Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLTOF sjaldan gefst íslenskum listamönnum tækifæri á að máta sig við kollega sína erlendis. Hverju um er að kenna skal hér ósagt látið en víst er að Tvíæringurinn í Feneyjum er okkur afar mikilvægur í þessu til- liti. Annað hvert ár fáum við að sjá ýmsa okkar ágætustu listamanna sýna við hlið starfsfélaga sinna utan úr hinum stóra heimi á svæði þar sem ekkert skjól gefst fyrir saman- burði. Þótt Kastalagarðarnir hafi fyrir löngu sprengt af sér rýmið sem ætlað er skálum einstakra þjóða og æ stærri fjöldi þeirra verði því að leigja sér pláss á ýmsum stöðum í borginni njóta Íslendingar þeirra forréttinda að vera staðsettir beint á móti ítalska skálanum, stærstu og fyrirferðarmestu byggingunni í görðunum. Það verður seint þakkað að við Ís- lendingar skyldum fá inni í skála sem upphaflega var reistur fyrir Finna, teiknaður af ekki minni húsa- meistara en Alvar Aalto. En þegar þeir kusu að taka höndum saman við Svía og Norðmenn og sýna ásamt þeim í Norðurlandaskálanum leigðu þeir okkur sinn skála og þar með komumst við á blað í Feneyjum. Þótt skálinn sé meingallaður sem sýning- arsalur – sumir Finnar telja að Aalto hafi aldrei teiknað nothæft pláss fyr- ir myndlist enda hafi hann talið þess háttar list hreinan óþarfa í almenni- legum húsakynnum á borð við sín eigin – er vonandi að við fáum að vera þar sem lengst því eins og áður sagði gæti staðsetningin ekki verið betri. Þetta árið er Rúrí fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum. Hún er önnur konan sem hreppir hnossið. Aðeins einu sinni áður hefur kven- maður borið hróður landsins út um fenjasvæðið við Adríahafið. Það var Steina Vasulka, sem varð fyrst ís- lenskra kvenna til að sýna í skál- anum í Kastalagörðunum, fyrir sex árum. Steina slapp blessunarlega vel í glímunni við innviði skálans þar eð myndbandsvarp hennar á verkinu „Orka“ fór fram í myrkri svo gestir þurftu ekki að sjá skálann að innan. Til gamans má geta þess að fyrir tveimur árum kaus Finnbogi Pét- ursson að byggja verk sitt, „Diabol- us in musica“, eins og göng út úr skálanum þannig að gestir komust einfaldlega ekki inn í skálann fyrir verkinu. Rúrí kýs að setja upp verk sitt eins og frístandandi rekkaskáp í skálanum og gefur innviðum hans þar með langt nef líkt og væri þeir ekki til. Þetta er vægast sagt afar heppileg lausn því þannig beinir hún athygli áhorfenda umsvifalaust að aðalverkinu, sem býr yfir sínu eigin byggingarlagi óháð umgjörð skál- ans. Hinn tveggja metra hái skápur úr stáli er forkunnarfagur smíðis- gripur, einstaklega faglega hannað- ur og saman settur. Hann deilist í fjóra jafna hluta sem innihalda hver þrettán ljósmyndir á glærum, hver þeirra einn metri á hvorn veg. Hver glæra er felld milli tveggja glerja sem haldið er saman af málmramma, sem er fagurlega greyptur nafni síns foss eða flúðar og rennur lipurlega á brautum út úr skápnum. Rétt eins og væru þeir að taka bók úr bóka- skáp grípa sýningargestir um kjöl hvers ramma og draga út undir dun- andi hljóði úr viðkomandi vatnsfalli. Þegar hamagangurinn er hvað mest- ur má heyra unaðslegan íslenskan náttúrusymfón glymja um skálann. Samstundis og römmunum er aftur rennt inn í skápinn hljóðna fossarn- ir. Það verður að teljast í hæsta máta táknrænt að fossarnir skuli vera felldir inn í svo haganlega umgörð úr málmi. Verkið ber nefnilega þann merkingarþrungna titil „Archive – endangered waters“, sem þýða mætti sem „Heimildaskrá yfir fall- vötn í hættu“. Líkt og Rínargullið forðum daga, sem varð ónefndu skáldi yrkisefni í fornkvæðabálkin- um um Sigurð Fáfnisbana – og löngu síðar tónskáldinu Richard Wagner að viðamesta tónverki allra tíma – er það málmurinn, uppspretta græðg- innar, sem er rót