Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 15 Laugavegi, sími 511 4533. Smáralind, sími 554 3960. Kringlunni, sími 533 4533. 50 25% afmælisafsláttur af öllum vörum í verslunum Hygeu fimmtud., föstud. og laugard. Skartgripir Okkar frábæru töskur ára afmæli UNDANFARNA daga hafa mynd- listarkonurnar Sigrún Huld Hrafns- dóttir og Þórey Rut Jóhannesdóttir staðið í ströngu við að undirbúa sýn- ingu í norðursal Kjarvalsstaða. Verkin eru fjölbreytt og sýna kraft- inn sem þessar tvær ungu konur búa yfir. Sýningin verður opnuð formlega klukkan fimm í dag og mun Lára Kristín Pedersen, níu ára, lesa ljóðið Vor eftir Þóreyju frænku sína, en hún hefur áður gefið út ljóðabókina Ljóðaperlur. Sigrún verður með yfirlitssýningu á sínum verkum en hún hefur málað reglulega undanfarin ár. Notar hún vatnsliti, akríl- og pastelliti í verk- unum. Frá árinu 1997 hefur hún ver- ið í frjálsri málun hjá Lóu Guðjóns- dóttur í Listsmiðju Lóu og hefur mikla ánægju af því enda lært mikið. Sjálf hefur Sigrún haldið tvær einkasýningar í Eden 1999 og í Þjón- ustumiðstöðinni á Vesturgötu 7 árið 2002. Þá hefur hún tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum. Sigrún hefur verið mikil afreks- kona í sundi og segir Kristín Er- lingsdóttir, móðir hennar, að þegar hún minnkaði sundið hafi hún tekið upp pensilinn með þessum ágæta ár- angri. Hún sé mislengi með hverja mynd og noti aðallega föstudagana til þess að mála. Þetta er fyrsta opinbera sýning Þóreyjar Rutar og segir móðir henn- ar, Elín Reynisdóttir, sýninguna geyma sex verka hennar. Þórey hef- ur frá unga aldri mundað pensilinn og margar myndanna eru ofboðs- lega fallegar að sögn Elínar. Vel vandað til verks Öll verkin nú voru unnin í tengslum við námskeið sem Þórey fór á á Reykjalundi í sumar og eru því máluð í sumar. Eftir þann árang- ur var hún hvött til að sýna verkin og hefur undirbúningur staðið lengi yfir. Vel er vandað til verksins, fá þær stöllur hjálp fagmanna við und- irbúninginn og innrömmun mynd- anna. Elín segir að mikið hafi verið að gera hjá Þóreyju síðustu daga því hún hafi sjálf séð um margt sem snýr að sýningunni. Þetta gefi henni mikið enda sé hún félagslynd og hafi gaman af öllu þessu umstangi. Það hjálpi líka til hvað hún sé jákvæð og sterkur persónuleiki sem viti hvað hún vilji. Nú vinnur hún að gerð annarrar ljóðabókar. List án landamæra Sýning Sigrúnar og Þóreyjar er sú fyrsta í röð myndlistarsýninga listahátíðarinnar Listar án landa- mæra. Alls verða sýningarnar sex og lýkur þeim 7. desember. Benóný Ægisson stýrir hátíðinni og segir þetta tilraun til að fara yfir öll landa- mæri með listsköpun. Þarna leiða saman hesta sína fatlaðir og ófatl- aðir einstaklingar og skapa eitthvað nýtt og spennandi. List án landamæra er haldin í til- efni Evrópuárs fatlaðra 2003 og tíu ára afmælis Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Nú þegar hafa hátt á þriðja tug viðburða litið dagsins ljós á List án landamæra í Reykjavík, á Akureyri og á Sólheimum í Gríms- nesi. Morgunblaðið/Kristinn Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Þórey Rut Jóhannesdóttir opna myndlist- arsýningu sína á Kjarvalsstöðum klukkan 17 í dag. Myndir og ljóð á Kjar- valsstöðum Austurbær Ungar myndlistarkonur taka þátt í listahátíð án landamæra FLOSI Eiríksson, oddviti Samfylk- ingarinnar í Kópavogi, segir ekki rétt sem Gunnar Birgisson, forseti bæjarstjórnar, segir í Morgun- blaðinu í gær, að bæjarráð hafi gefið samþykki sitt fyrir undirritun kaup- samnings á lóð Kópavogshælis. Með samningnum fékk Kópavogs- bær afhenta 13 hektara landspildu í kringum lóð Landspítala - háskóla- sjúkrahúss sunnan Kópavogsbraut- ar og austan Urðarbrautar. „Þetta hefur einu sinni verið rætt í bæjarráði Kópavogs, 24. júlí sl., og var málinu þá frestað eins og sjá má í fundargerð,“ segir Flosi. Í fundargerð kemur fram að skipulagsstjóri og formaður bæjar- ráðs gerðu grein fyrir samningavið- ræðum og stefnt væri að frágangi málsins 8. ágúst. „Bæjarráð frestar afgreiðslu á framlögðum samnings- drögum,“ segir í fundargerð. Flosi segist vona að hér sé um rugling hjá formanni bæjarráðs að ræða og hann sé ekki vísvitandi að fara með rangt mál. Oddviti Samfylkingar í Kópavogi Segir ekkert sam- þykki liggja fyrir Flosi Eiríksson Kópavogur ÚTIBÚ Borgarbókasafns verður opnað í Árbæjarhverfi upp úr næstu áramótum. Það er hálfu ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir samkvæmt upplýsingum frá Degi B. Eggertssyni, borgarfulltrúa og formanns hverfaráðs Árbæjar. Borgarráð staðfesti á þriðju- dag leigusamning milli Borgar- bókasafns og Sparisjóðs vélstjóra til fimm ára. Fær bókasafnið leigða alla efri hæð við Hraunbæ 119 undir starfsemi bókasafnsins sem er í þjónustukjarna hverf- isins milli Bæjarháls og Hraun- bæjar. Húsnæðið er 530 fermetr- ar að flatarmáli og þegar er byrjað að kaupa inn efni til safns- ins. Á vef Borgarbókasafns er auglýst eftir hugmyndum um nafn á þetta sjöunda útibú Borg- arbókasafns. Samkvæmt upplýsingum Dags var þetta húsnæði fyrsti kostur þar sem það standi nú autt og á því þurfi að gera litlar breytingar til að þar verði fyrsta flokks safnahús. Mikill áhugi hafi verið meðal Árbæinga um árabil að fá bókasafn í hverfið og nú sé ein- sýnt að starfsemin hefjist fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Dagur segir það gleðiefni að þessi þjón- usta færist nær íbúum hverfisins. Bókasafn opnað í Árbæ Árbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.