Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert umhyggjusamur og tekur lífið alvarlega. Þú get- ur náð miklum árangri í líf- inu ef þú setur þér hófleg markmið. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú færð fullt af góðum hug- myndum í dag. Óvenjulegt fólk verður á vegi þínum og orka þess örvar þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú gætir gert óvenjuleg kaup í dag, til dæmis nútíma- listaverk. Þú ert frekar kærulaus í öllum peninga- samningum í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samtöl við yfirboðara munu koma þér á óvart í dag. Eng- um stendur ógn af metnaði þínum, þú ert hvattur til að láta í þér heyra. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú munt eiga auðvelt með að sýna umburðarlyndi í sam- ræðum um pólitík og trúmál. Þú gætir jafnvel haft samúð með málstað, sem þú venju- lega hafnar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú gætir fengið óvæntar gjafir eða góss í dag, senni- lega fyrir milligöngu vinar. Vertu bjartsýnn og opnaðu vasana. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú getur átt von á líflegum og óvæntum samræðum við vini og félaga í dag. Fólk finn- ur upp á undarlegustu hlut- um, en það er ágætt og setur krydd í tilveruna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Eitthvað óvænt gæti gerst í vinnunni í dag, sérstaklega í samskiptum við útlönd eða fjarlæga staði. Að sama skapi gæti eitthvað óvænt gerst í sambandi við ferðalög eða út- gáfu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert í skapi til að daðra í dag. Þótt þú getir farið leynt með það er staðreyndin sú að þú ert í því stjörnumerki sem mestar ástríður fylgja og það sést í dag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Mikið hefur gengið á und- anfarið og á því verður því miður engin undantekning í dag. Þú getur átt von á óvæntum tíðindum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Spennandi fundir með vinum og börnum veita ánægju í dag. Þú gætir jafnvel kynnst fólki, sem er örlítið sérviturt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er nánast ekki hægt að standast freistinguna að eyða peningum í dag, en ekki láta eyðsluna tæma veskið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú finnur til kennda sjálf- stæðis og uppreisnar í dag og vilt ekki að nokkur maður segi þér fyrir verkum. Fólki í kringum þig er hollast að láta undan. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÍSLAND Ó! fögur er vor fósturjörð um fríða sumardaga, er laufin grænu litka börð, og leikur hjörð í haga; en dalur lyftir blárri brún mót blíðum sólar loga, og glitrar flötur, glóir tún, og gyllir sunna voga. Og vegleg jörð vor áa er með ísi þakta tinda, um heiðrík kvöld að höfði sér nær hnýtir gullna linda, og logagneistum stjörnur strá og stirndi hulið svellum, en hoppa álfar hjarni á, svo heyrist dun í fellum. - - - Jón Thoroddsen LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 95 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 18. september, er 95 ára Þor- kell Sigurðsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri á Grund- arfirði, Hátúni 8, Reykja- vík. Þorkell er staddur í Kaupamannahöfn hjá dótt- ur sinni á afmælisdaginn. 