Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kyrrðarstund í hádeginu KYRRÐARSTUNDIR eru haldnar í Hallgrímskirkju í hádeginu alla fimmtudaga. Stundirnar hefjast kl. 12 með hljóðfæraleik. Síðan er flutt hugleiðing og beðin bæn. Við lok er síðan leikið á hljóðfæri að nýju. Eftir kyrrðarstund er hægt að kaupa léttan hádegisverð. Í dag munu sr. Sigurður Árni Þórðarson og Hörður Áskelsson leiða hugi kirkjugesta. Kyrrð- arstundir eru fyrir alla sem vilja nýta hádegið fyrir rækt hins innri manns. Allir velkomnir í Hall- grímskirkju. Opið hús í Dómkirkjunni Á FIMMTUDÖGUM kl. 14-16 er opið hús í safnaðarheimili Dóm- kirkjunnar, Lækjargötu 14a. Þar safnast saman þau sem ekki eru lengur bundin við vinnu. Á boðstólum eru kaffiveitingar og á dagskrá fjölbreytt efni og stundum er brugðið undir sig betri fætinum og farið í ferðir eða heimsóknir. Umsjónarmaður er Anna Johannessen sem svarar í síma 520 9700 og veitir nánari upplýsingar. Allir velkomnir sem geta nýtt sér þetta tilboð um sam- veru. Morgunblaðið/Ómar Dómkirkjan í Reykjavík. Áskirkja. Opið hús fyrir unga sem aldna er á fimmtudögum milli kl. 14– 17 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Org- anisti Áskirkju leiðir söng. Allir hjart- anlega velkomnir. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. Landspítali Háskólasjúkrahús. Grens- ásdeild. Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Birg- ir Ásgeirsson. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið frá kl. 12. Þjónustu annast sr. Bjarni Karlsson. Kl. 12.30 er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Kynningarfundur á Alfa starfinu kl. 20. Umsjón hefur Nína Pétursdóttir og með henni hópur sjálfboðaliða. Skemmtilegt tækifæri fyrir allt fólk að koma á tíu kvölda námskeið þar sem áhugasamir gestgjafar safnaðarins greina öllum sem boðið þiggja frá grundvallaratriðum trúarinnar. Um leið fá þátttakendur að kynnast innviðum safnaðarstarfsins og komast að því hvort þau finni sig heima í húsinu. Uppl. í síma 588 9422. Neskirkja. Krakkaklúbburinn kl. 14.30. Starf fyrir 8 og 9 ára börn. Sög- ur, leikir, föndur o.fl. Stúlknakór Nes- kirkju kl. 16. Kór fyrir 8 og 9 ára stúlk- ur. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson, organisti. Uppl. og skrán- ing í síma 896 8192. NEDÓ unglinga- klúbburinn. 8. bekkur kl. 17, 9. bekkur og eldri kl. 20. Amazing Race!! Um- sjón Munda og Hans. Óháði söfnuðurinn. Tólf sporin, and- legt ferðalag. Þriðji og síðasti kynning- arfundur á tólf spora starfi vetrarins verður í kvöld kl. 19. Allir velkomnir. Umsjón í höndum Ragnars Kristjáns- sonar, sími 690 6694. Seltjarnarneskirkja. Helgistund í íbúð- um aldraðra á Skólabraut kl. 13.30. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bæna- stund kl. 12.10. Unglingakór Digra- neskirkju kl. 16.30–19. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12 í umsjá Lilju djákna. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Dagskráin er fjölbreytt. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmtilegar og fræðandi samveru- stundir. Seljakirkja. KFUM 9–12 ára kl. 17.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stund- ina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10– 12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safn- aðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund (sbr. mömmumorgunn) í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra til að koma saman og eiga skemmti- lega stund í notalegu umhverfi. Kaffi og léttar veitingar, spjall, föndur, fyr- irlestrar, kynningar og fleira. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–12 ára krakka kl. 16.30–18. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn/foreldramorgunn í safnaðarheimilinu. Hvenær ætli við fáum heimsókn? Kl. 20 Tólf spora vinna hefst á þessum tíma eftir viku. Allir sem hafa áhuga á því að vinna af einlægni með tilfinningar sínar með það að markmiði að verða betri og sterkari einstaklingar ættu að kynna sér málin. Fíladelfía. Eldur unga fólksins. Allir hjartanlega velkomnir. