Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla dagaSími 588 1200
MIKIL aukning hefur orðið á
uppgreiðslu húsbréfalána hjá
Íbúðalánasjóði það sem af er
árinu. Þannig var á fyrstu átta
mánuðum ársins fram til ágúst-
loka búið að greiða upp hús-
bréfalán að verðmæti 3,2 millj-
arðar króna í tengslum við
íbúðakaup, en á sama tíma í
fyrra höfðu verið greidd upp lán
að verðmæti 998 milljónir sem
jafngildir 220% aukningu á tíma-
bilinu. Formaður Félags fast-
eignasala segir að þessa aukn-
ingu megi einkum rekja til
yfirverðs á húsbréfum á verð-
bréfamarkaði.
Uppgreiðslurnar hafa farið
stigvaxandi það sem af er árinu.
Þær voru 161 milljón í jan-
úarmánuði sem var 31% aukning
frá sama mánuði í fyrra, en 566
milljónir í ágúst síðastliðnum
sem er 405% aukning frá sama
mánuði í fyrra. Samkvæmt þeim
reglum sem gilda um húsbréfa-
lán er hægt að greiða þau upp
hvenær sem er á lánstímanum
án þess að því fylgi aukakostn-
aður. Hins vegar er ekki hægt að
taka ný lán nema í tengslum við
kaup á fasteignum. Yfirverð hef-
ur verið á húsbréfum eftir að
ávöxtunarkrafa þeirra á verð-
bréfamarkaði fór niður fyrir
nafnvexti bréfanna síðastliðið
vor og hefur yfirverðið lengst af
verið í kringum 4% og allt upp
undir 6%. Á móti vegur að við
töku á nýjum lánum þarf að
greiða lántökugjald og stimpil-
gjald sem samanlagt nema 2,5%.
Björn Þorri Viktorsson, for-
maður Félags fasteignasala, seg-
ir að það yfirverð sem verið hafi
á húsbréfum á verðbréfamarkaði
undanfarið hafi virkað mjög
hvetjandi á uppgreiðslur eldri
húsbréfalána. Þetta sé þróun
sem eigi sér stað fyrst og fremst
á þessu ári. Þá taki fólk gjarnan
ný lán til að greiða upp eldri lán
og óhagstæðari eða lán sem séu
með hærri greiðslubyrði. Kaup-
endur og seljendur á fasteigna-
markaði séu sér meðvitandi um
að greiðsla í húsbréfum sé verð-
meiri en í peningum eins og
ástandið sé í dag og það komi
fram í verðlagningu eignarinnar
hvernig greiðslum sé háttað.
Skilyrði til vaxtalækkunar?
„Maður veltir því fyrir sér
hvort ekki fari að skapast skil-
yrði til vaxtalækkana miðað við
þetta ástand ef það er komið til
að vera að ávöxtunarkrafa hús-
bréfanna sé lægri en nafnvextir
bréfanna,“ sagði Björn Þorri
ennfremur.
Hann bætti því við að kaup-
endur fasteigna væru einnig að
horfa til þess að greiðslubyrðin
væri sem lægst af þeim lánum
sem þeir þyrftu að taka.
220% aukning á upp-
greiðslu húsbréfalána
Yfirverð á húsbréfum hefur virkað hvetjandi í þessum
efnum, segir formaður Félags fasteignasala
! %
$ %&
' (
-
. < - * - . . )
(0: :
%
"
ÞAÐ ber margt fyrir augu á Laugavegi. Sem sjá
má á þessari mynd hefur Bónus fengið sam-
keppni. Á götunni framan við verslunina hefur
lítil stúlka raðað upp álitlegum varningi sem hún
býður. Hér virðir hún fyrir sér með tveimur við-
skiptavinum einn kuldaskó en ekki fara sögur af
hvort skórinn var seldur stakur eða með öðrum.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Í samkeppni
við Bónus
ÞORSKTONNIÐ af krókakvóta hefur að und-
anförnu verið selt á 950 þúsund krónur, þ.e.a.s.
óveidd varanleg hlutdeild. Verðið hefur ekki farið
svo hátt áður, en á sama tíma í fyrra var söluverð-
ið hæst um 600 krónur fyrir kílóið. Ekki er mikið
magn til sölu eða leigu hjá skipasölum og eft-
irspurnin hefur verið mikil undanfarna mánuði.
Verðið hefur ekki farið svo hátt áður og nokkur
hreyfing hefur verið í sölumálum, að sögn Egg-
erts Sk. Jóhannessonar hjá skipamiðluninni Bát-
um og kvóta.
