Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VOPNAÐ bankarán var framið í útibúi Íslandsbanka í Lóuhólum 2–6 í Breiðholti í gærdag. Lög- reglu barst tilkynning kl. 14:59 um að maður vopnaður eggvopni hefði rænt bankann og var allt tiltækt lið lögreglu sent á vettvang. Ræn- inginn var þá á bak og burt með ránsfenginn. Að sögn Karls Stein- ars Valssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns lögreglunnar í Reykja- vík, liggur ekki fyrir hversu mikla fjámuni honum tókst að hafa á brott með sér. Engan sakaði en svo virðist sem maðurinn hafi stokkið yfir gjaldkerastúku með vopn í höndunum sem líktist hnífi. Á eftir hvarf hann á braut og stefndi í átt að Blikahólum með starfsmann á hælunum sem síðan missti sjónar á honum. Lögregla leitaði mannsins í gær, m.a. með aðstoð leitarhunda. Starfsfólk fékk áfallahjálp Jón Þórisson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, vildi ekki gefa upp hversu mikið fé ræninginn hafði á brott með sér. Hann sagði þó: „Ég held ég geti þó sagt að flestum kæmi á óvart hversu lítið fé er að hafa í bankaútibúum á Ís- landi. Eins og menn þekkja þá fer greiðslumiðlun fram mestmegnis með kortum. Tékkum hefur fækk- að mikið og seðlar eru mun fátíðari heldur en var fyrir nokkrum árum. Það er ekki eftir miklu að slægj- ast. [...]Það sem við erum að hugsa um núna fyrst og fremst er velferð starfsfólksins. Sem betur fer þá slasaðist enginn. [...]Við höfum þegar hafið áfallahjálp sem er hluti af viðbragðsáætlun okkar og önnur atriði viðbragðsáætlunarinnar eru sömuleiðis í gangi. Við erum hér með myndavélakerfi og öryggis- kerfi sem veitir ákveðna vernd og að öðru leyti er málið á frumstigi rannsóknar og lögregla verður að svara til um hvernig henni miðar.“ Spurður hvort myndir hefðu náðst af manninum í gegnum myndavélakerfi bankans sagði hann að lögregla hefði nú undir höndum afrit af upptöku úr vél- unum, meira væri ekki hægt að segja á þessu stigi. Jón vildi ekki staðfesta í gær hvort maðurinn hefði ógnað starfsfólki. „Auðvitað verður fólki illa við þegar svona gerist. Þó að það hafi ekki verið um beinan lífsháska að ræða þá bregður fólki auðvitað mikið og þetta ógnar öryggi þess og það er að því sem við erum að vinna núna,“ sagði hann. Davíð Guðmundur Arnarson, 16 ára íbúi í Vesturbergi í Breiðholti, varð vitni að því þegar ræninginn kom hlaupandi úr bankanum og starfsmaður á eftir honum. „Ég var að koma heiman frá mér og var að fara að taka út úr hraðbankanum. Þá sá ég mann hlaupa fram hjá bankanum og starfsmann á eftir. Ég hélt nátt- úrulega að hann væri á hraðferð. Ég sá líka að hann hélt utan um eitthvað,“ segir hann. Stuttu síðar fór annar bankastarfsmaður á eftir manninum, að hans sögn. Davíð Guðmundur lýsir banka- ræningjanum þannig: Hann var á táningsaldri, í blárri dúnúlpu og svörtum buxum með dökkan trefil um hálsinn, 170–80 sm á hæð. Þess ber að geta að hvorki lög- regla né starfsfólk sparisjóðsins hefur staðfest þessa lýsingu á manninum. Verslanaeigendur og húsvörður í verslanamiðstöðinni Lóuhólum 2–6 sem Morgunblaðið ræddi í gær við sögðust ekki hafa orðið varir við að bankarán hefði verið framið fyrr en lögreglan var skyndilega mætt á svæðið og ræninginn á bak og burt. Vopnað rán framið um hábjartan dag í Íslandsbanka í Lóuhólum Hljóp út með ránsfenginn og starfsmann á hælunum Morgunblaðið/Júlíus Lögregla girti af svæðið í kringum útibú Íslandsbanka við Lóuhóla þar sem var framið bankarán í gær. FYRIRHUGAÐUR blaðamanna- fundur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem halda átti í bandaríska pressuklúbbnum (National Press Club) í Washington í Bandaríkjunum gær var afboðaður vegna fellibylsins Isabel. Öllum stjórnarbyggingum í Washington var lokað í gær og þar á meðal bandaríska pressuklúbbnum. Rask- aði fellibylurinn því nokkuð dagskrá Ólafs Ragnars en hann er í Wash- ington til að ræða m.a. við þingmenn og áhrifamenn í bandarískum stjórn- málum um málefni norðurslóða. Hillary Clinton öldungadeild- arþingmaður lét þó veðrið ekki hafa áhrif á sig og áttu hún og Ólafur Ragnar fund í húsakynnum öld- ungadeildarþingsins fyrr um daginn. „Við áttum mjög ánægjulegan og ár- angursríkan fund þrátt fyrir fellibyl- inn,“ segir Ólafur Ragnar í samtali við Morgunblaðið. „Hún sagði að það þyrfti fólk vant misjafnri veðráttu í norðri til að láta ekki fellibylinn aftra sér frá fundum.