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í kapellu kl. 12. Léttur hádeg- isverður á vægu verði í Safnaðarheim- ili eftir stundina. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 20 unglingafundur fyrir 8. bekk og upp úr. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF ✝ Reynir HalldórHilmarsson fæddist í Reykjavík hinn 21. júlí 1961. Hann andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans v. Hringbraut fimmtu- daginn 11. septem- ber. Foreldrar hans eru Hilmar Karlsson, f. 19.5. 1929, og Hall- dóra Jónsdóttir, f. 18.6. 1937, d. 1.7. 2003. Systkini hans eru Dagbjört Berg- mann, f. 14.12. 1947, Jón, f. 28.12. 1956, Guðrún, f. 3.7. 1959, Berglind, f. 11.2. 1967, og Svanur Pálmar, f. 30.3. 1971. Dætur Reynis eru Jóney Rún, f. 3.12. 1981, móðir Hólmfríður Jónsdóttir; Karen, f. 10.6. 1984, móðir Undína S. Sig- mundsdóttir; og Anna Jóna, f. 12.7. 1991, móðir Sigur- lína Hreinsdóttir. Reynir var í sambúð med Sigurlínu Hreinsdóttur. Reyn- ir ólst upp í Reykja- vík og á ungl- ingsárum spilaði hann fótbolta með Fram. Hann lauk skólagöngu sinni við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Reynir starfaði við sölu- mennsku, en síðastliðin 15 ár við sjómennsku þar af sex ár á frysti- togaranum Örfirisey. Útför Reynis verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Reynir bróðir. Nú ertu far- inn frá okkur og við söknum þín mik- ið. Þú barðist svo hetjulega við veik- indi þín allt til síðasta dags. Kjarkur þinn og dugnaður var ótrúlegur. Það var sárt að horfa upp á veikindi þín og geta ekkert hjálpað þér í þinni bar- áttu. Þú varst alltaf svo glaður og skemmtilegur bróðir. Þú varst dug- legur ungur maður á besta aldri með framtíðina í höndum þér þegar þú greindist með þennan illvíga sjúk- dóm. Ekki grunaði okkur að aðeins ári seinna værum við að kveðja þig. Er það mjög sárt þar sem ást okkar til þín er svo mikil. Elsku bróðir, margar góðar og fal- legar minningar geymum við í huga okkar. Á þínum yngri árum átti fót- boltinn hug þinn allan og þau seinni tók stangveiðin við sem var þér líka hjartfólgin. Þú varst mikill veiðimað- ur og veiddir alltaf mest af okkur bræðrum og var gaman í veiði með þér. Bara fyrir nokkrum vikum sát- um við og ræddum þín framtíðar- áform og skipulögðum okkar árlegu réttarferð með fjölskyldum okkar. En þetta gerðist hratt síðustu vikurnar og þú varðst undan að láta. Minning þín verður ljós í huga okkar og hjarta allt til æviloka. Við biðjum að heilsa mömmu, sem frá okkur fór hinn 1. júlí nú í ár, hún hefur tekið vel á móti þér með ömmu og afa sér til hlið. Elsku, elsku bróðir, við kveðjum þig með sárum, sárum trega og söknuði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín systkini Jón, Guðrún, Berglind og Svanur. Í dag kveðjum við elskulegan frænda okkar sem fór fyrir aldur fram. Það er margs að minnast og fjölmargs að sakna á kveðjustund. Ófáar eru minningarnar sem komið hafa fram síðustu daga. Minningar um fallegt og bjart bros þar sem stutt var í kímnina. Reynir var mjög bjart- ur og góður drengur sem alltaf var reiðubúinn til þess að rétta fram hjálparhönd ef þess þurfti. Á okkar yngri árum var Reynir frændi oft fenginn til þess að passa okkur systk- inin. Var þá mikið hlegið og gantast og hafði hann ekki síður gaman af að atast í okkur en við að stríða honum. Hlátur og gleði var alltaf til staðar þegar Reynir var annars vegar. Við förum alltaf í okkar árlegu rétt- arferð og síðan höldum við systkina- börnin okkar árlega jólaboð þar sem þín verður sárt saknað. Elsku Reynir, þessar stundir verða erfiðar án þín, en minningin um þig er eins og ljós í hjarta okkar. Elsku Jóney Rún, Karen, Anna Jóna , Hilmar og aðrir ástvinir, megi algóður Guð blessa ykkur í þessari miklu sorg. Kveðja, Ragnheiður, Guðrún Erla, Magnús og Einar Örn. Komið er að kveðjustund, elskuleg- ur frændi og vinur. Stórt skarð hefur myndast með fráfalli þínu og móður þinnar sem lést fyrir rúmum tveimur mánuðum. Var það þér mikið áfall, föður þínum, systkinum og fjölskyld- unni allri þar sem þú varst að glíma við erfiðan sjúkdóm. En nú vitum við, elsku Reynir, að mamma þín hefur tekið á móti þér og