Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 25
Alltaf á laugardögum Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. *5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 22 0 0 9/ 20 03 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 25 VETRARSTARFI samtímalista- safnsins Safns, á Laugavegi 37, verður hleypt af stokkunum í dag kl. 18 með því að Ásdís Sif Gunn- arsdóttir flytur gjörning sinn, Árs- tíðirnar. Einnig opnar Safn nýja heimasíðu á slóðinni www.safn.is. Ásdís hefur dvalið í Bandaríkj- unum við listnám undir stjórn Pipi- lotti Rist og Paul McCarthy. Hún hefur aðallega framið gjörninga og gert innsetningar sem endurspegla mannleg samskipti og tilfinningar. Gestum er bent á að koma tím- anlega og klæða sig eftir veðri þar sem þeir munu standa á Laugaveg- inum til að njóta gjörningsins sem varir í um hálfa klukkustund. Fram undan er m.a. sýning á nýju verki eftir breska listamanninn Adam Barker Mill og kynning á listamanninum Hreini Friðfinns- syni. Á heimasíðunni er að finna frekari upplýsingar um dagskrá, ýmsar upplýsingar um safneignina og annað sem viðkemur Safni. Hönnun er í höndum Ólafs Breið- fjörð. Nokkrum verkum í Safni hef- ur verið skipt út fyrir önnur ný, á bókasafnið er komin tölva með net- tengingu og boðið verður upp á leið- sögn alla laugardaga í vetur kl. 14. Aðgangur að Safni er ókeypis. Opið miðvikudaga til föstudaga kl. 14–18, kl. 17 laugardaga og sunnu- daga. Brot úr verki eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. Vetrarstarf Safns hefst með gjörningi KVINTETT Eyjólfs Þorleifssonar mun halda tónleika í kvöld kl. 21.30 á Café Central, undir veitingahús- inu Skólabrú gegnt Dómkirkjunni. Þeir munu eingöngu flytja frum- samda djasstónlist eftir Eyjólf. Kvintettinn skipa þeir Eyjólfur Þorleifsson, tenórsaxófón, Jóhann Ásmundsson, bassa, Eric Quick, trommur, Agnar Már Magnússon, Rhodes-píanó, og Sigurður Rögn- valdsson, gítar. „Það eru ekki margir virkir djassklúbbar í gangi núna og ekki mikið um að vera í djasslífinu. Þessi staður er því kærkominn okkur sem viljum eitthvað til mál- anna leggja í þessum efnum,“ segir Eyjólfur. „Um daginn rataði fræg- ur erlendur djasstónlistagagnrýn- andi inn á þennan stað og átti ekki orð til að lýsa hrifningu sinni. Sagði að þetta væri kjörinn staður fyrir þessa tegund tónlistar. Ég tek und- ir þetta og veit að margir myndu sækja þennan stað, ef þeir bara vissu að hann væri til staðar.“ Kvintett Eyjólfs Þorleifssonar án Agnars Más Magnússonar. Djass á Café Central Í TENGSLUM við opnun sýning- arinnar Úr byggingarlistarsafni í Listasafni Reykjavíkur – Hafnar- húsi á laugardaginn mun hinn kunni, bandaríski arkitekt, Carlos Zapata, flytja fyrirlestur í fjöl- notasalnum annað kvöld kl. 20.00. Í fyrirlestrinum mun Carlos Za- pata beina sjónum sínum að nokkrum verkum sem hann hefur unnið að í samvinnu við kollega sinn, Benjamin Wood. Carlos Zapata er fæddur árið 1961 í Venezúela. Hann stundaði nám í arkitektúr við Pratt Uni- versity og síðan við Columbia Uni- versity í New York. Að námi loknu starfaði hann sem hönnun- arstjóri og aðstoðarforstjóri Ell- erbe/Beckett, einnar stærstu verkfræði- og arkitektastofu vest- an hafs. Á vegum hennar hlaut hann verðlaun í fjölda samkeppna. Árið 1991 stofnaði hann eigin stofu, CZDS, og hefur í samvinnu við Benjamin Wood í Boston unn- ið að fjölda stórverkefna víða um heim, m.a. hannað leikvang Chic- ago Bears í Chicago og nýjan borgarhluta í Shanghai. Hann var valinn í hóp sjö arkitekta í for- keppni um tillögu að endurreisn World Trade Center í New York. Zapata verður einnig með nám- skeið hjá Endurmenntunarstofn- un HÍ. Fyrirlestur Carlos Zapata SÝNINGAR á leikriti Bertolts Brechts, Púntila og Matti, hefjast á ný í Borgarleikhúsinu annaðkvöld. Miklar mannabreytingar hafa orðið á verkinu, þar sem hópur leikara sem þar var hefur nú haldið til London með Rómeó og Júlíu eða þeir komnir í önnur verkefni. Harpa Arnardóttir leikur nú hina fordekr- uðu Evu, dóttur Púntila bónda, sem hann vill fyrir alla muni koma í hjónaband. Eggert Þorleifsson hef- ur tekið við hlutverki hins skuldum vafna sendiráðsfulltrúa og vonbiðils Evu. Björn Ingi Hilmarsson er dómarinn, drykkjufélagi Púntila. Ellert A. Ingimundarson leikur pró- fastinn. Ilmur Kristjánsdóttir leikur mjaltastúlkuna og Finnu vinnukonu. Gunnar Hansson hefur einnig bæst í leikarahópinn sem bassaleikari og finnski harmonikuleikarinn Tatu Kantomaa leikur nú í stað landa hans, Matta Kallio. Titilhlutverkin eru sem fyrr í höndum Theodórs Júlíussonar og Bergs Þórs Ingólfs- sonar. Guðmundur Ólafsson semur söngtextana. Vytautas Narbutas gerir leikmyndina. Kári Gíslason hannar lýsingu. Guðjón Pedersen er leikstjóri Púntila og Matta. Sex sýningar eru ráðgerðar í haust. Púntila og Matti aft- ur á svið Á ALMENNUM félagsfundi Hins íslenska glæpafélags í vikunni var tilkynnt að Flateyjargáta: Glæpa- saga, eftir Viktor Arnar Ingólfsson yrði framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna fyrir árið 2004. Norrænu glæpasagnaverðlaunin, eða Glerlykillinn, eru Íslendingum að góðu kunn, en Arnaldur Indriða- son hefur tvisvar hlotið lykilinn fyrir skáldsögur sínar Mýrina og Grafar- þögn. Það er SKS (Skandinaviska Kriminal Sällskapet) sem stendur fyrir verðlaununum, en næsti fundur þeirra verður haldinn á Íslandi 21.– 23. maí 2004. Fundurinn mun hefjast á afhendingu Glerlykilsins í Nor- ræna húsinu. Flateyjargáta tilnefnd til Glerlykilsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.