Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 41 Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus er úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við kveðjum þig, elsku frænka, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Bjarni, Gróa, Gunna, Nonni, Gaui og mamma okkar. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Hjördís og Stefanía. Haustið er komið, sólin lækkar á lofti og degi tekur að halla. Það haustar einnig í lífi hvers manns og æviskeiðið rennur á enda. Í dag kveð ég yndislega móðursyst- ur mína eftir stutt en erfið veikindi. Diljá, eða Sísí eins og ég kallaði hana alltaf, hafði verið fastur punkt- ur í tilveru minni allt frá barnæsku. Þær voru ófáar ferðirnar með Hafn- arfjarðarstrætó og Hagavagni til þess að fara í heimsókn á Ægisíð- una. Í minningunni finn ég ennþá lykt- ina af nýbökuðum kökunum og bón- inu út á hlað, því hún frænka mín var alltaf að baka og gera hreint og fínt í kringum sig. Oft var glatt á hjalla í jólaboðunum og tilvalið að fela sig á loftinu innan um smáköku- boxin til þess eins að fá að gista og leika við Gunnu og Gróu. Mér leið alltaf eins og ég væri eitt af börn- unum. Sísí var hörkubílstjóri, en á þess- um árum voru ekki margar konur með bílpróf. Hún bauð mömmu oft í sunnudagsbíltúra og allur krakka- skarinn tróðst með í litlu Bjölluna. Þá var nú gaman. Oft töluðu þær systur, mamma og hún, um æsku sína og uppeldi í Njarðvíkunum og vitnuðu þær oft í foreldra sína, einkum Stefaníu móð- ur sína, sem þótti með eindæmum dugleg og myndarleg húsmóðir. Með gott veganesti í uppeldinu héldu þau systkinin öll út í lífið og höfðu til eftirbreytni gagnvart sín- um fjölskyldum, þar sem vinnusemi, nýtni og snyrtimennska var í háveg- um höfð. Minningin um Sísí er björt og fal- leg. Hún var sérstaklega glæsileg kona og alltaf einstaklega vel til höfð. Ég sé hana ennþá ljóslifandi fyrir mér þar sem hún stendur uppi í stiga á háhæluðum skóm, vel snyrt og er að bæsa viðinn í bústaðnum. Þetta var bara hennar stíll! Hún var listræn og hafði næmt auga fyrir því að fegra sitt nánasta umhverfi og fór þar sínar eigin leið- ir, hvort sem það var sumarbústað- urinn, garðurinn eða glæsilegt heim- ilið, þar sem hannyrðum eftir hana sjálfa var haganlega fyrir komið. Við sem þekktum Sísí vel, dáðumst að myndarskap hennar, hvort sem það var við matargerð eða saumaskap og hve hún var dugleg við að halda öll- um barnahópnum sínum saman, með því að halda í hefðir í fjölskyldu sinni. Hún fylgdist vel með högum sinna nánustu og oft voru ömmubörn eða langömmubörn í heimsókn hjá henni og Bjarna á Ægisíðunni eða í bú- staðnum. Mikið fannst henni gaman að vera innan um annað fólk, sækja tónleika, sýningar og aðra listviðburði. Henni var eðlislægt að samgleðj- ast öðrum og sýndi hún öllum sem umgengust hana jákvætt og elsku- legt viðmót. Oft kom hún færandi hendi með persónulegar gjafir og fylgdi þeim alltaf einhver sérstök hugsun á bakvið. Ég kveð frænku mína með sökn- uði. Minningin um yndislega konu lifir, hún fegraði mannlífið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Við Helgi sendum Bjarna, börn- unum og nánustu ættingjum inni- legar samúðarkveðjur. Megi ykkur veitast styrkur á þessum erfiðu tím- um. Guðmunda M. Svavarsdóttir. Með söknuði kveðjum við mæta konu, Diljá Esther Þorvaldsdóttur, en kynni okkar hófust fyrir rúmum þrettán árum er við festum kaup á sumarhúsi í