Jafnframt er að sögn Eggerts skortur á óveidd-
um þorskkvóta í aflamarkskerfi, „stóra kerfinu“
svokallaða, og hefur verðið fyrir kílóið af óveidd-
um þorskkvóta verið um 1,25 krónur. „Það bráð-
vantar kvóta á skrá til sölu eða leigu í báðum
kerfum. Leiguverð á krókaaflamarki í þorski er 96
til 100 krónur fyrir kílóið og í aflamarkskerfi frá
125 til 129 krónur. Leiguverðið er reyndar alltaf
lægra á þessum árstíma en hækkar svo yfirleitt
þegar vertíðin byrjar, samhliða verðhækkunum á
fiskmörkuðum. Verð á þorskkvóta bæði í króka-
kerfi og aflamarkskerfi hefur aldrei verið hærra
og það eru margir sem eru til í að kaupa var-
anlegar aflaheimildir. Nokkur bjartsýni virðist
vera ríkjandi í greininni og lánastofnanir hafa ver-
ið nokkuð duglegar að veita fjármagn til kaupa á
veiðiheimildum.“
Eggert segir stöðuna hins vegar allt aðra þegar
kemur að ýsunni. Ýsukvóti fiskveiðiársins sé nú
meiri en nokkru sinni fyrr og þar af leiðandi hafi
verð á ýsu á fiskmörkuðum snarlækkað. Þess
vegna hafi framboð af ýsukvóta stóraukist en eft-
irspurnin sé að sama skapi lítil.
Hátt verð á krókakvóta
Mikil spurn/C3
PLATAN með sönglögunum vinsælu úr leikritinu
Dýrunum í Hálsaskógi hefur selst í vel yfir 40 þús-
und eintökum.
Um er að ræða útgáfuna margfrægu sem fyrst
kom út árið 1967 með upptöku sem gerð var í Rík-
isútvarpinu í desem-
ber 1966 þar sem
þeir Árni Tryggva-
son og Bessi
Bjarnason fóru m.a.
með hlutverk Lilla
klifurmúsar og
Mikka refs. Kom
hún þá út á vegum
SG-hljómplatna,
fyrst á vínylplötu,
svo á snældu og síð-
ast á geislaplötu á
vegum Skífunnar
árið 1991. Að sögn Aðalsteins Magnússonar, sölu-
stjóra Skífunnar, hafa nú yfir 12 þúsund eintök selst
af geislaplötunni auk þess sem vel yfir 30 þúsund ein-
tök munu hafa selst af vínylplötunni og snældunni.
Telur Aðalsteinn fullvíst að fáar íslenskar plötur
hafi selst í þvílíku magni hérlendis en aðrar plötur
sem komist hafa þar nærri eru m.a. vísnaplatan Einu
sinni var, tónlistin úr leikritinu Kardemommubæn-
um og djassplata Bjarkar Guðmundsdóttur og Tríós
Guðmundar Ingólfssonar Gling-gló.
Dýrin í Hálsaskógi
seld í yfir 40
þúsund eintökum
Yfir 40 þúsund/58
ÍA lagði KA að velli, 4:1, í undanúrslitum bik-
arkeppni KSÍ í gær. Þetta verður í 18. sinn sem
Skagamenn leika til úrslita, en liðið hefur sigrað
átta sinnum í keppninni. ÍA mætir FH í úrslita-
leiknum. Pálmi Haraldsson og Kári Steinn Reyn-
isson fögnuðu vel en Kári skoraði tvisvar í leiknum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skagamenn í úrslit í 18. sinn
ÍA afgreiddi / 55
♦ ♦ ♦
ENN ER handmjólkað í einu fjósi
á Íslandi og í átján fjósum er
mjólkað með fötumjaltakerfi.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
könnunar Landssambands kúa-
bænda á fjósgerðum hérlendis.
Unnið var upp úr gögnum
Bændasamtaka Íslands og úr
upplýsingum frá búnaðarsam-
böndum, héraðsdýralæknum og
frá Búnaðarsambandi Suður-
lands. Frumniðurstöður sýna að
fjós hérlendis eru nú 869 og þar af
eru hefðbundin básafjós 635 eða
73%. Básafjós með mjaltabás eru
nú 114 eða 13%, en lausagöngu-
fjós eru 120 eða tæp 14%.
Handmjólkað
í einu fjósi
NORSKA strandgæslan segist
hafa fengið staðfest að Seløy
Undervannsservice, sem unnið
hefur að björgun Guðrúnar
Gísladóttur fyrir Íshús Njarð-
víkur, sé hætt öllum aðgerðum
og verði ekki lagðar fram neinar
trúverðugar áætlanir um björg-
unina á fundi á mánudaginn
muni norsk stjórnvöld taka hana
yfir og þá á kostnað íslensku
eigendanna.
Guðjón Jónsson, talsmaður
björgunarmanna, sagði að alltaf
hefði legið fyrir og frá því greint
í fjölmiðlum að Seløy þyrfti að
sinna öðru verkefni og gæti ekki
unnið að björgun Guðrúnar á
meðan. Kallað hefði verið eftir
fundinum á mánudaginn að ósk
Íslendinga en norska strand-
gæslan beðin um að boða til
hans. Guðjón sagðist gera ráð
fyrir að á fundinum mundi koma
endanlega í ljós hvernig færi
með björgun Guðrúnar, hann
væri vongóður en eðlilegast væri
þó að segja sem minnst.
Úrslitafund-
ur vegna
björgunar
♦ ♦ ♦