harmsögulegra umskipta. Það verður vart hjá því komist að minnast Rínargullsins í þeirri mynd sem það hefur nú tekið á sig. Það sem áður var öld gullsins helgast nú öðrum og ómerkilegri málmi, snöggtum mattari og mósku- legri en þeim sem forðum glóði á botni fljótsins. Svo mörg tengsl vakna í huga þess sem stendur frammi fyrir heimilda- skrá Rúrí að fylla mætti heilt dag- blað. Gleymum ekki að 2003 er ár vatnsins og hvarvetna steðjar að því hætta. Eins og fram kemur í tíðu innslagi á BBC njóta einungis fimm- tán prósent jarðarbúa þeirra forrétt- inda sem kallast rennandi vatn. Trú- lega er það styrkur fremur en veikleiki heimildaskrár Rúrí að hún skuli vera jafn opin gagnvart svo mörgum túlkunarmöguleikum sem raun ber vitni. Þótt ekki sé að efa að raskið við Kárahnjúka sé undirrót verksins hefur það þó víðtækari og alþjóðlegri skírskotun sem hittir alla þá ólíku flóru gesta sem leggja leið sína í íslenska skálann í Kastala- görðunum. Þá er öll kynning á sýningunni, sýningarskrá og upplýsingastreymi með nýju og langtum faglegra móti en verið hefur hingað til. Að heims- þekktur heimspekingur á borð við Michel Onfray skuli skrifa formála í sýningarskrá, í kjölfar greinargóðs inngangs sýningarstjórans, Laufeyj- ar Helgadóttur listfræðings, er nokkuð alveg nýtt og hlýtur að skrif- ast á reikning skilvirks undirbún- ings. Það hlýtur einnig að teljast til tíðinda að menntamálaráðherra skuli hafa verið viðstaddur opnun sýningarinnar ásamt sendiherra Ís- lands á Ítalíu. Viðbrögð virðast held- ur ekki láta á sér standa. Allar götur til Suður-Afríku má tína upp hrósið, en listakonan Sue Williamson skrif- ar í netútgáfu listtímaritsins Artthrob, 3. júlí síðastliðinn, að ís- lenski skálinn sé eftirlæti hennar. Sýning Rúríar hlýtur að skoðast sem umtalsverð tímamót í íslenskri samtímalist, ekki aðeins fyrir gæði og frábæra framsetningu, heldur einnig fyrir að brjóta blað í íslenskri myndlist varðandi kynningu og upp- lýsingastarfsemi. Á tímum þegar hérlend myndlist er að einangrast æ meir í eigin heimi sökum vanþekk- ingar okkar á hinu alþjóðlega list- kerfi hlýtur jafn eftirtektarverð sýn- ing á erlendum vettvangi að teljast happafengur. Eftir „Archive – end- angered waters“ verður að taka skipulag sýninganna í íslenska skál- anum í Feneyjum til rækilegrar end- urskoðunar og veita til verkefnisins mun meiri fjárstyrk en gert hefur verið hingað til. Sá faglegi metnaður sem stafar af núverandi framtaki sýnanda og sýningarstjóra í Íslands- skálanum í Feneyjum gerir óhjá- kvæmilega auknar kröfur til þeirra sem á eftir koma. Eða eins og segir í kvæði þjóðskáldsins: „Það er svo bágt að standa í stað …“ Vatna- hljómkviða Morgunblaðið/Halldór Björn Straumur er af fólki sem vill hlusta á hljómkviðu íslenskra fossa og skoða myndir af þeim í Íslandsskálanum. Um leið og myndglærurnar eru dregnar út fyllist Íslandsskálinn í Fen- eyjum af kunnuglegu hljómfalli íslenskrar náttúru. MYNDLIST Íslandsskálinn á Tvíæringnum í Feneyjum Til 5. nóvember. RÚRÍ Halldór Björn Runólfsson SALURINN í Kópavogi bauð til Schubertveislu í samvinnu við Jónas Ingimundarson píanóleikara og fjóra einsöngvara úr sönghópnum Voces Wien undir forystu Kurt Widmer. Sibyl Urbancic stofnaði þennan fá- menna og breytilega hóp söngvara 1987. Þeir söngvarar sem hér komu fram hafa allir mikla og fjölþætta reynslu hver á sínu sviði. Mikil gleði og léttleiki án allrar tilgerðar ein- kenndi þessa stórskemmtilegu tón- leika og samvinna allra flytjendanna var nákvæm og samstillt. Tónleikarnir voru í stíl kvöldfunda Schuberts og vina hans í Vín á sínum tíma. Söngvararnir sátu saman við borð með nótur og blöð fyrir framan sig, sungu sitjandi og gáfu okkur þar með nokkra innsýn í þessi frægu vin- akvöld. Franz