Norðurkotslandi í Grímsnesi. Eigendur í landinu hafa með sér félagsskap og var Bjarni eiginmaður hennar formaður hans og er enn. Oft komum við til þeirra á leið um landið til að ræða málin og skiptast á skoðunum og bollaleggja hvað gera þyrfti í sameigninni. Diljá tók alltaf hressilega á móti okkur eins og henni einni var lagið og bauð gjarnan upp á kaffi og með því. Þarna áttu þau sinn unaðsreit sem þau voru búin að leggja mikla vinnu í og alltaf var nóg að gera við breytingar og umbætur. Oft var margt um manninn hjá þeim því fjölskyldan er stór. Nefnum við sér- staklega hvítasunnuna og 17. ágúst en það er einmitt afmælisdagur Bjarna en þá var ævinlega margt um manninn. Við vitum það af eigin reynslu að þaðan þurfti enginn svangur að fara, svo vel var veitt. Þau voru sannkallaðir höfðingjar heim að sækja. Diljá var mikill náttúruunnandi og naut þess að vera útivið. Hún lagði mikið upp úr því að hafa fínt í kringum sig og á sumrin var hún vön að setja falleg blóm í ker á sól- pallinn ásamt öðru sem gladdi aug- að. Þetta sumar hefur verið óvenju- legt fyrir margra hluta sakir, blíð- viðrið og öll hitametin sem sett hafa verið. Oft hefur hugur okkar hvarfl- að til hennar á þessum góðviðrisdög- um og að það skyldi verða hennar hlutskipti að berjast fyrir lífi sínu einmitt þessa sérstöku sumardaga. Það hefur verið tómlegt við bú- staðinn þeirra lengst af í sumar og við söknum vinar í stað, því ekkert er eins og það var í gær. Tíminn flýgur frá okkur og við erum minnt á, að geyma ekki til morguns það sem við getum gert í dag. Okkur finnst ljóðið „Til móður minnar“ eft- ir Davíð Stefánsson eiga hér vel við. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. Við sendum vini okkar Bjarna, börnum þeirra og fjölskyldum sam- úðarkveðjur. Jóna og Ívar Hannesson. Diljá Þorvaldsdóttir er fallin frá eftir stutt en hart stríð. Ekki grun- aði okkur á neðri hæðinni þegar Diljá fór á sjúkrahús í júlí sl. að hún ætti ekki þaðan afturkvæmt. Við höfum átt samleið með fólkinu í þessu húsi í tæp fimm ár og höfum haft þann tíma til að kynnast Diljá, ekki síst vegna garðsins. Diljá hafði ákveðnar skoðanir um það hvernig garðurinn ætti að vera. Þar bjó hún yfir mikilli reynslu, því garðurinn er þeirra verk, hennar og Bjarna, og ber þeim fagurt vitni. Það sama má segja um málefni fjölskyldunnar og velferð hennar sem skipti Diljá mjög miklu máli. Í fyrrasumar fórum við fjölskyld- an í heimsókn til Diljár og Bjarna í fallega sumarbústaðinn í hrauninu í Þrastaskógi. Þar nutum við gest- risni þeirra í yndislegu veðri. Það var góður dagur. Elsku Bjarni og fjölskylda, mikill er ykkar missir að henni Diljá. Við munum öll sakna hennar. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra frá fólkinu á neðri hæðinni. Gunnar Sigurjónsson, Guðrún S. Hilmisdóttir, Elínborg Hulda og Jóhann Hilmir. Ég vil með þessum orðum minnast ömmu minnar, Guðrúnar Öss- urardóttur. Hún fædd- ist við utanverðan Pat- reksfjörð og bjó lengstan hluta ævi sinnar á Vestfjörðum. Hún flutti til Dýrafjarðar sem ung kona, og síðan í næsta fjörð, Önundarfjörðinn, eftir að hafa numið í Núpsskóla og á Hús- mæðraskólanum Ósk á Ísafirði. Hún amma mín var eitt 13 systkina, og þegar hún giftist afa, Stefáni Rósin- krans Pálssyni, stækkaði fjölskyldu- hringurinn til muna. Þau bjuggu rausnarbúi á Kirkjubóli í Korpudal í innanverðum Önundarfirði fram á efri ár. Þaðan eru mínar fyrstu minningar um