unnið bikarinn, síðast árið 2000.
KÁRI Steinn Reynisson, sem
skoraði tvö af mörkum ÍA gegn KA í
gær, tryggði Skagamönnum sigur-
inn í úrslitaleiknum á móti ÍBV árið
2000. ÍA hafði betur, 2:1, og skoraði
Kári sigurmarkið á 89. mínútu.
ÓLAFUR Jóhannesson og Leifur
Sigfinnur Garðarsson þjálfarar FH-
liðsins voru á meðal áhorfenda á
Laugardalsvellinum í gær og fóru
vel yfir leik væntanlegra mótherja í
bikarúrslitaleiknum. Ólafur, sem
spáði útvarpsviðtali fyrir leikinn að
ÍA hefði betur, stjórnaði FH-ingum
síðast þegar þeir léku til úrslita en
FH tapaði fyrir Val í úrslitum 1991
þar sem tvo leiki þurfti til að knýja
fram úrslit.
SLOBODAN Milisic, leikmaður
KA, fékk að sjá rauða spjaldið í bik-
arleiknum gegn ÍA í gærkvöldi.
Hann verður í leikbanni þegar KA
mætir Grindavík í þýðingarmiklum
leik í síðustu umferð efstu deildar á
laugardaginn í Grindavík. Þorvaldur
Makan Sigbjörnsson tók hins vegar
út leikbann í liði KA í gær.
SIGFÚS Sigurðsson, landsliðs-
maður í handknattleik, skoraði þrjú
mörk þegar Magdeburg lagði Mind-
en að velli í gærkvöldi, 32:25. Minden
ákvað að leika heimaleik sinn í Hann-
over og voru 1.500 stuðningsmenn
frá Magdeburg mættir, en 5.748
áhorfendur sáu leikinn. Magdeburg
hefur leikið þrjá leiki og unnið þá
alla.
EINAR Örn Jónsson skoraði fjög-
ur mörk fyrir Wallau-Massenheim,
sem fékk skell fyrir framan 10.000
áhorfendur í Kiel - uppselt að vanda,
36:29. Rúnar Sigtryggsson náði ekki
að koma knettinum í netið fyrir
Wallau í leiknum.
UNGVERSKI handknattleiksmað-
urinn Joseph Bösze sem er í herbúð-
um ÍBV er brákaður á fingri og verð-
ur ekki með liðinu næstu þrjár til
fjórar vikurnar.
ENSKIR fjölmiðlar greina frá því
að mörg ensk úrvalsdeildarlið séu
með framherjann Diego Tristan í
sigtinu en hann leikur með Depor-
tivo á Spáni. Liverpool er þar fremst
í flokki en Javier Irureta þjálfari De-
portivo hefur ekki séð ástæðu til
þess að nota Tristan í undanförnum
leikjum liðsins.
GERARD Houllier knattspyrnu-
stjóri Liverpool verður að styrkja lið
sitt fyrir komandi átök þar sem Mil-
an Baros er meiddur og er Houllier
spenntur fyrir því að hafa Tristan og
Michael Owen í fremstu víglínu þar
sem El-Hadji Diouf virðist kunna
best við sig á hægri vængnum.
FÓLK
Akurnesingar afgreiddu norðan-menn á 10 mínútna kafla í upp-
hafi síðari hálfleiks með því að skora
þrjú mörk og til að
fullkomna martröð
KA-manna var varn-
arjaxlinum Slobodan
Milisic vikið af velli á
55. mínútu. Hann verður því ekki
með KA-liðinu í leiknum mikilvæga
gegn Grindvíkingum á laugardaginn
en annar reynslubolti, þjálfarinn
Þorvaldur Örlygsson, kemur í stað-
inn en Þorvaldur ákvað að hvíla lúin
bein í gær og safna kröftum fyrir
Grindavíkurleikinn.
Það er óhætt að segja að fátt hafi
verið um fína drætti í fyrri hálfleikn-
um. Hann einkenndist, tauga-
spennu, stórkarlalegri knattspyrnu,
baráttu og tæklingum á báða bóga
og ónákvæmum sendingum og
áhorfendur sem lögðu leið sína í
Laugardalinn höfðu litla ástæðu til
að gleðjast. KA-menn héldu sig
mjög aftarlega á vellinum og gáfu fá
færi á sér en besta færi hálfleiksins
féll Kára Steini Reynissyni í skaut
en Sören Byskov, markvörður KA-
manna, gerði vel í að verja skot Kára
af stuttu færi. Annað markvert gerð-
ist ekki í fyrri hálfleiknum en heldur
betur átti eftir að færast fjör í leik-
inn.
Martröð KA-manna í upphafi
síðari hálfleiks
Síðari hálfleikurinn var ekki nema
tveggja mínútna gamall þegar Kári
Steinn Reynisson kom ÍA í forystu.
Hjálmur Dór átti góða sendingu fyr-
ir markið og þar kom Kári Steinn og
skallaði knöttinn í netið en heldur
var Byskov klaufalegur á milli
stangann því Daninn missti boltann
undir sig. Markið var upphafið að 10
mínútna martröð KA-manna því
fimm mínútum síðar lá boltann aftur
í neti KA. Aftur var Kári Steinn á
ferðinni en hnitmiðað skot hans af
um 20 metra færi steinlá neðst í
markhorninu. Skagamenn voru alls
ekki hættir og tveimur mínútum eft-
ir mark Kára bætti Garðar Gunn-
laugsson við þriðja markinu með við-
stöðulausu skoti eftir sendingu
Gunnlaugs Jónssonar. KA-menn
trúðu vart sínum eigin augum. Stað-
an orðin 3:0 eftir 54. mínútna leik og
ekki batnaði staða þeirra þegar Mil-
isic var sendur útaf fyrir að sparka í
Garðar Gunnlaugsson.