“ Forsetinn segir að afar fáir hafi verið í öldungadeildinni í gær vegna fellibylsins. Verði liðsmaður okkar Ólafur Ragnar segir að það hafi verið afar ánægjulegt að ræða við Hillary Clinton um framtíð norð- urslóða og þau nýju tækifæri sem væru að skapast á þeim slóðum, t.d. varðandi verkefni á sviði orkumála, samgöngumála og tæknimála. „Hún lýsti því yfir í lok fundarins að hún myndi verða mjög öflugur banda- maður okkar í því að efla þátttöku Bandaríkjanna í þessu starfi. Ég tel afar mikilvægt að fá jafn kraftmik- inn öldungadeildarþingmann og Hillary Clinton til að vera liðsmaður okkar í þessum leiðangri.“ Ólafur Ragnar átti einnig fund með nokkrum öld- ungadeildarþing- mönnum í fyrradag, m.a. Ted Stevens frá Alaska, formanni fjárlaganefndar öld- ungadeildarinnar. „Ég er sannfærður um að þessar sam- ræður við ýmsa áhrifaríka leiðtoga í öldungadeildinni hafi skapað öflugan stuðningshóp – innan þeirrar valdamiklu stofnunar – við aukna þátttöku Bandaríkj- anna í málefnum norðurslóða.“ Ólafur Ragnar hitti aukinheldur Strobe Talbott, fyrr- verandi vara- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. „Á þeim fundi kom greinilega fram að hann er sammála okkur um að þessi samvinna á norðurslóðum geti orðið mikilvægur burðarás í nýj- um félagsskap Rússlands og Banda- ríkjanna á 21. öldinni.“ Ólafur Ragn- ar segir að það hafi verið mikilvægt að finna fyrir þessum stuðningi Talbotts, því hann hafi mikilvæga reynslu og þekkingu á sviði þessara málefna. Fellibylurinn Isabel raskar áætlun forseta Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hitti Hillary Clinton öldungadeildarþingmann í Washington í gær. Morgunblaðið/Örnólfur ÍSLENSKA sendiráðinu í Wash- ington var lokað um hádegi í gær að bandarískum tíma vegna veðurs eins og sagt var á símsvara sendi- ráðsins síðdegis í gær. Miklar ráð- stafanir voru gerðar í höfuðborg Bandaríkjanna vegna fellibylsins Isabel sem gekk inná austurströnd landsins í gær. Flestum opinberum stofnunum og skólum lokað, auk þess sem almenningssamgöngur lögðust af um tíma. Guðni Bragason, sendiráðs- fulltrúi í Washington, sagði í gær að við heimili hans væri dæmigert „íslenskt veður“ og íslenskir rík- isborgarar á svæðinu hefðu ekki enn sem komið er haft samband við sendiráðið vegna afleiðinga fellibylsins. Stormur í vatnsglasi „Stormur í vatnsglasi er besta lýsingin á ástandinu í Washington en veðurhamurinn er ekki mikill og líkist því sem við erum vön að upplifa á Íslandi. Það er rok og rigning núna þegar ég lít út um gluggann.“ Guðni bætti því við að margir Íslendingar væru á þeim svæðum sem Isabel ætti að fara yf- ir. „Við vonum auðvitað að fellibyl- urinn valdi sem minnstum skaða en samkvæmt veðurfregnum mun Isabel ekki fara beint yfir Wash- ington, heldur við Norfolk.“ Að sögn Guðna var búið að byggja upp mikla spennu í borginni vegna Isabel og fjölmiðlar héldu borg- arbúum vel við efnið. „Ég hef ekki horft mikið á sjón- varpið í dag og hef því ekki séð hvað er að gerast á öðrum stöðum. Það virðist vera sem meira sé gert úr hlutunum en þeir eru í raun og veru. Það sama gildir ef það fer að snjóa í Washington, þá fer allt á hvolf hvað umferðina varðar en sú snjóföl sem er á vegunum á þeim tímum er ekki mikil á mælikvarða okkar Íslendinga,“ sagði Guðni. Sendiráði Íslands lokað Guðni Bragason sendiráðsfulltrúi í Washington
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.