ömmu, bernskuminningar sem tengjast búskap og dýrum, fólki, gestagangi og fjörugu félagslífi, og öllum þeim umsvifum sem einkenndi þeirra stóra heimili. En ekki síður endurómar minningin um þraut- seiga, dugmikla, en einkar blíðlega konu, sem hafði alið sex börn og lét sig ekki muna um að veita ýmsum fleirum skjól og umhyggju – skyld- um sem óskyldum, og átti pláss í stóru hjarta fyrir hvert barnabarnið á fætur öðru þegar þau komu til sög- unnar. Hennar afkomendur fylla nú nær fimm tugi. Við nutum öll hennar kærleiksríka uppeldis og tilsagnar, hvort sem hún birtist okkur sem bæn eða saga fyrir háttinn, prjóna- kennsla, tilsögn í grænmetisrækt eða berjatínslu, eitthvað hlýtt á fót eða hönd eða bráðskemmtilegur jólakökubakstur. En ekki síður var hún okkur dýrmæt fyrirmynd í mannlegum samskiptum og lykil- manneskja í því að byggja brýr milli manna með manngæsku sinni, víð- tækum tengslum við ættingja og vini, fjær og nær, og óþrjótandi áhuga á ættfræði og þjóðlegum fróð- leik. Þeirri þekkingu miðlaði hún öll- um fram á síðustu stundu og erum við ríkari fyrir vikið. Hún hafði einn- ig lifandi áhuga á þjóðmálum, ræddi þau gjarnan og brá jafnvel fyrir sig kvenréttindabrandinum, þegar svo bar undir – eins og eitt sinn þegar við ræddum möguleika íslenskra kvenna fyrr á tímum til að njóta sín í lífi og starfi, eftir lestur einnar góðr- ar jólabókar nýlega. Hennar návist- ar var gott að njóta. Nú er hún horf- in okkur og með henni er gengin heil kynslóð, en hún er síðust til að kveðja af sínum systkinum – og margar fróðleiksperlur þar með. Ég kveð hana með virðingu og söknuði – og þökk fyrir allt sem hún var mér og mínum. Skúlína Hlíf Kjartansdóttir. GUÐRÚN ÖSSURARDÓTTIR ✝ Guðrún Össurar-dóttir fæddist í Kollsvík í Rauða- sandshreppi 16. ágúst 1910. Hún and- aðist á Landspítalan- um 9. september síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Ás- kirkju 16. septem- ber. Hún amma Guðrún er dáin. Elsku amma, þakka þér fyrir að gefa mér það dýrmætasta sem nokkur manneskja getur gefið, fjársjóð minninga. Takk fyrir alla ullarsokkana og ullarvettlingana sem þú hefur prjónað á mig og dætur mínar um æv- ina. Trú þín og Stefáns afa á Guð varð mér gott veganesti út í lífið. Mig langar til að kveðja ömmu með fyrstu bæn- inni sem ég man eftir að hún kenndi mér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð blessi þig og varðveiti um alla eilífð. Anna Elínborg. Það er margs að minnast þegar ég hugsa til baka um hana Guðrúnu ömmu. Þar var einstök kona á ferð. Betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Hún var til fyrirmyndar á allan hátt. Raungóð, ráðagóð og hjartahlý. Þær voru ófáar ferðirnar sem ég fór til ömmu í Gautlandið. Alltaf voru móttökurnar hlýjar og góðar. Hún var alltaf með á hreinu hvað manni þótti gott. Þær eru orðnar óteljandi hunangskökurnar sem ég fékk hjá henni. Amma hafði gaman af því að spila. Við gátum oft gleymt okkur tímunum saman við að spila Marías. Amma vildi yfirleitt ekki hætta fyrr en ungi maðurinn væri kominn í plús. Amma var glæsileg kona, bæði fáguð í framkomu og vel til fara. Hún var stolt af uppruna sínum, úr stórbrotna landslaginu fyrir vestan. Hún hafði tröllatrú á vestfirskum náttúruafurðum svo sem aðalblá- berjum og fjallagrösum og kenndi okkur að meta þær. Þetta hefur orð- ið þess valdandi að við barnabörnin sækjum mikið vestur á hennar slóð- ir. Elsku amma, ég vil þakka þér fyr- ir