leiðir þig. Er við lítum til baka yfir farinn veg er margs að minnast, tápmikill, bjart- ur, fallegur og hlýr strákur. Þú varst oft á okkar heimili eða okkar börn hjá ykkur þar sem við vor- um nágrannar í Breiðholtinu. Með ykkur frændsystkinunum myndaðist því góð vinátta sem hefur haldist alla tíð. Unglingsárin liðu hratt, þú æfðir fótbolta af kappi, hafðir góða hæfi- leika og spilaðir með knattspyrnu- félaginu Fram í nokkur ár, líkt og afi þinn Jón Sigurðsson gerði á árum áð- ur. Kom ekki annað til greina því hann skráði þig í Fram sem korna- barn eins og hann gerði við öll sín barnabörn, en þessu fylgdi meira glens en alvara. En þú fetaðir í fót- spor hans. Á þessum árum var mikið að gera eins og hjá öllum unglingum en alltaf hafðir þú tíma til að sitja og passa börnin okkar, ekki höldum við að þau hafi alltaf verið þæg. Ef við spurðum hvernig krakkarnir hefðu verið, svaraðir þú með þínu ró- lega yfirbragði: „Þau voru fín.“ Reynir hafði annað áhugamál en fótbolta, það var að veiða og var veiði- stöngin mikið notuð. Voru margar fjölskylduferðir farnar í þeim til- gangi, oft var tjaldað eða gist í sum- arbústöðum, þá oftast í Húsafelli. Fastur liður hjá fjölskyldunni okkar hefur verið að á hverju hausti er farið í réttarferð í Fljótstungurétt í Hvít- ársíðu og þá í leiðinni er rennt fyrir fisk, oftast í Hvítá. Alltaf kom Reynir með fisk. Meira að segja var einn staður í Hvítánni nefndur eftir þér, Reynisbreiða. Þessar ferðir hafa bundið fjölskyld- una sterkum böndum. Fyrir okkur að fylgjast með hvert öðru í leik og starfi, einnig að sjá hvernig fjölskyld- an stækkar. Þú átt þrjár yndislegar stúlkur, Jóneyju, Karen og Önnu Jónu. Missir þeirra er mikill, en við vitum að þú munt vaka yfir þeim. Elsku fjölskylda, við biðjum góðan guð að styrkja ykkur í sorginni. Minningin um góðan dreng lifir alltaf. Sigurður Jónsson og Ágústa Kristín Magnúsdóttir. Elsku Reynir. Nú er komið að kveðjustund Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farinn þú sért, og horfinn ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir.) Takk fyrir allt og blessuð sé minn- ing þín, hún geymist í hjarta mínu. Erla Baldursdóttir. Við kveðjum hér góðan vin og vinnufélaga. Við félagar hans á Örfir- isey dáðumst að þreki hans og dugn- aði í baráttu hans við sjúkdóm þann er hann átti við að stríða. Reynir var góður strákur bæði til sjós og lands, hann var mikill veiðimaður í eðli sínu og var oft gantast með það að hann þyrfti að veiða úti á sjó til þess að geta veitt í landi. Alltaf var auðvelt að tala við hann og var hann duglegur við að segja okkur sögur, oft heyrðum við hann tala fallega um dætur sínar sem honum þótti alveg endalaust vænt um. Hann var óttalegur hrekkjalóm- ur og gantaðist oft við okkur vinnu- félagana. Við vottum dætrum hans, fjölskyldu og vinum dýpstu samúð okkar. Megi englarnir fylgja ykkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Kveðja. Áhöfnin á Örfirisey. REYNIR HALLDÓR HILMARSSON Elsku amma. Ég sit hér og hugsa um allar stundir okkar saman. Við vorum alltaf að spila og bardúsa eitthvað austur í hjólhýsi. Þú varst alltaf til staðar þegar ég þurfti á þér að halda. Þú varst alltaf að taka myndir af mér fyrir framan blómapottana þína og ég sakna þess. Á kvöldin þegar ég bið bænirnar mín- ar minnist ég þess að þú kenndir mér mína fyrstu bæn og hér í lokin ætla ég VALGERÐUR SVEINSDÓTTIR ✝ ValgerðurSveinsdóttir fæddist á Ósabakka á Skeiðum 12. júlí 1929. Hún andaðist á öldrunardeild Landakots 27. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogskirkju 3. september. að tileinka þér þá bæn. Ég man hvernig við gát- um setið tímunum sam- an bara við að dunda eitthvað, en nú geri ég mér loksins grein fyrir því, að þessar stundir eigum við aldrei eftir að eiga saman. Einnig á ég eftir að sakna þess að fá ekki heimaprjónaða sokka, hlýjar lopapeys- ur eða falleg heimabúin rúmföt sem þú varst svo iðin við að búa til. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð varðveiti þig, elsku amma mín. Þitt barnabarn Valgerður Sif.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.