Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 25
Alltaf á laugardögum
Smáauglýsing
á aðeins 500 kr.*
Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.*
Almennt verð er 1.689 kr.
Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum.
*5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003.
Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins,
sími 569 1111 eða augl@mbl.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
M
O
R
21
22
0
0
9/
20
03
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 25
VETRARSTARFI samtímalista-
safnsins Safns, á Laugavegi 37,
verður hleypt af stokkunum í dag
kl. 18 með því að Ásdís Sif Gunn-
arsdóttir flytur gjörning sinn, Árs-
tíðirnar. Einnig opnar Safn nýja
heimasíðu á slóðinni www.safn.is.
Ásdís hefur dvalið í Bandaríkj-
unum við listnám undir stjórn Pipi-
lotti Rist og Paul McCarthy. Hún
hefur aðallega framið gjörninga og
gert innsetningar sem endurspegla
mannleg samskipti og tilfinningar.
Gestum er bent á að koma tím-
anlega og klæða sig eftir veðri þar
sem þeir munu standa á Laugaveg-
inum til að njóta gjörningsins sem
varir í um hálfa klukkustund.
Fram undan er m.a. sýning á
nýju verki eftir breska listamanninn
Adam Barker Mill og kynning á
listamanninum Hreini Friðfinns-
syni. Á heimasíðunni er að finna
frekari upplýsingar um dagskrá,
ýmsar upplýsingar um safneignina
og annað sem viðkemur Safni.
Hönnun er í höndum Ólafs Breið-
fjörð. Nokkrum verkum í Safni hef-
ur verið skipt út fyrir önnur ný, á
bókasafnið er komin tölva með net-
tengingu og boðið verður upp á leið-
sögn alla laugardaga í vetur kl. 14.
Aðgangur að Safni er ókeypis.
Opið miðvikudaga til föstudaga kl.
14–18, kl. 17 laugardaga og sunnu-
daga.
Brot úr verki eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur.
Vetrarstarf Safns
hefst með gjörningi
KVINTETT Eyjólfs Þorleifssonar
mun halda tónleika í kvöld kl. 21.30
á Café Central, undir veitingahús-
inu Skólabrú gegnt Dómkirkjunni.
Þeir munu eingöngu flytja frum-
samda djasstónlist eftir Eyjólf.
Kvintettinn skipa þeir Eyjólfur
Þorleifsson, tenórsaxófón, Jóhann
Ásmundsson, bassa, Eric Quick,
trommur, Agnar Már Magnússon,
Rhodes-píanó, og Sigurður Rögn-
valdsson, gítar.
„Það eru ekki margir virkir
djassklúbbar í gangi núna og ekki
mikið um að vera í djasslífinu.
Þessi staður er því kærkominn
okkur sem viljum eitthvað til mál-
anna leggja í þessum efnum,“ segir
Eyjólfur. „Um daginn rataði fræg-
ur erlendur djasstónlistagagnrýn-
andi inn á þennan stað og átti ekki
orð til að lýsa hrifningu sinni. Sagði
að þetta væri kjörinn staður fyrir
þessa tegund tónlistar. Ég tek und-
ir þetta og veit að margir myndu
sækja þennan stað, ef þeir bara
vissu að hann væri til staðar.“
Kvintett Eyjólfs Þorleifssonar án Agnars Más Magnússonar.
Djass á Café
Central
Í TENGSLUM við opnun sýning-
arinnar Úr byggingarlistarsafni í
Listasafni Reykjavíkur – Hafnar-
húsi á laugardaginn mun hinn
kunni, bandaríski arkitekt, Carlos
Zapata, flytja fyrirlestur í fjöl-
notasalnum annað kvöld kl. 20.00.
Í fyrirlestrinum mun Carlos Za-
pata beina sjónum sínum að
nokkrum verkum sem hann hefur
unnið að í samvinnu við kollega
sinn, Benjamin Wood.
Carlos Zapata er fæddur árið
1961 í Venezúela. Hann stundaði
nám í arkitektúr við Pratt Uni-
versity og síðan við Columbia Uni-
versity í New York. Að námi
loknu starfaði hann sem hönnun-
arstjóri og aðstoðarforstjóri Ell-
erbe/Beckett, einnar stærstu
verkfræði- og arkitektastofu vest-
an hafs. Á vegum hennar hlaut
hann verðlaun í fjölda samkeppna.
Árið 1991 stofnaði hann eigin
stofu, CZDS, og hefur í samvinnu
við Benjamin Wood í Boston unn-
ið að fjölda stórverkefna víða um
heim, m.a. hannað leikvang Chic-
ago Bears í Chicago og nýjan
borgarhluta í Shanghai. Hann var
valinn í hóp sjö arkitekta í for-
keppni um tillögu að endurreisn
World Trade Center í New York.
Zapata verður einnig með nám-
skeið hjá Endurmenntunarstofn-
un HÍ.
Fyrirlestur
Carlos Zapata
SÝNINGAR á leikriti Bertolts
Brechts, Púntila og Matti, hefjast á
ný í Borgarleikhúsinu annaðkvöld.
Miklar mannabreytingar hafa orðið
á verkinu, þar sem hópur leikara
sem þar var hefur nú haldið til
London með Rómeó og Júlíu eða
þeir komnir í önnur verkefni. Harpa
Arnardóttir leikur nú hina fordekr-
uðu Evu, dóttur Púntila bónda, sem
hann vill fyrir alla muni koma í
hjónaband. Eggert Þorleifsson hef-
ur tekið við hlutverki hins skuldum
vafna sendiráðsfulltrúa og vonbiðils
Evu. Björn Ingi Hilmarsson er
dómarinn, drykkjufélagi Púntila.
Ellert A. Ingimundarson leikur pró-
fastinn. Ilmur Kristjánsdóttir leikur
mjaltastúlkuna og Finnu vinnukonu.
Gunnar Hansson hefur einnig bæst
í leikarahópinn sem bassaleikari og
finnski harmonikuleikarinn Tatu
Kantomaa leikur nú í stað landa
hans, Matta Kallio. Titilhlutverkin
eru sem fyrr í höndum Theodórs
Júlíussonar og Bergs Þórs Ingólfs-
sonar.
Guðmundur Ólafsson semur
söngtextana. Vytautas Narbutas
gerir leikmyndina. Kári Gíslason
hannar lýsingu. Guðjón Pedersen er
leikstjóri Púntila og Matta.
Sex sýningar eru ráðgerðar í
haust.
Púntila og
Matti aft-
ur á svið
Á ALMENNUM félagsfundi Hins
íslenska glæpafélags í vikunni var
tilkynnt að Flateyjargáta: Glæpa-
saga, eftir Viktor Arnar Ingólfsson
yrði framlag Íslands til norrænu
glæpasagnaverðlaunanna fyrir árið
2004.
Norrænu glæpasagnaverðlaunin,
eða Glerlykillinn, eru Íslendingum
að góðu kunn, en Arnaldur Indriða-
son hefur tvisvar hlotið lykilinn fyrir
skáldsögur sínar Mýrina og Grafar-
þögn. Það er SKS (Skandinaviska
Kriminal Sällskapet) sem stendur
fyrir verðlaununum, en næsti fundur
þeirra verður haldinn á Íslandi 21.–
23. maí 2004. Fundurinn mun hefjast
á afhendingu Glerlykilsins í Nor-
ræna húsinu.
Flateyjargáta
tilnefnd til
Glerlykilsins