Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 61
ÁLFABAKKI
Kl. 6, 8 og 10.15.
AKUREYRI
kl. 6 og 10.10.
KRINGLAN
Kl. 6 og 10.10.
KEFLAVÍK
Kl. 8.
Frábær tónlist,
m.a. lagið Times
like these með
Foo Fighters
KVIKMYNDIR.IS
B.i. 12 ára.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8 og 10.15.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4. Ísl tal
ÁLFABAKKI
Synd kl. 4. Ísl tal
Sjáið sannleikann!
Ný mynd frá breska leikstjóranum Alan Parker með
tvöföldum Óskarsverðlaunahafa, KevinSpacey.
Frábær tryllir
THE TIMES
Spacey er í
toppformi
UNCUT
SINBAD SÆFARIÁSTRÍKUR OG KLEOPATRA TOMB RAIDER 2Stórmynd Grísla - ísl. tal.
Antonio Banderas, Johnny
Depp og Salma Hayek í
mögnuðu framhaldi af hinni
geysivinsælu mynd
Desperado.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP ÁLFABAKKA KL. 5.45, 8 OG 10.15.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.30 og 7.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 6.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8. B.i. 12.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.
i
l í
l i i i
i i l
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.
KVIKMYNDIR.ISKVIKMYNDIR.COM
ÓHT RÁS 2
SG DV
MBL
Skonrokk FM 90.9
Yfir 41.000 gestir
DV
UM ALLAN heim, allan árs-
ins hring, er stöðugt verið
að keppa í ýmiss konar afl-
raunum sem miða að því að
búa menn undir keppnina
um Sterkasta mann heims.
Við Íslendingar munum
gjörla eftir þessu er Jón
Páll heitinn var upp á sitt
besta en talsvert minna hef-
ur farið fyrir þessari
keppni að undanförnu.
Þessu vill Jón Valgeir
Williams breyta, 29 ára
gamall aflraunamaður sem
hóf að stunda þessa íþrótt
fyrir þremur árum. Hann er
nú staddur úti í Zambíu þar
sem keppnin um Sterkasta
mann heims fer fram í ár.
„Þetta er í annað skipti
sem ég fer,“ segir Jón.
„Fyrst fór ég nú aðallega til
að kanna þetta mál og sjá
hvernig þetta liti út. Síðast-
liðið ár hef ég svo verið að
æfa á fullu. Ég fór í und-
ankeppni síðast og lenti þar
í þriðja sæti. Það voru sex
keppendur í fimm undan-
riðlum en tveir komast áfram. Mér
fannst þetta viðunandi árangur
eftir á að hyggja því að þeir tveir
sem voru á undan mér áttu eftir að
lenda í öðru og fjórða sæti í aðal-
keppninni.“
Jón segir að núna vanti hann
bara keppnisreynsluna og því
reyni hann að koma sér á sem flest
mót.
„Það eru að verða breytingar á
þessari keppni,“ heldur hann
áfram. „Hlutirnir sem lyft er eru
margir hverjir þyngri og um leið
staðlaðri. Þetta eru ekki lengur
grjót eða trédrumbar heldur ein-
hverjir ferkantaðir járnkubbar.“
Keppni sem þessi er mikil sýn-
ing. Ef keppt er í Portúgal t.d.
rogast menn með rækjukassa en ef
keppt er í Finnlandi þeyta menn ís-
blokkum o.s.frv.
Æft með Magnúsi Ver
Jón Valgeir segir að ný nöfn séu
að koma fram á sjónarsviðið hér á
Íslandi og nefnir menn eins og
Magnús Magnússon, Benedikt
Magnússon, Georg Ögmundsson,
Baldur Sigurðsson og Grétar Guð-
mundsson.
„Þessir strákar eru allir að
vinna í því að koma sér á framfæri.
Ég sjálfur hef æft með Magnúsi
Ver í þrjú ár.“
Jón segir brosandi að hann hafi
farið úr körfubolta yfir í aflraunir.
„Þetta var nú bara þannig að
einhverju sinni var ég dreginn á
mót og mér fannst þetta bara það
skemmtilegasta sem ég hef gert.
Það sem mér finnst áhugaverðast
við þetta er að þetta er ekki hóp-
íþrótt heldur þarftu einvörðungu
að treysta á sjálfan sig. Ef eitthvað
klikkar er það þér að kenna og
engum öðrum.“
Jón Valgeir segist vera í þrítug-
asta sæti á lista IFSA (Int-
ernational Federation of Strength
Athletes) en það eru samtökin sem
sjá um að skipuleggja keppnina
um Sterkasta mann heims.
