Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Eik er sígild Ármúla 44 • Sími 553 2035 • www.hphusgogn.is Fáanlegt í 7 viðarlitum Glæsilegir bókaskápar úr eik 19 9 cm 19 9 cm 19 9 cm 19 9 cm 51.5 cm 96.5 cm 96.5 cm 96.5 cm Kr. 35.910. Kr. 49.410. Kr. 63.450. Kr. 83.160. Það er verið að spyrja um hvort það verði ekki örugglega boðið upp á öflugt áfallahjálpar- teymi, hr. hæstvirtur „the only one“? Trúarlíf í fjölmenningarsamfélagi Fjölbreytt trú- arlíf í deiglunni MÁLÞING um sam-skipti fólks afýmsum trúar- brögðum í íslensku fjöl- menningarsamfélagi, „Á sama báti 2“, verður haldið á morgun, laugardaginn 20. september. Það hefst klukkan 9 og stendur til 13 og fer það fram í félags- heimili KFUM og KFUK að Holtavegi 28. Toshiki Toma er prestur innflytj- enda á Íslandi og í tilefni af málþinginu svaraði hann nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Hverjir halda mál- þingið og hver er tilgangur þess? „Þetta málþing er haldið á vegum kærleiksþjón- ustusviðs Biskupsstofu í samstarfi við prest innflytjenda. Við þiggjum styrk úr Kristnihá- tíðarsjóði til að fara í þetta verk- efni. Málþingið er framhald af öðru sem haldið var í fyrra, „Á sama báti“, sem tókst að okkar mati afar vel. Aðrir sem koma að málþinginu eru Fjölmenningar- setrið á Vestfjörðum, Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur og Land- læknisembættið. Við verðum síðan með annað málþing um sama efni í Akureyrarkirkju í næsta mánuði, en þar verða aðrir fyrirlesarar. Tilgangur málþings- ins er að skapa tækifæri til að auka samskipti meðal fólks sem aðhyllist mismunandi trúarskoð- anir og að opna umræðu um hvernig bæta megi opinbera og einkaþjónustu til handa fólki sem hefur fjölbreyttar trúarlegar þarfir. Hér er líka um forvarnar- starfsemi að ræða gagnvart for- dómum gegn mismunandi trúar- brögðum. Af þeim sökum er okkur sérstaklega mikið í mun að á mál- þingið komi fólk sem þarf að skilja trúarlegar þarfir í starfi sínu, t.d. starfsfólki í skólum, á spítölum, í ferðaþjónustu og svo framvegis. Einnig viljum við fá þátttakendur frá kirkjunni.“ – Hvað má segja um innihald málsþingsins? „Málþingið fjallar t.d. um nú- tímalegan skilning á umburðar- lyndi, um sjónarmið kirkjunnar frá samræðuhreyfingu meðal ým- issa trúarbragða, um trúarlegar þarfir sjúklinga og afstöðu Land- læknisembættisins til ýmissa álitamála. Um samskipti skóla og heimila varðandi trúarlegar þarfir barna og vægi trúarbragða- kennslu í skólum. Sjö fyrirlesarar fjalla um þessi málefni, meðal þeirra gestir frá nokkrum trú- félögum eins og búddistum, bahái’jum eða mormónum.“ – Hverjir tala og um hvað? „Fyrsta erindið flytur Hanna Ragnarsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og heitir erindi hennar Trúarlegar þarfir í skólum, sam- skipti skóla og heimila varðandi trúarþarfir barna. Þá flytur Guð- laug Björgvinsdóttir kennari er- indi sem hefur yfir- skriftina Trúarlegar þarfir í skólum, vægi trúarbragðakennslu. Næstu erindi flytja fulltrúar minnihluta- hópa, Andrea Sompit Siengboon fjallar um Theravada-búddista, Gen Kelsang Nyingpo fjallar um Karuna, Lindita Óttarson talar um baháí’ja og Sigurjón Þor- bergsson talar um Kirkju Jesú Krists, hinna síðari daga heilögu. Loks tekur Elsa Arnardóttir, framkvæmdastjóri Fjölmenning- arsetursins, saman efni málþings- ins.“ – Það vakti nokkra athygli er Evrópunefnd skilaði skýrslu um kristnifræði og fordóma á Íslandi. Mun það koma við sögu? „Já, vissulega snertir það mál málefni málþingsins þótt kristni- fræði verði ekki beinlínis til um- ræðu á málþinginu. Þetta sýnir að eitthvað sem áður var í lagi er það kannski ekki lengur, er jafnvel orðið umdeilt, vegna þess að þjóð- félagið er nú orðið fjölmenningar- legt. Það er gott að þessar um- ræður eru komnar af stað. Þetta er ekki umræða um hvort kristni- fræði sé góð eða slæm, heldur hvernig rótgróinn menningar- heimur mætir nýjum menningar- straumun.“ – Hefur kirkjan áhuga á þessum málefnum? „Þjóðkirkjan er langstærsta stofnun á Íslandi og þess vegna er erfitt að segja hvort kirkjan hafi áhuga á tilteknu málefni eða ekki, en eins og sést á þeim umræðum sem fram undan eru á málþinginu eru mismunandi trúarbrögð og lífsskoðanir staðreynd í samfélag- inu. Kirkjan getur ekki litið fram hjá því. Við höldum málþingið í húsakynnum KFUM og KFUK, en ekki í trúarlegri staðsetningu og með því viljum við m.a. leggja áherslu á mikilvægi þess að kirkj- an taki þátt í viðkomandi málefni. Ég vona að málþingið verði eins konar skilaboð til samfélagsins þess efnis að kirkjan hugsi líka um mismunandi trúarbrögð og það fólk sem þau stunda.“ – Ertu bjartsýnn á framtíð menningarlegrar fjölbreytni á Ís- landi? „Ég reyni að vera það, en það er þó eitt atriði. Fjölmenningar- legt samfélag er ekki menningarlaust sam- félag. Mér sýnist að fólk misskilji það stundum. Fjöl- menningarlegt samfélag stenst ekki nema að hver og einn annist sinn menningarheim, en menning er dýrmæt í fjölmenningarlegu samfélagi.“ – Fyrir hverja er þetta mál- þing? „Það er öllum opið og kostar ekkert. Hins vegar þarf að skrá sig hjá Biskupsstofu.“ Toshiki Toma  Toshiki Toma fæddist í Tókýó í Japan árið 1958. Hann lauk námi í stjórnmálafræði í Tókýó, en eftir það lagði hann stund á guðfræði og var vígður til prests við Evangelísku Lútersku kirkj- una í Japan árið 1990. Toshiki fluttist til Íslands árið 1992 og varð prestur við Þjóðkirkjuna árið 1997. Hann hefur starfað þar sem prestur innflytjenda frá upphafi. Toshiki á tvö börn. Að auka samskipti meðal fólks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.