100 ÁRA afmæli. Ídag, fimmtudag- inn 18. september, er 100 ára Tryggvi Jóhannesson, fyrrv. bóndi á Fremri Fitj- um í Miðfirði, V.Húna- vatnssýslu. Tryggvi er fæddur að Fremri Fitjum og hefur átt þar heimili alla tíð en síðustu sex ár hefur hann dvalist á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. ÍTALIR höfðu vindinn í bakið strax frá fyrsta spili í úrslitaleiknum við Dani um HM-titil ungmenna, en það var meira basl á þeim í und- anúrslitunum. Þá mættu Ítalir „náttúrulegum óvin- um“ sínum frá Bandaríkj- unum. Þessi tvö stórveldi bridssögunnar hafa marga tvísýna hildi háð í opna flokknum og leikur ung- mennanna var sama marki brenndur. Eftir þrjár 16 spila lotur af fjórum höfðu Ítalir reyndar náð traustri forystu upp á 60,5 IMPa. En þá spýttu þeir bandarísku í lófana og tókst með vand- aðri spilamennsku að saxa á forystuna og nánast jafna leikinn í næstsíðasta spili þegar þeir Bello-bræður lentu í hrapalegu sagnslysi: Austur gefur; AV á hættu. Norður ♠ 8 ♥ ÁK10832 ♦ Á753 ♣ÁK Vestur Austur ♠ 953 ♠ KG10762 ♥ 4 ♥ 965 ♦ D864 ♦ 9 ♣97643 ♣852 Suður ♠ ÁD4 ♥ DG7 ♦ KG102 ♣DG10 Við byrjum í opna salnum, þar sem Bandaríkjamenn- irnir Bathurst og Mignocchi sátu með sterku spilin í NS gegn Lo Presti og Mazzadi: Vestur Norður Austur Suður Lo Presti Mignocchi Mazzadi Bathurst -- -- 2 spaðar 2 grönd Pass 4 tíglar * Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 5 tíglar Pass 6 tíglar Pass 7 hjörtu Allir pass Kerfið er greinilega vel útfært. Mignocchi yfirfærir í hjarta með fjórum tíglum (Texas) og spyr um lykilspil og trompdrottningu í kjöl- farið. Svar Bathurst á fimm laufum sýnir einn ás (við- snúnin svör; svokölluð 1430 regla), og þegar Mignocchi spyr um trompdrottninguna með fimm tíglum, sýnir Bat- hurst tígulkónginn í leiðinni. Sem dugir norðri til að reyna sjö. Útspilið var spaði, svo sagnhafi gat lagt upp þrettán slagi: 1510 í NS. Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður Hurd Stelio Wooldridge Furio -- -- 2 tíglar * 2 grönd Pass 3 tíglar Pass PASS !? Pass * Multi, veikir tveir í hálit Aðeins bræðurnir di Bello vita hvor „klikkaði á kerf- inu“, en augljóslega meinar Stelio þrjá tígla sem yf- irfærslu, en Furio telur sögnina eðlilega og veika. Spilið kostaði Ítali 16 IMPa og þegar síðasta gjöfin var tekin úr bökkunum var munurinn á liðunum aðeins 0,5 IMPar! Við skoðum síðasta spilið á morgun. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 Dc7 6. Bd3 Rf6 7. f4 b5 8. De2 Bb7 9. Bd2 b4 10. Rd1 Bc5 11. Rb3 Be7 12. c4 O-O 13. Rf2 Rc6 14. e5 Re8 15. O-O f5 16. exf6 Rxf6 17. Be3 Rd8 18. Rg4 Rc6 19. Hae1 Hae8 20. Rd2 d5 21. Rb3 dxc4 22. Bxc4 Rd5 23. f5 Re5 24. Rxe5 Dxe5 25. Bd4 Dxe2 26. Hxe2 Hc8 27. Ra5 Bd8 28. Rxb7 Hxc4 29. Bc5 Staðan kom upp á Skákþingi Norð- urlanda sem lauk fyrir skömmu í Árós- um í Danmörku. Ev- geny Agrest (2605) hafði svart og sneri laglega á Hannes Hlífar Stefánsson (2560). 29...Hxc5! 30. Rxc5 Bb6 31. Hxe6 Bxc5+ svartur SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. hefur nú tvo létta menn fyr- ir hrók sem dugði honum til sigurs nokkru síðar. 32. Kh1 Re3 33. Hc1 Hxf5 34. h3 Bd4 35. He4 Hd5 36. He1 Rf5 37. Hf4 g5 38. Hg4 h6 39. Hd1 Kf7 40. g3 Kg6 41. Hd3 h5 42. He4 Bxb2 43. He6+ Kf7 44. Hxd5 Kxe6 45. Ha5 Rxg3+ 46. Kg2 Be5 47. Hxa6+ Bd6 48. Ha5 Rf5 49. Hb5 Be7 50. Ha5 g4 51. hxg4 hxg4 52. Kf2 Kf6 og hvítur gafst upp. 80ÁRA afmæli. Í dag,18. september, er átt- ræð Vilborg Eiríksdóttir, húsmóðir, Hofsvallagötu 20, Reykjavík. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum í sal Félagsmiðstöðvar eldri borgara í Bólstaðarhlíð 43 nk. laugardag milli kl. 16-19. Gjafir og blóm afþakkar Vil- borg en ef einhverjir vilja gleðja hana í tilefni afmæl- isins þá óskar hún þess að þeir láti Neistann, Félag hjartveikra barna, njóta þess. Gjafabaukur verður á staðnum. Innri fegurð Saumlaust aðhald Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Nýtt kortatímabil Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.