„Ef maður kemst t.d. á topp tíu
þar þá er manni boðið á öll mót
sem þeir standa að. Þannig að það
er mikilvægt að reyna að vinna sér
inn sem flest stig.“
Keppnin byrjar 20. september
og Jón Valgeir verður þátttakandi
til 30. september – ef vel gengur.
Jón Valgeir er styrktur af eft-
irfarandi aðilum: Kexsmiðjunni,
Gym 80, Club Óðal, Perfect fæðu-
bótarefnum og Oakley sólgler-
augum.
Jón Valgeir Williams tekur þátt í keppninni
Úr körfubolta
í aflraunir
Sterkasti maður heims í Zambíu
arnart@mbl.is
Kraftakarlinn Jón Valgeir Williams
með eitt stykki blaðamann á öxlinni.
Morgunblaðið/Þorkell
STEFNUMÓT Undir-
tóna, sem eitt sinn
voru fastur liður í
rokkmenningu
Reykjavíkur, eru hafin
á nýjan leik. Þau eru
nú haldin í samvinnu
við Rás 2 og verða ann-
an hvern fimmtudag á
Grand Rokk. Það eru
Einar Örn og Worm is
Green sem hefja
Stefnumótið.
Einar Örn mun
bráðlega gefa út sóló-
plötuna Ghostigital
með Bibba Curver en
það er útgáfufyrirtæki
Damons nokkurs Al-
barns sem gefur plöt-
una út. Þá leikur Akra-
nes-rafsveitin Worm is
Green einnig en plata
hennar Automagic
kom út fyrr á þessu ári.
Að sögn Gylfa Blön-
dal hjá Undirtónum
var það aðallega lög-
málið um framboð og
eftirspurn sem réð því að ákveðið var
að halda af stað með Stefnumótin á
ný.
„Tónleikahald er með blómlegasta
móti í Reykjavík en það kemur stund-
um í skömmtum. Okkur langaði til að
ramma þetta dálítið inn og ætlum að
blanda saman reyndum böndum og
grasrótarböndum til að byrja með.“
Gylfi segir að í fyrstu verði þetta
hálfgerð þemakvöld og ætlunin sé að
endurvekja hugtakið sem kvöldin
byggjast á og reyna að stefna saman
listamönnum sem koma úr mismun-
andi áttum í tónlistarsköpuninni.
Næsta kvöld verður svo 2. október
en þá mun rapparinn Móri og rapp-
sveitin Forgotten Lores koma fram.
Einnig troða upp tveir listamenn til
viðbótar sem eru á mála hjá Grænum
fingrum, útgáfufyrirtæki Móra.
Stefnumót Undirtóna hefjast á nýjan leik
Einar Örn opnar
Einar Örn ásamt tónlistarmanninum Bibba Curver.
Ljósmynd/Spessi
Stefnumót Undirtóna er á Grand
Rokk og aðgangseyrir er 500 kr.
KNATTSPYRNUMAÐURINN
David Beckham er ekki frægur fyrir
að vinna sín verk með hangandi
hendi. Aðeins
tuttugu og átta
ára hefur kempan
gefið út sjálfs-
ævisögu sína, My
Side, þar sem
hann rekur meðal
annars brokkgeng
samskipti sín við
Alex Ferguson,
knattspyrnustjóra Manchester Unit-
ed. Í bókinni segist Beckham hafa
„ætlað að vaða í kallinn“ þegar
Ferguson sparkaði takkaskó í áttina
að honum í kjölfar ósigurs Manchest-
er United í bikarleik í febrúar. Einnig
segir Beckham frá áformum sínum
um að hætta í fótbolta eftir erfið sam-
skipti við Ferguson og mannránshót-
anir gegn konu sinni, poppsöngkon-
unni Victoriu Beckham ...Svíar eru
ekki hressir með Opruh Winfrey
þessa dagana og hefur sænska sjón-
varpseftirlitið ákveðið að ávíta þátt
hennar fyrir að sýna gríðarlega hlut-
drægni varðandi innrás Bandaríkj-
anna á Írak. Ávítunin þýðir að sjón-
varpsstöðin TV4, sem sýndi þáttinn í
febrúar, þarf að segja sérstaklega frá
ávítuninni, en mun ekki hafa í för með
sér aðrar afleiðingar fyrir stöðina. Í
ákvörðun sænskra yfirvalda sagði að
í þættinum hefðu komið fram mis-
munandi skoðanir, en ríkjandi og
áberandi hefðu verið þær raddir að
Saddam Hussein væri Bandaríkj-
unum ógn og að ráðast ætti gegn
honum. Sænska ríkisstjórnin barðist
gegn árásinni í Írak vegna þess að
sameiginlega ákvörðun Sameinuðu
þjóðanna skorti.
FÓLK Ífréttum