KA-mönnum til hróss þá spyrntu
þeir við fótum í vonlausri stöðu.
Elmar Dan Sigþórsson náði að laga
stöðuna fyrir norðanmenn með góðu
skoti á 59. mínútu leiksins og einum
leikmanni færri tókst þeim betur
upp í leik sínum heldur en með full-
skipað lið. Garðar og Kári Steinn
fengu báðir úrvalsfæri, Garðar skaut
yfir af markteig og Byskov bjargaði
vel skoti Kára af stuttu færi.
Minnstu munaði að KA-mönnum
tækist að minnka muninn tíu mín-
útum fyrir leikslok en Akurnesingar
björguðu þá af marklínu. Á lokamín-
útunni innsigluðu svo Akurnesingar
sigur sinn. Úr skyndisókn komust
Kristian Gaade og Garðar Gunn-
laugsson á auðan sjó gegn fáliðuðum
KA-mönnum. Gaade var óeigingjarn
þegar hann renndi á Garðar sem
skoraði af öryggi.
Skagamenn léku ekki vel í fyrri
hálfleik en hálfleiksræða Ólafs Þórð-
arsonar hefur líklega verið kröftug
því lærisveinar hans komu mjög
grimmir og ákveðnir til leiks í síðari
hálfleik. Þeir fengu óskabyrjun og
gerðu út um leikinn á örfáum mín-
útum og gátu eftir það leyft sér að
taka lífinu með ró. Gunnlaugur Jóns-
son var sterkur í öftustu vörn,
Hjálmur Dór var duglegur að
byggja upp góðar sóknir og Kári
Steinn átti mjög lipra spretti og átti
stóran þátt í að brjóta KA-liðið á bak
aftur. Sigurinn var sá sjötti í röð hjá
ÍA og eftir brösótt gengi framan af
móti hefur sumrinu verið bjargað á
bæ Akurnesinga enda annað sæti í
deildinni í augsýn og bikarúrslita-
leikur á næsta leyti.
Með hugann við
Grindavíkurleikinn
Líkt og Skagamenn voru KA-
menn mjög slakir í fyrri hálfleik en
hafi þeir ætlað að bæta ráð sitt í síð-
ari hálfleik fuku þær ráðagerðir út í
viður og vind á upphafsmínútunum.
KA-menn voru slegnir kaldir og það
mátti glöggt greina að norðanmenn
voru komnir með hugann við leikinn
við Grindvíkinga löngu áður en góð-
ur dómari leiksins flautaði til leiks-
loka. Í þunglamalegu liði KA voru
Elmar Dan Sigþórsson og Pálmi
Rafn Pálmason einna bestir. Bikar-
ævintýri KA er þar með á enda að
þessu sinni og við tekur hjá liðinu að
halda uppi heiðri norðanliðanna, það
er að eiga lið í efstu deild að ári.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skagamenn stíga hér stríðsdans í búningsklefa sínum eftir sigurinn á KA-mönnum á Laugardals-
velli í gærkvöld. ÍA mætir FH í bikarúrslitaleik laugardaginn 27. september.
ÍA afgreiddi KA
á tíu mínútum
ENN einn ganginn eru Skagamenn komnir í úrslit bikarkeppninnar í
knattspyrnu en hvítklæddir Akurnesingar unnu öruggan 4:1 sigur á
KA-mönnum á Laugardalsvelli í gærkvöld þar sem öll mörkin litu
dagsins ljós í síðari hálfleik. FH verður andstæðingur ÍA í úrslita-
leiknum þann 27. september en KA-menn geta nú einbeitt sér al-
farið að deildinni þar sem þeir hafa verk að vinna að halda sæti
sínu. ÍA leikur til úrslita í 18. sinn, átta sinnum hefur bikarinn farið
upp á Skaga, en FH-ingar hafa tvívegis leikið til úrslita í bik-
arkeppninni og tapað í bæði skiptin.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
SAMKVÆMT frétt Sky-fréttastof-
unnar er landsliðsmaðurinn frá
Brasilíu, Rivaldo, ekki sáttur við
forráðamenn ítalska liðsins AC Mil-
an og segir Sky að Rivaldo hafi
ákveðið að rifta samningi sínum við
félagið sem sigraði í Meistaradeild
Evrópu s.l. vor.
Rivaldo hefur ekki átt fast sæti í
byrjunarliði Milan frá því að hann
var keyptur frá Barcelona á Spáni
fyrir ári síðan og er hann nú í
heimalandi sínu Brasilíu þar sem
hann íhugar næstu skref sín gagn-
vart vinnuveitendum sínum.
Rivaldo var ekki í leikmannahópi
Milan sem lagði Ajax að velli í
Meistaradeild Evrópu s.l. þriðjudag
en hann lék aðeins 16 leiki með lið-
inu á s.l. leiktíð og skoraði þar 5
mörk.
Mörg lið hafa lýst yfir áhuga sín-
um á að kaupa Rivaldo frá Milan og
má þar nefna Ajax frá Hollandi þar
sem Ronald Koeman stýrir gangi
mála en einnig hafa mörg ensk
úrvalsdeildarlið haft augastað á
Rivaldo undanfarin misseri.
Rivaldo vill
fara frá AC
Milan
Reuters
Rivaldo