Peter Serap Schubert lærði ungur að leika á píanó og fiðlu hjá föður sínum og tveimur eldri bræðr- um. Mjög falleg söngrödd hans kom honum í hinn keisaralega hirð- drengjakór, verunni þar fylgdi frítt nám auk tónlistarnáms. Í hljómsveit skólans eignaðist Schubert góðan vin sem var níu árum eldri, Josef von Spaun. Spaun var fljótur að átta sig á hæfileikum drengsins og tók hann upp á arma sína. Sú vinátta hélst út lífið og má í raun segja að Spaun hafi haldið honum á lífi, hvatt hann til dáða í tónsmíðum og komið tónlist- inni á framfæri. Renate Burtscher las úr bréfum vina hans sem veita innsýn í líf Schu- berts frá skólaárum til dauðadags. Íslensk þýðing Sibyl Urbancic fylgdi með í efnisskránni. Einnig þýðing Reynis Axelssonar á bundnu máli. Röð verkanna var ekki sú sama og í upptalningunni hér á eftir. Jónas lék fyrst Menuett D 600 – Trío D 610 og síðar á áhrifamikinn hátt Ecossaisen D 781 og Ländler D 790. Maria Bayer, alt, söng Die Liebe hat gelogen D 751 og Der Jüngling auf dem Hügel D 702. Tregafull og fallega flutt lög sem hæfðu hinni mjúku fylltu rödd mjög vel. Kurt Widmer, bariton söng Næturljóðið D 672 með píanói og Lírukassaleik- arann úr Vetrarferðinni D 911 nr. 24 án undirleiks. Söngur Widmers var áhrifamikill og flutningurinn á því síðarnefnda á veiku nótunum var mjög sterk. Bernd Oliver Fröhlich tenór söng með sinni fallegu og björtu rödd Die Götter Griechen- lands D 677 og Nachtviolen D 752. Saman sungu þeir Fröhlich og Wid- mer skemmtilega án undirleiks Lützow’s wilde Jagd D 205. Að lok- um flutti Renate Burtscher ásamt Jónasi talsönginn Abschield von der Erde D 820. Ekki reyndi mikið á Burtscher sem einsöngvara, en því meira sem upplesara og það leysti hún af mikilli snilld og samvinna þeirra Jónasar í talsöngnum var mjög góð. Sópran og bariton sungu Antigone og Oedipus D 542. Gamansöngurinn um Brúðkaupssteikina D 930 var skemmtilega sunginn af sópran, ten- ór og bariton með tilheyrandi leik- tilburðum og gáska, Sópran, alt og tenór sungu saman án undirleiks Lacrimoso son io D 131. Kvartettin söng saman Páskasönginn Jesus Christus unser Heiland D 168a (án undirleiks), Kór englanna úr Faust eftir Goethe D 440, Lebenslust (Die Geselligkeit) D 609, Des Tages Weihe (Örlagavaldur) D 763 og graf- arsönginn Lát oss nú grafa líkamann D 168. Hugljúft Schubertkvöld TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Jónas Ingimundarson píanóleikari og fé- lagar úr Voces Wien: Renate Burtscher, sópran, Maria Bayer, alt, Bernd Oliver Fröhlich, tenór og Kurt Widmer, bariton. Sunnudagurinn 14. septebmer kl. 20.00. SCHUBERTTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson SVEINBJÖRN Hjálmarsson, for- maður stjórnar Listskreytingasjóðs ríkisins, afhenti Hæstarétti Íslands á dögunum málverk eftir myndlist- armanninn Sigtrygg Bjarna Bald- vinsson. Viðstaddir voru fulltrúar sjóðsins, starfsfólk Hæstaréttar og arkitektar hússins. Verkinu, sem ber nafnið „Hylur“, var valinn stað- ur í afgreiðslu dómhússins og þykir það hæfa vel æðsta dómhúsi þjóð- arinnar, enda mun listamaðurinn hafa sótt sér fyrirmynd frá hinum forna þingstað Þingvöllum. Listskreytingasjóður ríkisins veitti Hæstarétti styrk á síðasta ári til kaupa á listskreytingu fyrir dómhúsið. Valnefnd sem skipuð var fulltrúa sjóðsins og Hæstaréttar ásamt arkitekt hússins valdi verkið. Var leitast við að listskreytingin væri þáttur í þeirri heildarmynd sem byggingunni er ætlað að skapa. Arkitektar hússins eru þau Margrét Harðardóttir og Steve Christer. Sigtryggur Bjarni Baldvinsson myndlistarmaður, Guðrún Erlendsdóttir, forseti Hæstaréttar, og Steve Christer, arkitekt hússins, við málverkið. Listskreyting fyrir Hæstarétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.