alla þá hlýju og vináttu sem þú hefur veitt mér í gegnum tíðina, ég veit að þú færð góðar móttökur á nýjum stað. Hvíl þú í friði. Kolbeinn Smári. Við viljum þakka Guðrúnu ömmu okkar fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með henni. Það var sama hvenær maður kom í heimsókn til hennar í Gautlandið, alltaf voru til kökur og annað bakkelsi til að gæða sér á. Amma átti líka þetta stórkost- lega jólatré með hitaperum sem fylltar voru af vatni. Þegar kveikt var á trénu sauð í perunum og loft- bólurnar glitruðu í hinum ýmsu lit- um þegar þær streymdu um í per- unum. Það voru ekki komin jól fyrr en maður hafði farið í heimsókn til ömmu Guðrúnar og starað hugfang- inn á jólatréð. Amma átti líka fullan skáp af myndum af ættmennum og vinum. Stundum kom það fyrir að amma opnaði þennan skáp og sýndi okkur myndir af þessu fólki. Amma var nefnilega alltaf mjög ættrækin, enda mjög stór og fríður hópur kom- inn henni frá. Hún var alltaf klett- urinn sem vakti yfir okkur og allir báru ómælda virðingu fyrir. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Stefán Rósinkrans Pálsson, Hilmar Jón Pálsson. Við kveðjum þig hinstu kveðju, elsku langamma. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elísabet og Hildur Emma. Hún Guðrún Össurardóttir var góð kona sem var alltaf góð við alla. Alltaf þegar ég hitti hana bauð hún mér upp á eitthvað skemmtilegt. Það var leitt að hún dó, því hún var mjög góð amma og örugglega ein besta amma í heiminum. Hvernig hún sagði sögur og hvernig hún gaf okkur kökur og nammi þegar við komum til hennar var frábært. Þannig að ég vil kveðja hana Guðrúnu, langömmu mína, og þakka fyrir mig. Jón Ölvir Ástvaldsson. Kæra Guðrún. Þakka þér fyrir samfylgdina og allar dýrmætu minn- ingarnar. Ég man þig halda á báðum dætrum okkar Hjalta nýfæddum, hversu rólegar og öruggar þær voru hjá þér. Ferðin á Vestfirði þar sem þú fylgdir mér í gegnum lífið á Kirkjubóli hér áður fyrr í gegnum frábærar frásagnir þínar. Allar heimsóknirnar, ekki síst nú í sumar þegar þið Kjartan komuð í Borgar- fjörðinn og deilduð með okkur ynd- islegum sólarafmælisdegi Hjalta og Bergdísar, sitjandi úti með okkur öllum hinum. Allar prjónuðu flíkurn- ar, dúkkur og teppi dætra minna sem munu fylgja okkur alla tíð. Fyrir einhverja sérstaka blessun varst þú alltaf einstaklega minnug og klár í hugsun, glæsileg hvar sem þú komst og höfðingleg heim að sækja. Ástarfaðir himnahæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. (Þýð. Steingr. Thorst.) Kæra Guðrún, þú varst varst nú alltaf pínulítið langalangamma mín líka. Takk fyrir okkur öll. Kæru Kjartan, Skúlína, Páll, Öss- ur og stórfjölskyldan öll, við Hjalti vottum ykkur dýpstu samúð. Margrét L. Eðvarðsdóttir. Elsku langalangamma. Þegar maður er dáinn er maður enn þá á lífi. Með sálina uppi hjá guði eins og engill að spila á hörpu og líka með vængi. Þín Bergdís Elsa Hjaltadóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar og afa, ÁRNA GUÐJÓNSSONAR lögfræðings, Fjarðarseli 35, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins á Ísafirði svo og starfsfólks Skógarbæjar í Reykjavík fyrir frábæra umönnun í veikindum hans. Steinunn Gunnlaugsdóttir, Sigríður Árnadóttir, Ari Gunnarsson, Elísabet Árnadóttir, Guðjón Árnason, Sólveig Pétursdóttir, Árdís Gunnur Árnadóttir, Stefán Jóhann Baldvinsson, Halldór Árnason og barnabörn. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.